Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 58

Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 lega minnisstæðar hinar rausnar- legu móttökur á Veðraá. Þess má geta að sérlega var kært á milli systkina Magnúsar og hans og minnist ég þess, hvað fað- ir minn, eftir að hann flutti frá Flat- ey, hafði alltaf gaman af að fá bréf og fréttir af bróður sínum. Magnús og Gróa áttu sitt heimili á Flateyri í Ónundarfirði, en hann vann í frystihúsinu á staðnum á vetuma á meðan heilsan leyfði, en dvaldi inni á Veðraá á sumrin með fjölskyldu sinni. Seinni árin vora þau Gróa og Magnús á vorin og sumrin í litlu húsi sem þau höfðu reist sér á „skeiðinu" á Verðraá og gættu að æðarvarpi sem þar var og þau höfðu endurvakið og komið til. Gamli bærinn á Veðraá stendur enn og er vel við haldið og hafður sem líkastur því sem hann var í tíð foreldra Magnúsar. Að leiðarlokum vil ég þakka Manga frænda fyrir öll okkar kynni og allan hlýhug í minn garð og minnar fjölskyldu á liðnum áram. Ástvinum hans sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Ég bið honum Guðs blessunar á nýjum leiðum. Hvíli hann í friði. Jóna Sveinsdóttir Magnús G. Jóns- son — Minning Fæddur 2. mars 1910 Dáinn 31. maí 1988 Mig langar til að minnast með örfáum orðum frænda míns, sem lést snögglega 31. maí sl. í Reykjavík, en þangað var hann kominn að fylgja konu sinni á sjúkrahús. Magnús G. Jónsson var fæddur 2. mars 1910 að Innri-Veðraá í Önundarfirði, yngstur bama hjón- anna Hinrikku Halldórsdóttur og Jóns Sveinssonar, sem þar bjuggu. Systkini Magnúsar vora Sigríður, Sveinn og Guðbjartur og eru þau öll látin. Magnús ólst upp á Innri-Veðraá og hélt þar bú með móður sinni og systur eftir að faðir hans lést, en hann lést 6. nóvember 1933. Til Flateyrar í Önundarfirði fluttu þau svo upp úr 1940 en dvöldu alltaf á sumrin inni á Veðraá. Móðir Magn- úsar lést 26. ágúst 1943 að Innri- Veðraá. Magnús kvæntist 27. maí 1945, Gróu Þórðardóttur frá Breiðadal í Önundarfirði, en hún lifír mann sinn pg er rúmliggjandi á Sjúkrahúsi ísafjarðar, mjög veik. Var sérlega kært með þeim hjónum og studdu þau hvort annað er heilsan tók að bila. Þau eignuðust tvö böm, Kristínu Ragnheiði, f. 24. júlí 1944, giftist Jóni Sigurðssyni, þau skildu, og Hinrik Jón f. 12. ágúst 1947, kvæntur Matthildi Hafsteinsdóttur. Einnig ólu þau upp fósturson, Steingrím Stefnisson. Bamaböm þeirra Magnúsar og Gróu era sex og vora þau þeim til mikillar ánægju enda bjuggu þau öll svo til á sama stað. Var mikill samgangur á milli fjölskyldnanna og þau sem einn systkinahópur. Mangi frændi, eins og ég kallaði hann alltaf, er mér sérlega hug- stæður, hann var alltaf mjög ljúfur í viðmóti og alltaf stutt í glettni og kímni og þess vegna skemmtilegt að eiga við hann viðræður. Þó að langt væri á milli vina- funda var hann alltaf eins og við hefðum hist í gær og era mér sér- má/ning"' Mllí OG tíWNm Veldu Steinvara 2000 gegn steypu- skemmdum má/ning'f Erik Christian- sen — minning Fæddur 27. maí 1911 Dáinn 24. júní 1988 Erik Christiansen fæddist í Dan- mörku, sonur hjónanna Idu og Her- manns Christiansen. Faðir Eriks var virtur fram- kvæmdamaður og tók sér margt fyrir hendur. Hann stóð fyrir fram- kvæmdum á hafnarmannvirkjum víðs vegar á íslandi. Það má einnig geta þess að faðir Eriks var mikill íþróttamaður og vann það til afreka að verða númer 1 á öllum Norður- löndum í grísk-rómveskri glímu árið 1902. Erik lærði skipasmíði í Dan- mörku og gekk síðan í danska sjó- herinn. Erik kom oftsinnis til Is- lands til aðstoðar við föður sinn við þau margvíslegu verkefni sem þeir unnu að við strendur íslands. Svo kom að lokum að Hermann fluttist til Danmerkur en sonur hans Erik tók við öllum fram- kvæmdum hans hér á landi. Erik flytur frá Danmörku 1936 og er þá alkominn til íslands. Tvær eftirlifandi systur Eriks búa í Dan- mörku. Störf hans við hafnargerð og dýpkun hafna lágu beint við og notaði hann sitt eigið dýpkunarskip til margra ára. Erik giftist Sigríði Guðmunds- dóttur frá Siglufírði árið 1937. Þau áttu eina dóttur Idu Christiansen og Guðmund Hermann sem lést aðeins 4ra mánaða gamall. Þau slitu samvistum. Ida er gift Gísla Holgerssyni heildsala, en þau eiga 3 börn — Holger Gísla, Sigríði Dóru, Erik Hermann og sonarson Gísla Ásgeir. Erik giftist aftur seinni konu sinni Rósu Guðmundsdóttur frá Dalvík. Þau áttu tvö börn — Nönnu Christiansen og Pétur Christiansen. Nanna er kennari og gift Gylfa Aðalsteinssyni framkv.stjóra. Þau eiga einn dreng Hinrik. Gylfi á dótt- ur af fyrri sambúð Elfu Ýr. Pétur er optiker og giftur Ingi- björgu^ Þorgilsdóttur. Þau eiga ein son Nóa. Rósa Guðmundsdóttir seinni kona Eriks lést 1970. Eftir margra ára eigin rekstur réðst Erik til vitamálastofnunar í Reykjavík og vann þar til dauða- dags. Erik vinur minn og tengdafaðir var glæsilegur á velli og sérstakt snyrtimenni, stundvís og heiðarleg- ur. Ekkert verður mér samt jafn hugleikið og það að hann gaf mér góða eiginkonu og bömin okkar þijú geyma minninguna um góðan afa. Við treystum öll á aðra tilvera og eram þess fullviss að einhvem tímann hittast allir um síðir. Gísli Holgersson Mig langar að minnast í fáeinum orðum tengdaföður míns, Eriks Christiansen, sem jarðsettur verður í dag. Ég kynntist Erik í byijun ársins 1984 og fannst mér hann strax taka mér mjög vel. Mér er það minnisstætt hvað hann var glaður og kátur í fyrsta skipti sem ég fór með Pétri að heimsækja hann. Seinna staðfestist það að hann var glaðlyndur að eðlisfari og hafði ríka kímnigáfu. Ég tók líka eftir því hvað hann naut þess vel að vera innan um ungt og hresst Stórhœkkaóir Dæmi 24% 7,5% 41,6% dagvextir á á18 mánaöa ávöxtun á tékkareikningum og verötryggöum Hávaxtabókum, sparisjóösbókum, reikningum. I I SAMVINNUBANKI fSLANDS HF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.