Morgunblaðið - 22.07.1988, Page 25

Morgunblaðið - 22.07.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ1988 25 ERLENT Sovéskir vopnasérfræðingar í Bretlandi: Báðu gestgjafana um útsýnisferð um höfuðborgina Grccnham Common, Englandi. Reuter. Sovéskir kjarnorkuvopnasér- fræðingar báðu gestgjafa sína um að fara með sig í útsýnisferð um London, þegar þeir höfðu lokið af skoðun á bandarískum stýriflaugum í Bretlandi á mið- vikudag. Talsmaður Bandaríkjamanna í herstöðinni í Greenham Common, sem er um það bil 100 km vestur af London, sagði, að sovésku sér- fræðingunum, tuttugu talsins, hefði snarlega verið boðið á árlega við- hafnarsýningu á vegum breska hersins á Earl’s Court-leikvangin- um í London. Sovétmennimir komu til Bret- lands á þriðjudag. Daginn eftir luku þeir skoðunarstarfi sínu, sem teng- ist samningi risaveldanna um út- rýmingu meðaldrægra eldflauga. Talsmaður Bandaríkjahers sagði, að engin ákvæði væri að finna í fyrrnefndum samningi, sem kvæðu á um ferðir sérfræðinganna utan skoðunarsvæðanna, en breska vamarmálaráðuneytið hefði talið sjálfsagt að verða við óskum Sovét- mannanna og vonaði, að ferðin hefði gert þeim Bretlandsdvölina ánægjulega. Hann sagði, að gestirnir hefðu m.a. orðið sér úti um breska minja- gripi, eins og myndskreytta skyrtu- boli með áprentaðri þinghúsklukk- unni, Big Ben, í versluninni í Green- ham. Rómversk „Móna Lísa“ frá Galíleu fær andlitslyftingu Zippori í ísrael, Reuter. Reuter Hér má sjá andlit konunnar, sem heillar fornleifafræðinga i ísra- el hvað mest þessa dagana, enda er hún nefnd „Móna Lísa hinn- ar rómversku Galíleu“. FEGURÐ hennar er jafnóum- deilanleg og kinnarnar jafn- rjóðar og þær voru fyrir 1.700 árum, en eigi að síður gengst „Móna Lísa hinnar rómversku Galíleu" undir andlitslyftingu þessa dagana. Mósaíkmyndinni hefur verið lýst sem meistara- verki, undursamlegu portretti úr marglitum steinum, sem uppgötvuð var í rústunum af Sepphoris (Zippori á hebresku), hinni fornu höfuðborg Galíleu. Nú í vikunni var mósaíkmynd- inni lyft af grunni sínum, undin upp eins og teppi og varðveitt með nýrri tækni, sem sögð er marka þáttaskil í varðveislu á fornminjum. Myndin verður flutt til ísraelssafnsins í Jerúsalem, hreinsuð, flött út á ný og höfð almenningi til sýnis í fyrsta skipti. Konumyndin er miðhluti stór- fenglegs mósaíkgólfs, þar sem raktar eru goðsagnir um Díónýs- os, hinn gríska guð svalls og áfengisdrykkju. Á það enda vel við þar sem gólf þetta var í mat- sal landstjórahallarinnar í Galíleu. „Hún er einstök. Hvað sjálfa myndtæknina varðar er hún fram- ar öllu því, sem við höfum séð í ísrael — sérstaklega þessi fallega kona,“ segir Ehud Netzer, próf- essor við Hebreska háskólann, sem stjórnaði uppgreftinum. Rétt eins og Móna Lísa eftir Leonardo da Vinci hefur þessi galíleíska „Móna Lísa“ fjarrænt en hrífandi augnaráð. „Hvar sem þú stendur virðast augu hennar horfa á þig,“ segir biblíusöguprófessorinn Carol Meyers frá Duke-háskóla í Norður Karólínu, en hún stýrði liði stúd- enta við gröftinn ásamt eigin- manni sínum, fornleifafræðingn- um Eric Meyers. Ekki er vitað af hveijum mynd- in er. Fyrirmyndin gæti verið ást- argyðjan Afródíta, þar sem Eros virðist leika við öxl hennar. Þá gæti hún eins verið Aríaðna, kona Díónýsosar. „Hún gæti líka hafa verið kona landstjórans, einhver fegurðar- gyðja þess tíma eða bara falleg- asta konan, sem listamaðurinn gat ímyndað sér,“ segir Eric Mey- ers. „Hvað um það er þetta óvenjufalleg kona.“ Talið er að mósaíkgólfið sé frá þriðju öld eft- ir Krists burð, en þá var Seppor- is, sem er 6 km fyrir norðan Naz- aret, höfuðborg Galíleu — svæðis sem náði frá Tíberías við Galíleu- vatn : austri til hafnarborgarinnar Ökkru (Akko) í vestri. I Galíleu bjuggu bæði gyðingar, kristnir og heiðingjar, en mósaíkmyndin hef- ur legið undir rústum síðan 363 e.Kr.b. þegar borgin eyddist að mestu í jarðskjálfta. Sem fyrr sagði var konumyndin ekki sú eina og eru hinar inyndim- ar 16 lítt síðri. Ein þeirra er nefnd „Ölvun" og sýnir hvar hálfguðinn Herakles tekur þátt í drykkjukeppni. Drykkjuþol kappans virðist þó ekki vera í samræmi við víðfrægt afl hans, því á myndinni er hann sýndur þar sem hann spýr áður- dmkknum veigunum í skál. Bólusettgegn kóleru Yfir 80 manns hafa látist úr kóleru í Nýju Delhi á Indlandi það sem af er júlímánaðar, en alls hafa 205 tekið veikina. Segja læknar þar, að heíja þurfí víðtæka baráttu gegn þessum vágesti, ef koma eigi í veg fyrir faraldur. Borgaryfírvöld í Nýju Delhi gangast nú fyrir fjöldabólusetningum í fá- tækrahverfum borgarinnar, þar sem hættan er mest, ekki síst vegna skorts á heilnæmu drykkjar- vatni. Á myndinni, sem tekin var í einu fátækra- hverfanna á þriðjudag, er læknir að bólusetja ungt bam. Kólera lýsir sér m.a. í niðurgangi og uppsöl- um. Saudi-Arabía: Frásögnum af óeirðum pílagríma vísað á bug Bahrain. Reuter. STJÓRNVÖLD í Saudi-Arabíu vísuðu í gær á bug fullyrðingum írana þess efnis að múslimskir pílagrímar í hinni heilögu borg Mekka hefðu staðið fyrir mót- mælaaðgerðum í borginni á miðvikudag. Saudi-arabiska fréttastofan SPA hafði eftir þarlendum embættismanni að fullyrðingar íranskra sljórn- valda væru ekki á rökum reistar og reyndar legði enginn lengur trúnað á það sem úr þeirri átt kæmi. íranska sjónvarpið rauf frétt- atíma sinn til að skýra frá því að pílagrímar, sem umkringdir hafi verið saudi-arabískum öryggis- vörðum, hafi æpt :„Niður með Bandaríkjamenn, niður með Sov- étmenn, niður með ísraela." Saudi-arabíski embættismaðurinn sagði hins vegar að allt hefði ver- ið með eðlilegum hætti í Mekku. Straumur pílagríma nær hám- arki á laugardag en þá munu hundruð þúsunda pílagríma safn- ast saman til bænahalds við fjallið Arafat rétt hjá Mekku. Á síðasta ári féllu meira en 400 pílagrímar í óeirðum sem fyrst og fremst var stofnað til af írönum. Þess er vænst að ekki komi aftur til slíkra atburða þar sem Saudi-Arabar hafa aukið mjög öryggisgæslu og auk þess hafa Iranir ákveðið að hunsa ferðirnar að þessu sinni vegna takmarkana sem saudi- arabísk yfirvöld hafa fyrirskipað á fjölda pílagríma frá hveiju landi. HítaríKma Smjörfjallið selt til Rússlands Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttantara Morgunblaðsins. Innan EB er þessa dagana ver- ið að ganga frá sölusamningum á 120 þúsundum tonna af smjöri til Sovétríkjanna. Líklegt meðal- verð á kílói er rúmlega tíu krón- ur íslenskar. Smjörfjall banda- lagsins er nú nálægt því að vera 300 þúsund tonn í samanburði við l'/2 milljón tonna fyrir tveim- ur árum. Þessi samningur er gerður til að greiða fyrir sölu á 100 þúsund tonn- um af nautakjöti til Sovétmanna en nautakjötsbirgðir bandalagsins eru um þessar mundir áætlaðar 800 þúsund tonn og vikulega bætast um 10 þúsund tonn við fjallið. Það er fyrst og fremst gífurleg slátrun mjólkurkúa sem veldur þessum auknu birgðum en slátrunina má rekja til framleiðslutakmarkana sem innleiddar hafa verið að und- anfömu. A síðastliðnum fjórum árum hafa Sovétmenn keypt rúm- lega 800 þúsund tonn af smjöri af Evrópubandalaginu og þar með kúfínn af smjörfjallinu. Þessi við- skipti þættu vafalítið lítt arðsöm undir venjulegum kringumstæðum. Evrópubandalagið greiðir bændum sem svarar 162 íslenskum krónum fyrir kílóið og hefur síðan selt það m.a. til Sovétríkjanna á 10 til 20 krónur. Salan á smjörinu fer að langstærstum hluta fram í gegnum einkafyrirtæki sem una allvel við þessi viðskipti. Sumir, m.a. þing- menn á Evrópuþinginu, hafa haldið því fram að Sovétmenn noti niður- greidda smjörið til að smyija legur í skriðdrekum þeim sem eru hvað mest ógn við öryggi Vestur-Evrópu. Peking. Reuter. HITABYLGJA í Kína varð 22 mönnum að fjörtjóni í gær og er tala látinna af hennar völdum farin að nálgast 500. 1 borginni Wuhan, inni í miðju landi, varð hitinn sá hæsti í 17 ár eða 40° C. Tjaran í malbikinu bráðnaði og verslanir voru lokaðar. Víða hafa loftvarnarbyrgi verið opnuð svo fólk geti leitað skjóls fyrir hitanum. Að sögn kínverska sjónvarpsins er ekki búist við að hitinn minnki fyrr en í næsta mán-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.