Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 33 Þessa byrði mun ég bera ævilangt —segir skipherrann á Vincennes The Daily Telegraph. Hópur flotasérfræðinga hélt af stað í gær frá Bandaríkjunum til að kanna orsakir óhappa- verksins á Persaflóa. Skýrt hefur verið frá örvæntingarf ullum skilaboðum skipherrans á Vin- cennes, Will Rogers III., til yfir- boðara sinna í Washington eftir að hann hafði látið skjóta eld- flaugum að írönsku farþegaþot- unni. „Ég taldi að þotan væri hættuleg ógn gagnvart skipi mínu ... Þessa byrði mun ég bera til æviloka. Ég og aðeins ég sjálfur ber alla ábyrgð- ina,“ sagði skipherrann skelfingu lostinn. Skýringu á eldflaugaárás- inni má ef til vill finna í atburðunum fyrir tveim árum er freigátan Stark varð fyrir árás íraskra eldflauga. 37 bandarískir sjóliðar féllu og skip- herra Stark var vikið úr starfi þar sem honum var kennt um mannfall- ið. SM-2-flugskeyti, líkt þeim, sem grönduðu irönsku farþegaþotunni. Aegis-kerfið bandaríska: Fullkomnasta loft- Reuter William Crowe, forseti bandaríska herráðsins, og æðsti herforingi landsins, skýrir atburðarásina sem leiddi til þess að bandarískt flug- skeyti grandaði íranskri farþegaþotu með 290 manns innanborðs. Villtist íranska þotan af leið? Róm, Reuter. Daily Telegraph. FORINGJAR á ítölsku freigát- vamakerfi í heimi unni Espero á Persaflóa stað- festa fullyrðingar Bandaríkja- manna um að íranska þotan hafi ekki svarað ítrekuðum fjar- skipta-aðvörunum og auk þess hafi hún virst vera á rangri leið. Þetta kom fram i máli talsmanns ítalska flotamálaráðuneytisins í gær. Talsmaðurinn sagði að foringj- arnir hafi margsinnis heyrt stjórn- endur bandaríska beitiskipsins Vincennes biðja áhöfn þotunnar um að segja til sín. Ekkert svar hafi borist. Bandaríska dagblaðið The New York Times segir flugmálasérfræð- ing, er blaðið leitaði til, álíta mögu- legt að áhöfn írönsku þotunnar hafi slökkt á sérstöku öryggistæki (transponder) sem sé um borð í nær öllum farþegaþotum og fullvíst megi telja að slíkt tæki hafi verið um borð í írönsku Airbus-þotunni. Tækið nemur leitarmerki frá rat- sjám og magnar endurkastið frá þotunni svo að ratsjármennirnir geta ákvarðað gerð, hraða og hæð þotunnar. „Ratsjáin hefði aldrei getað ruglað saman F-14 þotu og Airbus- þotu. Ratsjármerkið frá farþegaþot- unni er svo miklu greinilegra. Ég er sannfærður um að öryggistækið var í írönsku þotunni en annað mál er hvort kveikt var á því,“ sagði sérfræðingurinn. Flugmálasérfræðingur breska dagblaðsins Daily Telegraph segir að þær staðreyndir að farþegaþotan hafi tekið sig á loft frá herflugvelli og að hún hafi klifrað hratt, líkt og orrustuþota, gætu hafa villt áhöfn beitiskipsins sýn. Hins vegar hefði hún átt að vita að öryggistæk- ið (transponder) væri venjulega ekki notað undir 15.000 feta hæð í þessum heimshluta. Eins var að sögn blaðsins ekkert óvenjulegt við það að þotan skyldi ekki vera á hárréttri flugleið. Venja væri að flugmaðurinnn leiðrétti ekki stefn- una fyrr en vélin væri komin vel áleiðis til Dubai. Einnig bendir blaðið á að áhöfn- inni á Vincennes hefði nægt að líta. í alþjóðlega flugáætlun júlímánaðar til að sjá að hér væri líklega far- þegaþota á ferð. Washington. Reuter. FLUGSKEYTIÐ, sem grandaði írönsku farþegaþotunni, er hluti af fullkomnasta loftvarnakerfi fyrir herskip, sem um getur, og segja bandarískir sérfræðingar, að mjög ólíklegt sé, að það geti villst á skotmörkum. Flugskeytakerfið, sem kallast Aegis, getur gefið upplýsingar um hraða, stefnu og ratsjárlýsingu rúmlega 200 skotmarka í allt að 400 km fjarlægð og með því er unnt að skjóta á nærri 20 skotmörk samtímis. Að því er segir í fréttum frá bandaríska varnarmálaráðu- neytinu var. íranska farþegaþotan, sem var af gerðinni Airbus A-3Ó0, skotin niður með Aegis-skeyti af gerðinni Standard frá bandaríska beitiskipinu Vincennes vegna þess, að villst var á henni og íranskri orrustuþotu af gerðinni F-14. Aegis-kerfið tengir tölvustýrt skotkerfið við ratsjámar og flug- skeytin oggeymir jafnframt lýsingu á hundruðum flugvélartegunda. Beitiskip búin Aegis-kerfí, þar á meðal Vincennes, komu mjög við sögu í aðgerðum Bandaríkjamanna gegn Líbýu í mars og apríl árið 1986 en þá réðust bandarískar flug- vélar meðal annars á eldflaugaskot- palla á landi. í hálfrökkvuðum stjómklefanum er allt, sem fram fer, sýnt á mynd- skjá og tölvumar segja einnig frá því með sinni tilbúnu rödd til að ekkert fari á milli mála. Aegis- kerfíð, sem er ekki síst notað til veija flotadeildir árásum úr lofti, er búið fjórum ratsjárskermum, sem aftur mata mjög öflugar tölvur á stöðugum upplýsingum. „Aegis-kerfíð er fullkomnasta tölvukerfí, sem fyrirfinnst í heimi,“ sagði Scott Truver sjóhemaðarsér- fræðingur, sem þekkir til kerfísins af eigin raun. „Það, sem gerðist hins vegar, er martröð, sem allir óttuðust og vonuðu, að kæmi ekki fyrir,“ sagði Tmver og bætti því við, að þeir, sem störfuðu í stjóm- klefanum, væm undir gífurlegu álagi og taugamar þandar til hins ítrasta. Einn af burðarásum Aegis-kerf- isins er rafeindastýrt ratsjárkerfi, sem kallast SPY-IA. Framleiðir það og sendir frá sér marga ratsjár- geisla, sem ætlað er að fínna, bera kennsl á og fylgjast með skotmark- inu. Sagði Tmver, að Aegis-kerfíð hefði stóraukið vamargetu Banda- ríkjamanna efi bætti því við, að enn væri þó erfitt að greina tegundina ef flugvélin stefndi beint að rat- sjánni. Ratsjárgeislarnar auðvelda kerf- inu að beina flugskeytunum að skotmarkinu og síðan sjá þau sjálf um að leiðrétta stefnuna. Sagði Tmver, að þau böðuðu skotmarkið rafeindum og notuðu innbyggða ratsjá til að elta uppi orkuna, sem skotmarkið endurkastaði. Meira en 40 farþegavélum grandað frá stríðslokum London. Reuter. ÖRLOG írönsku farþegaþotunnar, sem Bandaríkjamenn skutu niður yfir Persaflóa á sunnudag, eru gott dæmi um þá hættu, sem óbreyttum borgurum er búin þegar flogið er yfir átaka- svæði eða þau, sem eru hernaðarlega mikilvæg. Hefur breska flugmálastjórnin upplýsingar um 40 dæmi þess frá árinu 1946, að venjulegar farþegaflugvélar hafi verið skotnar niður eða neyddar til að lenda. Hér á eftir verður getið alvar- legustu atvikanna af þessu tagi og þeim raðað eftir því hve mann- tjón var mikið: • 1. september, 1983: Sovésk ormstuþota skaut niður suð- ur-kóreska farþegaþotu af gerðinni Boeing 747, sem far- ið hafði inn í sovéska lofthelgi við Sakhalín-eyju. Allir um borð, 269 manns, létu lífið. # 8. nóvember, 1983: 130 manns fómst með Boeing 737-flugvél, sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá flug- vellinum í Lubango í Angóla. Skæmliðar UNITA-hreyfing- arinnar sögðust hafa grandað henni með flugskeyti en An- gólastjórn kenndi bilun um. 21. febrúar, 1973: ísraelskar ormstuþotur reyndu að neyða líbýska farþegaflugvél til að lenda en skutu hans síðan nið- ur yfir Sinai-eyðimörkinni. Fómst allir um borð, 106 manns. 16. ágúst, 1986: Skæmliðar í Súdan skutu niður þarlenda farþegaflugvél með SAM-7- flugskeyti skömmu eftir flug- tak í borginni Malakal. 60 manns fómst. 4. september, 1985: Flugvél af gerðinni AN-24 frá afg- anska ríkisflugfélaginu var skotin niður með flugskeyti eftir flugtak í borginni Kanda- har. 52 fómst. 20. febrúar, 1986: íraskar ormstuþotur réðust á Fokker Friendship-flugvél frá íranska ríkisflugfélaginu á leið frá Teheran til Ahwaz. Sprakk vélin í lofti og fómst með henni 49 manns. 12. febrúar, 1979: 48 manns fómst þegar skæmliðar skutu niður rhódesíska farþegaflug- vél eftir flugtak frá bænum Kariba í Rhódesíu (nú Zimbabwe). 3. maí, 1982: Tvær íranskar ormstuþotur réðust á flugvél, sem skráð var í Alsír og á leið frá Kýpur til Teherans. Allir um borð, 14 manns, fór- ust, þar á meðal alsírski ut- anríkisráðherrann. 20. apríl, 1978: Suður-kóresk farþegaflugvél villtist af leið milli Parísar og Seouls. Sovésk ormstuvél flaug í veg fyrir hana hjá Kem í Sovétríkjun- um, skaut á hana og neyddi til að lenda á ísilögðu vatni. Tveir farþegar létu lífið og 13 særðust.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.