Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 35

Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 35- „Ríkisframlög“ til land- búnaðar - verðmynd- un landbúnaðarafurða eftir Gunnlaug Júlíusson í fyrri grein minni um landbúnað- armál ræddi ég að gefnu tilefni um landbúnaðarmál og listir og hvaða hlut þessar tvær ólíku greinar eiga að forsendum fyrir sjálfstæði þjóðar- innar. Ég mun í eftirfarandi grein fjalla um á hvem hátt ríkisvaldið aðstoðar landbúnað heima og erlendis ásamt fleiru er málinu viðkemur og hvernig stjórnvaldsaðgerðir fá á sig mismun- andi blæ eftir því í hvaða formi þær eru. f þessum greinum hef ég að hluta til lagt útaf greinum Þorvalds Gylfa- sonar prófessors í Morgunblaðinu frá því í maí sl. Þær eru góður grunnur rökræðna þar sem málefnaleg um- fjöllun situr þar í fyrirrúmi, en það er kærkomin tilbreyting þegar um landbúnaðarmál er fjallað. Ríkisaðstoð við landbúnað Þorvaldur flallar í alllðngu máli um rikisaðstoð við landbúnað sem hann kallar svo, og tekur í því sam- bandi sérstaklega fyrir allar niður- greiðslur og útflutningsuppbætur og reiknar út ákveðna upphæð í því sam- bandi fyrir hveija fjögurra manna flölskyldu í landinu. Jafnframt reikn- ar hann út hve mikla fjármuni EB veitir til landbúnaðarmála á sínum §árlögum, og lætur þess siðan getið en tekur ekki með í útreikningana að þar að auki komi til háir styrkir einstakra ríkja til landbúnaðar heima fyrir. Með þessu móti er kominn viss samanburður sem er afar óhagstæður okkur hér heima. Hér er á ferðinni afar gott dæmi um hvemig hægt er að búa til ákveðna niðurstöðu með ónákvæmri meðferð talna. Heildamiðurgreiðslur á landbún- aðarafurðum em ætlaðar í ár um 2,6 milljarðir kr. Þar af em 1.290 milljón- ir, eða 25% af þeim rösklega 5 mill- jörðum sem Þorvaldur telur að veija eigi til landbúnaðarmála á árinu, ætlaðir til endurgreiðslu á söluskatti (matarskatti). Þegar það var ákveðið af yfirvöld- um að til einföldunar skyldi matar- skatturinn endurgreiddur að hluta i stað þess að innheimta lægra skatt- stig af landbúnaðarvömm, settu bæn- dasamtökin sig mjög á móti þessari ráðstöfun. Þau sögðu, sem síðan hef- ur komið á daginn að var rétt mat, að þetta yrði rangtúlkað og mistúlkað í þá vem að framlög ríkisins til land- búnaðarmála hefðu stóraukist. Á sama tíma var ákveðið að einungis skyldi innheimta 10 prósentustig í söluskatt af fiski. Það er í raun 10% söluskattur lagður á físk í stað þess að lagður sé á hann 24% skattur og 13—14% endurgreidd eins og fyrir- komulagið er við landbúnaðarafurðir. Það minnist ekki nokkur maður á að fískur sé á ríkisstyrk hvað þetta varð- ar, heldur segir Þorvaldur að verði niðurgreiðslur felldar niður af land- búnaðarafurðum og skattar lækkaðir sem því nemur geti neytendur dregið úr matarkostnaði heimilanna með því m.a. að kaupa sér fisk eins og ríkis- valdið komi hvergi nærri verðmyndun hans með álagningu söluskatts. Jónas nokkur Bjamason íjallar nokkuð um þessi mál í grein í DV þann 20.6. og talar m.a. um þvingað ástand og neyslukúgun þegar innlend framleiðsla er niðurgreidd. Sam- kvæmt þessum rökum væri það því jafnmikil neyslukúgun ef verð á nið- urgreiddum erlendum komvörum yrðu ráðandi faktor í verðmyndun kjöttegunda hérlendis. Munurinn er aðeins sá að í fyrra tilvikinu (niður- greiðslur ákveðnar af íslenskum stjómvöldum) er ákvarðanatökuvald- ið í höndum erlendra „kúgara“. Málið snýst einnig um hvort íslendingar vilji hafa atvinnu við framleiðsluferil- inn frá upphafi og hafa af honum skattatekjur eða láta þennan þátt framleiðslunnar að mestu leyti í hend- ur útlendingum. Endurgreiðsla söluskatts á íslandi / lægra virðisauka- skattsstig í Evrópu — hver er munurinn? Þorvaldur upplýsir að EB hafi var- ið u.m.þ. 12.000 kr. á hveija fjögurra manna fjölskyldu í „landbúnaðar- styrki" sem er hugtak sem ekki er tilgreint nánar meðan viðlíka upphæð sé 50.000 kr. á fjölskyldu á Islandi. Síðan segir hann að „við þessar fjár- hæðir bætist háir styrkir einstakra ríkja til eigin landbúnaðar, þótt slíkar flárveitingar séu reyndar óheimilar". Þrátt fyrir að fjárveitingar einstakra ríkja til viðbótar við fjárveitingar EB séu ekki tilgreindar nánar en svo og alls ekki í tölum, þá kemst Þorvaldur að þeirri niðurstöðu að „af þessu megi ráða að við íslendingar veijum mun meira fé í landbúnað samkvæmt fjárlögum en EB“. Hér þykir mér vera stungin tólg svo um munar. Ég get ómögulega séð hvemig prófessorinn getur dregið þessa ályktun eftir framkomnum forsend- um. Þessi niðurstaða er annað tveggja getgáta út í loftið eða fyrir- fram ákveðin. Jónas Bjamason bætir síðan um betur í skrifum sínum þann 20.6. Hann kemst að þeim stórasann- leik út frá fyrrgreindum forsendum og ákveðinni talnaleikfimi að land- búnaður á íslandi sé styrktur 9 sinn- um meir en landbúnaður í EB. Þá vita menn það. I þessu sambandi er það t.d. grund- vallaratriði að í öllum EB-löndum er innheimt lægra virðisaukaskattsstig á matvæli en af öðrum vörutegundum nema í Danmörku. Þó er virðisauka- skattur af mjólkurvörum endur- greiddur þar í landií Endurgreiðsla söluskatts til neytenda er talinn til „landbúnaðarstyrkja" á íslandi af þeim Þorvaldi Gylfasyni og Jónasi Bjamasyni. Ef fyrirkomulaginu yrði breytt á þann veg að lægra hlutfall yrði innheimt og allar endurgreiðslur hyrfu ( eins og það er með fiskinn) myndi þetta fyrirkomulag hverfa eins og dögg fyrir sólu. Hvernig er lægra virðisaukaskattsstig á matvælum en öðmm vörutegundum innan EB með- höndlað í fyrrgreindum útreikning- um? Er það ekki „landbúnaðarstyrk- ur“ þó svo að fjármunimir séu ekki endurgreiddir úr ríkissjóði vegna þess að þeir em aldrei innheimtir. Hér hefur mismunandi fyrirkomu- lag á innheimtu söluskatts/virðis- aukaskatts af matvælum á íslandi og innan EB afgerandi áhrif á fyrr- greinda útreikninga. í framhaldi af þessu ber að minna á að margvíslegar aðgerðir ríkis- valdsins í málefnum landbúnaðarins innan einstakra EB-landa era stað- reynd, eins og endurgreiðsla á virðis- aukaskatti af mjólkurvömm ber vitni um. Því er það út í hött að taka ein- ungis bein framlög EB til landbúnað- armála og túlka þær tölur eins og ekki sé um aðra fyrirgreiðslu eða n'kisaðgerðir. landbúnaðinum til handa í viðkomandi löndum. Utreikningar á styrkjum til landbúnaðar innan OECD Á vegum OECD hefur þróuð upp aðferð sem kallast PSE (Producer Subsidy Equivalents) eða .jafngildi niðurgreiðslna til framleiðenda". Þessa aðferð eða þennan mælikvarða átti að nota til að leggja mat á ríkis- stuðning til landbúnaðar í einstökum löndum innan bandalagsins í sam- bandi við GATT-viðræðumar um fríverslun með landbúnaðarvömr. Forsenda þessara útreikninga er að allar millifærslur frá ríki til fram- leiðenda, hvort sem það er beinn styrkur, niðurgreiðslur, vemdartollar og innflutningsbann eða skattaíviln- anir séu skráðar og metnar til fjár. Þessi aðferð hefur þegar vakið miklar deilur milli landa þegar var farið að túlka niðurstöður þeirra út- reikninga, sem gerðir hafa verið, í pólitískum tilgangi í GATT-viðræð- unum. Hátt PSE-gildi hefur verið túlkað á þann hátt að í viðkomandi landi væri landbúnaður ríkisstyrkur mikið, meir en í þeim löndum sem kæmu út með lágt PSE-gildi. Komið hefur í ljós við þessa út- reikninga að meðferð talna er afar misjöfn milli landa og alls ekki sam- bærileg í mörgum tilvikum. Einnig hefur komið í ljós að það skiptir miklu máli hvað varðar niðurstöður úr PSE-útreikningunum með hvaða fyr- irkomulagi og hvenær á framleiðslu- ferlinum landbúnaðurinn er styrktur. Beinar niðurgreiðslur gefa mun hærri útkomu en jafnháar upphæðir sem koma fyrr inn í framleiðsluferilinn s.s. skattafríðindi til fyrirtækja sem framleiða rekstrarvömr til landbún- aðarins, lækkun tolla, flutningsstyrk- ir o.fl. í líkum dúr. Á Norðurlöndum kemur ríkisað- stoð til landbúnaðarins yfirleitt seint inn í framleiðsluferilinn og koma þau því illa út úr þessum útreikningum. Lönd innan Efnahagsbandalagsins styrlqa landbúnaðinn á annan hátt og í mun meiri mæli á fmmstigi fram- leiðslunnar. Notkun þessarar mæliaðferðar hefur leitt berlega í ljós hve mikið ósamræmi og mikill munur er á með- ferð talna milli landa hvað varðar hagtölur landbúnaðar í hinum ein- stöku löndum innan OECD. Vegna þessa er allur beinn samanburður á tölum milli landa þar sem alls ekki er tryggt að sami bakgmnnur sé fyr- ir hendi. í þessu sambandi er rétt að minna á að á landbúnaðarráðstefnu Al- þýðubandalagsins í apríl sl. fjallaði dr. Gísli Gunnarsson, stjómarmaður í Neytendasamtökunum, um frjálsa verslun með landbúnaðarafurðir og kom þá meðal annars inn á saman-^ burð á matvælaverði milli landa. Hann fullyrti að slíkur samanburður án undangenginnar rannsóknar á verðmyndun landbúnaðarafurða í hinum einstöku löndum væri mein- ingarlaus, því að órannsökuðu máli hefðu menn ekki hugmynd um hver raunvemlegur framleiðslukostnaður væri. Þessi staðhæfing Dr. Gísla var sérstaklega athyglisverð vegna þess að beinn samanburður á smásölu- verði landbúnaðarafurða milli landa hefur mikið verið notaður til að sýna fram á laklega stöðu íslensks land- búnaðar, ekki síst af Nevtendasam-^. tökunum. 1 Að lokum Þessi umfjöllun sem hér hefur ver- ið sett á blað var gerð af gefnu til- efni, þar sem undirrituðum þótti ályktanir um stöðu íslensks land- búnaðar samanborið við erlendar við- miðanir vera dregnar af það hæpnum forsendum í meðferð talna að ekki yrði við unað. Að endingu vil ég taka það fram að það er deginum ljósara að vanda- mál landbúnaðarins em bæði mörg og stór og er það svo sem ekkert einsdæmi í okkar þjóðfélagi. Vanda- mál landbúnaðarins em af ýmsum toga, bæði innri vandamál svo og vegna utanaðkomandi aðstæðna.'*'— Umræða um vandamálin og gagnrýni er landbúnaðinum nauðsynleg jafnt og öðmm. En til að þessi umræða beri einhvem jákvæðan árangur og verði hvati til frambróunar þá er lág- markskrafa að aðilar njóti sannmælis og ekki sé á neinn hallað, a.m.k. ekki það áberandi að í augu stingi. Greinar Þorvalds Gylfasonar próf- essors sem birtust í Mbl. síðari hluta maímánaðar hafa skorið sig nokkuð úr þeirri umræðu um landbúnaðarmál sem fram fer í dagblöðum nú á tímum, hvað varðar málefnalegaP*"“ meðferð á viðfangsefninu. Greinamar em þakkarverð tilraun til að hífa umræðuna upp af því plani sem hún hefur legið á að miklu leyti á undan- fömum ámm. Sú niðurrifsumræða sem einkennt hefur um of alla umræðu um land- búnaðarmál hlýtur annað tveggja að vera borin uppi af einhverjum annar- legum hvötum eða vera sett fram í ákveðnum tilgangi, og við henni verð- ur bmgðist eins og hún gefur tilefni til. Höfundur er hagfræðingur Stétt- arsambands bænda. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Gott fyrirtæki Heildsölu- og smásöluverslun, sem verslar með vélar og verkfæri, er til sölu ef viðun- andi kaupendur fást. Fyrirtækið er vaxandi, búið góðum tækjum, m.a. tölva og telex, og hefur góð erlend umboð og viðskiptasambönd. Vörusala 1988 ca. 30. millj. Starfsmenn 4. Góður kúrant lager. Fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Gott fyrirtæki - 13117“. ( fundir — manrifagnaðir | Meðalfellsvatn - veiðikeppni Hin árlega veiðikeppni Félags sumarbú- staðaeigenda fer fram laugardaginn 23. júlí nk. Veiði hefst kl. 07.00 og lýkur kl. 21.00. Þátttökugjald aðeins kr. 100,- Allir velkomnir. Stjórn F.S.M. húsnæði f boði Til leigu skrifstofuhúsnæði 200 fm með vönduðum innréttingum í glæsi- legu húsi í miðbænum. Bílastæði. íbúð með húsgögnum 150 fm íbúð á efstu hæð í hjarta borgarinn- ar. Tvö bílastæði í bifreiðageymslu. Kirkjuhvoll sf., Karl J. Steingrímsson, heimasími 39373 milli kl. 10 og 12. tilkynningar Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júní mánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. júlí þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. ágúst. Fjármálaráöuneytið. Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofa okkar verður lokuð á tímabilinu 25. júlí til 7. ágúst vegna sumarleyfa. Edda hf. kennsla Frá Héraðsskólanum í Reykjanesi við ísafjarðar- djúp Strandamenn, Súðvíkingar og aðrir vestfirðingar! Nú fer hver að verða síðastur um að hafa forgang um skólavist skólaárið 1988-1989. Getum enn bætt við nemendum í 7., 8. og 9. bekk. Sendið umsókn sem allra fyrst, eða hringið í síma 94-4840 eða 94-4841. Skarphéöinn Ólafsson, skólastjóri. Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.