Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 32

Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Bandaríkjamenn granda íranskri farþegaþotu Tvö flugskeyti send á far- þegaþotu í áætlunarflugi Þotan var utan flugleiðar fyrir farþegaþotur, segir f orseti bandaríska herráðsins Dubai, Washington, Níkosíu. Reuter, Daily Telegraph. Irönsk farþegaþota skotin niðuryfir Persaflóa Bandaríska beitiskipið Vincennes skaut á sunnudagsmorgun niður íranska farþegaþotu. Um borð voru 290 manns. Reuter Ættingjar hinna látnu safnast saman á flugvellinum í Dubai. í gær- kvöldi höfðu björgunarmenn fundið iík 168 farþega af 290. íranir voru í meirihluta meðal farþeganna. Auk þess voru 12 menn frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, 8 Indveijar, 8 Pakistanir, 6 Júgóslavar, 2 Kúwaitbúar, 1 ítali og 1 Afgani um borð. ÁHÖFN bandarísks herskips á Persaflóa skaut á sunnudag nið- ur íranska farþegaþotu með 290 manns innanborðs skömmu eftir að íranskir byssubátar og banda- riski flotinn höfðu skipst á skot- um. Allir um borð týndu lífi. Bandarísk yfirvöld segja að þo- tunni hafi verið grandað fyrir siysni og hafi áhöfnin haldið að um íranska orustuþotu hafi verið að ræða. íranir hóta hefndum og hafna þeirri skýringu banda- rískra yfirvalda að þotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. Á aðfaranótt laugardagsins 2. júlí blossuðu skipaárásir upp að nýju á Persaflóa eftir þriggja vikna hlé. íraskar þotur réðust á tvö olíu- skip sem sigldu með íranska olíu og íranskir byssubátar skutu fimm eldflaugum á danska olíuskipið Karama Maersk, 35 mflur fyrir norðan Dubai, í hefndarskyni að því er talið er. íranir lýstu því yfir á laugardag að verið væri að efla íranska herinn til að ná aftur frum- kvæði í stríðinu við íraka sem stað- ið hefur í næstum átta ár. Að sögn breska dagblaðsins Daily Telegraph bárust leyniþjónustu bandaríska hersins upplýsingar um að írönsk árás væri yfirvofandi í tilefni þjóð- hátíðardags Bandaríkjanna þann 4. júlí. Danskt olíuskip biður um hjálp Á laugardagskvöld kom banda- ríska freigátan Montgomery danska olíuskipinu til hjálpar að beiðni hins síðamefnda. Skipin héldu sig í ná- grenni Abu Musa eyju sem tilheyrir Iran. Eyjan er bækistöð íranskra byssubáta. Á aðfaranótt sunnudags skaut herskipið viðvörunarskotum að þremur írönskum byssubátum. Var það í fyrsta skipti sem bandarískt herskip kemur olíuskipi, sem ekki ber bandarískan fána, til vamar á Persaflóa og í fyrsta skipti síðan 18. apríl að til sjóorrustu kem- ur milli írans og Bandaríkjanna en þá sökktu Bandaríkjamenn nokkr- um írönskum skipum. í aprfl veitti Frank Carlucci, vamarmálaráð- herra Bandaríkjánna, bandaríska flotanum á Persaflóa sem telur 29 herskip, heimild til að láta meira að sér kveða. Danska olíuskipið, Karama Ma- ersk, sigldi um nóttina út úr flóan- um í fylgd Montgomery og banda- ríska beitiskipsins Vincennes. Skip- ið var í olíuflutningum á milli Saudi-Arabíu og Bandaríkjanna. Til átaka kemur Klukkan 6.10 að ísl. tíma á sunnudagsmorgun skutu þrír íranskir byssubátar á bandaríska herþyrlu af beitiskipinu Vincennes. írönum og Bandaríkjamönnum ber ekki saman um atburði; íranir segj- ast hafa grandað þyrlunni en Bandaríkjamenn segja hana hafa sioppið. I tilkynningu bandaríska vamarmálaráðuneytisins segir að árásinni hafi verið svarað af hálfu áhafna Vincennes og freigátunnar Montgomery. Beitiskipið Vincennes sökkti tveimur bátum og laskaði þann þriðja. Klukkan 6.47 að staðartíma leggur Airbus-A300-flugvél ír- anska flugfélagsins, flug 655, í loft- ið frá hafnarborginni Bandar Abbas við Hormuz-sund á leið til Dubai, höfuðborgar Sameinuðu arabísku Heimildir: Reuters, Associated Press furstadæmanna, og stefnir á Vin- cennes. Tveimur mínútum síðar sendir áhöfn Vincennes viðvörun til þotunnar um að breyta skuli stefn- unni. Að sögn Bandaríkjamanna var viðvöruninni ekki svarað og var hún endurtekin kl. 6:51. Flugvélin var þá í 7.800 feta hæð og lækkaði flugið, að sögn bandarískra emb- ættismanna. Kl. 6.55 skýtur áhöfn Vincennes farþegaþotuna niður, að eigin sögn í þeirri trú að um F-14 orustuþotu sé að ræða. Tveimur og hálfrí klukkustundu síðar saka íranir bandaríska flotann um að hafa skotið niður íranska farþegaþotu með 290 manns innan- borðs. Um borð voru 66 böm, 52 konur og 156 karlar auk 16 manna áhafnar. Flugvallarstarfsmenn í Dubai segjast þess fullvissir að þot- an hafí lent í sjónum. Samband hafí rofnað við þotuna skömmu eft- ir að hún lagði af stað. Síðar segja flugvallarstarfsmenn að flugmaður þotunnar hafí sent frá sér neyðar- kall skömmu áður en þotan hvarf en ekki sé vitað af hverju. Bandaríkjamenn neita í fyrstu Að sögn írönsku fréttastofunnar IRNA hafði flugmaður þotunnar samband við flugtuminn í Bandar Abbas sjö mínútum eftir að lagt var í loftið kl. 6.47. Örfáum mínút- um síðar hafí þotan horfíð af rat- sjárskermi án þess að nokkurt neyð- arkall bærist. í fyrstu neituðu bandarísk vam- armálayfírvöld því að herskip flot- ans á Persaflóa hefði skotið niður íranska farþegaþotu. í tilkynnningu frá vamarmálaráðuneytinu sagði að beitiskipið Vincennes hefði sko- tið niður F-14 orrustuþotu sem nálgaðist á miklum hraða með þeim hætti að allt benti til þess að árás væn í aðsigi. íranskur starfsmaður hermála- yfirvalda sagði í viðtali við íranska útvarpið að nokkrum mínútum eftir átök milli írana og Bandaríkja- manna hefði farþegaþotu verið flog- ið inn á svæðið. „Þotan varð fyrir tveimur flugskeytum frá banda- ríska flotanum og sprakk í loft upp yfír Hangam-eyju,“ sagði embætt- ismaðurinn og vitnaði í frásögn sjónarvotta. „Við munum ekki taka glæpum Bandaríkjamanna þegjandi og hljóðalaust," sagði í fréttaskýr- ingu útvarpsins í Teheran. „Við munum standa af okkur samsæri Satans og hefna píslarvottanna." Háttsettur embættismaður hjá írönskum flugmálayfírvöldum sagði í íranska sjónvarpinu að sjá hefði mátt með berum augum að um far- þegaþotu hefði verið að ræða. I Washington staðfestu embætt- ismenn að farþegaþota hefði farist yfír Persaflóa en sögðust ekki vita til þess að bandaríski flotinn hefði komið þar við sögu. / Skömmu síðar sögðu embættis- menn í Pentagon að verið væri að athuga hvort nokkuð gæti verið hæft í því að Bandaríkjamenn hefðu „fyrir slysni" skotið niður íranska farþegaþotu. Reuter Will C. Rogers skipherra beiti- skipsins Vincennes. Viðurkenna verknaðinn Um klukkan hálfsex að ísl. tíma, eða tíu og hálfri klst. eftir atburð- inn berast fréttir um að Bandaríkja- menn viðurkenni að hafa grandað íranskri farþegaþotu fyrir slysni. í yfírlýsingu frá Ronald Reagan Bandaríkjaforseta segir að um „hræðilega mannlega ógæfu“ sé að ræða og að vamarmálaráðuneytið muni láta fara fram ítarlega rann- sókn á atburðum. Síðar segir William Crowe, flota- foringi og forseti bandaríska her- ráðsins, á blaðamannafundi að þot- an hafí verið utan flugleiðar fyrir farþegavélar. „Og það sem meira er, þotan stefndi beint á Vincennes á miklum hraða, u.þ.b. 450 hnút- um,“ sagði Crowe. Hann sagði enn- fremur að áhöfn Vincennes hefði sent viðvaranir bæði á neyðar- bylgjulengd fyrir almennt flug og herflug án þess að fá svar. Áhöfnin hefði ennfremur orðið vör við „raf- segulbylgjur frá þotunni" sem leiddu til þess að áhöfnin hélt að um F-14 orustuþotu, smíðaða í Bandaríkjunum, væri að ræða. Crowe sagði að slys af þessu tagi lægi í loftinu þegar tekin væri sú ákvörðun að senda farþegaþotu inn á átakasvæði. Að sögn Crowes var þotan úr- skurðuð óvinaflugvél kl. 6.51. Fjór- um mínútum síðar, þegar þotan var í 6 mílna fjarlægð frá skipinu, hleypti áhöfnin tveimur flugskeyt- um af gerðinni Standard af og hæfði a.m.k. annað þeirra skotmark sitt. Þegar Crowe var spurður hvað væri líkt með þessu atviki og því er Sovétmenn skutu niður kóreska farþegaflugvél þann 1. september árið 1983 sagði hann að „grundvall- armunur" væri þar á. Kóreska vélin hefði ekki verið á flugi á átaka- svæði og hún hefði verið í mikilli hæð. Áhöfn hennar hefði ekki verið vöruð við áður en skoti var hleypt af og hún hefði verið sökuð um að vera á njósnaflugi. „Áhöfnin fylgdi fyrirmælum" Reagan Bandaríkjaforseti sagði í yfírlýsingu sinni: „Þegar ekki barst svar frá þotunni við endur- teknum viðvörunum fylgdi áhöfn Vincennes víðkunnum fyrirmælum og hleypti af til að veija sig fyrir hugsanlegri árás.“ Hvorki Reagan né Crowe reyndu að svara spurningunni um það hvemig verið gæti að hið rándýra og fullkomna vamarkerfi í beiti- skipinu Vincennes skyldi ruglast á tiltölulega lítilli orrustuþotu eins og F-14 og belgmikilli breiðþotu. íranir lýstu yfir þjóðarsorg á mánudag vegna atburðarins. Ali Akbar Velayti, utanríkisráðherra Irans, mótmælti árás Bandaríkja- manna á farþegaþotuna við Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og beiddist þess að send yrði rannsóknarnefnd á vegum SÞ til Persaflóa til að kanna atburðinn og „fordæma opin- berlega frumkvöðla þessa óhæfu- verks."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.