Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 21
Hjörleifur Guttormsson „Spurningin stendur ekki aðeins um það að fólk uni í átthögum sínum, heidur að fólk af höfuðborgarsvæðinu sjái ástæðu til að flytja út á land í meiri mæli en nú er. Rétt er að menn hafi í huga, að þrotlaus vinna með yfirtíð og næturstriti er ekki það sem ungt fólk leitar nú eftir. Sem betur fer er sókn manna eftir skaplegum vinnudegi og sæmileg- um frítíma vaxandi. Uppgripavinna laðaði fólk áður fyrr í nokkr- um mæli út á land. Sá hvati hefur nú minna aðdráttarafl.“ rétta Qölmörg önnur atriði, þar sem íbúum er mismunað með óeðlilegum hætti. Hér er þó alls ekki verið að hvetja til þess að fella allt í sömu skorður eða horfa fram hjá hag- kvæmni við félagslegar lausnir og atvinnuuppbyggingu. í heilbrigðri byggðastefnu er nauðsynlegt að greina sem best landkosti og heilla- vænlega þróun til lengri tíma litið. Ólík atvinnuuppbygging milli staða, reist á slíku mati og hagkvæmri verkaskiptingu, er einmitt þáttur sem of lítill gaumur hefur verið gefinn. Hins vegar eiga þegnamir kröfu á jöfnun lífsafkomu og njóta afkomuöryggis óháð búsetu. Aðgerðir í byggðmálum verða að vera róttækar, eigi þær að koma að gagni, vegna þess hve hratt hefur hallað undan fæti að undan- fömu. Hér verða nefnd nokkur áhersluatriði í öflugri byggða- stefnu, sumt tímabundnar aðgerðir, annað sem vísar lengra fram á veg- inn. Jöfnun á framfærslukostn- aði Forgangsatriði er að ná fram jöfnun á framfærslukostnaði fólks á landsbyggð og höfuðborgarsvæði. Allar kannanir leiða í ljós að vöm- verð er almennt hærra úti um land og það víða svo miklu munar. Orku- kostnaður, bæði vegna ljóss og hita og sérstaklega vegna húshitunar, er langtum hærri. Símakostnaður er einnig til mun hærri vegna meiri nota á langlínu. Fargjöld, m.a. í innanlandsflugi, leggjast mun þyngra á landsbyggðarfólkið. Kostnaður við skólagöngu barna er einnig hærri, ekki síst þegar kemur að framhaldsmenntun. Flestir ofan- greindir þættir em einnig íþyngj- andi fyrir atvinnurekstur á lands- byggðinni. Auðvelt er að reikna út þessa mismunun eftir landshlutum og byggðarlögum og haga leiðréttingu með hliðsjón af niðurstöðu. Fleiri en ein leið kemur til álita til jöfnun- ar. í fyrsta lagi að taka á hveijum þætti fyrir sig; orku, síma, flutn- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 21 ingskostnaði, námskostnaði o.s.frv. í öðm lagi að leiðrétta mismuninn í gegnum skattakerfíð með per- sónuafslætti. í þriðja lagi að koma leiðréttingu inn í kjarasamninga, en slfkt er eflaust erfítt í fram- kvæmd. Fyrir utan jöfnun framfærslu- kostnaðar, sem ætti að vera sjálf- sagt réttlætismál, kemur til álita sérstakur kjaralegur hvati fyrir þá sem starfa úti á landi, eins konar staðamppbót svipað og greitt er nú þegar ýmsum starfsstéttum (hjúkmnarfræðingar, kennarar o.fl.). Víðast hvar er t.d. vöntun á vinnuafli í fiskvinnslu, og enginn vafí að launakjörin valda þar miklu svo og vinnuaðstæður. Það er þjóð- hagsleg nauðsyn að fólk sæki í vinnu og öðlist þjálfun í framleiðslu- störfum, en eins og nú háttar tap- ast mikil verðmæti í útflutnings- greinunum vegna þess að reynda starfsmenn vantar. Ein leiðin er að búa þannig að fyrirtækjunum að þau geti greitt eftirsóknarverð laun. Ónnur leið væri að veita skattafríð- indi til þeirra sem vinna við gjald- eyrisskapandi og gjaldeyrissparandi framleiðslu. Spurningin stendur ekki aðeins um það að fólk uni í átthögum sínum, heldur að fólk af höfuð- borgarsvæðinu sjái ástæðu til að flytja út á land í meiri mæli en nú er. Rétt er að menn hafi í huga, að þrotlaus vinna með yfírtíð og næturstriti er ekki það sem ungt fólk leitar nú eftir. Sem betur fer er sókn manna eftir skaplegum vinnudegi og sæmilegum frítíma vaxandi. Uppgripavinna laðaði fólk áður fyrr í nokkmm mæli út á land. Sá hvati hefur nú minna aðdráttar- afl. Bættur hagxir sveitarf élaganna Staða sveitarfélaga á lands- byggðinni hefur farið hríðversnandi á sama tima og flóir út úr í höfuð- staðnum. Þessu veldur mikill fjár- magnskostnaður hjá þeim sem beij- ast við skuldabagga og ekki síður ónógri og rýrari tekjustofnar en sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu njóta. Hér munar mestu um að- stöðugjöld og fasteignagjöld. Vegna mismunandi aðstöðu- gjalda eftir tegundum atvinnu- rekstrar reyndust aðstöðugjöld á íbúa helmingi lægri í Neskaupstað árið 1987 en í Reykjavík sama ár. A fasteignagjöldum munaði nær þriðjungi vegna lægra fasteigna- mats. I bæjarsjóð Neskaupstaðar vantaði nær 17 milljónir króna það ár, til að'tekjur bæjarfélagsins á hvern íbúa væm hinar sömu og í Reykjavík. Aðstaða sjávarútvegs- staða úti um land er hliðstæð og Neskaupstaðar svo og margra ann- arra sveitarfélaga. Hér er um óþol- andi mismunun að ræða, sem skylt ætti að vera að leiðrétta. Þingmenn Alþýðubandalagsins fluttu á síðasta Alþingi tillögu um athugun á tekjustofnum sveitarfé- laga, þar sem m.a. var bent á þá leið að ölluin aðstöðugjöldum og fasteignagjöldum verði safnað í einn sjóð og síðan úthlutað úr hon- um til sveitarfélaga í samræmi við höfðatölu. Einnig fluttum við þingmenn Alþýðubandalagsins fmmvarp til laga um afnám á skerðingu Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga, en þessi tekjustofn sveitarfélaganna er nú skertur um helming frá því sem lög um sjóðinn kveða á um. Þannig fær bæjarsjóður Neskupstaðar aðeins 6,4 milljón króna úr sjóðnum í ár í stað 13,7 milljóna, ef úthlutað væri hliðstætt og gert var á ámnum 1981-’83. Jöfnun á aðstöðu sveitarfélaga í landinu er undirstaða þess að þau geti rækt þjónustu við íbúana með sambærilegum hætti. Hér er því um brýnt byggðamál að ræða, sem er prófsteinn á viðhorf stjórnmála- flokkanna. Nýskipan stjórnsýslunnar — stofnun héraða Miklar umræður hafa farið fram um skiptingu landsins í hémð, fylki eða fjórðunga sem sjálfstjórnarein- ingar milli ríkis og sveitarfélaga, en þær hafa ekki leitt til niðurstöðu enn sem komið er. Hugmyndin um hémð sem sérstakt stjórnstig á hljómgmnn innan allra stjómmála- flokka, en að því er virðist minnstan í forystuliði Sjálfstæðisflokksins, sem hafnaði henni á landsfundi fyr- ir síðustu kosningar. Samtök um jafnrétti milli lands- hluta hafa myndun héraða sem sérstakt baráttumál og Þjóðar- flokkurinn tók það mál upp í stefnu- skrá sína. Undirritaður telur að myndun héraða sem lýðræðislegs stjómstigs geti haft mikla þýðingu til að efla hlut landsbyggðarinnar og sé nán- ast forsenda fyrir því að unnt verði að flytja í verulegum mæli fármagn og verkefni frá ríkinu út í byggðar- lögin. Um þetta flutti ég breyting- artillögur við framvarp til sveitar- stjómarlaga 1986, þar sem mál þetta er ítarlega reifað. Ekkert einstakt mál er líklegra til að hvetja til svæðisbundinnar samvinnu landsbyggðarfólks en til- koma héraða sem heimavalds. Með hémðum væri líka skapað mótvægi við höfuðstaðinn sem um munar. I hémðunum ættu m.a. að rísa þróun- arstofur, þar sem dregin væri sam- an þekking um viðkomandi svæði og unnið að hagrænu og land- fræðilegu skipulagi á vegum hér- aðsþinga. Atvinnumálin kjölfestan Hér verður að sinni ekki fjallað um fleiri þætti í þeirri byggða- stefnu, sem verða þarf að vemleika sem fyrst. Samgöngubætur með góðum samgöngum innan héraða em eitt af biýnustu úrlausnarefn- unum. Ný húsnæðisstefna sem tryggi stóraukið framboð á félags- legu húsnæði úti um land í sam- ræmi við þróunarforsendur byggð- anna er annað lykilatriði. Oflugt og fjölbreytt atvinnulíf er síðan sú undirstaða, sem allt annað hvílir á. Landsbyggðin leggur til meiri- hlutann af gjaldeyristekjum þjóðar- búsins, en fólkið sem aflar þeirra nýtur þess í alltof litlum mæli. Þeir Islendingar em fáir að minni hyggju, sem sjá vilja landsbyggðina eyðast og þjóðina safnast saman á eitt landshom. Slík verður þó niður- staðan fyrr en seinna, ef menn ekki bregðast við og breyta þeim for- sendum sem em undirrót háska- legrar byggðaröskunar. Staða byggðanna víða um land er í reynd mun ótryggari en halda mætti, ef einungis er litið á yfirborðið. Því megum við engan tíma missa til að snúa vöm í sókn. Höfundur er alþingismaður Aust- urlandskjördæmis fyrir Alþýðu- bandalag. Leiðrétting Pennaglöp urðu í lokaorðum kaflans um Svavar Guðnason í Reykjavíkur- bréfi á sunnudag. Rétt er setningin svohljóðandi: „Svavars Guðnasonar verður lengur minnzt í sögu okkar og listaverkabókum framtíðarinnar en margra þeirra hóla sem mest hreykja sér í fjölmiðlaslag samtíð- arinnar." Rangar tölur MISTÖK urðu við útreikning talna um aflabrögð fyrri hluta ársins í frétt sem birtist í Morg- unblaðinu þann 16. júní sl., þann- ig að aflinn var i flestum tilvikum sagður meiri en hann var í raun. Heildaraflinn frá janúar til mai á þessu ári var 947.426 tonn, en ekki 1.024.985 tonn eins og sagt var. Þorskafli var 181.000 tonn á sama tíma, en ekki 210.000 tonn. Þar af var 7.400 tonnum landað erlendis. Af karfa veiddust 36.000 tonn, af grálúðu 34.000 tonn, af ufsa tæp 30.000 tonn, og 21.000 tonn veiddust af ýsu. Tölur um loðnuafla voru hins vegar réttar, en hann var 605.000 tonn frá jan- úar til maí. FLUGLEIDIR tilkynna Við höfum nú opnað sjö nýjar úrvals biðstofur fyrir SAGA CLASS farþega á eftirtöldum flugvöllum: KAUPMANNAHÖFN - MAIRMAID LOUNGE KEFLAVÍK - SAGA CLASS BOSTON -AIRLINGUS CHICAGO - SCANORAMA NEWYORK - SAGA CLASS STOKKHOLMI - LOUNGE LINNÉ FRANKFURT -EUROLOUNGE SAGA CLASS farþegar fá all- staðar úrvals þjónustu, þægilegt and- rúmsloft,‘úrvals lesefni, símaþjónustu, léttar veit- ingaro.fl. o.fl. Allar nánari upplýsingar um SAGA CLASS veita söluskrifstofur Flugleiða og ferðaskrifstofurnar. FLUCLEIÐIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.