Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 46

Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Hve lengi enn hofum við efni á að hafa Halldór sem sjávarútvegsráðherra? Eigum við að fórna öllu þessu aðeins fyrir stolt ráð herrans og 0,25% útflutningsteknanna, þ.e. hvalaafurðanna? eftir Magnús H. Skarphéðinsson Nýverið stöðvuðu finnskir toll- verðir sjö flutningagáma frá Islandi sem innihéldu afurðir hvalanna sem veiddir voru í fyrrasumar hér við land, eins og kunnugt er. En það ýmislegt annað í þessu máli sem er ekki eins kunnugt. Orðnir þekktir alþjóðasmyglarar með hvalkjöt Það er til dæmis lítið kunnugt hér á landi að víðast hvar erlendis erum við íslendingar að fá á okkur orð alþjóðasmyglara með afurðir dýra sem við veiðum þrátt fyrir marggefin loforð okkar um að hætta því. I okkur hvalavini hér heima á Fróni hringja fréttamenn hvað- anæva að úr veröldinni og spyija okkur hvers vegna í ósköpunum stjórnvöld íslands stöðvi ekki tafar- laust hinar ólöglegu veiðar hins undarlega íslenska hvalveiðifyrir- tækis Hvals hf., og hinar sífelldu smygltilraunir þess með afurðir hvaldýranna út um allan heim. Þessir sömu fréttamenn verða því ekki lítið undrandi þegar við neyð- umst til að segja þeim að því miður standi stjómvöld sjálf á bak við veiðamar, skipuleggi þær og hvetji hvalveiðifyrirtækið með ráðum og dáð(!). Eg vil aðeins upplýsa það hér að það er hreint ekkert skemmtilegt að vera Islendingur hinum megin línunnar í símanum í samtölum við þessa erlendu fréttamenn og þurfa að upplýsa þá um lögleysuna og siðleysið í öllu þessu hörmulega hvaldrápsmáli hér heima. Eða hvað eigum við annars að segja við þetta fólk? Og hvað getum við svosem sagt við þetta fólk? Eig- um við að blekkja það með því að segja því að þetta sé allt saman byggt á misskilningi hjá þeim, eins og flestar útskýringar framsóknar- ráðherra íslandssögunnar hefjast í Qölmiðlum og á fundum um þetta mál? Ég get a.m.k. ekki gert það gegn betri vitund þó Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra ís- lands geri það og fari á hveija ráð- stefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins á fætur annarrri til að gefa heims- byggðinni þar langt nef þegar við höfum verið minnt á gefín loforð íslands um að hætta hvalveiðum árið 1986. Svona hegðun íslands á alþjóðavettvangi heitir víst réttur smáríkja, í dagblaðinu Tímanum. Það er nú svo. Öll ríki aðilar að sáttmálanum nema ísland Það er líka lítið kunnugt hér heima að meira en 90 ríki jarðar hafa komið sér saman um alþjóðleg lög og alþjóðasáttmála sem reyna eftir fremsta megni að girða fýrir alþjóðaverslun með lifandi dýr eða plöntur sem taldar eru í útrýming- arhættu að mati færustu vísinda- manna hnattarins. Sama gildir með verslun afurða þessara tegunda (species). Sáttmáli þessi heitir Con- vention of trade of endangered species of fauna and flora. (Wash. 1973). Meira en 40 ríki samþykktu þennan sáttmála við stofnun hans árið 1973 eða fljótlega á eftir. Stofnfundurinn var haldinn í Was- hington D.C. m.a. vegna mikils áhuga náttúruvemdarfólks í Bandaríkjunum á þessum málum. Hefur hann yfírleitt verið kenndur við þá borg manna á meðal síðan og kallaður Washingtonsáttmálinn frá 1973. í þessum 90 ríkja hópi eru öll Norðurlöndin að íslandi einu und- anskildu. Þar eru líka öll ríki Evr- ópubandalagsins og EFTA til sam- an að íslandi einu undanskildu, sem og allra rikja Norður-Ameríku 011 kommúnistaríki Austur-Evrópu er þama líka að fínna ásamt Sov-, étríkjunum, — hvaladrápurunum Magnús H. Skarphéðinsson „Eingöngn vegna nor- rænnar frændsemi og nýlokinnar kurteisis- heimsóknar íslenska forsætisráðherrans til Finnlands sáu finnsk stjórnvöld sig tilneydd til að leysa málið á sem diplómatískan hátt og leyfa heimsendingu kjötsins út um bak- dyrnar.“ miklu til skamms tíma. Og meira að segja eru Japanimir sjálfír þarna líka. Það vantar eins og fyrr sagði aðeins eina þjóð á þennan lista sem annars er talin með þróuðum ríkjum á hnettinum, nefnilega Evrópurík- ið ísland. Sérstaða okkar íslendinga í nátt- úruvemdarmálum er orðin eins- dæmi á norðurhveli jarðar. Nánast öll ríki suðurhvelsins eru einnig aðilar að sáttmálanum, eða að búa sig undir að gerast meðlimir að honum. Afstaða íslands kemur ekki á óvart. Sáttmálinn þrengir að rétti ríkja til að drepa villt dýr hömlu- laust, og þess vegna að útrýma dýrategundum í stundarhagnaðar- skyni. Svo einfalt er það. A þessu fremur litla sýnishomi sést pólitísk afstaða eyríkisins íslands í náttúru- vemdunarmálum. Er hægt að hugsa sér skýrara dæmi um sér- stöðu rikis í þessum málaflokki? Tæplega. Þess vegna er ísland ekki aðili að sáttmálanum Það er líka enn minna kunnugt að það er á grundvelli þessa sátt- mála sem hvalkjötsfarmamir frá íslandi eru sífellt stöðvaðir í erlend- um höfnum, alls staðar þar sem til þeirra fréttist á annað borð. Og það er ódýr skýring íslensku utanríkis- og sjávarútvegsráðuneytanna að yppa bara öxlum þegar upp kemst um smyglið ytra og segja að þetta séu bara svo nýjar reglur hjá þess- um útlendingum, — sem annars ekkert viti um þetta mál. Enda hafí þeir aldrei veitt hvali sjálfír! (Sbr. ummæli íslensku framsóknar- ráðherranna á sl. ári þegar upp komst um hvalkjötssmyglið í fyrra f Hamborg.) KJORSTAOUR KAUPAHEDNA Til forna leystu höfðingjar þjóðarinnar ágreiningsmál sín á Þingvöllum. Þótt nútímamenn noti aðrar og oftast friðsamlegri aðferðir til að leysa sín mál eru Þingvellir enn sem fyrr viðeigandi umhverfi fyrir viðskiptafundi. Bjóddu viðskiptavinum þínum næst í viðskiptaverð á Hótel Valhöll, það tekur aðeins 40 mínútur að aka þangað frá Reykjavík. Sannaðu til, þar komist þið að góðri niðurstöðu. Hótel Valhöll x Þingvöllum sími 98-22622 Nýja söluskrífstofan okkar - er oð Austurstrœti 22 m Sími: 62 30 60. f i' ARNARFLUG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.