Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 62

Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 fclk í fréttum Svava V. Kristinsdóttir og- Hjálmtýr G. Hjálmtýsson ásamt börnunum tíu. SUMARFRÍ Fóru til Þýska- lands með 10 börn ann 1. júlí lagði 12 manna fjöl- skylda af stað til Þýskalands þar sem ætlunin er að dveljast í 3 vikur. Það voru hjónin Svava Krist- insdóttir og Hjálmtýr G. Hjálmtýs- son sem lögðu upp í þetta mikla ferðalag með bömin sín. Í vetur var Svava Kristinsdóttir valin „maður vikunnar" í samnefnd- um þætti í ríkissjónvarpinu. Þar kom fram að Svava og'fjölskylda ^hennar höfðu aldrei farið til út- landa. Það kom engum á óvart því að það hlýtur að vera heldur mikið fyrirtæki fyrir 12 manna fjölskyldu að ferðast til annarra landa. í kjölfar þessa sjónvarpsþáttar var íjölskyldunni boðin ferð til Kem- pervennen í Þýskalandi og dvöl þar í sumarhúsi í 3 vikur. Það var ferða- skrifstofan Samvinnuferðir-Land- sýn sem stóð að baki þessu rausnar- lega boði. Eins og við var að búast var spenningur í börnunum og tilhlökk- unin mikil. Þau höfðu aldrei áður farið út fyrir landsteinana en þó fannst þeim mesta ævintýrið að fá að ferðast með flugvél. Það er mikill undirbúningur sem fylgír því að fara í ferðalag til út- landa en það er erfitt að ímynda sér hvemig 12 manna fjölskylda snýr sér í þeim málum. Svava sagð- ist hafa reynt að taka sem minnst með í ferðina og þrátt fyrir allt komst allur farangurinn fyrir í fjór- um töskum. Svava var að hugsa um að taka með úlpur á allan hóp- inn en hætti við því að þá hefðu tvær töskur bæst í íarangurinn. Svava saumaði síðan samskonar galla á allan hópinn og sagði að það væri hentugt því að þá var ein- faldara að fylgjast með bömunum á ferðalaginu. Hjálmtýr og Svava þurfa sjálfsagt að hafa augun hjá sér, með svona mörg börn á ferð í framandi landi. Þegar flugferðin til Þýskalands var yfirstaðin héldu börnin að mesta gamanið væri búið. Þau höfðu hlakkað svo mikið til að ferðast með flugvél en hugsuðu minna um áfangastaðinn. Aðstaðan í Kemper- vennen kom þeim því þægilega á óvart. Svava sagði að þama væri frábært að vera og vonandi verður dvöl fjölskyldunnar í Þýskalandi ánægjuleg. RÓÐRAKEPPNI Kraftmiklar konur Stúlkurnar í Hraðfrystistöð Reykjavíkur tóku þátt í róðra- keppni á sjómannadaginn og unnu keppnina með glæsibrag. Þær fengu að launum farand- bikar sem Grandi h/f gaf í þessa keppni fyrír þremur árum. Reyndar hafa stúlkurnar í Hraðfrystistöðinni fíaft Grandabikarinn i sínum vörsl- um síðan hann var gefinn því að þær hafa unnið keppnina fjögur ár í röð. Þessar kraftmiklu stúlkur heita, frá vinstri, Helga Kjart- ansdóttir, Erna Arnórsdóttir, Bryndís Richter, Berglind Ás- geirsdóttir, Brenda Joy Wallace og Laufey Ingadóttir. Á milli stúlknanna stendur Steinar Pétursson og heldur á bikarnum góða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.