Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 49
nið listaverkum og spili fyrir það Beethoven sónötur, ef mamman reykir. Það gengur ekki. Látið það eiga sig að reykja, vefjið barnið ull og hlýju, gefið því næringam'ka fæðu, þá gengur allt vel. Hafíð hljótt, alla leið inn í hjartað, þá gengur það ennþá betur. Þetta ástand líður hjá. Það kemur að því að það hjálpar ekki lengur að allt gangi vel, þá verður það einnig að vera fallegt, það verður að vera ákveðin hrynj- andi og ákveðnar vonir umhverfis bamið, tilfínningarnar verða að vera samstilltar, og þannig heldur það áfram þar til það verður enn mikil- vægara að þetta sé einnig satt. Láti maður sig einungis það varða að allt sé í góðu lagi er maður eins og smábam sem hangir við btjóst móð- ur sinnar. Það verður einnig að vera fagurt og það verður einnig að vera satt, ekki aðeins í lagi. Og það gild- ir fyrir alla antrópósófíuna. Ef eng- inn tekur eftir því fagra í því sem satt er, þá högum við okkur eins og smáböm. Og þá er betra að við sláumst almennilega, það er einnig í lagi. Það er einnig fagurt." Eru margir sem viya útiloka ykkur, fá ykkur burt úr antrópós- ófísku hreyfingunni? Ivar: „Jú það hafa verið uppi bylgjur, en það er ekki svo mikið. Það hafa komið fram beinlínis ábendingar um að við ættum að draga okkur í hlé og þá yrði allt í lagi. En þá komu aðrir, ekki við, aðrir antrópósófar sem sögðu að það væra svik; þeir sögðu að við fram- kvæmdum waldorfuppeldisfræðina, væram antrópósófar og svona gæti maður ekki gert, útilokað einhveija aðeins af því að þeir væra óþægileg- ir, pössuðu ekki. En vissulega eru margir sem telja að það myndi margt ganga betur ef við værum ekki með.“ Að lesa úr líf inu Hvað er það sem þessum finnst að væri gott að losna við, hvers vegna skapraunið þið svo mörg- um? Par: „Ég held að það sé einfalt. Ungt fólk sem leitar sannleika fínn- ur, að það finnur mikinn sannleika hér hjá okkur. Það hristir upp í öðr- um sem vilja að það sem þeir geri sé sannleikurinn; þegar þeir taka eftir því að þessar ungu manneskjur sem leita ákaft sannleikans fara ekki þangað heldur koma hingað til okkar, ekki þangað sem þeir ættu að fara." Ivar: „Þetta fengir þú nú engan opinberan antrópósóf til að skrifa undir. Það liggur einhvem veginn í því að við segjumst gera hlutina á ákveðinn hátt og fínnst það nokkuð gott og þeir hrópa upp yfír sig, hneykslaðir; Já einmitt! Pár: „Já. Okkur fínnst það gott að bömin sveifli sér í línunni milli tijánna þannig að þau geti slasast hvenær sem er. Og það meintum við . næstum því. En það er ekki allur sannleikurinn. Því þau slasa sig ekki. En þessir opinbera sem gagnrýna okkur benda á þetta og fleiri atriði; bömin fá að fara í bát án björgunar- vestis, þau gætu drakknað. Þetta myndum við, sem waldorfuppalend- ur, aldrei gera; aldrei fengju þau að sveifla sér héma milli tijánna á þennan hátt sem þau gera. Þið látið þau slqóta af boga á löngu færi hvert á annað og segið að þau geti fært sig undan örinni, þau gætu deytt hvert annað! Jú, þau gætu gert það. Þar liggja mörkin. En það er lygi, því það er ekki satt að við stofnum lífí bam- anna í hættu, það er tómt kjaftæði. En þau gætu skotið hvert á annað, það er sannleikur, en þau skjóta ekki hvert á annað, það er einnig sannleikur. Munurinn er sá að þeir taka antró- pósófíuna fram yfír lífíð. Þá er ein- hver skynsamur sem segir: Antró- pósófí og lífíð er ekki í mótsögn hvort við annað. En það segir ekki allt." Ivar: „í hveiju lifandi bami getur maður lesið sjálft kennslufyrirkomu- lagið, ekki í neinum bókum heldur í baminu sjálfu. Þar getur kennarinn lesið hvað hann skal gera. Og haldi maður áfram, þá er antópósófí nokk- uð sem maður les úr lífínu og rekist maður á mótsagnir í því sem maður les úr lífinu og því sem Rúdolf Stein- er hefur sagt, þá fylgjum við því sem maður getur lesið úr lífinu. Og sá sem velur frekar það sem Rudolf MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Steiner hefur sagt verður þá í nokk- urs konar mótsögn við okkur. Og þeir hinir sömu koma með þau rök fyrir sinni afstöðu og segja að í lífinu ráði mikið af slæmum kröftum og öflum, sem maður geti fundið í antrópósófíunni verkfæri og vopn til að beijast gegn, og því getur maður ekki aðeins lesið antrópósófíuna úr lífínu, því þá skal maður vera mjög skarpskyggn og svo skarpskyggn er enginn maður!" Pár: „En þá segjum við: JÚ það eram við!“ Ivar: „JÚ, það geram við. Og þá hrópa þeir: Heyr, heyr, þama sjáið þið, hann sagði það sjálfur. Kross- festið hann. Krossfestið hann.“ Pár: „En við eram ekki skotspónn alls heimsins, svo emfalt er það nú ekki. Við erum fjölhyggjumenn. Við segjum: Látum það koma í ljós, ge- rið og látið það koma í ljós. En það era manneskjur sem segja þá: Það tekur allt of langan tíma að það koma of mörg óhöpp fyrir, söfnum frekar kröftunum saman á einn stað. En þá segjum við: Við viljum ekki vera ásamt öllum öðram. Við hentum ekki öllum. Við trúum því ekki að það gangi að vera með öllum hinum. Það verður þunn súpa, þokukennd súpa. Óskörp. Við geram þetta fyrst svona, svo kemur í ljós það sem gerist." Ivar: „Hinn fijálsi andlegi háskóli tekur ekki eina skoðun eða eitt álit fram yfír annað, hann tekur eina þekkingarleið fram yfír aðrar. Ekki niðurstöðumar, heldur aðferðimar. Rannsóknir leiða til ólíkra niður- staðna og þannig era rannsóknir, þar leiða til mótsagna sem leiða af sér nýjar spumingar. Geri maður sér ekki grein fyrir því er maður að sækjast eftir trúarlegum hóp en ekki eftir aðferð, vegi, til að lifa samkvæmt. Og vissulega er antrópó- sófían yfírfull af manneskjum sem leita aðeins þangað vegna þarfa sinna fyrir trúarlegan söfnuð. Það er auðvitað alveg sjálfgefíð að það fólk er byrði ef maður áttar sig ekki á því. Þetta er fólk sem verður að gera sér grein fyrir því að það er ekki þeirra að tala um hvað antró- pósófí er, það vill aðeins ávextina af antrópósófíunni. Allir era í raun velkomnir en það era ekki allir dóm- bærir um allar spumingar, þannig er það. Allt andlegt rannsóknarstarf verður að byggjast á fjölhyggju í að minnsta kosti 1000 ár til við- bótar, því svo skyggn erum við e.kki enn. Við höfum leyfi til að hafa eig- ið álit á því sem Rudolf Steiner sagði, hann var manneskja en ekki stofnun." Trúnaður og traust En svo við snúum okkur að skólanum, waldorfskólunum og Nibbelskólanum ... Pán „Stöðugt heyrist talað um mikilvægi trúnaðartraustsins, að milli bams of fullorðinna ríki traust. Jafnvel okkar verstu fjendur meðal uppeldisfræðinga og kennara álíta að traust ríki milli þeirra og þeirra bama sem þeir vinna með. En þegar við komum inn í bekkinn sjáum við að bömin eru hrædd, hrædd við að svara ekki rétt, eða full sektar fyrir að hafa ekki gert þetta eða hitt heima. í okkar augum er það tómt kjaftæði að tala um að þama ríki trúnaðartraust. Þetta stemmir ekki, bömin bera ekki traust til kennar- ans. Það sést á því hvemig þau vinna saman, hvemig þeim líður, hvemig þau koma fram við okkur og hvert annað. Hvernig við fáum að vera meðal þeirra, þá getum við seð hvort traust ríkir. Eða hvort það sé til- hneiging hjá kennaranum til að skapa andstæður bekknum til að fá skerpu. Hér ríkir slíkt ástand ekki.“ Hvernlg skapið þið traust milli kennara og barna? Pár: „Við trúum því að bamið læri sjálft. Maður lærir. Það er ekki ég sem kenni bömunum eitthvað, það er bamið sem lærir. Ég hjálpa aðeins til á einhvem hátt. Ég veit að það er svo. Ég veit að það er ekkert barn sem segir við sjálft sig, við engilinn sinn um nætur: Heyrðu þú, ég vil ekki læra nokkum hlut, ég vil ekki stækka, ég vil ekki verða góð manneskja, ég vil ekkert, ég vil aðeins tyggja tyggjó og verða skíthæll, getur þú ekki hjálpað mér til þess! Þannig er ekkert bam. Ekki eitt einasta í allri veraldarsögunni. Það eru aðeins til börn sem segja hið gagnstæða: Ég vil vaxa, lifa, varðveita heilsu mín, leita minna markmiða, fá svör. Þannig segja öll böm, öll, öll, öll. Hvað þýðir það? Ju, það þýðir að það þarf ehgan skóla ef maður á að vera einlægur. En það þarf samt eitthvað sem ger- ir það að verkum að við fáum skjól. Ef alltaf blæs svo mikið að við heyr- um ekki hvert til annars, þá getum við ekki setið hér og talað saman. Við verðum að sjá til þess að það verði hægt að koma því í kring sem bömin vilja og vona að það sé kleift. En að halda að það sé okkar að hafa framkvæðið, að það þurfí að þvinga bömin til að verða dugleg, að kunna, það er mjög einkennilegt, þar sem þau vilja ekkert annað. Þess vegna getur maður spurt kennarann af hveiju hann geri svona: Af hveiju lætur þú þetta bam sitja hér og vera óhamingju- samt, fara heim með þá tilfínningu að það kunni ekkert: „Jú, hún sagði við mig, helvítis fíflið þitt í miðjum stærðfræðitímanum!" Svona auvirðilega gengur þetta fyrir sig. Við eram umkvingdir af fjöldanum öllum af lélegum kolleg- um í waldorfhreyfíngunni sem haga sér svona, venjulegir ómerkilegir kennarar, sem bara þrýsta, þrýsta, þrýsta á bekkina sína.“ Ivar: „Það skiptir meira máli að hugsa um hvemig en hvað! Margir waldorfkennarar era haldnir þeim misskilningi að segja að geri maður eins og Rudolf Steiner sagði, á hvaða hátt sem er, þá sé það betra en að gera það ekki. Hér fullyrðum við að það sé betra að það ríki manneskju- legt samband milli bama og fullorð- inna, það er mikilvægast af öllu. Bæði í skólanum og í lífínu al- mennt. Það er mikilvægara en nokk- uð annað. Hvað maður síðan geriri með þetta trúnaðarsamband þegar það er til staðar, það er einskonar athyglisverður leikur með paradísar- ástand, en látum okkur fyrst ná þessari paradís. En þar fyrir utan er allur skóli rangur. Þeir sem hróp- uðu í bytjun 7. áratugarins; Lokið skólanum og þá fáum við að vita hvað hann er! Þeir höfðu algerlega rétt fyrir sér. Það væri góð aðferð til að sjá hvað skólinn er. Stopp! og sjá hvað gerist. 10 ár án skóla í einu þjóðfélagi, það væri óhemju athygli- svert að sjá. Það þjóðfélag myndi ná pólitískri forystu með eldingar- hraða eftir.um það bil 20 ár.“ Ivar: „Eða það myndi leiða til al- gjörrar borgarastyijaldar. Það er fjölmenn hreyfing hér í Svíþjóð sem heitir Réttur bamsins í þjóðfélaginu. Það er mjög athyglis- verður hlutur. Þangað geta böm leit- að og ákært fullorðna; ef pabbi slær mig þá get ég hringt þangað og sagt: „Hjálpið mér, pabbi minn slær mig“, eða ef mér líkar ekki við kenn- arana mína þá get ég hringt og sagt að kennaramir mínir séu svona og svona, hvort sem það er satt eða ekki. Mjög athyglisvert. Þetta skerp- ir áhættuna. Nú nægir ekki að gera bömum aðeins rétt til, maður verður að vera elskaður af þömum sínum, það verður að vera trúnaður á milli bams og fullorðins." Par: „Mér fínns svona lagað ágætt. Því fleiri sem svona vitleysur eru, þeim mun betra. Þá verður það greinilegt hvort þessi trúnaður ríkir eða ekki.“ Ivar: „Því fyrr sem þessi spuming um trúnað og traust skerpist þeim mun betra er það fyrir okkur öll sem fijálsar verar. Þá geram við okkur grein fyrir að þetta er forsenda alls og förum þá að laga okkur eftir því.“ Pár „Það er einkennilegt að wald- orfskólamir skuli taka upp svo mik- inn skít úr gamla skólanum, þessum gamla skóla með kennaraprikið, hei- malærdómi, umbun og refsingu, prófum og einkunnum, eftirsetum, aga, yfirheyrslum... allt þetta ógeðfeíldasta sem til er. Hvers vegna er allt þetta með í waldorfskólnum I svo miklu mæli, þegar við vitum að þetta er það versta sem hugsast getur í skóla. Bráðum verður wald- orfskólinn einber skopstæling, þvi venjulegi skólinn mun vaxa fram úr waldorfskólunum. Venjulegi skólinn er vissulega lélegur en hann er full- ur af örvæntingarfullri frelsisþrá, samtímis sem waldorfskólinn þykir fínn og keyrir áfram, með góðum aðferðum, aga, vel menntuðum kennuram, aðalkennslustund o.s.frv. Önnur fög bara einn pottréttur. Hvað er þetta, hvað hefur þetta með waldorfuppeldisfræði að gera? Ekki neitt, alls ekkert! Kennarastofur þar sem kennaramir fá að reykja. Reyk- hom fyrir eldri nemendur. Þetta era endalokin. Adjö uppeldisfræði og antrópósófí. Útlitið er lagi, homin á byggingunum era af, það sést að þetta er antrópósófískur skóli, en það er aðeins yfírborðið." En hvað gerið þið við þá sem reykja, ef ég tek svo einfalt dæmi? „Við reykjum ekki hér, kennar- amir reykja ekki héma. Hér er eng- in kennarastofa. Hvers vegna ættum við að hafa kennarastofu? Stað þar sem börnin mega ekki koma, í eigin skóla! Það er nú algjört vitsmunalegt hran. Siminn er í eldhúsinu. Þetta er bara svona. Þetta er einföld bams- leg rökfræði, þetta er ekkert bylting- arkennt. Til að komast á einhvem ákveðinn stað verður maður að hreyfa sig í þá átt, ætli maður þang- að verður maður að færa fótinn þangað en ekki til hliðar eða í öfuga átt. Þetta er aðeins spumingin um hvað við meinum með trúnaðar- trausti. Hvað þýðir það að elska hvert annað, elska bömin?" Pár: „Það geram við ekki heldur. Ég elska ekki öll bömin, og ekki alla mína starfsfélaga. Og það er ofboðosleg áreynsla. Og alls ekki skemmtilegt. Það er alls ekkert skemmtilegt héma. Nefnilega. Eng- inn reynir að gera það skemmtilegt héma. Vilji einhver. skemmtilegheit hefur hann sig héðan á brott og talar illa um okkur." Ivar: „Pyrir utan það þá er það mjög mikilvægt að maður hafí það skemmtilegt hér.“ Pár: „Það eru aðeins þeir sem hafa það óhemju skemmtilegt sem dvelja áfram hér.“ Eru þið mikið til sami hópurinn sem hefur myndað kennarahóp- inn hér? „Við eram nokkuð gamlir, margir okkar. Líklega hafa orðið hér minnstu breytingarnar á kennaraliði meðal waldorfskólanna, það kemur okkur ekki á óvart ef svo er.“ Menntunin segir ekki allt Ég geri ráð fyrir því að það skipti ekki svo miklu hvort vænt- anlegur kennari hér sé menntað- ur á waldorfseminaríi eða ekki? Pár: „Það segir okkur ekki nokk- um skapaðan hlut, hvar og hvemig kennarinn hefur hlotið menntun. Mér segir það að minnsta kosti ekki neitt. Ekki neitt. Ef kennarinn þarf að taka það fram að hann sé mennt- aður á waldorfseminaríi, þá er ástandið þegar orðið sjúkt. Og þar eram við einnig á öndverðum meiði við flesta aðra. Ég trúi ekki á þetta að mennta sig. Víst er til góð mennt- un og víst eigá nemendur okkar, vilji þeir það, að leita sér menntun- ar. En við trúum ekki á það. Komi kennari hingað þá biðjum við hann ekki um að sýna okkur pappírana sína. Við segjum eins og venjulega, eins og við alla aðra: Komdu, líttu í kringum þig, traflaðu ekki nemend- uma. Hluti þeirra sem koma dvelur áfram og sumir verða kennarar hér, aðrir vilja það ekki og það er ág- ætt. Hvort kennarinn er menntaður í lögregluskóla eða á tveimur wald- orfseminarium skiptir engu máli.“ En hvað með nemendur sem þurfa vegna framhaldsnáms- brauta á einkunnum eða vottorð- um að halda ... Pár: „Þeir fá það sem þeir þurfa. Þeir skrifa sjálfír sitt vottorð, þeir verða sjálfír að kanna hvað það er sem þá vanhagar um, og gera það nákvæmlega. Síðan koma þeir til okkar og segja að þetta þurfí þeir, en það verði að vera vélritað og undirritað af kennara. En komi nemandi til mín og vilji fá vottorð um að hann kunni spænsku fullkomlega og viti ég að hann hefur aldrei heyrt eitt einasta orð í spænsku þá segi ég við hann: „Farðu og náðu þér í vottorð annars staðar. Auðvitað. En vilji nemandi aðeins fá það sem hann getur staðið fyrir, þá segi ég honum að skrifa sjálfur eitt vottorð og sýna mér og ég muni síðan skrifa annað ennþá betra." Og eru vottorð frá ykkur tekin góð og gild af skólayfirvöldum? Ivar: „Hingað til, engin vanda- mál. Skólinn er viðurkenndur af fræðsluyfirvöldum." Pár: „Þurfi nemendi vottorð í tölu- stöfum fær hann það. Þurfi hann meðmæli fær hann þau. Við vitum hver hann er. Við vitum hvað hann kann. Gagnkvæmur heiðarleiki verð- ur að vera til staðar. Nemandinn veit að ég veit að hann veit að ég veit að hann veit... Þannig verður það að vera. Sé trúnaðartraust þa er það. En láti maður öll þessi vanda- mál vera til staðar ... og fari maður að kanna hvað þessi eða hinn nem- andinn hafi mætt oft í tíma eða skilað mörgum verkefnum, nú þá er ég orðinn skriffínnur og þá verð ég að ganga úr skugga um að nem- andinn hafi raunveralega lesið heima og hversu lengi... stimpilkort o.s.frv. Og allt annað af því taginu kemur þá í halarófu á eftir. Og það er einmitt það sem við viljum ekki. Nei! Hér er slíkt ekki til. Hér eru menn ekki undirbúnir fyrir stimpilfc- kortið!, Punktur. Hér era nemendur ekki menntaðir til að verða duglegir að hlusta á plötuspilarann. Nei. Helst af öllu, nemendur sem era duglegir að láta það eiga sig að hlusta á plötu- spilarann. Ef það gengur. Það er ekki okkar mál, þeir gera það heima. Alla vega um það bil svona, að geta látið það eiga sig án þess að vera leiðir. Afþreying leiðir til einang- ranar en ekki til tengsla . .. til fírr- ingar og allir eiga að bjarga sér sjálf- ir. Að bjarga sér sjálfur... Ég hata það. Lömuðum skal ekki hjálpað, heldur eiga að vera til staðar furðu- legar götur og lyftur svo allir geti sjálfir ýtt á rofa í hjólastólnum sínum. Allir stígar mega ekki ve.ra_ með meira en 12% halla svo að maður geti keyrt þar hjólastól og lyftur útum allt. Maður á ekki að þurfa að segja við nokkum mann: „Getið þið ýtt mér upp þennan spöl, hjálpað mér upp stigann.“ Þetta er algjör fásinna, Það liggur við að maður verði hræddur. Það þykir fínt að við gliðnum svona hvert frá öðru, við verðum óháð hvert öðra. Það er í mótsögn við antrópósófíuna, það er í mótsögn við allt það sem við viljum. Og þá verðum við að segja; við eram á móti þessu öllu samaini- Okkur fínnst ekki að svona eigi það að vera. „Þið erað ekki heilbrigðir." Nei, ykkur má fínnast það, en okkur fínnst að svona eigi það ekki að vera og við getum sagt af hveiju. Hér finnst okkur skemmtilegt að hjálpa hver öðram. Hér má kennari vera lamaður, en hann má ekki, fjandinn hafí það, koma hingað og segja; „Ég er lamaður og ég vil enga hjálp, ég vil að hér sé gata svo ég komist alla leið upp að húsinu og upp á aðra hæð, án þess að þurfa að tala við nokkum mann. „Þá segj- um við: Farðu til fjandans með þinn fót! Og þá fáum við félag lamaðra yfír okkur... En það gæti verið skemmtilegt því við þá hef ég margt að segja. Era þeir upp með sér yfír heimi sem er upplýstur af þeirra nærvera: Af hveiju er þetta hús svona skrýtið... Jú, það eru tveir lamaðir hér í hverfinu, tveir af 700 íbúum, sem ekki geta gengið. Hinir hreyfíhömluðu vilja að þessi tilfinn- ing fínnist út um allt: „Lífið er ekki aðeins á fótum heldur einnig án fóta!“ Það á maður að vera meðvitað- ur um sérhvert augnablik. En tónleikahús mega vera til, hvílík framkoma gagnvart öllum þeim sem era heymarlausir. Stór tónleikahús, með sérhönnuðum hljóðburði. Listaverkasalir, kvik- myndahús ... allir þeir blindu. Þetta er ekki heilbrigt. Við lifum í fjölleika: húsi, sirkus, og það á maður tala um, alltaf. En ég er ekki í sirkus. Geti maður látið sér fínnast þetta skemmtilegt þá gengur þetta. Jú, við höfum það einnig skemmtilegt hér, mjög skemmtilegt." Þegar hér var komið var Ivar far- inn á braut til að sinna bekknum sínum og inn í kennslustofuna þar sem við Pár sátum eftir fóru að streyma inn í börn, líklega 6. bekk- ingar. Auk áhugans á segulbandinu hlaut nefið hans Párs álíka mikla athygli og það greinilega ekki í fyrsta sinn. Bömin vora afslöppuð og gáskafull og áður en ég vissi af voru þau búin að koma sér þægilega fyrir ásamt kennara sínum og farin að búa til leikþátt; tóku fram trégrimur sem þau höfðu búið til og sagan rann fram af sjálfu sér ... — greinilega skemmtilegt í skólan- um... TEXTI: Guðni Rúnar Agnarssori* MYNDIR: Vala Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.