Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 39

Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 39 ÚA prufukeyrir nýja tölvustýrða flakaskurðarvél: Hárfín vatnsbuna sker flökin eftir útreikningi tölvu Útgerðarfélag Akureyringa er þessa dagana að prufukeyra nýja flakaskurðarvél, sem er einstök á sínu sviði. Henni er ætlað að skera fiskflök á sem hagkvæmastan máta, en hingað til hafa fiskverkunarkonurnar sjálfar séð um skurðinn að aflokinni orma- hreinsun. Morgunblaðið/Rúnar Þór Tillaga Guðmundar Jónssonar arkitekts bar sigur úr býtum í samkeppni um stækkun Amtsbókasafns. Guðmundur kom til landsins frá Noregi ásamt nánasta samstarfsfólki sínu. Frá vinstri: Eilert Gabriel- son, Beate Bruun, Amund Gulden sem sá um líkan og myndir, Torunn Lein og Guðmundur er sjálfur lengpt til hægri. A myndina vantar Jenny Turesson og Viel Bjerkosot Andersen. Samkeppni um stækkun Amtsbókasafns: Guðmundur Jónsson arki- tekt hlaut fyrstu verðlaun TILLAGA Guðmundar Jónssonar arkitekts hlaut fyrstu verðlaun í sam- keppni um stækkun Amtsbókasafns sem efnt var til fyrir skömmu. Alls bárust 25 tillögur f keppnina. Þrjár þeirra voru verðlaunaðar. Guðmundur hlaut 725.900 krónur. Tillaga arkitektanna Amfríðar Sig- urðardóttur, Bergljótar S. Einarsdóttur og Geirharðs Þorsteinssonar lilaut önnur verðlauin, 311.100 krónur, og f þriðja sæti hafnaði tillaga arkitektanna Ágústu Sveinbjörnsdóttur og Ragnheiðar Ragnarsdóttur og hlutu þær einnig 311.100 króna verðlaunafé. Unnið hefur verið að uppsetn- ingu vélarinnar síðustu dagana í vinnslusal ÚA og gera má ráð fyrir reynslutíma vélarinnar alla þessa viku. Gísli Konráðsson fram- kvæmdastjóri ÚA sagðist í sam- tali við Morgunblaðið búast við kaupum á vélinni ef hún reyndist vel, en ætla má að kaupverð nemi að minnsta kosti um tíu milljónum króna. Vélin er framleidd í Banda- ríkjunum og er nú í eigu Cold- water Seafood Corporation, en Útgerðarfélag Akureyringa var fengið til að reyna vélina. ÚA og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna standa sameiginlega að kostnaði við uppsetningu og prufukeyrslu vélarinnar. Vélin sker flökin í stykki, sem fara eiga í söluhæstu pakkningamar á hveijum tíma. „Vélin sker niður fiskflökin eftir að þau hafa verið ormahreinsuð þannig að sem mest og best nýting náist úr hveiju flaki fyrir sig. Vélin er öll tölvustýrð. Hárfín vatnsbuna, sem er aðeins 0,4 milli- FÉLAG siglingamanna á Akur- eyri, Nökkvi, stendur fyrir ár- legu Pepsi-Fiðlaramóti á Akur- eyrarpolli dagana 9. og 10. júli nk. Keppni hefst þann 9. júlí kl. metrar að sverleika, sér um að skera flökin. Vélin er öll tölvu- stýrð. Hún tekur í fyrstu mynd af flakinu til að reikna út hvernig skera megi flakið þannig að hvert stykki nái sem mestri nýtingu,“ sagði Gísli. Hann sagðist ekki geta sagt um hversu mikil bylting vélin yrði í vinnslunni þar sem enn væri verið að prófa sig áfram með hana. Ljóst væri að aðferðirnar væru aðrar, en hvort þær bæru þann árangur sem ætlast er til vildi Gísli ekkert fullyrða um. Hann sagði að vélin þyrfti að skila verulegum árangri til þess að af kaupum verði. „Hin- ir ýmsu hlutar flaksins eru mis- jafnlega verðmætir og það er um að gera að ná sem mestu af flak- inu í sem dýrastar pakkningar og það er það sem vélinni er ætlað að gera — mynda flakið og reikna út hvemig hagstæðast er að skera það og síðan skera það samkvæmt útreikningunum." 10.00 og verður keppt í Optimist- og Topper-flokki. Keppnisgjald er 1.500 krónur. Styrktaraðilar mótsins erú veitingastaðurinn Fiðlarinn og Sanitas, í umsögn dómnefndar um sigur- tillöguna segir: „Megineinkenni þess- arar tillögu er snilldarleg aðlögun að núverandi húsi í hlutföllum, með- ferð einstakra flata og efnisvali. Markmið höfundar, að túlka á stílfærðan hátt meginhugsun að baki núverandi húsi, skilar sér á sannfær- andi hátt í nýbyggingunni. Glæsileiki einkennir útlit byggingarinnar ! fullu samræmi við núverandi hús. Útsýni frá núverandi húsi og nýbyggingu er eins og best verður á kosið. Form sala er mjög gott, bæði f grunnmynd og sniði, hvort sem þeir eru aðgreind- ir eða sameinaðir. Innra samhengi er gott og sveigjanleiki í notkun sal- arkynna í nýbyggingu mikill. Vinnu- aðstöðu starfsfólks er vel fyrir kom- ið. Galli á fyrirkomulagi er að salir í núverandi húsi skuli ekki tengjast nýbyggingu nema um starfsaðstöðu. Engin tengsl eru því fyrir almenning milli núverandi húss og nýbygging- ar. Lyfta þjónar almenningi ekki fyllilega til að komast á aðra hæð, hvorki í nýbyggingu og núverandi húsi. Lóð austan við hús er vel skipu- lögð og býður upp á lfflega notkun. Lesgarður undir próf er athyglisverð- ur, en sá ljóður er á að fyrir almenn- ing er hann einungis aðgengilegur í gegnum kaffístofu starfsfólks á ann- arri hæð. Stærð hússins er óhóflega mikil bæði hvað varðar flatarmál og rúmmál. Tillagan er mjög vel unnin og framsetning frábær." Dómnefnd verðlaunar sigurtillöguna fyrir frá- bæra byggingarlist og mælir með að höfundi verði falin fullnaðar- hönnun byggingarinnar. Fýrir utan verðlaunatillögumar voru þijár tillögur keyptar, hver fyr- ir 103.700 krónur. Fyrstu innkaup hlaut Baldur Ó. Svavarsson arkitekt. Tillaga Gylfa Guðjónssonar hlaut önnur innkaup og tillaga Áma Kjart- anssonar, Hans Olav Andersen og Sigurbjarnar Kjartanssonar hlaut þriðju innkaup. Fjórar tillögur fengu viðurkenninguna „athyglisverð til- laga“. Gunnar S. Óskarsson var höf- undar fyrstu tillögunnar, Þorgeir Jónsson átti aðra, Guðmundur Gunn- arsson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Pálmi Guðmundsson og Sveinn f vars- son áttu þriðju tillöguna og Þorsteinn Helgason þá fjórðu. „Sigur í samkeppninni hefur mikla þýðingu fyrir mig núna, sérstaklega vegna þess að framkvæmdir við tón- listarhúsið, sem ég hef einnig teiknað og hannað, hafa verið stöðvaðar vegna fjárskorts í einhvem tíma. Þetta hefur orðið til þess að ég hef þurft að leigja út alla mína starfs- menn vegna verkefnaskorts," sagði Guðmundur í samtali við Morgun- blaðið, en hann rekur eigin arkitekta- stofu í Osló í Noregi. Guðmundur hefur fengið hátt í 20 verðlaun og viðurkenningar á síðustu árum. Hann stundaði nám við Arkitektaskólann í Osló á árunum 1975 til 1981 og er hann eins og fram kom, höfundur tónlistarhússins og hlaut 2. verðlaun í samkeppninni um ráðhús í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Næst á dagskránni sagði Guðmundur að væri hönnun nýbyggingar yfír málverk Kjarvals eingöngu. Auk þess vonaðist hann til að skriður kæmist á tónlistarhúsið innan skamms, en nú stæði vilji borgar- og stjómvalda I vegi fyrir framkvæmdunum. „Það kostar gífurlega fjármuni að taka þátt i slíkum keppnum og er verð- launaféð aðeins dropi í hafíð til að standa straum af kostnaði. Mér fínnst mjög áþekkt að taka þátt I samkeppni hér heima og úti í Nor- egi. Gæðin em yfírleitt mikil í keppn- uni þó yfirleitt séu heldur fleiri þátt- takendur í Noregi," sagði Guðmund- ur. Amtsbókasafnið á Akureyri er rösklega 160 ára og hefur ætíð verið ein af virtari menningarstofnunum héraðsins, enda þótt það hafí löngum búið við takmarkað og ófullnægjandi húsnæði. Á 100 ára kaupstaðaraf- mæli Akureyrar, árið 1962, var tekin sú ákvörðun að reisa veglegt hús yfir Amtsbókasafnið og var sú bygg- ing tekin í notkun árið 1968. Þar sannaðist sem oft áður að starfsemin jókst með bættum búnaði, og nú, aðeins tveimur áratugum seinna, hefur hún aukist svo að stækkun safnsins er orðin nauðsynleg. Bæjar- stjórn Akureyrar ákvað einróma á 125 ára kaupstaðarafmæli bæjarins sl. haust að minnast enn slíkra tíma- móta með því að reisa nýbyggingu við safnhúsið. Nýbyggingunni er ætlað að bæta úr húsnæðisþörfum Amtsbókasafnsins og héraðsskjala- safnsins, en eignast auk þess hús- næði þar sem aðstaða verði til list- sýninga og margvíslegrar annarrar menningarstarfsemi. Þetta kom meðal annars fram í máli Gunnar Ragnars, forseta bæjarstjómar og formanns dómnefndar, er úrslitin í samkeppninni voru kunngjörð sl. föstudag. Auk Gunnars sátu í dóm- nefnd Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fulltrúi og Ágúst G. Berg húsameist- ari Akureyrarbæjar. Tilneftidir af Arkitektafélagi Islands voru arki- tektamir Bjöm S. Hallsson og Ormar Þór Guðmundsson. Ritari og fagleg- ur ráðgjafí dómnefndar var Láms Zophaníasson amtsbókavörður og trúnaðarmaður dómnefndar var Ól- afur Jensson framkvæmdastjóri. í keppnislýsingu var gert ráð fyrir nýbyggingu á lóð safnsins sem rúma skyldi tvo sali, myndlistarsal og fjöl- nýtissal, ásamt rúmgóðum forsal og æskilegt talið að sameina þá alla í einn ef þörf krefði. f tengslum við salina skyldu vera málverka- og munageymslur, fundaherbergi, vinnuaðstaða og skrifstofa umsjón- armanns svo og kaffistofa gesta. Fyrir Amtsbókasafnið skyldi gera ráð fyrir vinnuaðstöðu starfsliðs og rúmgóðum geymslum. Fyrir héraðs- skjalasafnið skyldi gera ráð fyrir skrifstofu héraðsskjalavarðar, vinnu- aðstöðu fyrir starfslið og notendur safnsins og geymslum. Nettóflatar- mál byggingarinnar var áætlað 1.225 fermetrar. Sýning stendur nú yfir S Síðuskóla á 'tillögunum 25 sem bárust. Sýning- in er opin á virkum dögum milli 16.00 og 21.00 og um helgar á milli 13.00 og 18.00 til 10. júlí. STEFAHIA 96-26366 AKUREYRI 96-26366 Morgunblaðið/Rúnar Þór Félagar í Nökkva, félagi siglingamanna á Akureyri. Síglingamót á PoUinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.