Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 SIEMENS sjónvarpstæki FC910 21" flatskjár, 40 stöðva minni, 99 rásir, tengi fyrir heyrnartól, þráðlausfjar- stýring. Verð: 55.770.- SMÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sfmi 28300 FS928 25“ flatskjár, stereo, 31 stöðva minni, HiFi-magn- ari, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjarstýring. Verð: 76.700.- 28“ flatskjár, stereo, 31 stöðva minni, HiFi-magn- ari, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjarstýring. Verð: 80.740.- Ertu tryggður gegn verðbólgu? í óðaverðbólgu átta sig ekki allir á því, að jafnvel himinháir vextir geta í raun verið neikvæðir, eða rétt skriðið yfir raungildi. Þá skiptir máli að ávaxta sparifé sitt með fullri verðtryggingu. Liggur þú með fé á lausu? Við bendum sparifjáreigendum því á, að ÁVÖXTUNARBRÉF og REKSTRARBRÉF - hafa skilað eigendum sínum verulegri ávöxtun umfram verðbólgu. — ÁVÖXTUNARBRÉF ÁVÖXTUNARBRÉF eru óbundin og hægt að öllu jöfnu, að innleysa hvenær sem er án alls aukakostnaðar. Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - SÍMl 621660 VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU: SÍÐUSTU 3 6 12 MÁNUÐI 14,1 14,5 14,9 o/ /o REKSTRARBRÉF ____- MEÐ 6 MÁN. UPPSAGNARFR_ VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU: ÁVÖXTUNSf^ SlÐUSTU 3 18,0 Eru skriðdrekar Mont- gomerys og Rommels að leggja undir sig Reykjavíkurrúntinn? eftir Pétur Pétursson Þeim fækkar nú með degi hvetj- um, sem muna „hrunadans heims- veldanna", en svo nefndi Douglas Reed, kunnur rithöfundur og blaða- maður, hildarleik stórveldanna í síðari heimsstyijöld, sem enn er svo nefnd, þótt senn hilli undir fram- hald á næstu síðu, blaðsíðu 3. — Á þessum árum, sem til er vitnað, fylgdist heimsbyggðin með mann- skæðum orustum, sem háðar voru á vígvöllum hvarvetna þar sem her- sveitum laust saman og Brávalla- bardagi geisaði. Sögufræg átök hershöfðingjanna eru mörgum minnisstæð. Montgomery og Rommel tryggðu sér sagnageymd og tímabundna eilífð með „hemað- ardáðum" sínum og forystu á vígvelli. Montgomery las biblíuna að kvöldi hvers dags og dró svo sparilök fyrir hengirúm sitt í eyði- merkurtjaldinu og gaf sig guði á vald, í grátt brókarhald, og sofnaði svefni „réttlátra" meðan „eyði- merkurrottur" hans grófu sér göng. Rommel hinn þýski naut lengi náð- ar Hitlers, vegna sigursældar í Afríkuhernaði, uns hann féll fyrir eigin hendi er upp komst um laun- ráð hans við „foringjann". Um mannskæðar orustur M. og R. má lesa í styijaldarannálum. Þeir döns- uðu Óla Skans með brauki og bramli um Afríku norðanverða, þvera og endilanga, og geispaði þar margur góður drengur golunni í tvenndar- leik þeirra. Því aðeins voru títtnefndir hers- höfðingjar tilnefndir að framferði reykvískra unglinga minnir á or- ustutækni þeirra hvað gauragang snertir þótt enginn liggi í valnum, utan glerbrot og gosdósir. Naumast líður sú helgi, að eigi ymji og glymji, urri og korri, bif- hjól og bryndrekar, er minna hvað helst á eyðimerkurhemað. Svo virð- ist sem fjöldi reykvískra unglinga telji að enginn helgarhnútur sé full- riðinn nema Ári, Kári, Korriró og Kolrassa krókríðandi leiki lausum hala. Auk þess steypa stömpum Brynhildur Buðladóttir og valkyijur á þeysireyð. Þeim fylgja Jómsvík- ingar, Öskurbuskur og Grasagudd- ur að setja á svið Djöflatrillusónötu, Flautukonsert og Hryllingsóperu með fulltingi aðvífandi Amala og Sambyggðar trésmíðavélar Hjólsagir r y ttia ^ Laugnvogi 29. Simar 24320 — 24321 — 24322 næturgesta. Undir taka drykkju- bræður og djúsarar. Hér reikar margur óhreinn and- inn úr því fer að skyggja og virðist reiðubúinn að hverfa fyrir hom til einhverra verka, þótt holdið sé lúið og lurkum lamið af erindisleysu i hringekju ástarinnar. Félagsvísindastofnun og fyrir- tæki mörg kanna með ýmsum hætti afstöðu manna og umsvif. Víst væri það verðugt verkefni að kanna hve miklir fjármunir em bundnir í ökutækjum ungmenna sem ekið er í erindisleysu um götur Reykjavík- ur, eða lagt þar á stéttar og torg, til þess að þeyta flautur og magna hljómtæki. Milljónatugir em bundn- ir með þessum hætti ef ekki hundr- uð milljóna. En athvarfslaus reikar æskan um völl, nema veitingamenn opni nautnaríkan náðarfaðm sinn að bjóða algleymi og himin sinn helltan fullan af myrkri, með ljósa- breytingum og lævísum drykkjum. Á jólaföstu, eða þar um bil, kom veitingamaður til viðtals í sjón- varpi. Hann kvartaði sáran og setti upp skeifu. Kvartaði undan óbilgimi borgaryfirvalda. Kvaðst hafa eytt 43 milljónum í „pakka“, en ekki hafa fengið svar við beiðni um vínveitingar í miðborg Reykjavíkur. Skömmu síðar kom jákvætt svar við beiðni gestgjafans. Um það bil viku síðar lá borgarskáld Reykja- vikur í valnum. Skáldið sem fegurst kvað um Austurstræti. „Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn af bemskuglöðum hlátri strætið ómar því vorið kom að sunnan yfir sæinn, sjá sólskinið á gangstéttunum ljómar.“ „Hvað varð um yður Austur- strætisdætur?" spurði skáldið. Hvað hefír farið úrskeiðis? Hvað veldur þessu yfírþyrmandi og ógnvekjandi atferli? Er enginn vettvangur til sæmilegrar tómstundaiðju og skemmtana? Elli kerling kom þrumuguðnum Þór á kné, en marg- ur æskumaður hnígur nú í ræsið og rís ei undir fargi samtíðar. Eng- inn skyldi halda að hér sé ætlunin að syngja einhvem afturhaldssöng og umvöndunar, um að heimur fari sífellt versnandi og áður fyrr hafi allt verið slétt og fellt: Öðru nær. Hyggjum að lýsingu Bjama rektors Jónssonar er ritar Jóni Sigurðssyni forseta um ástand í Reykjavík í marsmánuði 1852. Þá er rúmt miss- eri liðið frá Þjóðfundi. Bjami ritar: „Svoddan ómennska, leti og drykkjuskapur, sem hér gengst við hjá fólki í Reykjavík er hrylli- leg...“ Bjami var sjálfur vínmaður mikill en ofbauð framferðið. „Ung- dómnum er ekkert kennt. í staðinn fyrir að læra nokkuð ganga dreng- ir í flokkum á götunum aðgjörða- lausir frá morgni til kvölds. Væm þeir í fólkríkara landi mundu þeir verða tugthúscandidater." „Það sem ég sé, ef það er fram- för, er að þeir hafa fengið billiard, og ekki koma hér þrír menn saman án þess að þeir setji sig við eitt l’hombre borð og sitji þar frá kl. 6 á kveldin til sundum kl. 7 daginn eftir og til þess að útbreiða smekk- inn fyrir þeim framfömm, held ég stiftamtmaður okkar sé ekki aldeil- is aðgjörðalaus." Nær hálfri öld síðar em málefni æskulýðs enn á dagskrá þeirra, er bera heill ungmenna fyrir bijósti og svipast um eftir úrræðum. Ólafía Jóhannsdóttir, göfug kona, er lét sér annt um náungann og ritaði bók um kjör ungra stúlkna, „Aumastar allra“ lýsti áliti sínu í ritgerð árið 1895: „Vér eigum nóg af draumum en lítð af dáð; vér erum seinir til ásetnings og daufir til fram- kvæmda, þunglyndir og þó alvöm- lausir. Oss vantar háværa æsku, sem ekki ræður sér fyrir gleði og fjöri, sem þyrstir eftir framkvæmd-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.