Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988
Hafið þið heyrt um gamla karlinn sem var
svo hrukkóttur að hann þurfti að skrúfa á sig
hattinn!!
KÓKÓMJÓUC EURIR 6LATT FÓLK !
| MjÓLKURSAMSALAN ( REYK|AV(K ~T
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Ekkert mál fyrir Jón Björn. Hann vann mótorhjólaflokk kvartmílunnar, mældist á 213 km hraða í
keppni, en fór á rúmlega 100 km hraða í þessari stellingu.
Kvartmílukeppni KK:
Sló Islandsmet og
mældist á 213 km hraða
Jón Björn Björnsson bætti eigið met í sinni annarri keppni
„ÞETTA er í fyrsta skipti sem
ég keppi og það er því gaman
að vinna. Ég bjóst við að verða
sleginn út í byijun, því fjórða
gírinn vantaði i gírkassann. En
nú set ég stefnuna á íslands-
meistaratitilinn í mínum flokki,“
sagði Rúnar Gunnarsson sem
vann Bracket-flokkinn svokall-
aða í kvartmílukeppni
Kvartmíluklúbbsins á sunnudag-
inn. Hann var meðal 22 keppenda
sem tóku þátt í keppninni, sem
skipt var í þijá flokka. Var
keppnin sú fyrsta sem gildir til
íslandsmeistara.
Bracket-flokkurinn er byggður
upp á forskotskerfi, þannig að jafn-
vel mesta drusla á góða möguleika
á sigri. En bíll Rúnars er hinsvegar
Jón Björn Björnsson á Suzuki
1100 GSXR setti nýtt íslands-
met og er hér umvaf inn helstu
andstæðingunum.
IGASTÆKI
Höfum fyrirliggjandi eldavélar, luktir, ofna, ísskápa, vatns-
hitara, stálvaska meö eldavélum og m.fl. sem henta
bátum, húsbílum, tjöldum, sumarbústööum og víöa annars-
staöar.
Skeljungsbúðin
Síöumúla 33
símar 681722 og 381.25
Minning:
Krisiján Guðmunds-
son, Akranesi
Fæddur 21. nóv. 1902
Dáinn 27. júní 1988
Hann Kristján lést á sjúkrahúsi
Akraness í síðustu viku. Það var
um hádegisbil á mánudegi þegar
geislar sólar brutust loks fram úr
skýjunum til að glæða mannverur
og gróanda nýju lífi. Árstíðir koma
og árstíðir fara, þannig hefur það
verið frá örófi alda, en maðurinn
er á þessari jörð sem stundargestur
á þessu jarðvistarskeiði.
Þegar litið er til baka í hugskot
minninganna, virðist svo stuttur
tími liðinn síðan Kristján kom geis-
andi inn í eldhúsið heima og spurði
hvort ekki væri til heitt kaffi á
könnunni, um leið og hann lét der-
húfuna fljúga með fagmannlegri
sveiflu upp á hattahillu. Hann var
líka einskonar heimamaður, eigin-
maður hennar Margrétar móður-
systur og búsettur í næsta ná-
grenni. Við kölluðum hann frænda,
enda var hann okkur systkinum
alltaf mjög hlýr og góður.
Kristján var fæddur fyrir vestan,
að Hrauni í Keldudal við Dýrafjörð.
Foreldrar hans voru Kristín Aðal-
steindóttir og Guðmundur Guð-
mundsson sem þar bjuggu. Hann
missti foreldra sína ungur og systk-
inahópnum var tvístrað og var
Kristján alinn upp í Haukadal hjá
vandalausum. Hann ræddi aldrei
um æsku sína, en við systkinin
höfðum það alltaf á tilfinningunni
að hún hafi ekki verið honum auð-
veld. En Haukadalur og Dýrafjörð-
ur voru hans heimkynni og þó að
hann flytti suður á land fannst okk-
ur hann aldrei yfirgefa æskustöðvar
sínar nema að hluta.
Vestfírðingar, sem þekktir eru
fyrir að rækta ættartengsl marga
ættliði aftur, gerðu það sjaldnast,
hugurinn var hálfur fyrir vestan. I
návist Krisjtáns og umfjöllun hans
um bernskustöðvar, var það fyrir
barn og ungling einsog að alast upp
með fjölda manns sem maður aldrei
sá. Það var ekki aðeins fólkið sem-
var svo áhugavert, heldur voru allir
hlutir vænni fyrir vestan. Kjötið var
feitara og svo voru það gæði fisks-
ins. „Hann var sennilega mun feit-
ari fyrir vestan, á ég von á?“, sagði