Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 67

Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Þessir hringdu . . Bankamál Laufey Elsa Þorsteinsdóttir hringdi: „Um daginn sótti ég um 150.000 kr. lán hjá Útvegsbanka íslands. Ég hef skipt mikið við hann undanfarin 2 ár og þóttist því standa vel að vígi. Lánið var fullverðtryggt og tveir góðir ábyrgðarmenn skrifuðu upp á umsóknina. Égvarjafnframtbúin að fá staðfestingu frá einum bankastjóranna um að ekkert væri því til fyrirstöðu að ég fengi lánið. Þegar ég kem í aðalbanka Útvegsbankans að morgni 1. júlí til að sækja skuldabréfíð sem átti að vera tilbúið til undirskriftar ábyrgðarmanna, var mér sagt að ég fengi ekki lánið. Ástæðan var eftirfarandi: Maðurinn minn lenti í því óláni fyrir þremur árum að skrifa undir víxla hjá þekktum misindismanni. Það er eingöngu af því sem umsókninni er synjað. Það er þeim mun furðulegra þegar haft er í huga að ég tek lánið, það er á mínu nafni. í allri þeirri tölvumenningu sem fest hefur rætur í bankakerfinu hlýtur að vera hægt að sjá að maðurinn minn er stálheiðarlegur og hefur ætíð staðið í skilum alls- staðar. Þessi synjun kemur sér mjög illa fyrir mig og vil ég spyija forr- áðamenn Utvegsbankans hvort þeir telji það réttmætt að sök misindismannsins eigi að bitna á fyrirgreiðslu bankans til heiðar- legs fólks.“ Skopmyndir af forseta okkar Ingibjörg hringdi: „Ég er hneyksluð yfír mynd Sigmiind í Morgunblaðinu 1. júlí. Þar er skopast af forseta okkar sem mér fínnst sérlega óviðeig- andi. Forseti okkar er yfír allar skrípamyndir hafín og bið ég Sigmiind að beina spjótum sínum að öðrum en henni, en ég er oft- ast mjög hrifín af myndum hans.“ Lyklakippa Stór lyklakippa tapaðist við vesturenda Strandgötu í Hafnar- firði, skammt frá Ráðhústorginu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Lögregluna í Hafnar- firði, 51166, fundarlaunum heitið. Frikirkjudeilan Ásgeir H. B. Hraundal hringdi: Mig langar til að leggja orð í belg gangvart aðförum safnaðar- stjómar Fríkirkjunnar í Reykjavík að sr. Gunnari Bjömssyni. Mér þykir vænt um þessa kirkju frá því ég var bam. Þama steig ég mín fyrstu spor til kórsöngs við bamaguðsþjónustur undir stjóm Páls Halldórssonar, 9 ára gamall. Á sínum tíma fermdi mig þar sr. Ámi Sigurðsson og þama hafa ætíð verið öndvegisklerkar, ekki síst sr. Gunnar. Frá guðs- þjónustum hans kemur maður betri maður og ferskari í trúnni. Ætlar safnaðarstjóri virkilega að halda áfram að eyða þessum söfnuði? Dæmi eru mörg um van- rækslu hans í starfí, en eitt vil ég nefna sem dæfni. Vinur minn sótti um meðhjálparastarf er aug- lýst var. Safnaðarstjóri varð fyrir svömm um starfíð og spurði mik- ið um kynni hans af sr. Gunnari. Umsækjandinn talaði vel um þeirra kynni, svo vel reyndar, að safnaðarstjóri réði konu sína sem meðhjálpara og hefur hún við guðsþjónustur rekið það starf með prýði. Nei, þetta er leiðindamál sem best sést á því að annar eins sóma- maður og prestur og sr. Sigurður Sigurðsson nær ekki sættum. Þá öfunda ég ekki biskupinn, sr. Pét- ur Sigurgeirsson, yfírhirðinn okk- ar, þó hann hafí áður grætt sár safnaðarstjómar með smyrslum sínum.“ Moldarhaugar í Suðurhlíð Páll Ragnarsson hringdi: „Þessu er beint til formanns Umferðamefndar Reykjavíkur og Gatnamálastjóra. Væri ekki ráð að fjarlægja moldarhaugana í Suðurhlíð áður en fleiri slys og frekari umhverfísspjöll hljótast af þeim?“ Vöruábyrgð og lífeyrissjóður Miðbæingur hringdi: „Ég-hringi vegna greinar sem birtist í Velvakanda 1. júlí en hún bar yfirskriftina „Löglegt en sið- laust". Mér þótti þar ekki farið nógu djúpt í saumana á hlutum, sérstaklega var hugtakið „ábyrgð“ illa útskýrt og langar mig til að fá úr því skorið hvort að ábyrgð á hlut eins og þessu litla vasaútvarpi sé ekki samskon- ar og til dæmis sjónvarpsábyrgð. Orðalag það sem viðhaft er í greininni gefur ekki nægilegar upplýsingar. Einnig langar mig til að leggja til orð varðandi lífeyrissjóðina í kjöifar greinar sem birtist um þá í Velvakanda sama dag. Mér þyk- ir lífeyrissjóður fyrir alla lands- menn mikil framför frá því sem áður var, en þessi eini lífeyrissjóð- ur er samt einum lífeyrissjóð of mikið. Best er að ríkissjóður greiði þessa peninga, því hann er sjóður allra landsmanna. Reiðhjóli stolið Kverireiðhjóli var stolið fyrir utan Ökuskólann í Mjódd fyrir skömmu. Hjólið er dökkrautt að DBS-gerð, 5 gíra gæðingur, ný- legt. Sá sem hefur hjólið undir höndum er beðinn að vera heiðar- legu, og hringja í Þorbjörgu í síma 76364 eða í Laufeyju í síma 84838. Feijuflug: Annað hvort eru flugmemi irnir klárir eða kjánar a Rætt við Peter J. Demos feijuflugnija^Jíar^,«I,á.tínntshafsleiðinni 1 Eldklár kjáni Til Velvakanda. Eftir að hafa lesið viðtal við Pet- er J. Demos sem titlar sig feijuflug- mann get ég ekki annað séð að maðurinn sé alveg eldklár kjáni, hangandi utan á flugvélinni með pípuna í munnvikinu. Þórður Siguijónsson, Luxembourg. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR KOPAVOGUR Laugarásvegur39staka talan og uppúr Dyngjuvegur Kleppsvegur 118-130 Langholtsvegur 110-150 Langholtsvegur 152-208 Karfavogur Barðavogur Háahlíð Holtagerði FOSSVOGUR Sævarland Kvistaland SELTJARNARNES Barðarströnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.