Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 20

Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 20
20 , - , - _í t v* — «nr\»<Trqi]wgTT fZ\/Z^ T'ffVTflwnlí MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ ISSll ÚTILÍF" Sími82922 Rísum upp til varn- ar landsbyggðinni eftir Hjörleif Guttormsson Það er orðið augljóst, að núver- andi ríkisstjórn ætlar að verða enn erfiðari í skauti fyrir landsbyggðina en sú sem á undan henni sat, og er þá langt til jafnað. Þar skipta hátíðleg loforð í stjórnarsáttmálum engu. Verkin tala og af þeim er sýnt að ráðherrarnir og ríkisstjómin í heild lætur sér stöðu mála á lands- byggðinni í léttu rúmi liggja. Mis- rétti á högum manna eftir búsetu fer dagvaxandi. Atvinnurekstur úti um land er ýmist að leggja upp laupana eða brennir upp því sem eftir er af eigin fé fyrirtækjanna. Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokk- anna úti um land standa agndofa gagnvart stjómarstefnunni. Þeir sem stöðva vilja þessa þróun mega ekki mikinn tíma missa. Að- eins pólitísk uppreisn gegn óréttlæt- inu getur skilað árangri. Þar verður fólk á landsbyggðinni að vera í far- arbroddi. Í þessum málum dugar engin hálfvelgja. Það er spurt um skýr markmið og trúverðugar leiðir til að rétta við stöðu landsbyggðar- innar. Ástæður undanhaldsins Byggðaflóttinn og vöxtur höfuð- borgarsvæðisins er orðinn magnaðri á íslandi en dæmi em um í öðmm vestrænum löndum. Nær 60% íbúa landsins búa nú á Reykjavíkursvæð- inu, sem um nokkurra ára bil hefur tekið til sín nær alla fólksfjölgun í landinu. Á síðasta ári fækkaði tölu- lega í öllum landsbyggðarkjördæm- um utan einu þrátt fyrir þá stað- reynd, að um 800 manns fluttu til landsins umfram brottflutta. Skýringa á þessu undanhaldi landsbyggðarinnar er m.a. að leita í eftirtöldu: Rangri efnahags- og atvinnu- stefnu síðustu ríkisstjóma. Samsöfnun stjórnsýslu og fjár- málavalds í höfuðborginni. Niðurskurði í verklegum fram- kvæmdum. Mismunun í tekjum sveitarfélaga og skerðingu tekjustofna. Hærri framfærslukostnaði á landsbyggðinni. Vöntun á félagslegu íbúðarhús- næði og lækkun fasteignaverðs. Fábreyttara atvinnuframboði og lakari þjónustu. Öfugþróun af þessu tagi er ekk- ert náttúrulögmál. Það er á valdi ráðandi afla í þjóðfélaginu og ætti að vera í verkahring ríkisstjórna að sporna við þessari þróun. Til þess þarf hins vegar vilja og skýr markmið, en hvom tveggja hefur skort. Landsbyggðin hefur í síaukn- um mæli verið meðhöndluð sem hjálenda fjármálavalds sem hefur miðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Endurreisn landsbyggðarinnar tekst ekki nema unnt sé að hnekkja því valdi og skapa mótvægi, efna- hagslegt og pólitískt, úti í lands- hlutunum. Til að slíkt mótvægi verði til verð- ur fólk úti um land að leita sam- stöðu með allt öðmm og ákveðnari hætti en hingað til. Menn þurfa að sameinast um það að krefjast af stjómmálaflokkunum skýrrar byggðastefnu og taka upp mun nánari samvinnu milli byggðarlaga innbyrðis en verið hefur til þessa. Hrepparígur má ekki verða til þess að veikja byggðarlögin í átökum um gmndvallarhagsmuni. Skilmerkileg byggðastefna Með skilmerkilegri byggðastefnu verður að taka á þeim þáttum sem upp vom taldir hér að ofan og leið- Þig langar alltaf í meira þegar þú grillar marineruð rif frá SS Steinakrýl er meira en venjuleg málning 'málning'íf jjtoygmtfrffiftfft Meísölublad á hveijum degi! Ljúffengt gæðnkex! Það ber öllum saman um að GRANOLA heilhveitikexið frá LU er eitt það besta sem þú get- ur valið, hvort heldur þú velur það með dökkri eða ljósri súkku- laðihúð. EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 6-85-300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.