Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988
23
Morgunblaðið/RAX
Einar Matthíasson í tilraunaeldhúsi Iðntæknistofnunar. Á borðinu má sjá tandurpakkaðar vöruteg-
undir sem komnar eru á markað erlendis.
Ný aðferð við pökkun
og geymslu matvæla
-Rætt við Einar Matthíasson matvælaverkfræðing
Á Iðntæknistofnun íslands fara
nú fram rannsóknir á nýrri
aðferð við pökkun og geymslu
matvæla. Aðferðin kallast
tandurpökkun eða „aseptísk"
pökkun og er talið að hún
muni hafa veruleg áhrif á þró-
un matvælaiðnaðar i nánustu
framtíð. Jafnframt er álitið að
tandurpökkun verði ráðandi í
framleiðslu ýmissrar matvöru
sem hingað til hefur verið soð-
in niður. Blaðamaður Morgun-
blaðins ræddi við Einar Matt-
híasson matvælaverkfræðing á
Iðntæknistofnun, en hann hef-
ur unnið að rannsóknum og
þróun á hinni nýju aðferð.
„Tandurpökkun er aðferð sem
gefur nýja möguleika á varðveislu
matvöru í lengri tíma án þess að
hún sé fryst eða soðin niður,“
sagði Einar. „Við tandurpökkun
er matvara án gerla sett í dauð-
hreinsaðar umbúðir í dauðhrein-
suðu umhverfí og þeim er lokað
á þann hátt að engin endurmeng-
un geti átt sér stað.“
Að sögn Einars eru vörugæði
við tandurpökkun mikil í saman-
burði við hefðbundna hitameð-
höndlun sem notuð er til að ná
miklu geymsluþoli. „ Aðferðin hef-
ur um nokkurt skeið verið notuð
við fljótandi matvæli og gefíst
vel. Sem dæmi um slíkar vörur
má nefna G-mjólk. Fram að þessu
hefur hins vegar ekki tekist að
pakka seigfljótandi vökvum eða
föstum matvælum á þennan hátt
ef frá eru talin matvæli sem þurfa
mun minni hitameðhöndlun, þ.e.
matvæli með hátt sýrustig."
Föst matvæli í legi
tandurpökkuð
Nýlega hefur tekist að tandur-
pakka föstum matvælum í legi
og eru slík matvæli þegar komin
á markað erlendis. Yfirleitt er um
að ræða súpur eða sósur með
smáum bitum af grænmeti, kjöti
eða físki.
„Við tandurpökkun er matvaran
hitameðhöndluð áður en hún fer
í umbúðirnar. Þetta gerir kleyft
að nota nútíma aðferðir við hita-
meðhöndlunina, snögghita og
snöggkæla vöruna. Þannig er
tryggt að allar örverur drepast
_ AfYUING 00
LOKUN
Vinnsluferli tandurpökkunar.
og meðhöndlunin tekur skemmri
tíma en ella.“
Að sögn Einars er vandamálið
við dauðhreinsun fastra matvæla
m.a. það að vökvi og fast efni
hitna mishratt. „Matvælin þurfa
að ná vissu hitastigi til að teljast
dauðhreinsuð og við viljum lág-
marka tímann sem það tekur, til
þess að ofhita ekki matvælin. “
Erfiðleikar við að tryggja öryggi
hitameðhöndlunar og pökkunar-
ferlis hafa hingað til hamlað
framþróun tandurpökkunar. Til
að leysa þessi vandamál þarf að
öðlast þekkingu á því hvemig
bitar flytjast í vökva og hvernig
upphitun er háttað svo tryggt sé
að öllum örverum sem skemmt
geta matvælin verði eytt. Rann-
sóknir á þessu fara nú fram í
samvinnu Norðurlandanna.
Samnorrænt verkefni
Rannsóknir Einars á tandur-
pökkun eru hluti af samnorrænu
rannsóknarverkefni. Verkefnið.
skiptist í þrjá þætti og starfar
Einar ásamt Þorbirni Guðjónssyni
matvælaverkfræðingi af hálfu
Iðntæknistofnunar íslands við
fyrsta hlutann. Hann fjallar um
hitameðhöndlun og flutning mat-
væla í tækjabúnaði. Hinir þætt-
irnir tveir fja.Ha. um eftirlit með
örverugróðri í sjálfu tandurferlinu
og eftirlit með öryggi umbúða.
„Markmið þess verkhluta sem ég
starfa við er að finna og þróa
aðferðir til að mæla hitaálag,
hnjask og niðurbrot sem matvæii
í föstu formi verða fyrir í tækja-
búnaði sem notaður er við tandur-
pökkun," sagði Einar.
Hið samnorræna rannsóknar-
verkefni er flármagnað af Norr-
æna iðnþróunarsjóðnum, iðnaðar-
sjóðum Norðurlandanna og
einkafyrirtækjum á Norðurlönd-
unum. Af Islands hálfu eru það
Rannsóknarsjóður Rannsóknar-
ráðs ríkisins og Sölustofnun lag-
metis sem styrkja verkefnið.
Markmiðið er að viðhalda
ferskleika
Þó tandurpökkun sé nú þegar
notuð erlendis við pökkun og
geymslu ýmissa matvæla er rann-
sóknum á aðferðinni ekki lokið
og talsverð þróunarvinna er eftir.
„Tækjaframleiðendur og- fyrir-
tæki hafa verulegan áhuga á
þessari aðferð og áframhaldandi
þróun á henni verður sennilega
ör næstu ár,“ sagði Einar. „Tand-
urpökkun mun án efa slá í gegn
á næstunni, ekki aðeins a kostnað
niðursuðu heldur einnig á kostnað
frystingar. Tandurpökkuð mat-
væli halda ferskleika sínum mun
betur en niðursoðin matvæli og
geymslu- og dreifingarkostnaður
þeirra er mun minni en sambæri-
legur kostnaður frystra matvæla.
Her skapast því nýir möguleikar
í markaðssetningu.“
Við rannsóknimar hefur það
markmið verið haft að leiðarljósi
að viðhalda ferskleika matvæl-
anna. „Við vitum að niðursoðin
matvæli hafa glatað miklu af
bragði sínu við hina miklu hita
meðhöndlun. Þannig eru upphaf-
leg gæði niðursoðinna matvæla
oft ekki ljós þeim sem neytir
þeirra. Þessu 'komumst við hjá
við tandurpökkun og geymsluþol
tandurpakkaðra matvæla getur
verið nokkrir mánuðir upp i ár.“
Að sögn Einars er líklegt að
tandurpökkun nái fljótlega mikilli
útbreiðslu. „Þessi aðferð mun ná
yfírhöndinni yfír aðrar langtíma
geymsluaðferðir sem byggja á
hitameðhöndlun. Fyrirtæki í nið-
ursuðu munu væntanlega nýta
sér hina nýju tækni og ég tel að
niðursuða muni víkja fyrir tand-
urpökkun, sérstaklega í matvæla-
iðnaði þar sem ferskleiki vöru
skiptir mestu máli. Sem dæmi um
slíka þróun má nefna að eftir að
G-mjólk kom á markaðinn var
að mestu hætt að selja niðursoðna
mjólk,“ sagði Einar að lokum.
HÞI.
FLUGLEIDIR
tilkynna
morgunbrottför
frá
Kaupmnnahöfn
kl. 09.00,
lending í Keflavík
kl. 10.15 þriðjudaga,
fimmtudaga og
laugardaga.
Auk þess vekjum við at-
hygli á flugi frá Keflavík
til Kaupmannahafnar
þriðjudaga, fimmtudaga
og laugardaga kl. 16.30.
Þaöan er hægt að ná
tengiflugi til allra Noröur-
landanna samdægurs.
Að sjálfsögðu eru hin
hefðbundnu morgunflug enn
á sínum stað - alla daga!
Allarnánari upplýsingará söluskrif-
stofum Flugleiða og ferðaskrifstofum.
FLUGLEIÐIR