Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988
15
vænlegra til árangurs. Hið sama
gildir um stórmálið fóstureyðingu,
mál, sem er ekki aðeins tilfinninga-
legs eðlis, heldur samfélags- og
þjóðfélagslegt stórmál. Nú sem
fyrr skora ég því á íslenskar konur
og kvennasamtök öll að taka hönd-
um saman um þetta stórmál. Þá
mun ekki standa á árangri frekar
en endranær. íslenskar konur og
kvenfélög hafa í gegn um tíðina
lyft ótrúlegu Grettistaki íslenskri
þjóð til heilla. Hér er verðugast
allra verkefna að takast á við.
Manngildi er allri velferð æðra.
Velferð án manngildis hrynur og
fallið er þungt.
Rétthæfi bama í móðurlífi í
ýmsum lögum miðast við getnað.
I almennum hegningarlögum
stendur skýrum stöfum, að fóstur-
ástand sé byijað þá er ftjóvgun á
sér stað. I ýmsum lögum er barni
áskilin — eða geymdur réttur, ef
fósturástand er byijað. Fóstrið
hefur skilorðsbundinn erfðarétt,
þ.e. bami í móðurlífi er geymdur
réttur til bóta fyrir missi á fram-
færi.. . þannig nýtur barnið réttar
frá getnaði. Fóstureyðingalöggjöf-
in í dag er því brot gegn íslensku
stjórnarskránni, sem kveður á um
mannréttindi og rétthæfi barna
allt frá getnaði. Á þeim tíma sem
stjómarskráin var sett datt að
sjálfsögðu engum í hug að setja
þyrfti sérstök ákvæði frekar, um
rétt bama í móðurlífi til lífs, svo
sjálfsagt þótti það, að lífsréttur
þeirra væri tryggður. Nútíma
tækni og vísindi sanna, að hjarta
barns í móðurkviði er þegar tekið
að slá eftir 3 vikur og einnig hitt
að eftir 8—10 vikur er bamið í
móðurlífi að fullu og öllu skapað,
allt er þar, sem verður, vantar
aðeins þroska og stærð. Það, sem
áður var sannfæring og stjórnaði
gerðum manna í athöfn og æði,
em nú vísindi,, staðreyndir, svo
ekki verður um villst.
Guð gefi, að íslensk þjóð beri
gæfu til að spyrna við fæti, svo
ekki hljótist meira af grandvara-
leysi og hentisemishugsunarhætti
líðandi stundar. Börn gera engan
fátækan. Böm em framtíð. Án
bama er ekkert líf. Án barna
stöðnun. Án barna kærleiksleysi
og dauðhreinsun mannlegs hugar-
heims. Ég skora á allar konur að
halda vöku sinni gagnvart öllu því
sem er að gerast í þessum málum.
Nú síðast RU 486-fóstureyðinga-
lyfið sem verið er að prófa á konum
þriðja heimsins. Frekleg misnotkun
á konum í skjóli fátæktar þeirra
og fáfræði, gróf árás á heilsu
þeirra, heiður og sæmd. Ég skora
á allar heilbrigðisstéttir að taka
höndum saman: Að sú fráleita
upplýsingamiðlun, sem verið hefur
um þessi mál, verði endurskoðuð
hið bráðasta. Að neita að taka
þátt í þessum hildarleik, nema um
líf og heilsu sé að ræða. Að njóta
réttar síns, þar sem segir „... „Ég
heiti því að virða mannlíf öllu fram-
ar allt frá getnaði þess. Að minn-
ast og virða samþykktir hinna
ýmsu heilbrigðisstétta þinga, og
samþykkta m.a. frá árunum 1948,
1959 og 1970 þar sem segir að
„... „ börn þurfi sérstakrar réttar-
verndar og umhyggju jafnt fyrir
sem eftir fæðingu . ..“ og „að
læknavísindin eigi að þjóna og
vernda einstaklinginn frá getnaði
til grafar . ..“ Öllum má ljóst vera
að fóstureyðing stríðir gegn ætlun-
arverki lækna og heilbrigðisstétta
allra að fullu og öllu, og því mál
að linni. Lög hvers lands hljóta að
hafa það markmið að styrkja og
efla siðgæðis- og réttarvitund
fólks, enda nauðsyn ef viðhalda á
menningu og lífskrafti þegnanna.
Lög mega ekki brjóta niður sið-
gæðisvitund og þann þroska sem
því fylgir að takast á við vanda.
Aðhald og aðstoð skapar tryggari
og betri heim fyrir börn, fyrir kon-
ur, fyrir okkur öll.
Höfundur er forstöðukona Fæð-
ingnrheimilis Reykjavíkur og
formaður Lífsverndarsamtak-
anna Lífsvon.
Helgi Hálfdanarson:
Odráttur
Á vorri tíð er þróun mjög ör á
flestum sviðum, og þörf fyrir orð
um ný hugtök oft bráðlátari en
svo, að vandleg orðaleit eða ný-
yrðasmíð hafi þar undan. Það er
því ekki að furða þótt annað veif-
ið komi fram orð á stangli, sem
illt er við að una til lengdar.
Á málsviði ijármála og við-
skipta er vandinn eflaust ekki
minnstur; og ég ætla að leyfa
mér að drepa á eina arfakló, sem
um skeið hefur verið að skjóta
rótum í þeim garði. Það er orðið
yfirdráttur. Þar er á ferðinni sér-
kennilegt dæmi þess, hvernig
íslenzk nýyrði eiga ekki að vera.
Þegar nýjum orðum er komið
upp, ber að gæta þess, að merk-
ingum orða, sem fyrir eru í máli,
sé ekki misboðið. Frá því sjónar-
horni skal orðið yfirdráttur skoð-
að.
Það virðist einungis haft um
oftak af innistæðu, svo sem þegar
út er gefin ávísun á meiri fjárhæð
en til er á þeim reikningi sem á
er vísað. Þama hefur sem sé
enska nafnorðið overdraught ver-
ið þýtt lið fyrir lið. Ekki er mér
kunnugt um, hvort enska sagn-
orðið overdraw hefur verið
íslenzkað á sama hátt; vonandi
er að svo sé ekki.
En þó að enski orðliðurinn over
samsvari einatt yfir á íslenzku,
og draught sé oft (og þó alls ekki
alltaf) sömu merkingar og
íslenzka orðið dráttur, er ekki
sjálfsagt, að overdraught geti
kallazt yfirdráttur. Enska sögnin
draw merkir meðal annars að taka
út peninga. íslenzka sögnin draga
hefur aldrei þá merkingu. Merk-
ing orðsins dráttur er tilgreind í
níu aðalliðum í orðabók Sigfúsar
Blöndals og þrettán í oijabók
Árna Böðvarssonar, og er þessa
merkingu þó hvergi þar að finna.
Það sem næst kæmist, væri orða-
sambandið að draga sér fé og
nafnorðið fjárdráttur, sem að
sjálfsögðu merkir þó annað, því
þar er um að ræða vísvitandi
laumulegan verknað, sem öðru
nafni kallast þjófnaður. En orðið
yfirdráttur heyrist að jafnaði not-
að í samsetningunni yfirdráttar-
heimild um tiltekna greiðasemi
peningastofnunar, sem varla
myndi kallast heimild til þjófnað-
ar.
Nýlega var einhver að hneyksl-
ast á sjónvarpsauglýsingu, þar
sem haldið var fram kostum til-
tekins veiðinets, sem á myndinni
var vöðlað utan um strípaða kven-
persónu. I textanum þótti ósnyrti-
lega leikið á tvíræðni orðsins
dráttur samkvæmt merkingum
Árna-bókar. Hvað sem því líður,
er sú auglýsing haldgóð áminning
um það, að varlega skal farið með
margræð orð.
Ekki býst ég við að þeir, sem
taka sér orðið yfirdráttur í munn
klígjulaust, hafi svipazt mikið um
eftir nothæfu orði. Svo sem mál
er vaxið, kemur tökuorð ekki til
greina í þetta sinn. En nærri má
geta, ef net yrðu lögð, hvort ekki
aflaðist eitthvað skárra en ódrátt-
ur þessi.
Þá sem öllum stundum hafa
öðru brýnna að sinna en leit að
orðum, vil ég minna á það, að við
höfum góðu heilli eignazt stofnun,
sem heitir íslensk málstöð og er
til þess boðin og búin að ljá okkur
lið eftir föngum í slíkum vanda.
Og um nýjungar í málfari væri
hyggilegt að hafa það fólk, sem
þar starfar, með í ráðum.
Engulíkt
SPECTRUMHF
SÍMI29166
367T7
AUCLÝSINCASTOFA
MYNDAMÓTA HF
77/ Milanó?
Ekkert auðveldara m Vlð fljúgum þangað alla föstudaga.
T-r—
r-r—r-r
T?i •: *•( i 'iir;