Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 16

Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Litið um öxl eftir Benjamín H.J. Eiríksson Eiginlega ætti ég að stefna Áma Bergmann fyrir ritstuld, hugsaði ég sem snöggvast, svona í gamni, þegar ég las orð hans í Þjóðviljanum hinn 11. júlí. Auðvit- að vissi ég að honum var jafn fijálst og mér að birta skrif sem byggðu á staðreyndum efnahags- mála í Sovétríkjunum. Núna, 36 ámm seinna, var hann að birta í Þjóðviljanum staðreynd- ir, sem ég hafði sagt frá í skrifum er birt vom bæði í Morgunblaðinu og Tímanum á sínum tíma, í til- efni af miklum hávaða sem varð út af verðlækkunum er yfirvöld í Moskvu höfðu tilkynnt. Ámi er farinn að segja frá þeirri endurskoðun sögunnar sem fram fer nú í Sovétríkjunum. Og nú gef ég Ama orðið: „Það er minnt á það, að áður en nauðungarsmölun í sa- myrkjubú hófst 1929 hafi Sov- étríkin ekki aðeins brauðfætt sig, heldur og getað aflað gjaldeyris (m.a. til að kaupa nauðsynlegar tæknivömr til iðnvæðingar) með útflutningi koras. í staðinn fengu menn samdrátt í matvælafram- leiðslu um fjórðung, helmingur búpenings var felldur og hungur ríkti í landinu með matvæla- skömmtun allt til ársins 1935 — varla hefir þetta flýtt fyrir iðnvæð- ingu landsins." (Leturbreyting mín. BE.) Þegar Ámi talar um fjórðung og helming þá á hann víst við tölur þær sem gefnar voru upp á 17. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna árið 1934. Þá var upplýst að naut- peningnum hefði fækkað um 42,6% og sauðfénu um 65,1%. í Úkraínu einni var fækkunin enn geigvæn- legri. Þetta með hungursneyðina verkar á mig sem síðbúin ástaijátning til ritstjóra Morgunblaðsins, svo og til hins margumrædda Morgunblaðs- sannleika þeirra. Af manntalsskýrslum Sovétríkj- anna má ráða að árið 1930-1937 hafi af sveitafólkinu um 11 milljón manns dáið úr hungri og nauðung- arflutningum til Sibiríu, 7 milljónir úr hungri, þar af 3 milljónir bama, og 4 milljónir í sambandi við nauð- ungarflutningana, þar af 1 milljón bama. Árið 1952, dagana 9.-21. maí, birti ég í Morgunblaðinu og Tíman- um nokkrar greinar um ástand efna- hagsmála í Sovétríkjunum, einkum í matvælaframleiðslu og húsnæðis- málum. Skrifin fengu vægast sagt- óblíðar viðtökur í Þjóðviljanum. Eg byggði á opinberum tölum frá Sov- étríkjunum, að svo miklu leyti sem þær voru fáanlegar. En að baki túlk- unar minnar lá að sjálfsögðu reynsla mín af dvöl þar eystra árið 1935-’36. Ég vissi alveg hvað ég var að tala um, og auk þess margt sem ég tal- aði ekki um. Ég hafði rætt þar við fleiri en einn sem gátu skýrt ýmis- legt illskiljanlegt vesturlandabúum, þar með matvælaskort — hungurs- neyð segir Árni — á sama tíma og búpeningnum fækkaði um helming. Gátu menn ekki borðað kjötið? Nei, ekki nema að litlu leyti. Að vísu slá- truðu margir skepnum sínum þegar þeir voru 'neyddir inn í hin svoköll- uðu samyrkjubú og kjötið þá tiltækt ti! neyzlu, en fjöldi bænda lét þær einfaldlega drepast í högunum. Ríkisstjómin hefir tekið þær, nú sjái hún fyrir þeim, sögðu bændumir, og sumir sögðu: og okkur. Þar sem búpeningurinn var ekki lengur þeirra eign, þá máttu þeir ekki nýta kjötið. Rétt er að taka það fram, að búpen- ingur bóndans var sjaldan meira en einn eða tveir stórgripir, hestur eða kýr, hesturinn til að plægja með, svín og fáeinar kindur. Allt þetta á einum stað gerði bóndann að kúlak, og þurfti minna til. Uppistaðan í búskapnum var akuryrkjan. En nú má lesa rækilega úttekt, á hinum fáránlegu og hræðilegu atburðum sem gerðust þarna eystra á þessum ámm, í bók eftir Robert Conquest: The Harvest of Sorrow. Þetta orð nauðungarsmölun er alveg voðalega kurteist orð. Fram- ferði kommúnista í sveitunum var ólíkt öllu sem menn kannast við á Vesturlöndum nú á dögum, að því er varðar mannlega hegðun. Það þarf að fara aftur til Assýríumanna, Genghis Khans, eða Rómvetja til þess að fínna hliðstæður. Milljónir bænda voru drepnar eða þeir sendir til Sibiríu ásamt fjölskyldum sínum, og það dugmeiri hluti bændanna. Þorpin voru svo kölluð samyrkjubú. Aðsendir flokksfulltrúar með nánast alræðisvald réðu síðan nýju verk- lagi, sem oftast var ekki í neinu samræmi við reynslu og þekkingu bændanna. Talsverður hluti bænd- anna notaði enn tréplóga, og þrátt fyrir loforð stjómarinnar varð bið á því að jámplógar og dráttarvélar kæmu. Én erlendis dreifðu málgögn kommúnista myndum af dráttarvél- um og brosandi sveitafólki. Hinir illa upplýstu fylgjendur kommaforingj- anna réðust í hreinustu manndráps- hugleiðingum á hvem þann er andæfði fréttaflutningnum svo sem sjá má af skrifum þeirra og ummæl- um. í Sovétríkjunum varð útkoman alvarlegur matvælaskortur. Ámi segir réttilega: hungursneyð. Brauð- ið var uppistaða fæðunnar, og er víst enn-. Það var því mikill léttir þegar brauðskömmtun var afnumin nálægt miðju ári 1935. Þá lauk hungursneyðinni, segir hann. Til þess að gera tölurnar skiljan- legri reyndi ég að útskýra í greinum mínum á hvern hátt væri farið mat- aræði Rússa. Onefndur líffræðingur tók þetta mjög óstinnt upp í nafn- lausum skrifum. Hann starfaði víst að Keldum og vissi meira um þessi mál en ég, þar sem hann hafði víst alltaf lesið Verklýðsblaðið og Þjóð- viljann. Ámi er mér einum djarfari, enda liðin 36 ár og allar upplýsingar ömggari og lífsháskinn minni. Hann notar orðið hungursneyð alveg kaldur, og þar er vissulega ekkert ofmælt. Eg hafði ekki bijóst í mér til að vera svo grófur að nota það orð við hina bláeygu sanntrúuðu Sósíalistaflokksins í þá daga. Þeir trúði Einari, Brynjari og Sigfúsi Sig- urhjartarsyni Fyrr eða síðar myndi sannleikurinn í málinu koma öllum auðsær. 36 ár. En ég hugsaði áreið- anlega ekki út í það þá að ritstjóri Þjóðviljans myndi fara af satð með hann í blaði sínu eftir 36 ár. Sannar- lega, þeir sem lifa þessa öld fá að sjá ótrúlega hluti. Skrifin 1952 Þegar nú Þjóðviljinn, sjálfur rit- stjórinn, birtir loks sannleikann í málinu, datt mér í hug að athuga hvað sama blað hefði sagt um skrif- in árið 1952. Ég var búinn að gleyma því, nema hvað ég mundi glöggt að blaðið hafði verið ákaflega vansælt með þau. Fyrsta greinin birtist hinn 9. maí. Sama daginn birtist á forsíðu Þjóð- viljans efst fyrirsögn: Lífskjör í Sovétríkjunum betri en víða í V- Evrópu. Þetta sagðist blaðið hafa eftir Times í London, frægasta málsvara íhaldsins um allan heim. Ég minnist ekki að ég hafí gefið þessu neinn gaum þá, en finnst nú þessi yfirlýsing þeim mun athyglis- verðari. Ritstjórarnir vissu sem sé af greinum mínum áður en þær birt- ust. Hvaðan kom þeim sú vitneskja? Frá minni skrifstofu? Ég var ráðu- nautur ríkisstjómarinnar í efnahags- málum þegar þetta gerðist. Eða kom hún frá ritstjómum Morgunblaðs eða Tíma? Og hvað um sjálfa yfirlýsing- una? Mér sýnist augljóst að þessi frétt úr Times hafi verið af sama tagi og saga Maríu af því að Churc- hill hafi ráðlagt Rússum að varpa kjamorkusprengju á Kínveija: upp- spuni frá rótum, lygi. Þeir Brynjólf- ur Bjamason, Einar Olgeirsson, Sig- urður Guðmundsson og Magnús Kjartansson voru í vandræðum. Eitt- hvað varð blaðið að segja. Ja, hvað eigum við að segja? Niðurstaðan hefír svo orðið þessi lygasaga. Hún var tiltæk strax sama daginn og fyrsta grein mín birtist, og henni skellt efst á forsíðuna. Hin slóttuga forysta Kommún- istaflokks íslands og síðar Sósíal- istaflokksins bjó til lygasögur í við- kvæmum málum og eins um póli- tíska andstæðinga. Gamall flokks- maður sagði mér í byijun stríðsins, að til þess að setja þær í umferð væru notaðir guðfræðingar og prest- ar þeir sem væru í flokknum, eða fylgdu honum. Athyglisvert um við- horf manna til sannleikans má lesa í orðaskiptum þeirra Amórs Sigur- jónssonar og Gunnars Benediktsson- ar í Nýju Landi í byijun stríðsins. Já, og eitthvað varð að segja í leið- ara! Daginn eftir, hinn 10. maí, gat að lesa í ramma á forsíðu: „Lýgur um 50%.“ Þannig hagræðir Benj- amín Eiríksson tölum um verðlag og kaupgjald í Sovétríkjunum, segir blaðið. En leiðarinn sjálfur er öllu lítríkari: „Níðingsháttur hins ameríska er- indreka Benjamíns Eiríkssonar kann sér auðsjáanlega engin takmörk." Dr. Benjamín H.J. Eiríksson „Hin slóttuga forysta Kommúnistaflokks Is- lands og síðar Sósíal- istaflokksins bjó til lygasögur í viðkvæm- um málum og eins um pólitíska andstæðinga. Gamall flokksmaður sagði mér í byrjun stríðsins, að til þess að setja þær í umferð væru notaðir guðfræð- ingar og prestar þeir sem væru í flokknum, eða fylgdu honum.“ Þannig er upphafið. Síðan kemur framhaldið: „Samvizkuliðugur ódrengur . . . Bandaríkja-Benjamín níðist jafnt á látnum sem lifandi." Hann er haldinn „verstu hvöturn" enda „fyrirlitnasti maðurinn sem nú er uppi á íslandi ... Svikari við íslenzka þjóð . . . Fjandmaður íslenzkrar alþýðu ... Leigður erind- reki hins útlenda valds . .. Leppur ... Reiknaði skakkt ... Lýgur um Sovétríkin." Þegar maður les svona safaríkan og svipmikinn texta, svona óvenju- legar skýra og upplýsandi mannlýs- ingu, þá kemur enginn fyrr í hugann en Jesaja spámaður, nánar tiltekið 53. kapítulinn. Á sínum tíma hafði ég víst dálítið gaman af þessu, en gleymdi því svo fljótt. Það þarf oft- ast sannleikann til að gera menn reiða. Strax í næsta leiðara fæ ég góðan félagsskap. Þar fær „kvislingurinn" Bjarni Benediktsson utanríkisráð- herra mergjaða ádrepu. Mér finnst gaman að sjá þetta: „fjandmaður íslenzkrar alþýðu." Ég hafði sem sé heyrt þetta áður, og þá í útvarpsræðu. Nei, það var ekki átt við mig, þá var skotmarkið öllu nær skyttunni. Ræðumaðurinn var Hallgrímur Hallgrímsson seinna Spánarfari. Hann var ræðumaður Kommúnistaflokksins í alþingis- kosningunum sumarið 1934. Hann var að lýsa efsta manni lista Komm- únistaflokksins í Reykjavík, Einari Olgeirssyni! Fjandmaður verkalýðs- ins! Enn var ég því kominn í vondan félagsskap. Réttlínubaráttan stóð sem hæst. Brynjólfur var kominn með bakþanka. Það var allt í lagi að reka stuðningsmenn Einars, en öllu ískyggilegra að fara að reka Einar, sjálfan áróðursmeistara flokksins! En menn Brynjólfs, þeir Jens Figved, Hjalti Árnason og Eg- gert Þorbjarnarson, voru annars sinnis. Stundum heyrist sungið fal- legt lag í útvarpinu: Those were the days. Ýmsir menn, nafngreindir og ónafngreindir, komu svo næstu vor- daga árið 1952 fram á ritvöllinn á síðum blaðsins. Fæst af þessu fólki virtist hafa hugmynd um um hvað málið snerist. Það var að minnsta kosti ekki að skrifa um Sovétríkin, nema að nafninu til. Hinn 20. maí kom enn leiðari: „Dýrtíðin og Benjamín." Nú hafði sljákkað svolítið í ritstjórunum. Þeim var ekki alveg eins mikið niðri fyrir. „Hinn bandaríski ráðgjafi Benj- amín Eiríksson" er aðeins sakaður um glópsku og þekkingarleysi. „Hann er bijóstumkennaniegur glópur" og hann er „falsari". Þegar reikningamir hafa endanlega verið gerðir upp, þá verður ráðsmennska hans orðin dýr þjóðinni, segir blaðið. En ráðamönnum Þjóðviljans verð- ur margt annað til gleði þennan sama dag. Fyrirsögn á forsíðu: „Fólkið streymir í kommúnistaflokk Frakklands." Og á öðmm stað er sagt frá bók, sem komin sé út eftir nafngreindan íslenzkan sovétfara. Hún heitir í landi gleðinnar. Engin hungursneyð, ekkert Gulag. Enn er samt spámaður á ferðinni. Khrústsjov er skammt undan með ræðu sína um Stalín. Lítill eftirmáli Fyrir fáum dögum sá ég þá frétt í blaði, að farið sé að opna fjöldagraf- ir frá dögum Stalíns í Hvíta-Rússl- andi. Einhverstaðar verður að byija þegar mikið stendur til. Og er ekki kirkjugarðurinn eins góður og hver annar staður, þegar fara á að grafa upp sannleikann? Auk þess lít ég á þetta sem mjög smekklegt framtak, þar sem atburðir eystra gefa sterk- lega í skyn að hafin sé fyrir alvöru jarðarför kommúnismans í Sov- étríkjunum. Þessum hógvæm skrifum um ástand efnahagsmála í Sovétríkjun- um vorið 1952 var sem sé fálega tekið á vinstri vængnum. Fáleikam- ir bitnuðu að vísu ekki á málefninu, heldur höfundinum. Hinn 22. júní 1988, það er að segja fyrir aðeins fáum vikum, birt- ist viðtal við Vladimir Ashkenasi í Morgunblaðinu. Þar segir hann svo um verkamenn og bændur í Sov- étríkjum vorra daga: „Flestir lifa á barmi örbirgðar, en detta þó ekki alveg fram af, lifa á kartöflum, brauði, lauk og svolitlu af kjöti og fiskmeti... Það er væg- ast sagt fáránlegt ástand í landi þar sem ekki er hægt að kaupa skó, föt eða klósettpappír." Þetta segir hann, 36 ámm eftir að greinar mínar birt- ust, en í þeim tók ég hvergi nærri svona sterkt til orða. Sama daginn birtir Alþýðublaðið grein upp úr Det fri Aktuelt, um heimsókn til Orane nálægt Tsjernó- byl í Úkraínu, og viðtal við bónda- konu þar. Blaðamaðurinn segir: „í hinum fmmstæðu tréhúsum fjölskyldnanna sem þar búa, er ekki snefíll af nýtízku þægindum. í sum- um húsanna er ekki einu sinni gólf, aðeins móðir jörð undir fótum.“ Höfundur er fyrrverandi ráðu- nautur ríkisstfórnarinnar i efna- hagsmálum og bankastjóri. V Éjsfeas ÞAKMÁLNING SEM ENDIST málninghlf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.