Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 43

Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 í góðu standi og hann vann verð- skuldað. „Þetta er annað árið sem ég er í kvartmflu, en fyrsta keppni mín.“ Það var hörð keppni í flokki götubfla milli Guðmundar Flosason- ar á Gremlin AMC og Hermanns Smárasonar á Nova. Guðmundur hafði betur, ók á bíl sem áður var í eigu móður hans. „Þetta er gam- all fjölskyldubíll sem mamma ók. Hún fylgdist með keppninni og hafði gaman af,“ sagði Guðmundur aðspurður um hvemig móður hans þætti að hann notaði bílinn til kvartmflukeppni. „Vélin er öflugri núna, um 350 hestöfl, og auk þess get ég spýtt hláturgasi inn á vélina sem bætir hana um 150 hestöfl. Mamma réði tæpast við bflinn núna. Keppnin var mjög spennandi og ég var mjög taugastrekktur, það vant- aði þó þijá góða bfla sem mæta næst, en ég hef hug á að ná í meistaratitilinn í götubílaflokki," sagði Guðmundur. í mótorhjólaflokknum var spenn- an mest og aðfarir mótorhjólakapp- anna æsilegar. Sekúndubrot skildu fyrst þijú verðlaunasætin að, en Jón Bjöm Bjömsson reyndist fljótastur á Suzuki 1100 GSXR. Hann bætti eigið fslandsmet, sem hann setti í sinni fyrstu keppni í fyrra og fór kvartmíluna (400 metra) á 10,44 sekúndum. „Eg ætla að reyna að bæta metið enn meira í sumar,“ sagði Jón Bjöm. Hann mældist á 213 km hraða á hraðasta kafla brautarinnar, en Hafnarfjarðarlög- reglan mældi keppendur á braut- inni. Hraðskreiðasti bíllinn var spymugrind Ólafs_ Péturssonar á 188 km hraða. Nutíma mótorhjól em því geysilega öflug ejns og sést á þessum tölum, hjól Jons Björns er tæpar þijár sekúndur úr kyrr- stöðu í hundrað km hraða." „Það er ekkert mál að ráða við hjólið á þessari ferð á kvartmflu- brautinni," sagði Jón Bjöm. Hann er líka alvanur mótorhjólum, átti fyrsta mótorhjólið tólf ára gamall og hefur verið á stórum mótorhjól- um í mörg ár. Hann verður því skæður í kvartmílunni í sumar, en næsta keppni verður haldin eftir hálfan mánuð. Úrslit í kvartmílu KK: G.R. Bracket-flokkur: 1. Rúnar Gunnarsson, Tími Ford Mustand 351 2. Vilborg Reynisdóttir, 15,64 Coronet318 3. Herbert Hjörleifsson, 16,60 Cuda 383 14,94 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Furðutæki Ólafs Péturssonar, spyrnugrindin svokallaða, var áður í eigu Vals Vífilssonar sem á besta kvartmílutíniann sem náðst hefur, 9,20 sekúndur. Ólafur fór nokkra spretti en fékk enga mótkeppend- ur í öflugasta flokknum. Götubílaflokkur: 1. Guðmundur Flosason, Gremlin AMC 360 12,88 2. Hermann Smárason, Nova 454 13,02 3. Valur Vífílsson, Skoda130 L 22,72 Mótorhjólaflokkur: 1. Jón Bjöm Bjömsson, Suzuki GSXR 1100 10,44 2. Guðjón Karlsson, Suzuki 1100 10,81 3. Unnar Már Magnússon, YamahalOOO 11,11 faðir minn stundum við hann glettn- islega. Þá stóð ekki á svömm hjá Krisjáni og hann var fljótur að svara; „Ég get bara sagt þér það Ellert ...“ og svo komu safaríkar lýsingar. Ungir áheyrendur hrifust af lýsingum og eldmóði og urðu, þrátt fyrir sunnlenskan fæðingar- stað, smám saman hálfir Vestflrð- ingar. Kristján var meðalmaður á hæð og fríður sínum. Hann var mjög vestfirskur í útliti, með höfuðlag og andlitsfall sem einkennir aðeins Vestfirðinga. Það er ekki aðeins hvað snertir útlit sem þeir skera sig frá öðmm, þeirra lífsklukka virðist ganga hægar og þeir bera aldurinn vel. Kristján var einn þeirra og mér hann fannst aldrei eldast, hann varð aðeins fullorðinn en ekki gamall, þó var hann 85 ára er hann lést. Ég sé hann alltaf fyrir mér upp- tendraðan af eldmóði og áhuga á þeim málum sem stóðu hug hans næst og þau vom mörg. Hann var mikill búmaður í sér og höfðingi. Ég minnist er hann bauð okkur systmm ungum á landbúnaðarsýn- ingu hér fyrir sunnan og til að full- komna ferðina bauð hann okkur upp á ís — íslenskan fjallagrasaís. Bragðið var þvílíkt að hann horfði á okkur með undmn, „Hvað fínnst ykkur ísinn vondur stelpur, þetta em íslensks fjallagrös?“ Það var aðeins vegna virðingar fyrir Krist- jáni og íslenskum grösum að okkur tókst loks að borða ísinn. Kosningar fóm aldrei fram hjá okkur í æsku. Stjórnmál vom mjög mikið hitamál á þeim ámm, Kristján kom þá oft í heimsókn og þá þurfti mikið kaffl. Umræður vom stund- um nokkuð á einn veg, því frænda var lítið um andmæli gefið. Kosn- ingar gengu yfir eins og annað og nú krydda þær aðeins góðar minn- ingar, sem geymdar em um tilfinn- ingaríkan frænda. Ungur kvæntist Kristján elstu heimasætunni á Kirkjubóli við Dýrafjörð, Margréti Bjarnadóttur, móðursystur minni. Honum þótti alla tíð mjög vænt um konu sína og þó þau hefðu ekki alltaf sömu skoðun í öllum málum, þá mat hann alltaf álit hennar mjög mikils. Þau áttu ekki böm saman en tóku í fóstur Bjamason Rósu og Vésteins, bróður Margrétar þegar veikindi vom í þeirra stóm fjölskyldu. Vel- ferð Bjama var þeim allt, hann er nú byggingatæknifræðingur hjá Akranesbæ. Þegar Bjami hafði fundið brúði sína, Steinunni Sigurð- ardóttur hjúkmnarfræðing, þá eignuðust þau einnig elskulega og hugulsama dóttur og böm þeirra urðu augasteinar ömmu og afa. Kristján var lengi virkur félagi í verkalýðsfélagi Akraness og barðist mjög fyrir bættum kjömm stéttar sinnar. Fyrstu árin eftir að hann kom til Akraness, var hann land- maður á fiskibátum, síðar vann hann við fiskverkun og síðast hjá Sementsverksmiðju ríkisins. Hann var svo lánsamur að njóta góðrar heilsu, þó han yrði fyrir áföllum allra síðustu árin. Hann var lengst af eigin herra í eigin húsi með fal- legan garð sem þau Margrét rækt- uðu af alúð. Líf hans var eins og garðurinn þeirra — þar stóðu sterk- ar og stæltar plöntur, og blómahaf var oft mikið og þó það gustaði um hann stundum hélt hann alltaf tign sinni. Við Sigmundur og fjölskylda okkar vottum móðursystur minni Margréti, Bjarna og fjölskyldu okk- ar einlægustu samúð. Margrét Þorvaldsdóttir 43 Kennarar við Ölduselsskóla: Engin ákvörðun fyrr en í ágúst Afstaða foreldra eðlileg KENNARAR við Ölduselsskóla í Breiðholti taka að líkindum enga ákvörðun fyrr en í ágúst um aðgerðir vegna skipunar Sjafnar Sigurbjörnsdóttur í embætti skólastjóra, að sögn Jósefínu Friðriksdóttur, kennara við skól- ann. Hún segir að afstaða kenn- ara breytist ekki þótt foreldrar hafi hætt aðgerðum. Jósefína segir málið vera í bið- stöðu af hálfu kennara, erfitt sé að ná fjömtíu manna hóp saman þessa dagana. Þó ræði kennarar sem staddir em í borginni málið og sú afstaða foreldra að hafast ekki frekar að dragi síður en svo móðinn úr kennaraliðinu. „Mér fínnst ákvörðun foreldra fjarska eðlileg í þessari stöðu," segir Jósefína. „Þeir reyndu fyrir stöðuveitinguna eins og unnt var að sýna menntamála- ráðherra fram á mikilvægi þess að Daníel Gunnarsson yrði skólastjóri. Eftir að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir var skipuð mótmæltu þeir með ýmsum rökum án þess að því væri sinnt, sem vakti auðvitað gremju. Ég sé ekki hvað foreldrar gætu gert frek- ar.“ Frá Laugardalslauginni Iþróttadagur Reykvíkinga: Um 20 þúsund manns í leikjum og léttum æfingum íþróttadagur Reykvíkinga var haldinn sl. laugardag á sundstöð- um borgarinnar í frábæru veðri. Um 20.000 manns tóku þátt í leikjum og léttum æfingum og að sögn Júlíusar Hafstein, for- manns íþrótta- og tómstundaráðs fór allt vel fram og gekk vél. Júlíus sagði að minna hefði verið um að fólk nýtti sér aðstoð leið- beinenda f skokki og göngu en búist hefði verið við, en kannski ætti veðrið sinn þátt í því, fólk hefði kosið að vera í laugunum. Tennis- vellimir á malbikinu við gervigras- völlinn í Laugardalnum og við Fella- helli hefðu verið vel sóttir og aðstoð leiðbeinenda þar mikið nýtt. „Við erum mjög ánægðir með daginn" sagði Júlíus „Það var fólk á öllum aldri sem mætti í laugamar og tók þátt í því sem þar var boðið uppá, og ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér hið besta". Þetta var annar íþróttadagur Reykvíkinga, sá fyrsti var haldinn í Bláfjöllum sl. vetur. Júlfus sagði að ætlunin væri að gera íþróttadaga að árvissum lið i lífí Reykvíkinga, einn að vetri og annan að sumri. „Við lærðum mikið af þessum degi og emm ákveðnir í að gera enn betur næst", sagði Júlíus Hafstein að lokum. Hótel Borg: Tónhjartað slær KEPPNl tónlistarmanna, Tón- hjartað slær, fer fram á Hótel Borg í kvöld, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Þar munu áhugasamir hljóðfæraleikarar flytja frumsamið efni í bland við þekkt lög og njóta stuðnings hljómsveitar Stefáns P. í dómnefnd á úrslitakvöldinu munu sitja þeir Egill Ólafsson, Bjöm Thoroddsen, Asgeir Tómas- son, Jóhann G. Jóhannsson og Ingi Gunnar Jóhannsson. Hljóðfæra- verslanirnar Rfn hf. og Verslun Paul Bemburg munu leggja til verð- laun. Hótel Borg stendur að keppninni og framkvæmdastjóri hennar er Jón Valgeir Bernharðsson. í fréttatil- kynningu frá Hótel Borg segir að keppninni sé ætlað að höfða til allra aldurshópa; hún bjóði upp á líf og fjör með menningarívafí. Ahugasamir munu enn ekki vera orðnir of seinir að innrita sig í keppnina, hyggist þeir koma einir fram. Rukkunar- hefti tapaðist Einn af blaðberum Morgun- blaðsins varð fyrir því óláni að tapa rukkunarhefti á Vestur- götunni sl. sunnudagskvöld. Finnandi vinsamlegast hafi samband við innheimtu Mbl. í sima 691141. Fundarlaun. SJOVfl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.