Morgunblaðið - 22.07.1988, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988
GREINASÖFN
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Wolf Jobst Siedler: Weder Maas
noch Memel. Ansichten vom
beschadigten Deutschland, De-
utscher Taschenbuch Verlag
1985.
Wolf Jobst Siedler fæddist í
Berlín 1926, las heimspeki, félags-
fræði og germönsk mál. Hann hef-
ur starfað í Berlín sem blaðamaður
og höfundur og útgefandi. Hann
hefur birt: „Behauptungen“ 1956,
„Die gemordete Stadt“ 1964 og
ásamt Emst Jiinger „Báume“,
1977.
Berlín átti 750 ára afmæli á sl.
ári og í ár hefur Berlín (Vestur-
Berlín) hlotið heiðurinn að vera
menningarhöfuðborg Evrópu. Á sl.
ári var það Amsterdam og á næsta
ári París. En það er ekki aðeins í
ár sem Vestur-Berlín er menning-
arháborg Evrópu, borgin hefur
verið meðal háborga evrópskrar
menningar um langt skeið. Sér-
staða Vestur Berlínar er einstök,
borgin er umkringd ríki, þar sem
allri menningarviðleitni er fjarstýrt
af stjómvöldum, sem eru þeirrar
gerðar að orðið hefur að girða
þegnana inni með múmm og
gaddavír. Andstæðurnar em
magnaðar milli austurhluta borg-
arinnar og vesturhlutans. Siedler
hefur starfað í Vestur Berlín allan
sinn aldur og hann hefur lagt sitt
af mörkum til þess að auðga menn-
ingarstarfsemi þá sem einkennir
þessa vin í eyðimörkinni. Hann er
meðal snjöllustu essayista Þjóð-
verja og í þessari bók, greinasafni
frá síðustu tuttugu ámm er að
finna margar snjöllustu greinar
hans um sögu og pólitík. Hann
hefur verið nefndur „vinstri íhalds-
maður“. Og hann er það í raun.
Hann er ákaflega lítið hrifinn af
svokölluðum framfömm og tor-
tryggir þróunina og hæðist ómælt
að þeim sem halda að trúin á
vísindi og framfarir muni koma
mönnum í þann raunvemlega sjö-
unda himin. Hann kemur oft á
óvart þegar hann útlistar ýmis
nútíma fyrirbrigði frá sínum sér-
stæða sjónarhól. Hann skrifaði
eina skeleggustu grein sína um
trén löngu áður en menn tóku að
ræða um umhverfisvernd og grein
hans um morð bæja og borga á
ekki síður erindi nú, en 1959, þeg-
ar hún var skrifuð. Eyðilegging
borganna er ömurlegt nútímafyrir-
brigði. Steinkumböldum er hrúgað
upp, steypu, stáli, gleri og plasti
er smellt saman í byggingarfyrir-
brigði, stíllaus og dauð, og til þess
að koma þessu upp, em byggingar
siðaðri tíma rifnar. Besta dæmið
um þessar aðfarir er auðvitað að
finna í byggingarframkvæmdum
M6tBW'>7íLm
HRÍfa
mAtabkex
bOURBONKEX230öB
400 GR-
KB. 3-490
KB. 9-950
kr*
kr-
661-'
83-*
67.*
KAUPFELOGIN UM LAND ALLT!
RAUPFILAGIfl
KOSTUR FYRIR ÞIG
EYÐI-EYJAR
þeirra sem nú stjóma einu „al-
þýðuríkjanna" á Balkanskaga. En
evrópskar borgir hafa ekki farið
varhluta af þessum lága smekk
nútíma arkitekta.
Prinsinn af Wales sá sig til-
neyddan að lýsa yfir vanþóknun
sinni með því að segja að nútíma
arkitektar hefðu eyðilagt meiri
menningarverðmæti í London held-
ur en sprengjur þýska loftflotans
í síðari heimsstyrjöld. Þótt finna
megi einstaka byggingar, sem ekki
særa augað þá em það undantekn-
ingar frá hinni almennu lágkúm.
Þessar greinar sem hér birtast
em hver annarri skemmtilegri.
Walter Jens fæddist í Hamborg
1923. Hann stundaði nám í germ-
önskum málum og klassík í Ham-
borg og Freiburg, hefur starfað
sem prófessor og gestaprófessor
við þýska og erlenda háskóla og
eftir hann liggur fjöldi rita. Gert
Ueding og Peter Weit hafa valið í
þessa sýnisbók úr ritverkum Walt-
er Jens. Það hefur verið vanda-
verk, því að hann hefur skrifað
skáldsögur, léikrit, fræðirit um
bókmenntir og guðfræði, ritgerðir,
prédikanir, gagnrýni, flutt fjölda
fyrirlestra og auk þess skrifað
mjög minnisstæðar mannlýsingar.
Rit Jens spegla menningarástand
og andleg viðhorf í Þýska sam-
bandslýðveldinu á þessari öld.
Hann er snjall ræðumaður og sem
fyrirlesari er hann einstakur, eins
og Gert Ueding lýsir ágætlega í
formála að sýnisbókinni. Walter
Jens hefur skrifað margt um
gríska og rómverska klassík og
endursagt Hómerskviður og gefið
út. Prófritgerðir hans ijalla um
Sófókles og Tacitus.
Útgefendur hafa valið úr þessu
fjölbreytta ritsafni, m.a. með hlið-
sjón af helstu höfundareinkennum
Walter Jens, sem er fyrst og síðast
andríki, bókmenntaþekking og
málsnilld.
Dtv. útgáfan gefur sýnisbókina
út í tilefni 65 ára afmælis höfund-
arins, sem var 8. marz sl.
Walter de la Mare: Desert Islands
and Robinson Crusoe. With Dec-
orations by Rex Whistler. Faber
and Faber 1988.
Þetta er safnrit um eyðieyjar
og skipsbrotsmenn og allt sem
tengist þeim fyrirbrigðum á meira
en einn eða annan hátt, hér er
safn úr bókmenntum, ferðasögum
og náttúrulýsingu, furðulegt og
einstakt. Hér eru hugrenningar
safnarans og tilvitnanir í mjög fjöl-
breyttar heimildir. Hér eru sögur
af sjóræningjum, skipsflökum,
strokuþrælum, draumaeynni, ein-
veru, ofsjónum, nirflum, lostæti og
Daníel Defoe og þeirri bók bóka,
sem hann setti saman um Robinson
Krúsó og eynna hans. Náttúru-
fræðingar, eins og Darwin, koma
hér við sögu, frægir sjókönnuðir
og landkönnuðir.
Einnig segir hér frá einbúum,
papagauum, skurðgoðum, heilög-
um mönnum, kryddjurtum og
drykkjum. Allt þetta og margt
fleira er fellt saman á listilegan
hátt svo að úr verður samhang-
andi texti, sem á sér líklega enga
hliðstæðu.
Heimspekilegar hugleiðingar og
athuganir og textar um listir og
bókmenntir tengjast efninu.
Höfundurinn eða safnarinn byij-
ar samantekt sína með hugleiðing-
um um eyðieyjar og Robinson
Krúsó og það aðdráttarafl sem
ævintýrin um draumaeyna hafa.
Og sagan af Robinson Krúsó er
kveikjan að safninu. Það má gera
ráð fyrir að flestir sem hafa lært
að lesa og eru komnir á unglings-
aldur kannist við þessa sögu, hafí
lesið hana eða kannist við efnið
eftir öðrum leiðum. Þeir sem eldri
eru þekkja flestir söguna. Útgáf-
urnar eru mismunandi, og lengdin
sömuleiðis. Fyrsta útgáfan var
prentuð í London 1719 og er titill-
inn: „The Life and Strange Sur-
prising Adventures of Robinson
Crusoe, of York.
Mariner. Who lived Eight and
Twenty Years all alone in an un-
inhabited Island on the Coast of
America . ..“ Endurútgáfa fyrstu
útgáfunnar var gefin út í Penguin
English Library 1965 og hefur
verið endurprentuð. Þessi útgáfa
sögunnar er tæpar 300 blaðsíður,
þéttprentaðar.
Frá því að sagan kom fyrst út
1719 hefur hún verið endurprent-
uð, þýdd á flestar þjóðtungur, og
eru allar þær útgáfur óteljandi.
Textinn er oft styttur.
í þessu skemmtilega riti Walters
de la Mare vísar safnarinn til þessa
ævintýris Defoes og hvað tekur
síðan við af öðru. De la Mgre var
afkastamikill rithöfundur og skáld
(1873-1956), fór eigin leiðir og
talinn lítt bundinn tískunni í yrk-
ingum sínum og skrifum. Þessi bók
hans sýnir hina yfirgripsmiklu
þekkingu hans á bókum; það eru
ekki aðeins þekktir höfundar sem
koma við sögu heldur einnig höf-
undar sem ekki er hægt að finna
neinar heimildir um í sæmilegustu
uppflettibókum, þekking De la
Mare í bókfræði er mikil og hann
vitnar í safnrit og rit frá 16. til
19. aldar, sem eru ekki víða til-
tæk. Skreytingar Whistlers prýða
textann.
Þessi bók var fyrst prentuð
1930, seldist upp og er mjög eftir-
sótt í frumútgáfu, hún hefur verið
endurútgefin þrisvar, þessi útgáfa
þar með talin.
leiðslukapphlaupið hafi verkað
öfugt við það sem því var ætlað,
aukið öryggisleysi og sé á góðri
leið með að rústa fjárhag beggja
ríkjanna. Sú skoðun sem sett var
fram í ársritinu 1986, að sigurveg-
arinn í kapphlaupinu væri Japan,
er nú víða viðurkennd. Breytingarn-
ar sem orðið hafa í afstöðu Sov-
étríkjanna við aukin áhrif Gorba-
tsjovs hafa rofið hina þursalegu
afstöðu Sovétríkjanna til afneitunar
á allri umhverfíssamvinnu risaveld-
anna. Ef svo heldur sem horfir þá
er útlitið vænlegra en var.
Orkumál eru þýðingarmikill þátt-
ur og þeim eru gerð góð skil í grein-
um Christophers Flavin, Alans
Durning og Cynthiu Polloch Shea.
Skógaeyðing og skógrækt og eyð-
ing ýmissa tegunda er umfjallað
efni eftir Lori Heise og Edward C.
Wolf. Sandra Pastel skrifar um
notkun skordýraeiturs og uggvæn-
leg áhrif þeirra á jarðveg og
lífkeðju. Einnig eru kaflar um
verndunaraðgerðir og notkun
lífrænna efna til áburðar, einnig
þættir um hömlun fólksQölgunar-
innar.
Höfundar telja að fleiri og fleiri
ríkisstjórnir átti sig á umhverfis-
vandanum og það sé nú hafin end-
urskoðun á ýmsum áætlunum, sem
hefðu haft ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar, svo sem veiting fljóta Síberíu
á eyðimerkur Mið-Asíu o.fl. Þeir
telja að umskipti hafí orðið í nátt-
úruverndarmálum og meira raun-
sæis gæti um þau efni en fyrir
nokkrum árum, ekki aðeins meðal
almennings og vísindamanna heldur
einnig meðal ríkisstjórna eins og
áður segir, þótt einlægt séu til und-
antekningar, þar sem frumstæð
gróðasjónarmið ráða og þekkingar-
leysi virðist vera landlægt í þessum
efnum.
Allar þessar greinar og úttektir
eru fróðlegar og nauðsynleg lesn-
ing, ekki síst þar sem skortur al-
mennrar upplýsingar mótar afstöðu
áhrifamanna.
Heimurinn 1988
STATE of the World 1988. A
Worldwatch Institut Report on
Progress Towards a Sustainable
Society. Project Director: Lester
R. Brown — Editor: Linda
Starke. W.W. Norton & Comp-
any, New York — London 1988.
Þetta er fímmta ársrit World-
watch Institut. Ársritið er viður-
kennt sem ágætt upplýsingarit um
ástand umhverfis og þjóða. í hveiju
ársriti eru tekin til umfjöllunar þau
málefni sem höfundar álíta brýnust
hveiju sinni.
Fyrsta ársritið kom út í 27 þús-
und eintökum — 1984, það fjórða,
1987, kom út í 88 þúsund og árs-
ritið í ár, 1988, er talið að verði
um 100 þúsund og er hér aðeins
talinn eintakafjöldi ensku útgáf-
unnar. Ársritið kemur einnig út á
eftirtöldum tungumálum: Spænsku,
arabísku, kínversku, japönsku,
þýsku, ítölsku, pólsku og fleiri mál-
um. Ráðagerðir eru uppi um, að
ritið komi einnig út á rússnesku.
Eintakafjöldinn verður því um fjórð-
ungur milljónar. Þetta mun því eitt
víðlesnasta upplýsingarit um hag,
umhverfí og ástand íbúa hnattarins
og ásigkomulag þeirra auðlinda og
landsvæða, þaðan sem menn draga
lífsviðurværið.
Ógnun við lífríkið er inntak
greina þessa ársrits. Breytingar í
andrúmsloftinu, mengun, súrt regn,
eyðing ósónlagsins, gróðurhúsa-
áhrifín á hitastigið á jörðin, eyðing
skóga og vatnseitrun eru ógnvekj-
andi nú þegar. Höfundar segja í
formála, að um það leyti, sem árs-
ritinu var hleypt af stokkunum,
hafí ósonlagið vakið athygli meðal
veðurfræðinga og vísindamanna, en
nú sé svo komið að jafnvel stjórn-
völd séu tekin að kippa við sér og
allur almenningur viti hvað í húfi
sé. Sönnunargögn hlaðast upp um
hækkandi hitastig á jörðinni og
óljós viðbrögð stjómvalda fyrir
nokkrum árum hafi breyst í vitund
um að hætta sé á ferðum. „Þetta
er einkum áberandi meðal þjóða
sem byggja landsvæði sem eru rétt
yfir sjávarmáli, en þar gæti hækkun
sjávarmálsins orðið sömu þjóðum
dýrkeypt, ef ekki dauðadómur á
mannheima þessara svæða. Tengsl-
in milli framkvæmda og umhverfis-
eyðingar verða öllum almenningi
augljósari. Fyrir fimm ámm var
talið að hungursneyðin í Afríku
stafaði af þurrkum. Nú þegar
þurrkar ógna mannlífi þessara
svæða vita menn að þurrkurinn er
afleiðing samspils pólitískra, efna-
hagslegra og offjölgunarþátta."
Það hefur varla farið framhjá
neinum að áhyggjur náttúrufræð-
inga og líffræðinga um eyðingu
regnskóganna eru reistar á þeirri
staðreynd, að með eyðingu regn-
skóganna hverfur ótölulegur grúi
plöntu- og dýrategunda og ekki síst
mikill hluti skordýrafánu jarðarinn-
ar, svo að ekki sé talað um lungu
jarðarinnar. Framtíð mannkynsins
er tengd lífríkinu og það gera æ
fleiri sér ljóst, ef lífkeðjan er rofin
með útþurrkun vissra tegunda, þá
er mannheimum hætt. Svo er eitt
sem höfundar þessa ársrits gera sér
glögga grein fyrir að þekkingu
manna á umhverfi og lífskeðjunni
er mjög ábótavant. Það mætti halda
að menn vissu flestallt um um-
hverfi sitt og náttúruna, en svo er
alls ekki. Þeir menn sem blaðra
hvað mest um „upplýsingaþjóðfé-
lagið“, þekkingarmagnið, líftækni
og rafeindasnillina og tæknivætt
samfélagsundur framtíðarinnar
virðast ekki hafa hugmynd um ein-
földustu sannindi um tengsl manns
og náttúru, sem öllum gengnum
kynslóðum hafa verið fullljós.
Höfundar telja að nú sé áhrifa-
mönnum bæði í Sovétríkjunum og
Bandaríkjunum ljóst að vopnafram-