Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 60

Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 t Móðir okkar, KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, lést í sjúkrahúsinu Neskaupstaö 3. júlí. Fyrir hönd systkina, fóstursonar og annarra vandamanna, Ríkarður Magnússon. t Systir okkar, HJÖRDfS F. PÉTURSDÓTTIR, lést í Landspítalanum 3. júlí. Emil G. Pétursson, Garðar Óskar Pétursson, Arnold F. Pétursson og fjölskyldur. t Bróðir minn, WILHELM HOLM, andaðist föstudaginn 1. júlí. Fyrir hönd aöstandenda, Jörgen Holm. t Faöir minn, GUNNLAUGUR HREINN HANSEN, lést 17. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét G. Hansen. t Sambýlismaður minn, ÞÓRÐUR SIGUREL KRISTJÁNSSON, Lindargötu 54, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 1. júlí. Jaröarförin auglýst síöar. Guðrún Jónsdóttlr. t Sambýlismaður minn og faðir okkar, EINAR EINARSSON, Ljósheimum 20, lést í Landspítalanum 2. júl(. Þórunn Waage Guðjónsdóttir og börn hins lótna. t Bróðir okkar, JÓHANNES GUÐNIJÓAKIMSSON frá ísafirði, Hverfisgötu 106, Reykjavfk, andaðist í Landakotsspítala aö kvöldi 2. júlí. Guðný Jóakimsdóttir, Guörún Jóakimsdóttir, Þorsteinn Jóakimsson. t Útför JAKOBS HALLDÓRSSONAR, Stigahlíð 28, verður gerð frá kapellunni, Fossvogi, miðvikudaginn 6. júlí kl. 13.30. Anna Hallsdóttir. t ÁRNÝ SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Álfhólsvegi 125, Kópavogi, lést í Landakotsspítala 27. júní. Jarðarförin fer fram frá Kópavogs- kirkju miðvikudaginn 6. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Haukur Eirfksson. Nanna Krístín Jakobs- dóttir—Minning Fædd 26. október 1937 Dáin 27. júní 1988 Nanna mágkona mín er dáin. Eftir stutta en hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm kvaddi hún okkur með orðunum: „Ég er að fara heim.“ Nú er hún vonandi komin heim þangað sem við öll fáum að hittast aftur að lokum. Fyrir u.þ.b. einum mánuði var henni sagt berum orðum, að hún ætti ekki langt eftir ólifað. Spum- ing er alltaf, hveru langt á að ganga 5 að gefa slíkar yfirlýsingar. Þegar fólk missir vonina er allt glatað. Nanna hafði þó það sálarþrek að halda í vonina fram til hinstu stund- ar. Það hjálpaði líka þeim nánustu undir lokin. Enginn vildi trúa því, að þessi hress, glaðværa kona ætti svona stutt eftir. Kynni okkar Nönnu hófust þegar á unglingsárum. Nanna var heil- steypt að persónuleika, sönn og trú, vinur vina sinna. Aldrei hallmælti hún nokkrum manni. Hún hafði þó ákveðnar skoðanir um menn og málefni og stóð föst á sínu. Þessir eiginleikar nutu sín vel í starfí henn- ar sem tónlistarkennari, en síðustu árin annaðist hún fiðlukennslu í Mosfellsbæ. Nanna var gift Gísla Geir Kol- beinssyni og áttu þau tvær dætur, Unni 18 ára og Hildi 15 ára. Alltaf var gott að heimsækja þessa fjöl- skyldu og leita ráða og aðstoðar varðandi ýmis dagleg vandamál. Alltaf var opið hús, glaðværð og hjartanlegar móttökur, hvemig sem á stóð. Nú er dauft yfir heimilinu á Rán- argmnd 5, en minningin mun lifa um góða konu meðan við endumst. Guð blessi þau öll. Ásdís „... vinur þinn er þér allt. Hann er akur sáiarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gieði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að fnði.“ (Spám. Kahlil Gibran) Þegar ég frétti um lát Nönnu vinkonu minar komu þessi orð spá- mannsins upp í hugann. Nanna var akur sálarinnar, og á þeim átta áram sem hún kenndi mér á fiðlu við tónlistarskóla Mos- fellsbæjar þróaðist með okkur djúp vinátta. Nanna var bæði kennari og félagi f senn, hún hafði þann hæfileika að skilja okkur ungling- ana, gat sett sig í spor okkar for- dómalaust, umhyggja hennar var án takmarkana. Nanna lagði grandvöll að tónlist- amámi okkar yngri systkinanna með hlýhug og festu og minnumst við þess með þakklæti. Við áttum góðar og ógleymanleg- ar stundir saman, og með þakklæti fyrir að hafa átt Nönnu að og með sáram söknuði kveð ég hana Nönnu mína með þessari bæn: Maríusonur mér er kalt, mjöllina af skjánum taktu, yfir mér einnig vaktu. Lífið einnig og lánið er valt, ljós og skuggi vega salt. Við lágan sess á Ijóstýrunni haltu. Guð veri með henni. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég eiginmanni, dætram og ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur. Brynja Magnúsdóttir Þegar dauðinn ber að dyram hjá manneskju sem enn er í blóma lifsins virðist rökrétt að vísa honum frá — hann er of snemma á ferð- inni. En dauðinn lýtur ekki mann- legum rökum. Við getum ekki gefíð honum fyrirmæli og tengjum hann þess vegna gjaman fyrirbæram sem era handan mannlegs skilnings og veraleika. Það er leið til að losna undan reiðinni sem grípur um sig þegar við stöndum magnþrota and- spænis óréttlæti. En eitt af því sem gefur lífinu gildi er að við skiljum það ekki til fulls. Það er mikil gifta að geta tekið óvissu lífsins með forvitnum huga — en þó í auð- mýkt. Þegar Nanna vissi að hún átti stutt eftir ólifað sýndi hún að hún var þessarar gæfu aðnjótandi. Hún var sátt við lífíð og sátt við að deyja þrátt fyrir sársaukann við að skilja við ástvini sína. Fyrir henni var dauðinn hluti af lífinu en ekki andstæða þess og með því hugar- fari mætti hún honum. Frá fyrstu kynnum okkar Nönnu hef ég dáðst að æðraleysi hennar og hógværð sem blandaðist svo skemmtilega saman við frábæra kímnigáfu og mikla hlýju. Þessir einstöku eigjnleikar hennar komu svo skýrt fram þegar ljóst var að hveiju dró. Hún tók á móti tárvotum og hryggum gestum á sjúkrahúsinu með hlýju brosi og glettnisbliki í augunum sem hafði sömu áhrif og þegar ský dregur frá sólu. í hvert skipti sem ég hitti hana varð ég dýrmætri reynslu ríkari og fyrir það mun ég ætíð vera henni þakklát. Ástvinum hennar samhryggist ég innilega. Ég veit að æðraleysi hennar er þeim mikill styrkur. Minningin um hlýju hennar hjálpar til við að sefa sorgina og minningin um fallegt bros og glettinn hlátur styður þá í að horfa fram á við — þrátt fyrir allt. Erla I dag verður til moldar borin á fornfrægum kirkjustað, Görðum á Álftanesi, Nanna Kristín Jakobs- dóttir sem nú í júnflok varð að lúta í lægra haldi fyir erfiðum sjúkdómi sem margan leggur að velli og spyr hvorki um aldur né ástæður. Fyrir nær tuttugu og einu ári giftist Nanna Gísla Geir Kolbeins- syni sem verið hefúr traustur vinur minn gegnum þykkt og þunnt, leng- ur en nokkur maður annar, þeirra sem ekki era mér vandabundnir. Mest urðu kynni okkar Nönnu vegna þeirrar vináttu, en reyndar man ég hana frá því að hún var milli fermingar og tvítugs og hvarfl- ar þá hugurinn til æskuára okkar allra á Akureyri á sjötta tug aldar- innar. Þá átti ég um skeið heima austan Hafnarstrætis, á móts við Sigur- hæðir, en fáeinum húslengdum inn- ar, vestan megin götunnar, var Lón. Það hús stendur enn og heitir nú Dynheimar. Þar var Tónlistar- skóli Akureyrar til húsa. Skólastjóri hans á þeim áram sem um ræðir var faðir Nönnu, heiðursmaðurinn Jakob Tryggvason, sem meira en §óra áratugi beitti starfskröftum sínum til þess að rækta tónlistarlíf- ið í höfuðstað Norðurlands og kom þar víða við, vár m.a. orgelleikari Akureyrarkirkju og stjómandi kirkjukórs og lúðrasveitar. Jakob er Svarfdælingur að ætt og af sömu slóðum var einnig Unnur kona hans Tryggvadóttir sem ólst upp á Völl- um í Svarfaðardal. Unnur lést í L/egsteinar MARGAR GERÐIR Mamorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t maflok í fyrravor og verður því ekki nema rúmt ár á milli þeirra mæðgna, hennar og Nönnu. Hvorki verður hér rakin ætt Nönnu Jakobs- dóttur og upprani né náms- og starfsferill í smáatriðum, en list- hneigð sína, listhæfileika og góðar gáfúr hafði hún úr báðum ættum. Það lét því að líkum að hugur Nönnu hneigðist snemma að tónlist sem margir mætir menn kalla drottningu allra lista. Hún hafði alist upp við hana frá því að hún mundi fyrst eftir sér og hefur áreið- anlega ekki verið gömul þegar hún steig sjálf fyrstu sporin inn í veröld hennar. Margan vetrardaginn með- an ég var innan við fermingu og var að alast upp í Hafnarstrætinu sá ég Nönnu, stúlkuna með slétta hárið og greindarlegu augun, á leið- inni í tónlistarskólann eða úr honum með svarta fiðlukassann sinn í hendinni. Margir gengu þá sömu götu svipaðra erinda. Varla hafa Eydalsbræður verið lengt undan eða Hafliði Hallgrímsson og eitt- hvað hugboð hafði ég um að stúlk- an með fiðlukassann mundi ekki láta staðar numið á þeirri náms- braut sem hún hafði kjörið sér þeg- ar sá dagur rynni að naumast yrði meira numið í Lóni, enda varð sú raunin. Að lokinni skólavist á Akur- eyri hóf Nanna músíknám í Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Þaðan lauk hún prófi 1961 og var eftir það vetrarlangt við framhaldsnám í fiðluleik í London, en fiðluleikur var jafnan aðalnáms- og kennslugrein hennar. Hún hafði mætur á London og þar hafði henni þótt skemmtilegt að vera. Þar var faðir hennar þijú ár þegar hún var lítil. Þar átti hún frændgarð og þar stundaði hún framhaldsnám fullorðin og dvaldist um skeið hjá frænku sinni, Þór- unni, og gætti elsta barns hennar og Vladimírs Ashkenazí. Efyrst eftir að Nanna lauk námi kenndi hún a.m.k. einn vetur í Tón- listarskóla Akureyrar og var um skeið fiðluleikari í Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Stundum hljóp hún undir bagga með fleiri hljómsveit- um eða tónlistarhópum ef mikið lá við og vantaði fiðluleikara. Einnig man ég að einhveiju sinni tók hún þátt í tónleikahaldi eða sumamám- skeiði í Lundi í Svíþjóð með starfs- Blómmtofa FHófimi Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiö öil kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.