Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988
Vörumarkaði breytt
í rannsóknastofu
Rannsóknarstofa Háskólans
í_ veirufræðum er nú flutt í
Ármúla 1A þar sem áður var
Vörumarkaðurinn. „Öll okkar
viiinuaðstaða hefur gjörbreyst
við að flytja í Veirumarkaðinn
eins og við nefnum hann gjarn-
an. Hér er helmingi rýmra en
i gamla skúrnum á Landspítala-
lóðinni, þar sem við höfum ver-
ið frá því að deildin hóf starf-
semi sína 1974. Það er því óneit-
anlega gott að komast úr
þrengslunum þar en aftur á
móti er afar slæmt fyrir Lands-
spítalann að rannsóknardeild-
imar geti ekki verið á spítalan-
um sökum húsnæðisskorts,“
segir Margrét Guðnadóttir, for-
stöðumaður rannsóknarstof-
unnar.
Rannsóknarstofan er á tæplega
900 fermetrum, þar sem áður var
matvöruverslun og hluti raftækja-
verslunar en yfir helmingi hússins
verður ráðstafað til annarrar
starfsemi. Það var keypt um ára-
mót ’85-’86 og afhent í ágúst
1986. Eyðnirannsóknir á vegum
deildarinnar hófust í Ármúlanum
í apríl síðastliðnum. Áður höfðu
starfsmenn hennar um 300 fer-
metra til afnota og sagði Margrét
að þrengslin hefðu verið orðin
hræðileg. „í upphafí var ætlunin
að deildin yrði í skúmum á Lands-
pítalalóðinni í 3 ár en svo gleymd-
umst við eins og aðrar rannsókn-
ardeildir og vorum þar alls í tæp
14 ár,“ segir Margrét.
í nýja húsnæðinu er skrifstofa,
bókaherbergi og 3 vinnuherbergi
fyrir pappírsvinnu í stað einnar
hillu í Landsspítalanum, að sögn
Magrétar. Einnig bætist við mikið
geymslurými en tækjabúnaðurinn
var ekki endumýjaður við flutn-
ingana. Hlífðarskápar til nota við
veiruræktanir vom keyptir en
ekkert slíkt var til í eldra hús-
næðinu. „Aðalatriðið er að nú
höfum*við nægilegt pláss og næði
til að vinna að rannsóknum og
því margfaldast afkastageta okk-
ar.“
Eyðnirannsóknir aðeins
lítill hluti starfsins
Hlutverk rannsóknarstofunnar
er fyrst og fremst greining veiru-
sótta, þar á meðal eyðni, sem er
aðeins lítið brot af allri greiningu.
„Öll umræða um starfsemi okkar
hverfur í skuggann af eyðninni,"
segir Margrét. Rannsóknarstof-
unni berast sýni til rannsóknar frá
öllum sjúkrahúsum, heilsugæslu-
stöðvum og læknum, þar með
töldum heilsugæslulæknum. Þá
í húsnæðinu við Ármúla eru 4 herbergi þar sem frumur eru ræktaðar við 37° hita bæði áður og
eftir að þær eru sýktar með sýnum. Margrét segir mikla vinnu fólgna í ræktuninni.
Kristín Þorsteinsdóttir í bóka-
og fundaherbergi rannsóknar-
stofunnar en ekki var neitt rúm
fyrir skrifstofur og bókaher-
bergi í eldra húsnæðinu.
um þátt veira í langvarandi tauga-
sjúkdómum.
„Verkefnin hafa hlaðist utan á
okkur; árið 1975 gerðum við um
2000 rannsóknir á ári til að greina
sjúkdóma og athuguðum 550
sjúklinga. Árið 1980 voru rann-
sóknimar orðnar um rúmlega
6000 á ári og sjúklingamir 1100
og árið 1985 voru gerðar um
25.000 rannsóknir á 3000 sjúkl-
ingum. Að meðaltali eru gerðar
8-9 rannsóknir á hveijum sjúkl-
ingi nú en þær vom 3-4 árið 1975
og þá eru rannsóknir vegna
rauðra hunda ekki meðtaldar.
Enda hefur fjölgað veralega í
starfsliði stofimnar; í upphafi
störfuðu hér 6 líffræðinemar í
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Steinunn Thorlacius líffræðinemi athugar sýni. Til að hindra að
dropar úr sýnunum slettist úr glösunum, eru þau athuguð í nýjum
hlífðarskápum sem ekki voru til í gamla húsnæðinu. „Höfuðmáli
skiptir, að hafa nægilegt pláss og næði til að vinna að rannsókn-
um,“ segir Margrét Guðnadóttir.
Rannsóknarstofnun Háskólans
kjallara.
í veirufræði er á jarðhæð og í
er einnig unnið að grundvallar-
rannsóknum á veirusýkingum og
fylgst með árangri ónæmisað-
gerða og mun það starf aukast,
er deildin hefur nægilegt húsnæði
til umráða. Rannsóknarstofan
hefur einnig með höndum kennslu
í veirafræði .fyrir nemendur í
læknisfræði, hjúkran, líffræði og
meinatækni. Að síðustu má nefna
ráðgjöf um veirasýkingar og vam-
ir gegn þeim.
Margrét sagði stærsta verkefni
rannskóknarstofunnar til þessa,
vera mótefnamælingu alla kvenna
á bameignaaldri gegn rauðum
hundum. Nú væri mestu vinnunni
við það lokið en allar 12 ára stúlk-
ur væra mótefnamældar árlega
og þær mótefnalausu væru bólu-
settar og mældar aftur ári síðar.
Sagðist Margrét veralega ánægð
með árangurinn en náðst hefur
til 95% kvenna á bameignaaldri.
Rannsóknarstofan fylgist einnig
með árangri bólusetninga gegn
inflúensu, mislingum og mænu-
sótt. Aðstaða til þess eftirlits
batnar nú mikið. Þá era athugað-
ar sýkingar í öndunarvegi og
nokkur verkefni hafa verið unnin
hlutastarfí, 1 meinatæknir og
meinatækninemi auk mín. Nú era
24 starfsmenn og nemar hér og
þeim mun fjölga í haust."
Aðspurð segir Margrét, að hús-
næðið rúmi vel starfsemi veira-
rannsóknarinnar. „Þetta er gjör-
breyting frá því sem var og mun
duga okkur næstu árin. Hversu
lengi þori ég ekki að spá.“
Sveitarstjórnir geri
jafnréttisáætlanir
Félagsmálaráðuneyti og jafnréttisráð hafa óskað eftir að fram-
kvæmdaáætlanir um jafnrétti kynjanna, m.a. um stöðuveitingar og
skipan í sljómir nefndir og ráð, verði unnar á vegum einstakra stærri
sveitarstjóma á landinu.
Fundur með fulltrúum sveitar-
stjóma, félagsmálaráðuneytis og
jafnréttisráðs var haldinn síðastlið-
inn fímmtudag og rætt um gerð jafn-
réttisáætlana sveitarstjóma. Fram
kom á fundinum að vinna við slíka
áætlun er þegar hafin í félagsmála-
ráðuneytinu, en ríkisstjómin sam-
þykkti í maí tillögu jafnréttisráðs
um að hvert ráðuneyti og opinber
stofnun gerði eigin áætlun um
hvemig jafna skyldi rétt kvenna og
karla. Þá hefur jafnréttisráð boðið
stjómvöldum og sveitarstjómum
aðstoð við áætlanagerðina sé þess
óskað.
Fram kom á fundinum í máli
Ásdísar J. Rafnar, formanns jafn-
réttisráðs, og Láru V. Júlíusdóttur,
aðstoðarmanns félagsmálaráðherra,
að reynslan allt frá setningu jafn-
réttislaga 1976 og 1985 sýni að til-
gangi laganna verði ekki náð með
lagasetningu einni saman. Sérstakra
aðgerða og opinbers frumkvæðis sé
þörf eigi lagasetningin að hafa til-
gang.
Ásdís J. Rafnar sagði að viðbrögð
fulltrúa sveitarstjórna á fundinum
hefðu verið jákvæð. Á næstu mánuð-
um myndi reynast athygli vert að
fylgjast með hvaða sveitarstjómir
yrðu fyrstar til að fullvinna sínar
áætlanir, en samstarf yið launþega
væri nauðsynlegt til árangurs.
Morgunblaðið/Einar Falur
Jafnréttisráð og félagsmálaráðuneyti boðuðu fulltrúa sveitarstjórna til fundar á fimmtudag og óskuðu
eftir að jafnréttisáætlanir yrðu unnar hjá sveitarstjórnum líkt og hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum.