Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 11

Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 11 Tvö ungmenni Hin hráa efniskennd Myndlist Bragi Ásgeirsson í Hafnargalleríi getur að líta nokkur- verk tveggja útskriftar- nemenda úr mótunardeild MHI í vor, þeirra Guðlaugs Bjarnason- ar og Hólmfríðar Ránar Sig- valdadóttur. Hér mun um umhverfis- og innsetningarverk að ræða (Install- ation og environments), sem skírskota í senn til tíma, efnis og rýmis. Hinn hreini og klári ein- faldleiki ræður hér ferðinni og eru myndimar mjög í ætt við það, sem gert er á sviði mótlista í landi Þjóðveija um þessar mundir, en kennarar deildarinnar hafa all- nokkrir komið þaðan á undanföm- um ámm. Hér er það og glíman við efni og flatarmálslögmál, sem leikur- inn snýst um ásamt tilfallandi staðsetningu í rýminu. Guðlaugur Bjarnason sýnir þijú einföld verk, sem bera samheitið „Svartir rammar", en nefnast inn- byrðis „Inngangur", „Miðkafli“ og „Lokaþáttur“ og em úr tré, gleri og pappír, en Hólmfríður Rán Sigvaldadóttir sýnir aðeins eitt verk úr texi og járni, sem er án titils. í báðum tilvikum er gengið út frá vissum gmnnhugmyndum, sem skila sér naumast án útskýr- ingar í öllu falli ekki til annarra en örfárra innvígðra og hátimbr- aðra í hugsun, og hefði því verið guðsþakkarverk að láta nokkrar línur fýlgja framtakinu til útskýr- ingar. An slíkra útskýringa, sem koma heilasellunum e.t.v. af stað, fer sýningin - fullkomlega ofan garðs og neðan hjá venjulegu fólki og missir því tilgang sinn. Ég er þó á því, að myndlist, svo sem öll list yfír höfuð, eigi að höfða til fólks á einhvem hátt — miðla því nýjum og ferskum lífssannleik en þó án þess að þjóna í nokkurri mynd. Ahrifín frá kennimeistumnum em í þessu falli alltof sterk og gegnumgangandi til þess að hægt sé að taka afstöðu til verkanna og því síður að hægt sé að spá nokkm um framtíð þessara fijó- korna í grýttum jarðvegi mynd- listarinnar... Þýski mótlistarmaðurinn Pet- er Mönning, sem um þessar mundir sýnir í Nýlistasafninu, er sannarlega lítt að slipa og fága hlutina. Höggmyndir hans, eða kannski réttara mótlistaverk, em í senn hijúfar og hráar og minna gjaman á þá sjón, er við blasir, er gengið er inn í blikksmiðju. Mönning logsýður og tengir saman hina ýmsu tilfallandi hluti úr umhverfinu — afgangshluti ýmiss konar og þá helst úr jámi, áli og stáli. Þetta em yfirleitt myndir, sem standa á gólfí og lifa sínu eigin lífí í umhverfí sínu án nokkurrar hjálpar undirstöðu af neinu tagi annarrar en tilfall- andi gólfflatar og móður jarðar. Og satt að segja koma þessi verk manni nokkuð á óvart á þessum stað, því að þrátt fyrir hijúfleika þeirra þá er hann af allt öðm tagi en í sýningarsölunum sjálf- um og magna þannig upp hráan og kuldalegan seið, sem kannski er einmitt tilgangurinn. Myndirnar teljast í kjarna sínum vera umhverfisverk, en listamaðurinn hefur útfært mörg slík sérstaklega, bæði vestan hafs og austan, en hann er bú- settur í New York og Köln á víxl. Hefur haldið sýningar í virtum sýningarsölum og söfnum víða um Evropu svo og í New York. í verkum sínum er Peter Mönning að meðhöndla efni, form og orku á þann hátt, að það endurspegli þjóðfélagið, sem við lifum og hræmmst í, og sannar- lega má segja, að honum takist það a.m.k. frá einni hlið. Og myndir hans em vissulega ekki nein einhæf stöðlun í gerð sinni og samsetningu heldur öllu frek- ar útfærsla þeirra hugmynda, sem hann verður gagntekinn hveiju sinni af efniviðnum á milli handanna. En hins vegar er ekki að neita því, að þessi hijúflciki virkar nokkuð einhæfur fyrir augað og næsta fráhrindandi líkt og t.d. hrúga af nýju járnmsli þrátt fyrir fjölda mismunandi forma og sérstæðra. Áhugasvið listamannsins Pet- ers Mönnings er öðm fremur maðurinn sjálfur og dýrið í mann- inum. Uppmnaleikinn, sem stöð- ugt er á flótta undan tæknivædd- um heimi og blóðlausum. En þá skýtur skökku við, að hann vildi helst láta skjóta sér út í geiminn til að kanna nýjustu tæknimögu- leika mannsins þar ... Hagkaup: Kona þjóf- kennd fyr- irmistök KONA á sjötugsaldri sem var að versla í Hagkaupum í Skeif- unni fyrir nokkru, var ranglega sökuð um að hafa stolið peysu sem hún hafði keypt í verslun- inni nokkrum dögum áður. Máls- atvik eru nánar rakin i bréfi hennar er birtist á síðum Vel- vakanda í Morgunblaðinu í gær, 21. júli. Aðspurður um skýringu á atviki þessu sagði Þorsteinn Pálsson, sölustjóri í Hagkaup- um, að þarna hefðu átt sér stað mistök sem hann harmaði. Þorsteinn sagði að atvik sem þessi væm sem betur fer afar fátíð og væri þetta í annað skipti á níu ára starfsferli hans sem viðskipta- vinur væri ranglega sakaður um þjófnað. Aftur á móti væri alltaf talsvert um búðaþjófnað og væm að jafnaði þrír til fímm staðnir að verki í viku hverri í verslunum Hagkaupa. Víða í verslunum er fatnaður merktur með sérstökum þjófávam- armerkjum sem setja af stað við- vömnarbjöllur ef farið er með flíkina út úr versluninni, án þess að hún hafí farið um hendur af- greiðslufólks, þar sem merkin em fjarlægð um leið og varan er greidd. Þorsteinn sagði að slík merki væm notuð í verslunum Hagkaupa í Kringlunni og Kjör- garði, en ekki i Skeifunni, þar sem umrætt atvik átti sér stað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.