Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 26

Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Búlgarski kommúnistaflokkurinn: Umbótamenn rekn- ir úr miðstjórninni Hugsanlegnr arftaki Zhívkovs of umbótasinnaður? Sófíu. Reuter. FJÓRIR menn voru reknir úr miðstjóm búlgarska kommúnistaflokks- ins á miðvikudag. Meðal þeirra var einn af skeleggustu talsmönnum umbótastefnu innan flokksins, Tsjúdomír Aleksandrov, er einnig átti sæti í stjórnmálaráði flokksins sem er helsta valdastofnun hans. Höfðu vestrænir stjómarerindrekar talið Zhívkovs, leiðtoga landsins. í yfirlýsingu miðstjómarinnar sagði að Aleksandrov hefði verið leystur frá störfum sínum í mið- stjóminni að eigin ósk en vestræn- ir stjómarerindrekar vom ekki í neinum vafa um að hann hefði verið rekinn. Aleksandrov er 52 ára gamall. Heimildarmenn álíta að hann hafi lent í deilum við íhaldsöm öfl innan miðstjómarinnar um hraða og inn- tak ■ umbótastefnu í anda Gor- batsjovs Sovétleiðtoga sem flokks- leiðtoginn Zhívkov segist styðja. Aleksandrov var áður formaður flokksdeildarinnar í höfuðborginni Sófíu. í janúar hvatti hann eindreg- ið til þess að félagar, sem ekki væm einarðir stuðningsmenn um- bótastefnunnar yrðu reknir úr flokknum. Zhívkov, sem er 76 ára gamall og hefur verið við völd síðan 1954, hefur verið granaður um að vera lítt hrifínn af umbótahugmyndum Gorbatsjovs þótt hann hafi farið fjálglegum orðum um nauðsyn brejdinga. Skipulagsbreytingar hans síðustu árin hafa þótt mót- sagnakenndar og flokksmönnum jafnvel ekki tekist að fá botn f þær. Fréttaskýrendur telja að skýr- ingin á brottrekstri Aleksandrovs geti verið sú að Zhívkov sé alls ekki reiðubúinn að víkja fyrir yngri manni og lúta þar með sömu örlög- jim og Janos Kadar í Ungveijal- andi og Gustav Husak í Tékkósló- vakíu. Hinir þrír, sem vom reknir, em Stanko Todorov, sem einnig missti sæti í stjómmálaráðinu, og lista- maðurinn Svetlin Rusev, ásamt Stojan Mihaílov. Rusev og eigin- hann mögulegan arftaka Todors kona Todorovs tóku nýlega þátt í mótmælum gegn mengun frá rúm- ensku iðjuveri sem angrað hefur íbúa borgarinnar Ruse. Búlgörsk yfirvöld hafa að vísu einnig mót- mælt menguninni en talið er að Zhívkov hafí mislíkað að svo hátt- sett fólk hafi stutt mótmælaað- gerðir óbreyttra borgara; slíkt gæti ýtt undir stofnun sjálfstæðrar umhverfishreyfingar. Þess má einnig geta að Zhívkov hefur átt mjög góð samskipti við Nikolai Ceaucescu, forseta Rúmeníu. Sune Sandström, yfirmaður sænsku leyniþjónustunnar. Reuter Blóðugustu átök í tvo mánuði í gær voru blóðugustu óeirðir á hernumdu svæðunum í ísrael í tvo mánuði. ísraelskir hermenn felldu tvo Palestinumenn og særðu a.m.k. 17 á vesturbakkanum. Þessi mynd var tekin í Jerúsalem og má sjá Palestínumann reyna að koma i veg fyrir að lögregla handtaki tvær ungar stúlkur sem kastað höfðu grjóti. Ebbe Carlssons-málið í Svíþjóð: Sandström þykir ekki lengnr grunsamlegur Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞAÐ gerist alltaf eitthvað nýtt í Ebbe Carlssons-málinu, rann- sókninni á ólöglegri einkarann- sókn á morðinu á Olof Palme. Aður hefur komið fram, að Sune Sandström, yfirmaður leyniþjón- ustunnar, væri grunaður um að hafa heimilað innflutning eða öllu heldur smygl á ólöglegum hlerunarbúnaði en I gær var hann skyndilega hreinsaður af öllum áburði. Ola Nilsson saksóknari yfirheyrði Sandström á miðvikudag vegna gmnsemda um, að hann hefði verið með í ráðum þegar bókaútgefand- inn Ebbe Carlsson reyndi að smygla til Svíþjóðar óleyfilegum hlemnar- tækjum. Tækin ætlaði hann að nota til að njósna um fyrmm liðsmenn PKK, Kúrdíska verkamannaflokks- ins, öfgasamtaka, sem sumir hafa talið tengjast morðinu á Palme. í gær sagði svo Nilsson, að engin ástæða væri til að gmna Sandström um græsícu og kom það mörgum á óvart því að fjórir menn aðrir, sem koma við sögu í smyglmálinu, bera allir, að Sandström og Nils-Erik Áhmansson, yfirmaður sænsku lög- reglunnar, hafi heimilað kaupin og innflutning hlemnartækjanna. Af öðmm málum er það að frétta, að Carl Lidbom, sendiherra Svía í París, hefur gagnrýnt sænsku leyni- þjónustuna mjög harðlega. Á hann sæti í nefnd, sem fjallar um fram- tíðarskipan hennar, og hefur meðal annars haft aðgang að skýrslum um hleranir á símum sumra Kúrda í Svíþjóð. Áður en Palme var myrt- ur höfðu þeir haft í hótunum við hann en leyniþjónustumönnunum láðist því miður að skrá hjá sér hvenær þær vom bomar fram. Nú veit enginn hvort það var nokkmm dögum fyrir morðið, 28. febrúar 1986, eða einhvem tíma löngu áður. 1988 - Arið sem friður brýst út? London. Reuter. Reuter Friðarhorfur eru nú góðar í stríði írana og íraka sem staðið hefur síðan 1980. Á myndinni sést brynvarinn, íraskur hervagn aka niður malarveg skammt frá írönsku landamæraborginni Dehloran en þar var nýlega háð orrusta er lyktaði með sigri íraka. í fjarska sjást skriðdrekar og önnur farartæki sem íranir hafa skilið eftir er þeir flúðu af vettvangi. M ARGT bendir til þess að ársins 1988 verði minnst sem ársins þegar friður braust út á mörg- um átakasvæðum i heiminum, segir Patrick Worsnip, frétta- ritari Reuters, í fréttaskýringu. í þessari viku hafa verið stigin skref í átt til friðar í styijöld írana og íraka og nú sér fyrir endann á 13 ára löngum ófriði í Angólu. Fyrir tveim mánuðum hófu Sovétmenn að kalla heim herlið sitt í Afganistan en þar hafa þeir barist við frelsissveit- ir í níu ár. í næstu viku hefjast óformlegar viðræður stríðandi aðila í Kampútseu en þar hefur verið barist samfleytt í níu ár. Loks má minna á að vopnahlé, þótt ótryggt sé, hefur nú ríkt í nokkra mánuði í borgarastríð- inu í Nicaragua. Vestrænir stjómarerindrekar telja margir að meginástæðan að baki þessari þróun sé ný og breytt stefna Sovétríkjanna í utanríkis- málum. Kremlveijar stefni nú að því að þeir og stuðningsríki þeirra hætti þátttöku í stríðum í Þriðja heiminum og vinni að því að sam- ið verði um ýmis svæðisbundin deilumál. Þessa stefnu hefur Gorb- atsjov Sovétleiðtogi nefnt „nýja hugsun." Sömu stjómarerindrekar vara þó við of mikilli bjartsýni og telja ekki víst að bardögum verði ávallt hætt þótt skrifað verði undir frið- arsamninga. Hætti erlent herlið að taka þátt í stríðunum muni baráttuandinn hins vegar dvína og minni hætta verði á því að stríðin breytist í víðtækari styij- aldir sem risaveldin skipti sér af. Slík afskipti geti eitrað samskipti risaveldanna. í Afganistan-deilunni náðist fyrst og fremst samkomulag um að Sovétmenn hyrfu á brott með her sinn en kommúnistaforingj- amir í Kabúl og múslimsku frelsis- sveitirnar verða látin útkljá deilu- mál sín sjálf. Svipuð lausn er mögulega í sjónmáli í Angóla þar sem Kúbveijar, með Sovétmenn að bakhjarli, styðja kommúnista- stjóm landsins en Bandaríkja- menn og Suður-Afríkumenn hafa hins vegar lagt UNITA-skæmlið- unum til vopn. í drögum að sam- komulagi í Angóla-deilunni, sem nýlega vom birt, er kveðið á um brottflutning kúbverska herliðsins og sjálfstæði Namibíu, sem Suð- ur-Afríkumenn hafa ráðið yfir. Ekkert er þar sagt um framtíð UNITA-skæmliðanna. Friðarhorfur em góðar í stríði Irana og Iraka. Báðir styijaldarað- ilar, en ekki aðeins stuðningsríki þeirra, æskja friðar í þessu stríði því úrslitin virðast jafn fjarri og í upphafi þess. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna mun næstu daga undirbúa vopnahlé í sam- ræmi við ályktun Óryggisráðsins sem samþykkt var samhljóða á síðasta ári. Risaveldin tvö vom þá sammála sem telst til tíðinda í svo viðkvæmu deilumáli. Varðandi Kampútseu-deiluna er það síðast að frétta að Víetnamar, sem hemámu Iandið 1979, segjast nú ætla að kalla herlið sitt frá landinu fyrir 1990. Þeir hafa þeg- ar fækkað í liðinu og segja stjóm- ina í Pnom Penh, sem sett var á laggimar af Víetnömum, nú hafa yfírstjóm hermála í lándinu á sínum höndum. Vestrænir stjómmálaskýrendur segja að snemma á þessum áratug hafí Sovétmönnum orðið ljóst að afskipti þeirra af stríðum í Þriðja heiminum væm þung fjárhags- byrði án þess að um teljandi hagn- að væri að ræða. Það var þó fyrst með valdatöku Gorbatsjovs að stefnunni var breytt. Shevardn- adze utanríkisráðherra lýsti stefnubreytingunni í ræðu á síðasta ári. „Við verðum að leita leiða til að draga úr vígbúnaðarkapp- hlaupinu, leitast við að fjarlægja ásteytingarsteina í samskiptum okkar við önnur ríki og koma í veg fyrir deilur og átök,“ sagði ráðherrann. Lausn á svæðisbundnum deilum er orðin eitt mikilvægasta málið á fundum fulltrúa risaveldanna og lýsir það vel hinum nýju áherslum. Sem dæmi má nefna að á fundi Reagans og Gorbatsjovs í Moskvu fyrir skömmu var ákveðið að stefnt skyldi að lausn deilnanna um Angólu og Namibíu fyrir 29. september á þessu ári. Þótt friðsamlegri stefna Sovét- manna sé talin helsta ástæðan fyrir nýjustu þróun mála benda sumir stjómmálaskýrendur á að herská stefna Reagan-stjómarinn- ar og dijúgur vopnastuðningur hennar við skæmliða, jafnt í Afg- anistan sem í Angólu, hafi sann- fært Sovétmenn um að banda- menn þeirra gætu aldrei unnið léttan sigur á andstæðingum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.