Morgunblaðið - 22.07.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 22.07.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Nýjung í ferðamálum: Aðgangseyrir að Höfða við Mývatn Húsavík. Frá Ólafi Þ. Stephensen blaðamanni Morgunblaðsins. SÚ nýbreytni var tekin upp í gærmorgun að taka 50 króna gjald af ferðamönnum, sem vilja skoða Höfða, sérkennilegan og gróður- sælan hrauntanga við Mývatn. Ætlunin er að tekjur af aðgangs- eyrinum standi undir kostnaði við viðhald, hreinsun og ræktun á tanganum, sem er mjög vinsæll ferðamannastaður. Að sögn kunnugra mun þetta í fyrsta sinn, sem innheimtur er aðgangseyr- ir að náttúrufyrirbærum hér á landi. Það var á síðasta ári sem sú hugmynd kom upp að gera tilraun með að selja inn á Höfða. „Að mínu mati er þetta það sem koma skal. Ferðamenn eiga að greiða fyrir viðhald vemdaðra svæða," sagði Leifur Hallgrímsson, ferða- málafrömuður í Mývatnssveit. „Landgræðslan hefði löngu átt að vera búin að taka upp sama hátt í Dimmuborgum." Á síðasta ári fékkst 900 þúsund króna fjárveiting til þess að hefta gróðureyðingu í Dimmuborgum og komu landverðir upp merkjum og girðingum til þess að afmarka gönguleiðir rækilega. Greinilega má sjá hvemig gróðurinn hefur tekið við sér þar sem umferð hef- ur verið takmörkuð. Útlending- Morgunblaðið/KGA Inga M. Stefánsdóttir innheimtir aðgangseyri af þýskri ferðakonu. um, sem Morgunblaðsmenn hittu við Höfða, þótti ekki nema sann- gjamt að borga sig inn á svæðið. „Þama er svo fallegt og hraunsúl- umar í vatninu eru ólíkar öllu sem ég hef séð áður,“ sagði þýskur ferðamaður. „Mér þykir ekki mik- ið að borga 2 mörk fyrir að sjá þetta." Fjármálaráðuneytið: Sérstök athugfun á fjár- frekum ríkisfyrirtækjum Fjármálaráðuneytið lætur nú gera sérstaka athugun á fjárþörf ríkisfyrirtækja sem fárið hafa reglulega fram úr fjárlagaheimild- um. Sérstaklega er farið ofan í saumana á nokkrum sýslumanns- og bæjarfógetaembættum í samstarfi við dómsmálaráðuneytið. Aukafjárveitingar til ríkisfyrirtækja nema nú um 240 milljónum króna, aðallega til heilbrigðisstofnana. Jón Baldvin Hannibalsson upp- lýsti þetta á fundi með fréttamönn- um í gær og sagði að ýmsar stofn- anir færu vægast sagt frjálslega með fjárlagaheimildir og teldu þær í besta falli brúklegar sem viðmið- un. Fjármálaráðuneytið ynni nú að því, í samvinnu við fagráðuneyt- in, að koma húsaga á þessa hús- karla kerfisins, eins og fjármála- Rekstur rannsóknarstofu Landakotsspítala: Samstarfið verið spítalanum í hag - segir Jóhann L. Jónasson yfirlæknir JÓHANN L. Jónasson yfirlæknir á rannsóknarstofu Landakots- spítala, segir að spítalinn hafi haft verulegan hag af því fyrirkomu- lagi á rannsóknum á sjúklingum utan spítalans, sem gagnrýnt er i skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur spítalans. í skýrslunni eru greiðslur til Jóhanns, vegna þessara rannsókna, taldar nema 16,8 milljónum króna og sagðar óeðlilega háar til eins manns, en Jóhann segir að bæði sé talan í skýrslunni of há og frá henni eigi eftir að draga allan rekstrarkostnað Jóhanns vegna rannsóknarstofa hans utan spítalans. ráðherra orðaði það, og gera þeim skiljanlegt að Qárveitingar alþingis væri sá rammi sem ríkisstofnanir störfuðu eftir. Af embættum sem farið hefðu gróflega fram úr ijárhagsáætlun- um nefndi fjármálaráðherra sér- staklega lögreglustjóraembættið í Reykjavík, sem skuldaði nú um 167 milljónir, þar af 60 milljónir frá þessu ári. Einnig nefndi fjár- málaráðherra bæjarfógetaembætt- in í Hafnarfírði, á Akranesi, Sel- fossi og í Keflavík. Af öðrum stofnunum nefndi Úármálaráðherra Þjóðleikhúsið, með uppsafnaða skuld upp á 120 milljónir og komið umfram úárlög um 50 milljónir á þessu ári. Þá sagði fjármálaráðherra að fjárfest- ingar Landakotsspítala umfram Úárlagaheimildir næmu allt að 200 milljónum króna. A fundinum kom einnig fram að yfírdráttur Pósts og síma og Ríkisútvarpsins á launareikningi næmi um 280 milljónum fyrir hvort fyrirtæki, en laun þessara stofnana eru greidd gengum ríkisféhirði. Stofnanimar fjármagna rekstur sinn sjálfar þannig að ríkissjóður get.ur ekki skuldbreytt þessum yfírdrætti. Þórhallur Arason skrifstofu- stjóri hjá fjármálaráðuneyti sagði að bæði Póstur og sími og Ríkisút- varpið hefðu byrjað að skfna skuld- um á síðasta ári, sem námu um 400 milljónum um síðustu áramót. í forsendum fyrir rekstraráætlun- um fyrirtækjanna var gert ráð fyr- ir að gjaldskrár þeirra miðuðust við að þau næðu að greiða skuld- imar niður á árinu. Þær forsendur hefðu breyst, og hækkun á gjald- skrá Pósts og síma, sem nýkomin er í gildi, miðaði við að skuldimar verði greiddar í mars á næsta ári. Ríkisútvarpið hefur heldur ekki fengið þær gjaldskrárhækkanir sem duga til að greiða skuldirnar niður. Þórhallur sagði þó að fjár- málaráðuneytið liti svo á að það væri illþolandi að þessar stofnanir geti notað ríkissjóið sem varnagla ef reksturinn fer úr böndunum. Flugleiðir í Bandaríkjunum: Vilja far- þegaá hærri far- gjöldum FLUGLEIÐIR hefja upp úr ára- mótum þátttöku í bandarísku far- skrárkerfi sem gerir ferðaskríf- stofum um öll Bandaríkin kleift að bóka ferðir með félaginu án þess að hafa samband við sölu- skrifstofur þess. Að sögn Sigfúsar Erlingssonar, framkvæmdastjóra Flugleiða í Bandaríkjunum, ætti þetta að auka sölu að miklum mun. Þá segir hann að áherslur félagsins breytist í þá veru að ná til farþega á Norður-Atlantshafs- leiðinni sem greiða vilja hærrí fargjöld. Staifsmenn Flugleiða í Banda- ríkjunum undirbúa nú breytingar á sölustarfínu samhliða fækkun sölu- skrifstofa úr tveimur í eina, viðkomu- staða úr fímm í tvo og ferða til Bandaríkjanna á vetraráætlun úr níu í sex á viku. Salan vestanhafs fer að langmestu leyti fram gegnum síma að sögn Sigfúsar Erlingssonar og upp úr áramótum ganga Flugleið- ir til samstarfs við „System one“ fyrirtækið um þátttöku í farskrár- kerfinu „Shares". Kerfið nær vítt og breitt um Bandaríkin og um hluta Evrópu. Kveðst Sigfús binda miklar vonir við sölukerfíð. Kostnaður Flug- leiða vegna þáttöku í „Shares" sölu- kerfínu fyrsta árið er áætlaður um ein milljón bandaríkjadala eða 46 milljónir króna. Sigfús Erlingsson segir að nú sé nauðsynlegt að ná til farþega sem reiðubúnir séu að greiða hærri far- gjöld, en Flugleiðir hafí hingað til lagt áherslu á lág fargjöld á Norður- Atlantshafsleiðinni. I þessu skyni verði þjónusta við „Saga Class" far- þega bætt, til dæmis sé verið að taka í notkun sérstakar línur fyrir þá í símsölukerfi félagsins í Bandaríkjun- um sem flýta fyrir afgreiðslu. Jafíi- framt ættu nýjar flugvélar að hjálpa til en tekin verður ákvörðun skömmu eftir áramót um kaup á Boeing 757 vélum sem afhentar yrðu 1990 og mörkuðu lokaskrefíð í endumýjun flugvélaflota félagsins. Segir Sigfús að áhersla verði lögð á að fleiri Bandaríkjamenn á leið yfír hafíð komi við á íslandi, en nú hafí fjórðungur þeirra viðkomu hér- lendis. Jafnframt verði landið kynnt sem ráðstefnuland líkt og gert hafí verið á Norðurlöndum með góðum árangri. Jóhann sagðist, í samtali við Morgunblaðið, reka rannsóknir á sjúklingum utan spítalans sam- kvæmt samningi sérfræðinga við Tryggingastofnun ríkisins. Astæð- an fyrir því að þessar rannsóknir væru að miklu leyti inni á spítalan- um, væri sú að það væri fyrst og fremst spítalanum f hag, og hefði fært honum verulegar tekjur. Þetta væri því ekki orsök hluta af halla- rekstri spítalans, heldur hefði hall- inn minnkað vegna þessa sam- starfs. Jóhann sagði að heildargreiðsiur fyrir þessar rannsóknir, sem Sjúkrasamlag Reykjavíkur og Tryggingastofnun fyrir hönd ann- arra sjúkrasamlaga greiddu fyrir, hefðu numið tæpum 52 milljónum á síðasta ári. Af því hefði spítalinn fengið 74% en Jóhann 26% eða um 13,5 milljónir. Jóhann sagði að yfir- læknislaun sín hefðu að auki numið 1,36 milljónum. í skýrslu Rfkisend- urskoðunar segir að heildargreiðsl- umar hefðu numið rúmum 56 millj- ónum og sagði Jóhann að sá mis- munur gæti verið greiðslur fyrir rannsóknir sem spítalinn annaðist sjálfur fyrir aðra spítala og rynnu óskiptar í hans hlut. Jóhann sagði síðan að af þeim hluta sem hans megin væri, færi mestur hlutinn í rekstrarkostnað sinn, vegna læknastöðvanna á Mar- argötu og í Glæsibæ og rannsókna þar. Nettótekjur sínar af þessum rekstri, að viðbættum launum frá Landakoti, hefðu numið um 4 millj- ónum króna. í skýrslu Ríkisendurskoðunar er það gagnrýnt að blandað sé saman rannsóknum á sjúkrahúsinu og einkastofum. Athuga þurfi hvort kostnaðarskiptin og uppgjör séu með eðlilegum hætti. Segir síðan að öflun sértekna Landakotsspítala með þessum hætti orki tvímælis og verði að endurskoða. Um þetta sagði Jóhann að það væri auðvitað fag Ríkisendurskoðunar að gera reikninga og því gæti athugasemd um það verið réttmæt. Hinsvegar væri meginmálið að spítalinn hefði verulegar tekjur af þessU samstarfí og ef því væri slitið þyrfti tvímæla- laust að koma til aukin fjárveiting til spítalans til að standa undir mun óhagkvæmari rekstri á rannsóknar- stofu fyrir spftalasjúklingana. Sjá fréttir á bls. 31. Bandarískur ljósmyndari hætt kominn er 20 tonna ísbjarg féll Heyrði skruðninga og náði að forða sér Bandarikjamaðurinn Jeffrey Hunter var hætt kominn í Kverk- fjöllum á sunnudag er 20 tonna fsbjarg féll úr lofti stærsta hellis- ins, þar sem Jeffrey hafði staðið skömmu áður. Heyrði hann mikið brak og bresti og náði að forða sér. Hann ferðast um landið á vegum ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar með ljósmynd- ara frá Bandaríkjunum og voru alls 27 manns á ferð með honum í Kverkfjöllum er ísbjargið féll. Jeffrey er nú staddur í Mývatns- sveit til að fylgjast með hræringunum við Kröflu. „Við ákváðum að mynda við íshellana í Kverkfjöllum þrátt fyr- ir að okkur hefði verið sagt að það væri hættulegt. Þar hefðu orðið sprengingar og hellar brotn- að saman. Okkur var sagt að hellamir væru ekkert fallegir en ég þóttist vita betur enda voru' hellamir ægifagrir," sagði Jef- frey. Tveir hópar voru á svæðinu, auk hóps Jeffreys var annar álíka fjölmennur. Flestir í hópnum ætl- uðu að fara upp að jarðhitasvæð- inu en nokkrir urðu eftir til að mynda hellana. Áður hafði Gunn- ar Guðmundsson, bflstjóri í ferð- inni, farið inn í munna stærsta hellisins en þegar snúið við vegna skruðninganna. „Ég gerði mér grein fyrir að það var alls ekki hættulaust að vera þar sem ég stóð því stór ísbjörg féllu niður allt í kringum mig,“ sagði Jeffrey. „Ég fór því ekki inn í hellinn en forvitnin rak mig áfram og ég tók talsvert af lit- og svarthvítum myndum af ísnum sem hafði fall- ið með hellana í baksýn. Ég var að minnsta kosti 10 mínútur hjá stærsta hrauknum. Ég næ góðum myndum með því að taka oft heimskuiega mikla áhættu og hugsaði því sem svo að ég gæti hlaupið út ef allt félli saman. Skyndilega heyrðist mikill hávaði úr hellinum, rétt eins og hann væri að hrynja. Brak og brestir og miklir dynkir sem bergmáluðu inn í hellinum. Ég beið ekki boð- anna og hljóp út eins og fætur toguðu og stoppaði 40 metrum frá. Tæpum tveimur mínútum síðar féll um 20 tonna ísbjarg á stærð við rútuna okkar úr hellin- um þar sem ég hafði staðið. Þessu fylgdi gífurlegur hávaði, eins og sprenging, og lætin voru svo mik- il að litlir ísmolar féllu á fætuma á mér og hópurinn kom hlaupandi til að athuga hvort ég væri lif- andi. Ef ísinn hefði fallið fyrr hefði ég líklega týnt lífi.“ Jeffrey sagði það hafa verið hreint ótrúlegt að horfa á bjargið falla en kvaðst þó ekki reiðubúinn að taka þvflíka áhættu aftur. „Sá sem ætlar sér að taka góðar ljós- myndir verður að fóma ýmsu og taka áhættu en hún verður að vera innan skynsamlegra marka. Nú var líklega fulllangt gengið.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.