Morgunblaðið - 22.07.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.07.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Afdrifarík heimsókn til Zimbabwe: Vinsældir Kinn- ocks snarminnka London. Reuter. VINSÆLDIR Neils Kinnocks, leiðtoga bresku stjórnarandstöð- unnar, hafa ekki verið minni síðan í síðustum þingkosningum samkvæmt nýrri Gallup-skoð- anakönnun. Skoðanakönnunin sem birt var í dagblaðinu Daily Telegraph sýnir að breski íhaldsflokkurinn nýtur stuðnings 41,5% kjósenda en Verkamannaflokkurinn 39% kjós- enda. Fyrir mánuði naut Verka- mannaflokkurinn fylgis 43 af hundraði kjósenda og var einu pró- sentustigi fyrir ofan Ihaldsflokkinn. A þessum eina mánuði hafa vin- sældir Neils Kinnocks hrapað um 6 prósentustig vegna deilna innan flokksins og ferðar hans til Zimbab- we. Margir fjölmiðlar, einkum hægrisinnaðir þó, hafa gert grín að því að Kinnock missti stjórn á skapi sínu þegar hann, eiginkona hans Glenys og fylgdarmenn voru handtekin fyrir misskilning við komuna frá Mozambique til Zimbabwe. Kinnock og félagar voru látnir dúsa í eina og hálfa klukku- stund í flugskýli á flugvellinum í Mutare í Zimbabwe. Kinnock hefur verið átalinn fyrir að ausa úr skál- um reiði sinnar yfir vopnaðan varð- mann sem gætti þeirra. Stjórnvöld í Zimbabwe hafa margfaldlega beð- ist afsökunar á atburðinum, Joshua Dhube, biskup og ríkisstjóri í Maníkalandi ávarpaði Kinnock með orðunum: „Zimbabwe ann þér“. Kinnock sagði sjálfur að atvikið væri pirrandi en fremur lítilvægt. Hann sagðist meðtaka afsökunar- beiðni Roberts Mugabes, forseta Zimbabwé, í þeim hinum sama ör- lætisanda sem hún væri gefín. Kinnock sagðist hafa meiri áhyggj- ur af því að þrír blaðamenn sem fylgdust með ferð hans skyldu vera handteknir, grunaðir um að tengj- ast ráni á þyrlu í lok júní. Þeim var sleppt eftir tuttugu klukkustunda varðhald. Þegar Kinnock kom heim biðu hans háðsglósur í fjölmiðlum. Starfsmenn Gatwick-flugvallar slepptu honum við vegbréfsskoðun svo hann þyrfti ekki að svara spum- Reuter Neil Kinnock, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, þykir skapheit- ur með afbrigðum. Reuter Þegar Neii Kinnock kom til Zimbabwe var hann fyrir misskilning handtekinn af vopnuðum vörðum. Atvikið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og er nú farið að koma niður á vinsældum stjórnmálaleið- togans. ingum fjölda fréttamanna sem biðu tíðinda af handtökunni í Zimbabwe. „Ef hinn rauðhærði Walesbúi bregst svona við minniháttar óþægindum hvernig verður hann ef eitthvað alvarlegt gerist?“ spurðu stjóm- málaskýrendur í breskum dagblöð- um. Fyrir ári síðan, skömmu eftir kosningar, var 41% kjósenda þeirr- ar skoðunar að Kinnock væri góður flokksleiðtogi. Nú eru einungis 32 af hundraði þessarar skoðunar. 56% stuðningsmanna Verka- mannaflokksins eru ánægð með forystu Kinnocks en 33% hafa orðið fyrir vonbrigðum. Verið velkomin! _ fjármál eru okkar fag! UERÐBRÉFflUIÐSKIPTI SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568 Við hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnu- bankans erum nú flutt í nýtt húsnæði að Suðurlandsbraut 18. Sem fyrr kappkostum við að veita faglega og persónulega ráðgjöf um allt það sem við kemur verðbréfaviðskiptum, hvort sem fólk er að hugsa um að ávaxta peninga eða þarf á fjármagni að halda. VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI SAMVENNUBANKANS ÁNÝfUMSTAÐ AÐ SUÐURLANDSBRAUT 18 Óbeinar reyking-ar: Aströlsk- um bílstjóra dæmdarháar skaðabætur Sydney. Rcuter. ÁSTRALSKUR rútubílstjóri fékk nýlega 65.000 dollara skaðabætur vegna lungna- krabbameins, sem talið var, að stafaði af reykingalofti, sem hann varð að þola frá farþegum í 20 ára starfi sinu. Samkomulag bílstjórans, Sean Caroll, sem er 59 ára gamall, og fyrirtækisins, sem hann vann hjá, Melboume Metropolitan Transit Authority (MET), um bótagreiðsl- una, er hið fyrsta sinnar tegundar í Ástralíu, að sögn Stephens Wood- wards, framkvæmdastjóra ástr- ölsku reykingavamasamtakanna ASH. „Vinnuumhverfíð, sem Caroll varð að búa við í yfir 20 ár, var mettað reyk frá farþegunum,“ sagði Woodward. Samkomulagið byggðist á því, að hver sá vinnuveitandi, sem leyfði reykingar á vinnustað, tæki áhættu að því er varðaði skaðabó- takröfur frá starfsmönnum. „Ég spái því, að allir vinnustað- ir í Ástralíu verði reyklausir á ár- inu 1989,“ sagði Woodward. í febrúarmánuði á þessu ári fékk Caroll þann úrskurð, að hann væri með lungnakrabbamein. Þá hafði hann starfað hjá MET í 36 ár eða frá 1952. Hvorki hann, eig- inkona hans né böm hafa nokkm sinni reykt. Reykingavarnasamtökin ASH sáu um samningagerðina fyrir Sean Caroll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.