Morgunblaðið - 22.07.1988, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988
Nyjungar í flug-
og ferðamálum
V erkamannabústaðir:
Lóðum undir 100
íbúðir úthlutað
NYJUSTU straumar í flug- og
ferðamálum, verður aðalum-
ræðuefnið á hádegisverðarfundi
sem Flugtíðindi, fréttablað um
flugmál, halda í samvinnu við
IATA, aíþjóðasamtök flugfélaga.
Fundurinn verður haldinn á
Hótel Sögu næstkomandi mánu-
dag kl. 12.
Sérstakur gestur fundarins er dr.
Giinter 0. Eser aðalframkvæmda-
stjóri IATA. í ræðu sinni mun hann
meðal annars fjalla um eftirfarandi
atriði: Áherslubreytingar í evrópsk-
um flugmálum, samruna flugfé-
laga, ftjálsræðisstrauma í farþega-
flugi víða um heim, aukna tækni-
væðingu og hagræðingu í farþega-
þjónustu, samkeppni á Norður-
Atlantshafs flugleiðinni og fram-
tíðarhorfur í flugflutningum.
Dr. Giinter O. Eser hefur gengt
stöðu aðalframkvæmdastjóra IATA
undanfarin þijú ár. Áður eða í 30
ár gengdi hann ýmsum stjómunar-
stöðum hjá vesturþýska flugfélag-
inu Lufthansa. Árið 1978 tók dr.
Eser sæti í stjórnarnefnd Lufthansa
með ábyrgð á sölu- og markaðsmál-
um og þjónustu um borð í flugvélum
félagsins. Dr. Eser er hagfræði-
menntaður frá Page háskólanum í
Bandaríkjunum og er hann þar
gestafyrirlesari um markaðsmál
flugfelaga.
Aðildarflugfélög IATA eru nú um
170 talsins um allan heim og eru
Flugleiðir eitt þeirra. Flugleiðir og
áður Flugfélag íslands hafa átt
aðild að samtökunum í 36 ár. Sam-
anlagt hafa aðildarfélög IATA á
að skipa rúmlega einni milljón
starfsmanna.
Hádegisverðarfundurinn er opinn
öllum sem fylgjast vilja með á þessu
sviði. Þátttaka tilkynnist til skrif-
stofu Flugtíðinda Pósthússtræti 13.
Nánari upplýsingar fást hjá Gunn-
ari Þorsteinssyni, ritstjóra Flug-
tíðinda. (Fréttatilkynning)
i Gunnarsholti um helgina, 23.-
24. júlí. Þá mun Landgræðsla
ríkisins kynna starfsemi sína og
höfuðstöðvar og gera sérstaka
gp'ein fyrir sögu staðarins sem
sýnir glöggt hvaða árangri er
unnt að ná í uppgræðslu lands.
Landgræðsluflugið verður kynnt
og flugvélarnar verða til sýnis á
Dr. Giinter O. Eser aðalfram-
kvæmdastjóri IATA.
flugvellinum. Fólki gefst kostur á
að svipast um í Gunnarsholti og
virða fyrir sér Galloway holdanaut
og akrana sem skarta ýmsum litum.
Það er mörgum upplifun að líta
yfir fagurbláar breiður af útsprung-
inni lúpínu eða víðáttumikla rauð-
leita fláka af blómstrandi túnsúru.
Landgræðslupokinn verður til
sölu og upplýsingar veittar um
verkefnið Átak í landgræðslu sem
hefur einkunnarorðin: Græðum og
græðum.
Veitingar verða á boðstólum í
Gunnarsholti en bent er á að einnig
er kjörið fýrir fólk að taka með sér
nesti og snæða í garðinum á Gunn-
arsholti þar sem er mjög skjólgott.
Sérstakt kynningarátak fyrir-
tækja og stofnana á Hellu verður
á laugardeginum.
- Sig. Jóns.
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
tillögu fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í borgarráði, um að
úthluta lóðum undir 100 íbúðir
til stjórnar Verkamannabústaða
í Reykjavík á næsta ári.
í tillögu meirihlutans segir: „Á
undanförnum árum hafa verið
byggðar u.þ.b. 100 íbúðir árlega
af stjórn Verkamannabústaða í
Reykjavík. Jafnframt hefur
leiguíbúðaeign Reykjavíkurborgar
aukist með kaupum borgarinnar á
íbúðum til félagslegrar útleigu.
Árlega sækir fjöldi leigjenda í
borgarhúsnæði um kaup á hús-
næði, sem byggt er af stjóm
Verkamannabústaða, en of fáir
hafa komist að. Þetta þýðir jafn-
framt, að í leiguhúsnæði
Reykjavíkurborgar býr fjöldi fólks,
sem vill og gæti eignast íbúð, ef
það fengi til þess tækifæri með
kaupum á íbúðum Verkamannabú-
staða. Árlega sækja mun fleiri um
húsnæðiskaup hjá stjóm Verka-
mannabústaða en komast að, þrátt
fyrir að þeir uppfylli öll umsóknar-
skilyrði. Því er brýnt, að bygging-
ar á vegum stjómar Verkamanna-
bústaða dragist ekki saman frá
því sem nú er. Því samþykkir borg-
arráð að úthluta lóðum til stjómar
Verkamannabústaða í Reykjavík
fyrir ca. 100 íbúðir á árinu 1989.“
í bókun Guðrúnar Ágústsdótt-
ur, fulltrúa Abl., segir að á undanf-
ömum ámm hafi borgin úthlutað
að meðaltali 100 íbúðum til Verka-
mannabústaða árlega. Tillaga
meirihlutans sé því framhald á
þeirri venju. Eitthundrað íbúðir
séu lágmark og því samþykki hún
tillöguna.
í bókun Bjarna P. Magnússon-
ar, fulltrúa Alfl., er bent á að eins
og fram komi í tillögu meirihlutans
sæki mun fleiri um húsnæðiskaup
hjá stjórn Verkamannabústaða en
komist að, þrátt fyrir að þeir upp-
fylli öll umsóknarskilyrði. Eðlilegt
sé því að auka byggingar á vegum
Verkamannabústaða til að mæta
eftirspum og þörf fýrir húsnæði í
stað þess að samþykkja óbreytt
framboð. Tillagan sé ljósasti vottur
um þann lóðaskort, sem ríki í borg-
inni og ber vitni skipbrots stefnu
meirihlutans um nægilegt fram-
boð.
í bókun Sigrúnar Magnúsdótt-
ur, fulltrúa Framsfl.; er lýst yfír
ánægju með að stjórn Verka-
mannabústaða skuli fá loforð um
úthlutun lóða árið 1989, en jafn-
framt er bent á að hér sé ekki um
stefnumörkun að ræða, þar sem
lóðirnar séu jafn margar og und-
anfarin ár. Eins og fram komi í
tiliögu Sjálfstæðismanna sæki
mun fleiri um íbúðakaup hjá
Verkamannabústöðum en komist
að, þó svo þeir uppfylli öll skil-
yrði. Tillaga Sjálfstæðismanna
væri skiljanlegri, ef þeir hefðu
ákveðið að bæta um betur og út-
hluta fleiri lóðum en undanfarin
ár.
í bókun Elínar G. Ólafsdóttur,
fulltrúa Kv., segir að tillaga meiri-
hlutans sé í samræmi við úthlutun
undanfarinna ára og að mörg
hundruð manns sæki árlega um
íbúðir í Verkamannabústöðum.
„Það er því makalaust metnaðar-
leysi, sem felst í þessari tillögu
meirihlutans, og lítill skilningur á
hinni miklu þörf, sem m.a. birtist
í 800-900 umsóknum árlega."
Skógræktarfélag Islands:
Ýmis fróðleik-
ur í nýju ársriti
Landgræðsla ríkisins:
Opið hús í Gunnars-
holti um helgina
Selfossi.
LANDGRÆÐSLUDAGAR verða
ÁRSRIT Skógræktarfélags ís-
lands 1988 er komið út en í þvi
er að finna ýmsan fróðleik er
varðar skógrækt.
Meðal efnis í ritinu er grein um
stafafuru á íslandi eftir Aðalstein
Sigurgeirsson og grein um skóg-
arstíga eftir Ólaf G. E. Sæmunds-
en. Þá fjallar Jón Gunnar Ottós-
son um furulús og Ingvi Þor-
steinsson um gróðurfar og skóg-
rækt á Nýja-Sjálandi.
Sigurður Blöndal skrifar um
geislafuru og framleiðslu gagn-
viðar á íslandi, Haaken S. Mathi-
esen um stórskógrækt í Noregi,
Helgi Hallgrímsson um hjart-
homasvepp, Jón Kr. Kristjánsson
um „Fundarhrísluna" í Þórðar-
staðarskógi og Þröstur Eysteins-
son um áhrif alaskalúpínu á vöxt
grenis.
Þá íjallar Sigurður Blöndal um
Landgræðslu ríkisins 80 ára,
Hulda Valtýsdóttir um átak í
skógrækt 1990 og Snorri Sigurðs-
son um störf héraðsskógræktarfé-
laganna 1987.
Ársritið er gefið út í 3.500 ein-
tökum af Skógræktarfélagi ís-
lands. í ritnefnd eiga sæti Hulda
Valtýsdóttir, Sigurður Blöndal,
Snorri Sigurðsson, Tómas Ingi
Olrich og Þorvaldur S: Þorvalds-
son.
RAFMÓTORAR
Á GÓÐU VERÐI
Vorumað fá
þriggja fasa raf mótora
frá Kína.
Mótorarnir eru í
I. E. C. malum,
í flestum stærðum,
1400 og 2900 s/m.
Sérlega
hagstætt verð.
1ÖTLMM F
HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK
SIMI: 685656 og 84530
Taktu pedalana með þér
Sœtobilið hjá okkur er nefnilego miðoð við lengstu fœtur.