Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988
53
Akranes:
Arsreikningur bæjar-
sjóðs lagður fram
Akranesi.
REIKNINGAR Akranesskaup-
staðar fyrir árið 1987 hafa ver-
ið lagðir fram og samþykktir í
Bæjarstjórn Akraness og er af-
greiðsla þeirra nú mun fyrr á
ferðinni en á undanförnum
árum.
Ef stiklað er á stóru í reikning-
unum kemur í ljós að niðurstaða
á rekstursreikningi reyndist vera
228,2 milljónir króna sem er 25,7
milljónir króna umfram áætlun
ársins eða 12,7% aukning. Tekjur
voru einnig vanáætlaðar um 5,7
milljónir króna sem er 2,3% undir
áætlun. Gjöld umfram heildartekj-
ur reyndust því vera 5,6 milljónir
króna sem er 2,1 milljón umfram
það sem áætlun gerði ráð fyrir.
Þannig má segja að raunverulegur
halli á bæjarsjóði sé 5,6 milljónir
króna sem er 1,4% af heildartekj-
um ársins.
Það sem gerir þennan mismun
öðru fremur, frá því sem fjárhags-
áætlun gerði ráð fyrir er að sögn
Gísla Gíslasonar bæjarstjóra, í
fyrsta lagi að útsvarstekjur reynd-
ust 2,4 milljónum króna undir
áætlun og sömuleiðis urðu tekjur
af framlagi úr jöfnunarsjóði sveit-
arfélaga 3,0 milljónum króna
minni en gert var ráð fyrir og veg-
ur þar langþyngst aukaframlagið
sem skert var sérstaklega á árinu
með aðgerðum ríkisvaldsins.
Af rekstrargjöldum fóru laun
og launatengd gjöld mest fram úr
áætlun eða 12,3 milljónir króna
sem svarar til rúmlega 11% um-
fram áætlun. Þannig er hærri
launakostnaður um helmingur þess
sem rekstrargjöld fara umfram
áætlun. Aðrir liðir sem vega þungt
þegar kostnaður umfram áætlun
er skoðaður er framlag bæjarins
til Sjúkrasamlags Akraness sem
er 3,9 milljónum meira en ráð var
fyrir gert, sömuleiðis kostnaður
vegna tannviðgerða bama sem er
ógnvænlega hár eða 4,4 milljónir
króna.
Eignir bæjarsjóðs eru taldar
samkvæmt ársreikningnum röskar
395 milljónir króna sem er 33%
hækkun milli ára. Langtímaskuldir
námu um síðustu áramót röskum
118 milljónum króna sem er tæp-
lega 40% aukning frá árinu 1986.
Skammtímaskuldir námu á sama
tíma röskum 108 milljónum króna
sem er tæplega 20% aukning frá
fyrra ári.
Gísli Gíslason bæjarstjóri sagði
að af reikningum ársins væri ljóst
að þrátt fyrir kostnað umfram fjár-
hagsáætlun þá hafí greiðslustaða
bæjarsjóðs lítillega batnað milli
áranna 1986 og 1987 og ef áætlun
Kjörvari og
Þekjukjörvari
verja viðinn
vel og lengi
málning'lf
ársins í ár yrði innan marka, þá
ætti lagfæring greiðslustöðunnar
að batna um þá fjárhæð sem áætl-
uð er í skuldheimtumenn. Staða
helstu stofnana og sjóða sem hafa
sérreikninga í rekstri og fram-
kvæmdum er góð, þar má nefna
hafnarsjóð en veltufé hans hækk-
aði um 5,8 milljónir króna milli
ára. Gísli sagði að lokum að hann
vonaði að bæjaryfírvöldum tækist
að halda þannig á málum á þessu
ári að reikningar bæjarsjóðs og
stofnana hans sýndu að þeim mið-
aði fram á veginn í skynsömum
rekstri og framkvæmdum, bættum
hag og betri bæ.
—JG
Frá Akraneshöfn.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Sjálfboðaliðar
vinna að nátt-
úruvernd í
Mývatnssveit
SAMTÖK sjálfboðaliða um nátt-
úruvernd, efnir til vinnuferða
dagana 6. og 9. júlí. Förinni er
heitið i Mývatnssveit og verður
unnið að náttúruvernd í Dimmu-
borgum og víðar.
Aðalferðin norður verður mið-
vikudaginn 6. júlí en einnig verður
farið laugardaginn 9. júlí. Guð-
mundur Jónasson gefur 10 manna
hóp ókeypis far norður Sprengisand
en fari fleiri, verður kostnaði skipt.
Nesti til ferðarinnar fylgir en kostn-
aði við matarinnkaup í Mývatns-
sveit verður skipt milli þátttakenda.
Gist verður í húsi sem Náttúru-
vemdarráð hefúr til umráða. Þátt-
töku þarf að tilkynna í síðasta lagi
á sunnudagskvöld til Jóhönnu B.
Magnúsdóttur.
Mwn
RHI
PHILCO þvottavélar og þurrkarar eru
viðurkenndar um allan heim fyrir lága
bilanatíðni, gæði og frábæra hönnun.
W393 - þvottavélin
• Þvottakerfi viö allra hæfi,
þar af eitt sérstaklega fyrir ull
• Sjálfstæöur hitastillir ___
• Kaldskolun • Hleösla: 5 kg.
(af þurrum þvotti) • Sparnaöarrofi • Tekur inn inn bæði heitt eða
kalt vatn • Ryöfrítt stál á ytri og innri belg
• H: 85, B: 59.5, L: 55 cm.
<8>
Heimilistæki hf
Sætúni 8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni
SIMI: 69 15 15 SIMI 69 15 25 SIMI 69 15 20
{/cd&iutoSvetíjffMdegA L sattuuwfUM