Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 48

Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 fc „Ef traust er tíl staðar heyra öll vandamál sögunni til“ Um waldorfuppeldisfræðina og waldorf skóla „Og nú etum við!“ Ivar Heckscher sýnir nemendum sínum hvemig maður ber sig að. (Ö. bekkur Nibbleskólans.) Pár Alhbom svífur um með nemendum sínuih. Nibbleskólinn f(ibbleskólinn er annar tveggja waldorfskóla hér í Járna og er aug- ljós mismunur þeirra skýrt dæmi um þá miklu sérstöðu sem Nibbleskólinn hefur meðal annarra waldorfskóla. Þessi sérstaða hefur skapað það mikla umræðu innan waldorfhreyf- ingarinnar, að upp hafa komið radd- ir sem vilja útiloka Nibbleskólann frá því að kalla sig waldorfskóla. Skólanum til vamar hafa aftur á móti heyrst raddir, æ háværari, sem fullyrða að Nibbleskólinn sé raun- verulega eini waldorfskólinn í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Það þótti því tilvalið að velja Nibble- skólann sem dæmi um waldorfskóla í Svíþjóð. Nibbleskólinn er líkt og aðrir waldorfskólar rekinn samkvæmt uppeldisfræðilegum meginreglum Rudolfs Steiners. Skólinn er níu ára gmnnskóli og samtengt honum er csjálfstætt þriggja ára framhaldsstig. Nemendur í skólanum eru nú um 150, þar af eru nemeridur í fyrsta bekk 25. Markmið skólans er „uppeldi og kennsla í gegnum listimar". Um þennan homstein í uppeldisfræði Steiners hefur kennarahópurinn á Nibble tekið höndum saman, ef til vill í mun meira mæli en gert er í öðrum waldorfskólum. Tónlistin skipar sérstakan sess í kennslunni. Tilgangurinn er þó ekki að mennta listamenn og hljóðfæraleikara, held- ur sá að láta listrænar æfingar, jafn- hliða öðrum fögum, skapa heilbrigð- an og samhljómandi þroska frá bami til fullorðinnar manneskju. í fimmtán ár hefur kjami kenn- arahópsins á Nibble unnið saman að því að þróa waldorf-uppeldis- fræðina. Hópurinn hefur leitað nýrra leiða og valið í samræmi við það. Leiðir sem fræðsluyfirvöld hafa sam- þykkt. Nibbleskólinn er staðsettur í Sólvík, dálítið fyrir sunnan Jáma. Þar keypti skólinn land af sveitarfé- laginu árið 1984, land umgirt lauf- og barrskógi, klettum og hæðum sem líða niður að dálítilli vík við Eystrasaltið. Sama haust hófst fyrsta kennsluár Nibbleskólans í Sólvík. Áður hafði skólinn deilt hús- næði með hinum waldorfskólanum í Jáma, Öijanskólanum, allt frá því að upphaflegi waldorfskólinn í Jáma gliðnaði í tvo áðumefnda skóla, hálf- um áratug fyrr. Þetta haust voru fluttir á staðinn nokkrir braggar sem voru innréttaðir til að fullnægja brýnustu þörfmni. Því húsi sem var á staðnum var breytt í eldhús og kennslustofur. Það hlýtur vissulega að vera erf- itt að reka skóla í slíku bráðabirgða- húsnæði. Húsin eru of lítil og of fá. Veður og vindar þrengja sér inn. Og stundum verður að flytja bekki til annara staða í Jáma. En óhag- kvæmnin virðist einnig hafa skapað óvæntar jákvæðar hliðar. Upphitun er í höndum hvers bekkjar um sig, nemendur sækja sjálfír, með kenn- ara sínum, eldivið og kveikja upp í aminum. Þetta er ábyrgð sem allir virðast njóta og hafa gaman af. Sambandið verður einnig svo greini- legt; hiti maður ekki upp hjá sér, nú þá verður manni kalt. Skólamált- íðin er sótt af bömunum í eldhúsið, maturinn er borðaður í kennslustof- unum og diskamir bomir til baka. Sérhver bekkur þvær sitt leirtau upp. En samhliða skólastarfínu rísa ný 'skólahús. Markmiðið er að reisa eig- in skólahús í samræmi við uppeldis- fræði Nibbleskólans. Það hefur í för með sér byggingar sem umtalsvert frábrugðnar hefðbundnum bygging- um. Hvort sem litið er á arkitektúr- inn, hönnun eða val á byggingarefn- um. Og framkvæmdimar sjálfar, ^vinnuaðferðimar og vinnufyrir- komulagið, eru einnig kapituli út af fyrir sig. Tvö stór skólahús eru nu í bygg- ingu. Stærra húsið skal rúma stóran samkomusal sem er umleikinn sex kennslustofum og annað minna hús, sem skal verða tilbúið næsta haust, mun hýsa tvær kennslustofur. Að auki eru svo fyrirhugaðar fleiri byggingar á svæðinu, skólahús fyrir nemendur á menntaskólastigi, trésmíðaverkstæði, bakarí, báta- smiðja o.fl. Form húsanna er kúlulaga sem veitir þeim bamslegt yfírbragð, sem gefur tilfínningu fyrir gáska og leik- gleði. En þöglar framhliðamar, með hátt staðsettum gluggum gefa ákveðnar stemmningu. Á þessari sameiningu leiks og alvöru reisir Nibbleskólinn sína uppeldis- og kennslufræði. Vinnan við byggingamar fer fram án notkunar stærri véla — að mestu leyti eru húsin reist með handafli einu saman. Fyrir vikið verður engin truflun á skölahaldinu þrátt fyrir byggingarframkvæmdimar. Þvert á móti er byggingarsvæðið aðgengi- legt bömunum sem sjá berum aug- um byggingarferil sem er í takt við manneskjuna sjálfa og veitir eldri nemendunum tækifæri á að öðlast innsýn í list vinnunnar, möguleika mannsins, skipulagningu, samvinnu og kynnast ákveðnum verkþáttum og byggingarefnum. Það hefur vakið spumingar og furðu margra að þama sé verið að reisa stórar byggingar án hjálpar þeirra véla sem almennt eru taldar nauðsynlegar við sérhveija bygging- arframkvæmd. Við uppgröftinn að grunni húsanna kom vélskófla hvergi nærri, aðeins handaflið. Og því er svarað því til, að vélskóflan valdi meiri skaða á náttúrunni og hafí þannig meiri kostnað í för með sér, en ávinningurinn sé af notkun hennar. Hestar og hestvagnar eru notaðir til flutninga á svæðinu. Þama gildir það sjónarmið að spilla ekki þeirri náttúru sem er til staðar. Byggingamar eiga að vaxa úr ósp- illtri náttúrunni, sem er meðhöndluð af virðingu og umönnum. Í tengslum við byggingarfram- kvæmdimar hefur verið stofnaður svokallaður byggingarskóli. í honum eru 5—10 manneskjur á aldrinum 20—25 ára og koma flestar erlendis frá. Markmið þeirra er að mennta sig í framkvæmdum og byggingar- list sem viðhöfð er Sólvík. Þetta fólk stundar allt fulla vinnu við bygging- una. Auk þess taka þátt í byggingar- vinnunni hópur foreldra, 10—15 manns, sem koma regluléga, ýmist nokkra daga í viku eða í fríum. Og þar að auki hafa á sumrin streymt að Sólvík uppeldisfræðingar, kenn- arar og tónlistarmenn erlendis frá sem vinna að skólabyggingunum, sem sjálfboðaliðar, 3—5 vikur í senn. Síðasta sumar var þessi fy'öldi í kringum 40 manns. En það er ekki aðeins byggingarvinna sem leggst öllu þessu fólki til. Dögunum hefur verið skipt milli vinnu fyrir hádegi og ýmissa listrænna æfínga undir stjóm kennara Nibbieskólans eftir hádegi. Fyrirkomulag sem allir njóta góðs af. Og kostnaðurinn af bygg- ingunum er greiddur af vinum og velunnurum skólans í formi áheita og gjafa. Til að gefa lesendum dýpri innsýn í starf skólans fer á eftir viðtal við tvo af karlkennurum skólans, Ivar Heckscher og Par Alhbom. Þeir hafa báðir verið við skólann frá byijun. frá því að hópur kennara og foreldra sleit sig frá upphaflega waldorskó- lanum í Jáma. Ivar Heckscher er bekkjarkennari 9. bekkjar en Pár Alhbom er helsti tónlistar- og eurytmi-kennari skól- ans. Það er ef til vill ósanngjamt gagnvart öðrum kennurum skólans að taka þessa tvo kennara (skóla- stjóri er vitaskuld enginn í Nibble- skólanum) út úr hópnum og stilla þeim upp til viðtals, en því varð ekki bjargað. Ivar og Pár eru í aug- um margra andlit og talsmenn skól- ans út á við, alla vega nú sem stend- ur. Fyrsti waldorfskólinn í Járna Það lá auðvitað beinast við mér, eins og öllum blaðamönnum sem vita ekki hvers þeir eiga að spyrja, að biðja viðmælendur mína að gera grein fyrir tilurð Nibbleskólans og hvers vegna hann klofnaði frá upphaflega waldorfskólanum i Járna. Ivar: „Fyrsti waldorfskólinn í Jáma var skóli sem var stofnaður í byijun 6. áratugarins fyrir börn þeirra fjölmörgu antrópósófa sem störfuðu í Jáma, virkilega sætur skóli. Fyrsta misserið var skólinn til húsa á Solberga, sem var þó fyrst og fremst fjölmenn stofnun fyrir þroskaheft böm. Síðar flutti hann í íbúð í Jáma og enn síðar í. eigin húsnæði við Rudolf Steiner Semin- ariet. Síðan kom að því að almenn- ingur fékk augastað á skólanum og komu þá böm sem áttu ekki antrópó, sófa fyrir föreldra. Og síðan fór sam- félagið að koma þangað bömum sem áttu í erfíðleikum í öðrum skólum, — það gerir samfélagið alltaf um leið og waldorfskóli er stofnaður. í þessum fyrsta waldorfskóla í Jáma voru kennaramir mest megnis erlendir, þýskir. En síðar fóru að kenna ungir sænskir kennarar, menntaðir á Rudolf Steiner Semin- ariet í Járna. Þeir höfðu allt aðra félagslega reynslu en sú kynslóð kennara sem fyrir var og var fædd í lok síðari heimsstyijaldarinnar. Og þeir upplifðu waldorfuppeldisfræð- ina og antrópósófí á sinn hátt og þegar þeir fóru að láta taka til sín í skólanum þá gerðist eitthvað mik- ið. Þeir voru með allt aðrar meining- ar hvemig bæri að framkvæma það sem Rudolf Steiner talaði um. Það sem skerpti einnig mismun þessara kynslóða kennara, þennan mismun- andi hugsunarhátt, voru bækur sem voru gefnar út um þetta leyti, fyöl- luðu um waldorfuppeldisfræðina og lýstu í því sambandi Kristofferskó- lanum í Stokkhólmi. Almenningur las bækumar og hugsaði: „Nei, en hvað þetta er allt saman fínt... í svona skóla vil ég að bömin mín gangi." Og svo kom fólk til skólans okkar og sá að þetta var alls ekki eins skóli og sem lýst var í bókun- um. Við, þessir ungu kennarar, tók- um á móti bömunum algjörlega burtséð frá öllum kennsluáætlunum og það varð til að tendra eins konar sprengju, fyrst innan skólans meðal kennaranna, síðan milli okkar (þeirra sem klufu sig frá og stofn- uðu seinna Nibbleskólann) og ann- arra skóla — fyrst og fremst milli foreldranna sem væntu þess sem stóð í bókunum." Páf: „Þetta snýst í raun og veru um ákveðna meginreglu. Þeir ein- staklingar eru til sem fínnst að það sé hægt að segja eða skrifa hvað waldorfuppeldisfræðin er, að það sé hægt að skilgreina hana til síðasta punkts. En í okkar augum er það fullkomin fásinna. Kannski er einn möguleiki að geta sagt hvað wald- orfuppeldisfræðin er; taki maður öll verk Rudolfs _Steiners og safaríkan bita af veraldarsögunni líka, vinni sig djúpt í gegnum það svo að úr verði einhvers konar lífrænn grautur sem hægt er að veiða úr, þá skal ég viðurkenna að sá maður getur sagt hvað waldorfuppeldisfræðin er, eða veitt einhveija bitastæða innsýn í það. Það er hreinlega glæpsamlegt að ætla sér að skrifa einhvern stutt- an bút um waldorfuppeldisfræðina, það er hreinlega að villa um hvað andlegu vísindin raunverulega eru.“ Opinber antrópósófí! Er þá ekki fáránlegt að ég skuli sitja hér og tala við ykkur með þá fyrirætlan í huga að gera til- tölulega stutta grein fyrir wald- orf uppeldisf ræðinn i? Pár: „Jú. Þú sem blaðamaður ættir í raun og veru að snúa þér að því að sem forvitnilegast er: Hin opinbera antrópsófí! Að það sé til opinber antrópósófí. Hvemig stend- ur á því? Þetta er rangt, þetta er óhugsandi. Hvað hefur gerst? Fyrst að opinber antrópsófí er til, hlýtur að vera einnig til eitthvað annað, sem var með í byijun en hefur ein- hverra hluta vegna orðið út undan, fallið fyrir borð. Eitthvað sem hin opinbera antrópsófía riennir ekki að kljást við. Hún gerir þess í stað hið gagnstæða; dregur úr öllu saman og sýnir svo á greinilegan hátt hvað antrópósófí er, hitt er svo bara eitt- hvað annað, annað fólk sem fallið hefur fyrir borð af hinni opinberu antrópósófíu. En antrópósófían er stór saga, hún hefur vaxið úr manninum. Af því að maðurinn er eins og hann er, þá er antrópósófían til. Þetta er heimshreyfíng full af fólki sem þekk- ir ekki antrópósófíuna eins og hún er samkvæmt hinu opinbera og leit- ar þá fyrir sér einhvers staðar ann- ars staðar. Af því að antrópósófían er lokuð, þangað er ekki hleypt hveijum sem er, hún er ekki lengur vingjamleg, hún er opinber, bákn, hún stjómar því sem Steiner sagði. Og það gildir á öllum sviðum antró- pósófíunnar, hin opinbera er aðeins hálfur sannleikurinn, Qórðungur... Afgangurinn er einhvers staðar ann- ars staðar. Sem dæmi um það fúsk sem á sér stað innan antrópósófíúnn- ar má nefna að það eru til bíódýnam- ískir bændur sem hafa fijálslynd viðhorf gagnvart tilbúnum áburði, segja að í vissum tilvikum sé notk- uns hans í lagi. En þetta er fullkom- lega sjúkt, þetta gengur ekki.“ Ivar: „Áh ha, maður skal fóma hendi til bjargar handleggnum eða •hvað það nú er.“ Pár: „Maður sem tekur antrópó- sófíuna alvarlega, hann horfir ekki á sjónvarp. Það getur náttúrlega gerst að hann horfí á sjónvarp, en hann byggir ekki líf sitt að neinu leyti í kringum sjónvarpstækið. Hann reynir ekki þrauka með aðstoð sjónvarpsins, áfengis eða tilbúins áburðar og hefur svo antrópósófíuna að auki til þess að það gangi enn betur hjá honum. Það gengur ekki.“ Eru menn að þynna antrópó- sófíuna til að gera hana vinsæla? Pár: „Það er ekkert að því að antrópósófían verði vinsæl. Það er augljóst að antrópósófían verður að vera aðgengilegri, en hún má ekki verða brengluð. Það má ekki blanda sykri í hana svo að hún sé aðgengi- leg. Eins og til dæmis þær bækur sem fjalla um antrópósófíuna og sleppa miklu af hinu andlega, það er að blanda hana sykri. Það er brenglun. Þegar ég tala um antró- pósófíu þá segi ég ekki frá öllu því sem Steiner sagði. Svo mikið veit ég ekki. En það er ekki það sama og að sleppa einhveiju af því sem hann sagði. Og það er allt í lagi að sýna lítinn hluta eða stóran, tali maður jafnhliða um að þetta sé að- eins lítill hluti af öllu saman, þá er ekki verið að brengla fræðin." Eruð þið einangraðir frá hinni opinberu antrópósófíu? Pár: „Það veit ég ekki.“ Ivar: „Nei við erum það ekki. Við sitjum meðal antrópósófa eins og ljótt frímerki. Þeir vilja gjaman að við séum með en ekki erfiðleikana sem fylgja okkur. Þannig hefur það alltaf verið. Við stöndum ekki hér og veltum því fyrir okkur að selja erfðarétt okkar fyrir grjónavelling. Við gætum á skömmum tíma fengið þá peninga sem við þurfum til að ljúka byggingunum hér, aðeins ef við aðlögum okkur dálitið. Við höfum beðið svo lengi eftir tónlistarsal að það gæti verið auðvelt að hrópa: Loksins skilur fólk okkur, hingað með seðlana. En þannig er það ekki. Við verðum að vera afar gætnir svo að við verðum ekki aðeins næsta kynslóð opinberra antrópósófa, þótt svo að hin opinbera antrópósófía yrði þá með allt öðrum hætti en nú er, en opinber yrði hún engu að síður. Ugh.“ Pár: „Málið snýst ekki um að hlut- imir gangi vel. Sé ekki jafnframt til staðar fegurð óg sannleikur þá er það nánast sjúkdómur, trúar- brögð, að allt eigi að ganga vel. Það tilheyrir aðeins bamæskunni, smá- bömum. Hjá þeim er það mikilvægt að allt gangi vel. Það hjálpar ekkert þótt maður hlaði umhverfis smábar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.