Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 59 fólk, enda var hann ungur í anda. Pjölskyldan var honum mikils virði og vinnustaðurinn, Vita- og hafna- armálastofnun, þar sem hann vann í 40 ár, var honum sem annað heim- ili, einkum á seinni árum, enda margir af hans bestu vinum fyrrver- andi og núverandi starfsmenn þar. Erik var tvíkvæntur, fyrir kona hans var Sigríður Guðmundsdóttir frá Siglufirði, þau skildu, dóttir þeirra er Ida sem gift er Gísla Hol- gerssyni. Seinni kona Eriks var Rósa Guðmundsdóttir, frá Svarfað- ardal. Böm þeirra em Nanna, gift Gylfa Aðalsteinssyni og Pétur kvæntur undirritaðri. Auk þess læt- ur Erik eftir sig 5 barnabörn og eitt bamabamabam. Rósa lést fyrir 18 ámm, langt fyrir aldur fram, og var það Erik mikið áfall að missa konu sína. Síðustu árin vom honum erfið vegna veikinda og hvfldin honum kærkomin. Ég á eftir að sakna tengdaföður míns og mér finnst leiðinlegt að bamabömin hans fái ekki að vera lengur með afa, en ég trúi því að hann fylgist með þeim og að við eigum öll eftir að hittast aftur. Ingibjörg Ýr Þorgilsdóttir Kynntu þér mjúku heimilistækjalínuna frá Blomberq Hún kemur þægilega á óvart. Einar Farestveit &Co.hf. ■omoartun aa, siman. |si| issst oo saasoo - h«o Ilsstmw Leið 4 stoppar við dyrnar. Elín Björnsdóttir Fædd 22. júlí 1903 Dáin 23.júni 1988 í dag verður lögð til hinstu hvílu vinkona mín, Elín Björnsdóttir. Elín fæddist 22. júlí 1903 og andaðist 23. júní sl., hana vantaði því mánuð til að verða 85 ára. Þeim sem til þekktu kom lát hennar ekki að óvör- um, þeir sáu að hveiju dró. Ég kynntist Elínu þegar ég fór að vinna hjá manni hennar, öðlingn- um Jóni Magnússyni skógræktar- manni í Skuld. Kunningsskapur okkar þróaðist og varð að vináttu eftir að þau hjónin fluttu í Lyng- hvamminn. Það er ómetanlegt að eiga góða nágranna og þá áttum við hjónin og börnin okkar sannar- lega þar sem þau Elín og Jón vom. l£lín naut þess að ferðast og þær eru ógleymanlegar ferðirnar sem við fómm með þeim hjónum, bæði dagsferðir og ekki síst ferð sem farin var fyrir 10 ámm um Strand- ir og Vestfirði. Það fylgdi þeim ávallt gott veður og það brást held- ur ekki í þessari ferð, sem var ævintýri frá upphafi til enda. í Kvenfélagi Hafnarfjarðarkirkju starfaði Elín bæði vel og lengi. Fyrir hennar orð gekk ég í það fé- lag og sóttum við oft fundi saman. Þó aldursmunur væri það mikill á okkur að hún gæti verið móðir mín fann ég það ekki í samskiptum okkar, hún var svo jákvæð og tilbú- in að vera með í öllu sem til hennar var leitað með, og það var ósjaldan. Elín var framúrskarandi vand- virk og sýndu hannyrðir hennar það. Hún tók þátt í námskeiðum í hnýtingum og fleim eins og ung stúlka væri meðan heilsan leyfði. Elín var stór og glæsileg kona, en það var ekki bara í ytra útliti sem mér þótti mikið til hennar koma, það var Iíka viðmót hennar og hjartahlýja. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Við hjónin og bömin okkar send- um Jóni og ættingjum Elínar inni- legar samúðarkveðjur. Didda Það kom mér ekki á óvart þegar minn góði vinur, Jón í Skuld, til- kynnti mér lát konu sinnar. „Nú er hún frænka þín dáin.“ Hún hafði látist þá um morguninn á Hafnar- ijarðarspítala, þar sem hún hafði dvalið að mestu síðustu mánuðina, haldin þeim illkynja sjúkdómi sem svo margur maðurinn hefur farið halloka fyrir á undan henni. Fyrir aðeins fáum dögum hafði ég komið í heimsókn í.ð sjúkrabeði Elínar, þar sem Jón var einnig fýrir og við töluðumst öll lítillega við, eftir því sem þrek hennar leyfði. En svo veikburða sem hún var þá orðin var hugsun hennar enn skýr og minnið eftir því, og mér varð ósjálfrátt á að líkja þeim Elínu og nýlátinni móður minni og frænku hennar saman, hvað margt virðist líkt með þeim, m.a. þetta rólynda fas og æðruleysi sem svo bersýnilega kom fram hjá þessari háttprúðu og elskulegu konu svo líkamlega veikri sem hún var þó orðin. Að þessu leyti var hún raunar alltaf söm við sig, hlý, notalegogtraustvekjandi. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan fundum okkar Elínar bar saman — og ég fór að verða hálfgerður heirr.agangur á heimili þeirra hjóna. Enda þótt ég hafi tíðum átt margar ferðirnar um heimaland þeirra, þar sem þau hafa lengi rekið mikils- metna tijáræktarstöð, fór ég löng- um um staðinn eis og músarrindill og lét sem minnst á mér bera til að gera ekki ónæði eins og ég taldi sjálfum mér trú um að ég hlyti að gera. í þessu tilliti hafði ég síður en svo farið rétt að, þess varð ég svo sannarlega vísari þegar við fyrstu kynni min af Elínu, þessari viðmótsgóðu konu — og mannkost- G-ÞEYTIRJÓW dulbúin ferðaveisla RJÓMATERTA Á RFrHMFTÖT ,T ,T TM eða írskt kaffi nið í fjöru. Ekkert mál ef þú hefur G-þeytirjómann meðferðis. Skál og gaffall duga til að Hvort þú snarar svo fram ijómatertu eða írsku kaffi fer eftir tileíhinu. um hennar sem ég átti sífellt eftir að sannfærast betur um eftir því sem komur mínar í Lynghvamminn urðu fleiri. Yfirveguð framkoma hennar og svo margt annað sem ég taldi mig sjá í Elínu snart mig gömlum minningum sem ég mun ætíð geyma í sjóði þess besta í mínu hugskoti. Nú, að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst svo mætri konu sem Elínu Björns- dóttur. Eiginmanni hennar, öðlingnum Jóni Magnússyni, bömum þeirra og öllum öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð, og bið þeim Guðs blessunar. Helgi Helgason Kópal Dýrótex er útimálning sem dugar vel n má/ning h/f Heildarvinningsupphæð: Kr. 8.220.558,- 1. vinningur var kr. 5.136.074,- Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur. 2. vinningur var kr. 925.848,- og skiptist hann á milli 308 vinningshafa, kr. 3.006,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.158.636,- og skiptist á milli 9.902 vinn- ingshafa, sem fá 218 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mtnútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingarsími: 685111 Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.