Morgunblaðið - 22.07.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 22.07.1988, Síða 18
18 MORGUNÉLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 EITUR OG ÁBURÐUR Ein af pappírssamfellum Jóhanns Eyfells sem heitir „Mismunar notið“. Hallgrímur Helgason listmálari velur orðin „drullukökur sem öðlast ekki lífsvott" yfir þessi verk, og Hallgrímur segir „eitt af okkar betri skáldum" hafa kallað þau „innrammaðar moldar-pizzur“, Bragi Asgeirsson segir þau „ljóðrænan óð sjálfra grómagna náttúrunnar", en Aðalsteinn Ingólfsson segir að „í þeim sjáum við sköpunina í sinni upprunalegustu og kannski sönnustu mynd“. eftirHannes Lárusson Listahátíðarannáll í Lesbók Skrif Valtýs eru nú sögð vera mein- leysislegt hjal „sem með tímanum verður ekki annað en eintóm van- virðing og andlegur dónaskapur". Hallgrímur segist hafa dreift frétta- tilkynningu „þar sem ég gaf vissar vísbendingar gáfuðum listáhuga- mönnum". En það kemur að litlu gagni því Valtýr er þá haldinn „áhugaleysi" og „almennri van- þekkingu á nýjungum auk óná- kvæmni..." og otar „klisjur .. .sem sveitamenn grípa jafnan til.. .setningar eins og „persónu- lega finnst mér“ sem aldrei ætti að fínnast í texta gagnrýnanda". Hallgrímur telur skrif Valtýs eina aðal orsök þess að „það er bara ekki tekið mark á Mogganum...“ En leggur að lokum til: „Hvernig væri nú að ráða víðsýna, unga, sér- menntaða og duglega menn í stað þeirra gömlu ...“ En þegar þetta kvörtunarbréf er skoðað betur kemur í ljós að í að- finnslunum í garð Valtýs virðist Hallgrímur hitta sjálfan sig fýrir lið fyrir lið. Og nú hafa mál snúist á þann veg að ekki verður lengur kvartað undan skrifum Valtýs og því óorði sem þau komu á Morgun- blaðið, en Hallgrímur er nú sjálfur farinn að taka út menninguna fyrir sama blað, þó á þann hátt, að um- vandanimar sem hann beindi að gagnrýnanda Morgunblaðsins hafa orðið, nánast orðrétt, lýsing á hans eigin aðferðum. Þannig að úr þessu „meinleysislega hjali.. .verður ekki annað en eintóm vanvirðing og and- legur dónaskapur .. .áhugaleysi, almenn vanþekking á nýjungum auk ónákvæmni". Og Hallgrímur hikar ekki við að byggja alla sína úttekt á Listahátíð í Reykjavík á „klisjum .. .eins og „persónulega fínnst mér““. Hér á eftir mun ég sýna framá, með nokkmm tilvitn- unum, hvemig atlagan að Valtý hefur orðið að áhrínsorðum hvað varðar myndlistarrýni Hallgríms og hygg ég að ekki muni Hallgrímur síður hafa rennt gmn í eðli dóma sinna um aðrar listgreinar. Hallgrímur byijar umfjöllun sína á myndlist á Listahátíð þannig: „Um myndlistina er það að segja að mér fannst skorta á að séð væri fyrir verkefnum fyrir okkur yngri menn ...“ Um Norrænu konkret- sýninguna á Listasafni íslands hafði hann síðan þetta til málanna að leggja: „Fróðleg og að því er virðist ágætlega valin sýning þó ég játi mig sigraðan gagnvart mikilli þekk- ingu á þessu sviði.“ Um sýningu Kjarvalsstaða þetta: „...Maður- inn í íslenskri myndlist" og verður manni þá spum hvaða maður það sé? ... Ég viðurkenni að vísu hvað það kom mér í opna skjöldu að sjá hér engin verk eftir sjálfan mig ...“ Sýningu Nýlistasafnsins á verkum Donalds Judds, Richards Longs og Kristján Guðmundssonar er pakkað inní yfírborðslegt smjaður fyrir myndlist á „heimsvísu" („eins og sveitamenn grípa oft til“). Á aðrar sýningar er vart minnst, en háðug- legast fer þó Hallgrími þegar hann tekur við að skoða verk Jóhanns Eyfells sem vikið var að í upphafi. En skyldi nokkrum hafa hug- kvæmst að mæla með skeiðklukku lengdina á innliti Hallgríms í Gall- erí Svart á hvítu og þann tíma sem Hallgrímur þurfti til þess að bijóta heilann um þann texta sem Jóhann Eyfells skrifaði um verk sín í sýn- ingarskrána? List Jóhanns Eyfells I umfjöllun um sýningu Jóhanns Eyfells sem birtist í Dagblaðinu 14. júní skrifaði Aðalsteinn Ingólfsson: „Myndlist Jóhanns Eyfells hefur vissulega alltof lítið verið til sýnis hér í heimalandi hans. Því ber að þakka Gallerí Svörtu á hvítu að efna til sýningar á svokölluðum pappírsamfellum (paper eollapsi- ons) listamannsins þar sem kristall- ast ýmis þau viðhorf sem liggja til grundvallar myndlist hans í heild.“ „Það er mikil dýggð hjá ungnm drengjum að kunna að bíða átekta og sjá hvað setur, eink- um þegar þeir eru ekki ungir lengur. Oft er það ekkert annað en nýju fötin keisarans sem blasa við þegar fólk þykist sjá framsækna °g nýja hugsun í þeim sem unglegast láta.“ Það er því ekki algerlega óviðeig- andi að fara hér nokkrum kynning- arorðum um list Jóhanns, víkja að sögulegri stöðu hennar og mikil- vægi og reyna að útskýra í grófum dráttum hvaða höfuðþættir liggja henni til grundvallar. Nær alla starfsævi sína hefur Jóhann unnið í Bandaríkjunum, en búið síðustu tvo áratugi í Flórída þar sem hann hefur gegnt prófess- orsembætti í myndlist við Háskól- ann í Mið-Flórída. Frá 1964 til 1969 var hann kennari við Mynd- lista- og Handíðaskóla íslands og var á þeim tíma einn aðal brautryðj- andi og þátttakandi í þeim hræring- um í hérlendri myndlist sem síðar voru kenndar við Gallerí SÚM. Sögulegar rætur í listsköpun Jó- hanns er að fínna í umbrotum og endurskoðun 5. áratugarins einkum þar sem geijunin var sem mest á þeim tímum þ.e. í stórborgum Bandaríkjanna, New York og San Fransisco, en Jóhann bjó á þessum tímum í báðum borgum í nokkur ár. Við fyrstu sýn virðast verk Jó- hanns vera einskonar þrívítt „At- hafnamálverk" þar sem tilviljunar- kenndur samruni og storknun á sér stað. Að þessu leyti svipar verkum Jóhanns til málverka aðalhetju at- hafnamálaranna, Jacksons Pollocks og einnig til verka Kristjáns Davíðs- sonar hér á landi. En efnisnotkun Jóhanns, einkum málmar og steypur, hafa gert hon- um kleift að þróa áfram það sem virtist ekki geta leitt til annars en innatóms leiks. Þetta mætti orða þannig, svo gripið sé til líkinga- máls, að leikrænn neisti athafna- málaranna umhverfist smám sam- an, í meðförum Jóhanns, yfir í vits- munalegan eld. Þessi eldur hefur síðan brunnið í því sem hann kallar „næmishyggju“ eða receptualism (en þessi orð eru nýyrði á báðum tungumálum). Næmishyggja skynj- ar löggengi og frelsi, reglur og til- viljun út frá algeru afstæði tiltek- inna aðstæðna, þ.e. staðsetningu í rými og órofa tengslum við afl tímans. Verkleg afleiðing af næmis- hyggju Jóhanns, þ.e. hans eigin verk, r-ru í hæsta máta skynræn, stundum á nær því yfírþyrmandi hátt. Vandinn sem áhorfandinn stendur einkum frammi fyrir er, að þau virðast kippa frá áhorfandanum öllum fyrirfram gefnum haldreipum við túlkun þeirra. Þannig geta verk- in ýmist talist vera háraunsæjar afsteypur af tilteknum stað á jörð- inni, en um leið sýnast þau vera algerlega óhlutlæg og án sýnilegra tengsla, jafnframt mætti líta á verk- in sem afleiðingu eða afrit af tiltek- inni athöfn. Með öðrum orðum verk- in (þ.e. verk í anda næmishyggju) bijóta upp eða rugla eigin tákn- gildi. Þetta kallar Jóhann að hugsa og skapa án fyrirfram gefins „verk- færakassa", — sem nær öll hugsun, bæði innan vísinda og lista, hefur vanist að telja nauðsynlega for- sendu fyrir eigin viðhaldi og starf- semi. Frá því þessar hugmyndir og vinnuaðferðir Jóhanns tóku að mót- ast um og uppúr 1960 hefur list- sköpun hans verið samstíga, og um sumt undanfari nær allra helstu hræringa innan myndlistar í Evrópu og Ameríku síðustu 3 áratugi. Fyrst mætti minnast á augljósan skyld- leika við rannsóknir „minimalist- anna“ (,,naumhyggjumannanna“) bandarísku, (sem m.a. Donald Judd er ágætur fulltrúi fyrir), á endur- tekningu, frávikum og skynjun (þ.e. nálægð). í annan stað er list Jó- hanns einskonar ný „náttúru- hyggja“. Þar sjást um leið hliðstæð- Eftirfarandi setning birtist með stækkuðu letri á 4. síðu Lesbókar Morgunblaðsins þann 9. júlí 1988: yEr það sárgrætilegt að Listasafn Islands láti blekkjast svo af þessu hlálega gáfuhjali að það láti hafa sig út í kvartmilljónakaup á þessum drullukökum..." Undirritaður höf- undur er Hallgrímur Helgason list- málari. En þessi orð eru hluti af heilsíðu úttekt ásamt eigin mynd- skreytingu, á atburðum nýafstað- innar Listahátíðar í Reykjavík sem ritstjóri Lesbókarinnar mun hafa falið Hallgrími að gera. Orðin sem vitnað var til eru við- höfð um verk og hugsun eins virt- asta og óumdeilanlega eins yfír- gripsmesta brautryðjanda íslenskr- ar nútímamyndlistar, Jóhanns Ey- fells. Það sem kallað er „drullukök- ur“ og ofar í sömu grein er nefnt „moldar-pizzur", (og sú líking reyndar sögð vera tilvitnun í „... eitt af okkar betri skáldum"), eru verk Jóhanns Eyfells sem hon- um var boðið að sýna í tengslum við Listahátíð í Gallerí Svart á hvítu við Laufásveg. Þegar talað er um „hlálegt gáfuhjal" sem séjafnframt „fræðilegar hækjur .. .sem .. .af- hjúpa hina andlegu eymd er að baki býr“ er verið að vísa til útskýr- inga sem Jóhann skrifaði um þá listhugsun sem hann hefur verið að fága og dýpka í nær 30 ár og prentaðar voru í sýningarskrá sem fylgdi ofangreindri sýningu á verk- um hans. „Andlegnr dónaskapur“ 16. september 1986 birtist í Morgunblaðinu kvörtun frá Hallg- rími Helgasyni um viðbrögð annars af þáverandi myndlistargagnrýn- endum blaðsins við sýningu hans. Þar segin „Og enn á ný hef ég orðið fyrir því óhappi að Valtý hef- ur tekist að hafa upp á verkum mínum..." í greininni segist Hallgrímur hafa setið fyrir Valtý með skeiðklukku og reiknað út „ . . .og þá eru eftir 27 [sekúndur] sem ætti að vera nokkuð rúmur tími til þess að skoða þær 37 olíumynd- ir og 16 teikningar (auk annarra 143ggja í bók) sem sýningin telur“. Veldu Steinvara 2000 gegn steypu- skemmdum 'má!ningh/f ur við íslensk náttúruöfl og enn- fremur list Kjarvals. En virðast þá ekki síður enduróma í því sem upp úr 1970 var kallað „land list“ beggja vegna Atlandshafsins þar sem listamenn unnu verk sín beint í landið eða útfrá því og öflum þess. (Hér má nefna listamenn eins og Robert Morris og Walter de Maria sem fulltrúa fyrir þessi vinnu- brögð). Einnig má minnast á margvíslegar kerfisrannsóknir sem tengjast krufningu á grundvallandi öflum í sögulegum, heimspekileg- um, félagslegum, eða eðlisfræðleg- um skilningi, sem er kjarninn í hinni svonefndu hugmyndalist.(En hér mætti vísa til listamanna á borð við Hans Haacke og Daniel Buren.) Rannsóknir af þessari gerð sem öll listsköpun Johanns hefur ávallt endurspeglað snúast um það sem Jóhann kallar í hugmyndakerfi sínu hreyfiveldi nauðsynjar (operati- onal necessity). Kristöllun á hreyfiveldi nauðsynj- ar í list Jóhanns er til að mynda að fínna í notkun hans á hringform- inu sem er ein afleiðing aðdráttar- afls, í rannsóknum hans á flæði og storknun en ofar öllu í átökum hans við eðli athafna og hreyfingar og óstöðvandi framrás tímans. I þess- um efnum hefur Jóhann ekki aðeins verið samstíga í hugsun sinni og vinnu við listamenn einsog Joseph Beuys og Richard Serra heldur einnig heimspekinga eins og Michel Foucault og Gilles Deleuze. Og er- um við þá komin að þungmiðjunni í listsköpun Jóhanns, sem horfist í augu við núið sem tekur til upplif- una og skynjunar verkanna, og til þeirra afla sem búa að baki við- halds á gagnkvæmri næmni áhorf- enda og (list)skapenda. En hver sem hughrifín af verkum Jóhanns eða skynsamlegum við- brögðum við þeim kunna að vera, — en ásýndir skynseminnar hafa oft fengið verri dóma en að vera nefndar „hlálegt gáfuhjal", — þá fer ekki hjá því að mikilvægi marg- slunginna og meðvitaðra skýrskot- ana sem verk Jóhanns Eyfells búa yfir muni, eftii því sem tímar líða, koma enn betur í ljós fyrir þeim sem láta sig listir varða. „Vanvirðing“ Bragi Ásgeirsson skrifar um verk Jóhanns á umræddir sýningu í Morgnblaðið 8. júní: „í þessu ferli er fólgin mikil fegurð og heilmikill sannleikur um lífið, þróun lífsins svo og tímann og rýmið“. Og Bragi skrifar ennfremur um verkin: „Til- brigðin í myndunum eru mörg, allt frá mjög ljósu ferli til dökkra jarð- lita, og verða líkust ljóðrænum óð til sjálfra grómagna náttúrunnar og eilífðarinnar". Nú mætti kom áfram með þá mótbáru að ekkert sé athugavert við að smekkur manna sé ólíkur, og því geti sömu verkin verið fyrir mismunandi fólki ýmist „drullukök- ur“ eða „ljóðrænn óður“. Og smekk- dómar eru að sönnu jafnframt sá mikilvægi snertipunktur þar sem upplifun áhorfandans mætir þeirri forsendu sem tiltekið listaverk legg- ur fram. En smekkdómar eru hins vegar aðeins einn þáttur listanna (og allra hluta sem lúta fagurfræði- legri upplifun), aðrir þættir taka einkum mið af siðfræðilegum og þekkingarfræðilegum þáttum. T.d. getur listaverk verið siðspillandi og hættulegt burt séð frá fegurðar- gildi. Og öll listaverk eru í mismun- andi miklum mæli byggð á þekk- ingu; tökum t.d. augljósan þátt tækni og verkkunnáttu í fram- kvæmd listar. Gagnvart siðfræði og þekkingu getur aldrei ríkt algert afstæði, þ.e.a.s. margvísleg málefni sem koma inn á siðfræði og þekk- ingu eru að verulegu leyti grund- völluð á samkomulagi sem hafið er yfir persónulegan smekk. Ástæða þess að ég fer út í þessa sálma hér er að hluta til sú, að þegar listir eru annars vegar er mörgum hætt við að mikla upp þátt smekks en gleyma þá oft mikil- vægi hinna þáttanna tveggja auk ýmissa annarra þátta sem gætu þá ef til vill eins tengst guðfræði eða frumspeki. Einmitt þessi miklun á mætti einstaklingsbundinna smekk- dóma á sér stað, jafnvel í ýktum +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.