Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 50

Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 ,50 Morgunblaðið/Garðar Rúnar Seyðisfjörður: Strandarlax eykur laxeldið í sumar Seyðisfirði LAXAELDISSTÖÐIN Strandar- lax hf. setur 60.000 seiði í sjókvíar í sumar. Það er til viðbótar við þau 13.000 seiði sem sjósett voru þar í fyrravor. Nú nýverið voru sjósettar þrjár laxeldiskvíar hjá .^J>eim sem geta tekið 30.000 seiði hver. Verða þessi 60.000 seiði sett í tvær þeirra eins fljótt og unnt er. Þriðja kvíin verður svo notuð fyrir hluta af löxunum sem eru í kvinni sem sett var út í fyrravor. Fréttaritari Morgunblaðsins fylgd- ist með þessari sjósetningu Strandar- laxmanna á kvíunum og talaði við Mikael Jónsson, einn eigenda fyrir- tækisins. Hann sagði: „Þetta er alit byggt á ævintýramennsku og mikilli eigin vinnu, því erfíðlega hefur geng- ið að fá fyrirgreiðslu í lánastofnun- um, og ég vil taka undir orð Sigfínns Mikaelssonar, framkvæmdastjóra Strandarlax, sem höfð voru eftir honum í samtali við Morgunblaðið hýlega, að með þessu eru lánastofn- anir að biðja menn að koma ekki nálægt laxeldi hér á Austurlandi. En málið er bara það að ef maður á að búa í þessum landshluta yfírhöfuð þá verður maður að reyna að gera eitthvað því ekki gerist neitt hjá þess- um mönnum í þessum stofnunum. Maður bara skilur þetta ekki. Það er talað og talað um bætt búsetuskil- jrrði í landinu en ekkert er gert til þess að gera mönnum sem nenna og vilja stunda atvinnurekstur úti á Hdandi það kleift,“ sagði Mikael. Eigendur Strandarlax hf. auk Mikael Jónsson einn eigenda fyr- irtækisins Strandarlax hf. Mikaels eru synir hans, þeir Sigfínn- ur og Ólafur og fjölskyldur þeirra. Fyrirtækið hefur nú verið starfrækt á annað ár. Á Seyðisfírði er starfandi annað laxeldisfyrirtæki í eigu Harðar Hilm- arssonar og auk þessara tveggja fyr- irtækja eru aðrir aðilar með laxeldi í undirbúningi hér. Þar er verið að gera rekstrar- og markaðskannanir og kanna möguleika á samstarfí við aðra aðila hér á landi og erlendis. - Garðar Rúnar Kvíln komin í sjóinn. Ein af kvíunum hangandi í krananum á bryggjunni. Gefur út aflraunaskjöl tengd steina- tökum í nágrenni Látrabjargs vt-ivrum.ANn FERÐAMENN, sem leggja leið sina á Látrabjarg og i næsta nágrenni geta reynt sig i afl- raunum að fornum sið og feng- ið krafta sína skjalfesta. Það er Magnús Guðmundsson á Pat- reksfirði, sem átti hugmyndina að aflraununum. Jafnframt því að skjalfesta krafta ferðalanga, sem koma til vestustu svæða landsins, hefur Magnús gefíð út skjal, sem menn geta keypt til staðfestingar því að þeir hafi komið á Látrabjarg, þann stað í Evrópu sem nær lengst í vestur. Sagði Magnús einkum erlenda ferðamenn spyija mikið um hvort þeir gætu fengið það staðfest með skjali að þeir hafí komið á bjargið. Magnús gaf út Látrabjargs- skjal árið 1981 en þau eru upp- seld og því hefur hann gefíð út nýtt skjal nú í vor. Er það til á fjórum tungumálum og litprentað, með litmynd af Látrabjargi á því miðju. Áflraunaskjölin eru þrjú og komu út nú í vor. Tengjast þau ýmsum aflraunasteinum í grennd Látrabjargs. Fyrst skal nefna steininn Júdas í Brunnaverstöð, Hvallátrum, sem toldi aldrei í neinni hleðslu. Sagt var að strák- ar, sem gætu látið lofta undir hann, þyrftu ekki lengur að vera hálfdrættingar. Steinninn er 130 kíló og eins og ílangt egg í laginu. í öðru lagi er 281 kílóa steinn, Brynjólfstak, sem kennt er við Brynjólf Eggertsson, bónda á Sjö- undá í Rauðasandshreppi. Brynj- ólfur fæddist 8. júlí 1816 en sag- an segir að árið 1845 hafi hann Magnús Guðmundsson rekist á stein þennan niður í fjöru, bundið um hann burðaról og borið upp á Brunnagrund við Látra- bjarg, þar sem steinninn er nú. Þriðja skjalið tengist Ijórum steinatökum á Hvallátranesi norð- an Látrabjargs. Þeim á að koma uppá mittisháann stall. Steinarnir eru hálfsterkur, 107 kíló, alsterk- ur, 177 kíló, fullsterkur, 144 kíló, og amlóði, sem er 96 kíló. Skjölin fást ekki afhent nema vottar hafí fylgst með aflraunun- um og eru þau þá stimpluð og staðfest í bak og fyrir. Að hans sögn eru það einkum yngri menn sem hafa áhuga á að reyna við steinana og kvæðust þeir hafa Látrabjargsskjalið gaman af að eiga krafta sína skjalfesta upp á seinni tíma. Skjöl- in hefur Magnús teiknað sjálfur og þau er m.a. hægt að fá að Lyfti menn steinatökum á Hvallátrum upp á sérstakan stall geta þeir fengið það skjal- fest. Brynjólfstak en skjal það fá þeir sem eru jafnsterkir Brynj- ólfi Eggertssyni, sem hóf það á loft, en steinninn er 281 kíló. Gimli á Hvallátrum. Þar er einnig að fá Látrabjargsskjölin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.