Morgunblaðið - 22.07.1988, Page 21

Morgunblaðið - 22.07.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 21 ! HVER SYIKUR MYNTINA? eftirSigurð Tómas Garðarsson Undanfama mánuði hefur verið talsverð umræða um verðlag íslensku krónunnar. Menn hafa í einlægni og ekki af ástæðulausu haldið þeirri skoðun fram að verð á erlendum gjaldmiðlum væri allt of lágt á ís- landi. Það er ekki von á málefnaleg- um umræðum, hvað þá skilningi á þeim grundallar atriðum sem hér ráða aðstæðum, ef æðstu ráðamenn þjóðarinnar ræða þessi mál aðeins með skætingi og útúrboruskap. Gott dæmi um þetta er í viðtali við fjármálaráðherrann, sem birtist á 16. síðu Morgunblaðsins, 15. júlí síðastliðinn. Dylgjurnar sem þar finnast, innan um skrautyrðin og hrokann sýna best að skilningurinn á orsök og afleiðingu þeirra að- stæðna sem sjávarútvegurinn býr við er ekki til þar á bæ. Tilefni viðtalsins er nýbirt „Þjóð- hagsspá". Oftrúin á tölur hennar kemur glöggt fram hjá ráðherranum og með ráðagerð um aukningu sjáv- arafla og frásögn af nýlegum fréttum um hækkun Bandaríkjadollars og bjartari horfur á matvælamörkuðum heimsins eru vandamál sjávarútvegs- ins afgreidd. Eg hirði ekki um að tína til allan útúrboruskapinn en læt nægja að minna hann á að líta í eigin barm, áður en hann fer að ásaka menn um „falskan söng og mynt svik“. Fyrir rétt rúmu ári stóð hann að ákvörðun um fast gengi íslensku krónunnar. Síðan var það hann og hans félagar í ríkisstjóminni sem stóðu að gengis- fellingunum tveim á síðustu mánuð- um. Það er ekki af ástæðulausu að menn horfa nú meira á verðmæti erlendra gjaldmiðla en áður. Með auknu frelsi í viðskiptum og verð- lagsmálum hafa þeir sem þess njóta, notað lagið sem gefist hefur í góðær- inu og komið ár sinni betur fyrir borð. I skjóli vísitalna, launahækk- ana, erlendra gengisbreytinga og ekki síst sjálfumglaðra stjómvalda hafa þeir haldið verðbólgunni í landinu uppi í tug og tugum pró- senta. Þetta gerist á meðan stjórn- völd segjast vera að halda verðlagi stöðugu, með megin áherslu á að verð erlendra gjaldmiðla skuli bundið ákvörðun ríkisstjórnar. Það er mönnum til dæmis hulin ráðgáta, hvað réttlætir að tryggja íslenska krónu gegn verðbólgu, en ekki danska, eða aðra gjaldmiðla. Það skýtur líka skökku við að þeir sem flytja inn föt, eða matvöm, eða hvað annað sem mönnum detturí hug að koma með til landsins og flytja með því út íslenskar krónur, skuli hafa einhvem meiri rétt til að lúta lögmálum markaðarins á Islandi, en þeir sem flytja inn erlenda gjald- miðla og borga þá með íslenskum framleiðsluvömm. Af hveiju eiga vöminnflytjendur þá ekki alveg eins að lúta lögmálum markaðarins er- lendis, eins og t.d. fisk- og álútflytj- endur gera? Þar er íslenska krónan reyndar ekki einu sinni gjaldgeng (þó hún gæti verið það), á meðan fiskaf- urðir og aðrar framleiðsluvömr frá íslandi em góð og gild verðmæti. Nei, Jón Baldvin Hannibalsson, menn eiga skilið annað og meira en skítkast og útúrsnúninga fráfomstu- sauði jafnaðarstefnunnar. íslenskir framleiðendur útflutningsafurða eiga von á að þú farir eftir pólitískri sann- færingu þinni og lagir aðstöðumun- inn, er þeir benda þér á misréttið, en ekki að þú svíkir þá — og myntina. Höfundur er framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Vogum. Dónaleg og illkvittin grein Gísla G. Isleifssyni, fyrrv. formanni Fríkirkjusafnaðarins, svarað eftirAgústu Sigurjónsdóttur Segja má með sanni að ósvífið og mddalegt „opið“ bréf fyrrver- andi formanns Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík sé ekki svaravert á opinberum vettvangi. Þó verður ekki hjá því komist í þetta sinn að fara um það nokkmm orðum. Ráðist er af slíkri heift á gjaldkera Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík, frú Bertu Kristins- dóttur, sem einnig er varaformaður stjórnar FVíkirkjusafnaðarins, að orða er vant. Hún er einn af okkar traustustu og bestu meðlimum. Nýtur hún þar bæði trausts og virðingar fyrir framúrskarandi gott starf í þágu Kvenfélags og safnaðar. Við emm þess fullvissar, að hvað sem hún tekur sér fyrir hendur gerir hún af heilindum og drengskap. Raunar hnýtir hann í fleiri fé- lagskonur á miður ósmekklegan hátt. Emm við agndofa að maður, sem kennir sig við safnaðarstarf, skuli grípa til slíkra örþrifaráða og lýsir best hugarfari þess sem skrif- ar slíkt. Stjóm Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík mótmælir því, að haft hafi verið samband við formann félagsins áður en kaup vom gerð á Betaníu. Sannleikurinn er sá að ekkert samband var haft við formann fyrr en eftir að kaupin höfðu verið gerð. Rétt er að geta þess í Ieiðinni, að stjóm Kvenfélagsins skoðaði Bet- aníu fyrir nokkmm ámm í þeim tilgangi að fá það leigt fyrir kaffi- sölu og aðra starfsemi. Það sýndi sig þá að það hentaði engan veginn til slíkra nota. Hvað varðar önnur ónot nefnds Gísla G. ísleifssonar um störf Kvenfélagsins, þá telur stjómin þau ekki svaraverð og álít- ur sig ekki þurfa að veija sín störf á nokkum hátt og síst af öllu á þessum vettvangi. Höfundur er formaður Kvenfé- lags Fríkirkjunnar í Reykjavík. Sigurður Tómas Garðarsson ■\\o&Aouj Svwv REYKJAVlK Veitingasalurinn Lundur Ódýrir réttir Borðapantanir í síma 689000 / tilefni 75 ára afmælis bjóðum við 10% staðgreiðsluafslátt af öllum vörum. Mikið úrval afstólum og borðum f útileguna. Hringdu og við sendum þér bækling. Sendum í pöstkröfu um land allt. DÁLLAS, 4ra manna tjaid. Verð 29.995stgr. manna. Verð frá kr. 6.600stgr. SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 - SÍMI 621780 2ja, 3ja og 4ra manna APOLLO nælontjöld. Verð frá kr. 7.800stgr. Bakpokarfrá kr. 2.500,8gerðir. IfllK®® HJÁ OKKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.