Morgunblaðið - 22.07.1988, Page 41

Morgunblaðið - 22.07.1988, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 41 Ólöf Bjarna- dóttir - Minning Fædd 18. nóvember 1895 Dáin ll.júlí 1988 Móðir mín, Ólöf Bjamadóttir, andaðist í hárri elli á öldrunardeild Landspítalans mánudaginn 11. þ.m. eftir nokkurra vikna legu þar og góða umönnun, en fram til þess hafði hún dvalið heima hjá sér, síðustu árin í umhyggjusamri umönnun Sigríðar dóttur sinnar. Útför hennar fór fram frá Foss- vogskirkju 18. júlí. Það er óvenjulegt, að minningar- orð séu rituð af bömum hinna látnu. Þess skal þó freistað í þessu til- viki, þar sem flestir samferðamenn móður minnar á lífsleiðinni, sem mest höfðu af henni að segja, em fallnir frá eða orðnir lítt fallnir til skrifta. Þykir mér fara betur á því að nota einfaldlega nafn hennar í þeirri vonandi hlutlægu frásögn, sem hér fer á eftir. Ólöf var fædd á Breiðabólsstað á Síðu 18. nóvember 1895 og því á 93. aldursári, er hún lést. Hún var þriðja af sex systkinum og eina dóttirin, en í hópinn bættist fóstur- systir, systurbam móður hennar, og vom þær sem bestu systur. For- eldrar hennar vom Bjarni Jensson, héraðslæknir þar um aldarfjórð- ungs skeið, og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Hann var sonur Jens Sigurðssonar rektors Lærða skól- ans (Menntaskólans) bróður Jóns forseta og að öðm leyti af kunnum ættum, m.a. dóttursonur Bjöms Gunnlaugssonar, spekingsins með bamshjartað og talinn sækja mikið til hans, og úr hans ætt þáði Ólöf nafn sitt svo sem margar frænkur hennar. Húsfreyjan var af góðum bændaættum í héraðinu og m.a. komin af Jóni Magnússyni klaustur- haldara, sem var kunnur af því að flytja og endurreisa Klausturbæinn eftir eld. Breiðabólsstaðarheimilið var ekki aðeins annálað menningar- setur í sveit, heldur þau hjón svo hjálpfús og góðgerðasöm, að lengi var á orði haft, hýstu m.a. bama- skóla einn vetur og héldu spítala fyrir skipbrotsmenn annan vetur. Þarna ólst Ólöf upp til 18 ára ald- urs, en sótti alla ævi síðan styrk og Sælar minningar til staðarins og svejtarinnar. Ólöf naut góðrar tilsagnar í föð- urhúsum, eins og ættarhefð stóð til, svo að henni dugði einn vetur í Kvennaskólanum til þess að ljúka honum árið 1916. Fjölskyldan komst heil og hress gegnum stríðs- árin og spönsku veikina, og naut Ólöf sín vel í foreldrahúsum næsta áratuginn í nábýli við stóran frænd- garð í höfuðstaðnum og vaxandi félags- og menningarlíf. Hún starf- aði í hópi vel mannaðra stúlkna við talsímaafgreiðslu Pósts og síma og var þá oft beðin að svara fyrir aðr- ar og sefa erfiðustu viðskiptamenn- ina. Hún hafði orð á sér fyrir að vera ein af fallegustu og best klæddu stúlkunum í bænum, en eftir að fjölskylduábyrgð kom til skjalanna gaf hún lítið fyrir það að tolla í tískunni. Menningarhneigðin kom m.a. fram í því, að hún keypti sér píanó, sem hún spilaði á gömlu góðu lögin fram á elliár. Hún var alla tíð vandfýsin á góða tónlist og fágaðan söng. Á vegi hennar varð bóndasonur af Snæfellsnesi og Mýmm, Jón Hallvarðsson, þá við lögfræðinám, en ætt hans varð brátt kunn að dugnaði við stjómsýslu og embætt- isstörf. Að loknu prófi hans gengu þau í hjónaband árið 1925, og á næstu árum 1926—1932 fæddust þeim börnin fjögur: Baldur, Bjami Bragi, Sigríður og Svava. Heimili þeirra var í Reykjavík til 1932, þá í Vestmannaeyjum til 1937 ogsíðan í Stykkishólmi til 1941, en upp frá því aftur í Reykjavík. Framan af einkenndist þessi ferill af vaxandi embættisumsvifum, sem náðu há- marki hjá þeim sýslumannshjónun- um í Stykkishólmi með mikilli risnu og gestagangi og verulegri búsýslu. Styrktu þau síðar böndin við ættar- slóðir hans þar vestra með því að eignast jörðina Seljar á Mýrum og nýta sem sumarbústað. Veraldammsvif og framastreita áttu þó í raun lítinn hljómgrunn í Ólöfu, vom ekki í hennar innsta eðli, heldur hneigðist hún mest til fjölbreytilegrar andlegrar og heim-. spekilegrar iðkunar, sem leitaði með tímanum mest útrásar í guð- spekinni, en átti sér einnig rætur í dýpri og persónulegri andlegri reynslu eða upplifun. Þau hjónin vom um margt ákaflega ólík að upplagi og viðhorfum, og varð þeim oft til vitsmunalegrar eggjunar, en jafnframt til sundmngar. Slitu þau því samvistir upp úr 1952, eftir að þau höfðu orðið fyrir því þunga áfalli að missa yngri dóttur sína Svövu, sem var öllum mjög kær og ætíð sérstakt yndi móður sinnar. Vinarþel hélst þó þeirra í milli, þar til Jón féll frá árið 1968, enda kom aldrei til fulls lögskilnaðar. Eftir að Ólöf stóð þannig á eigin fótum, sýndi hún einstakan dugnað við að vinna sig upp og eignast íbúð sina við Sörlaskjól, þar sem nýtur útsýnis yfir Flóann og Reykjanes, og þar er sólarlag hvað fegurst vor og haust. Þar fékk hún útrás í að rækta upp garð með fjöl- breytilegu jurtavali og bar á sjálfri sér gijót úr fjörunni í heila stein- hæð. Hún var slík blómsál, að um tíma lá við borð, að hún byggði sjálfri sér út úr stofunni. Þar stund- aði hún jóga og guðspeki og bætti heilsu sína, sem áður hafði verið tæp, svo entist fram á háan aldur. Hún var lengi mjög virk í Guðspeki- félaginu, stundaði námskeið þess og las mikið í þeim fræðum, jafnt á erlendum málum sem íslensku. Eining allra æðri trúarbragða var henni hjartfólgnast hugðarefni. Hún trúði ekki á skyndifrelsun, heldur á langa og torsótta þroska- braut sálarinnar. „Verið fullkomin eins og yðar himneski faðir er full- kominn" vildi hún hafa að einkunn- arorði. Heilsurækt eftir leiðum Náttúrulækningafélagsins var henni annað hugðarefni, sem hún stundaði með árangri. Sigríður dóttir hennar — Síta — var í sambýli við hana og létti und- ir með henni, einkum nokkur síðustu árin, eftir að heilsan tók að bresta. Hjúkraði hún þá móður sinni af stakri alúð, enda var hún ekki lögð inn á sjúkrahús fyrr en að öldrunardeild Landspítalans tók við henni fyrir nokkrum vikum, og þar andaðist hún eftir góða og hug- ulsama umönnun. Síta átti einnig drýgstan þátt í að halda uppi risnu og rausn, einkum gagnvart barna- börnunum, Jóni Braga, Ólöfu Erlu og Guðmundi Jens, Barnabörnum og Rósu Guðmundsdóttur, ásamt mökum þeirra og bömum, sem þau eiga tvö hvert eða alls sex bama- barnaböm Ólafar. Alls er hópur afkomenda og tengdabama nú sextán talsins. Þótt Ólöf drægi sig þannig mjög út úr skarkala mannlífsins, gladdist hún ætíð mjög við heimsóknir og heimboð vinafólks og henni lá mjög hlýtt orð til samferðafólksins á lífsleiðinni. Má óhikað líta á það hugarþel og þau orð sem kveðjur til kærra vina og vandamanna, sem hún hafði ekki hitt lengi. Flestir fornvinir em þó þegar farnir á und- an henni yfir móðuna miklu og þar með öll systkinin nema Ingólfur bróðir hennar, sem nú stendur einn eftir af hinum stóra hópi systkina- barna út af Jens Sigurðsyni rektor og Ólöfu Björnsdóttur. Við þessa frásögn gæti ég bætt mörgum og góðum minningum um vitsmunslega, tilfinningalega og andlega handleiðslu móður minnar,. leiðsögn um holla og vekjandi lesn- ingu, áhugaefni í þjónustu góðs málstaðar og myndun jákvæðra og þróunarsinnaðra skoðana. Senni- lega er ég meira mótaður af henni og þeim erfðum, er hún hélt að mér, en ég fái nokkurn tíma gert mér grein fyrir. Flestar þessar myndir og minningar verða að bíða betri tíma eða heyra eilífðinni til. Henni sé þökk mín og okkar systk- ina og annarra eftirkomenda og vandamanna. Hvíli hún í friði. Bjarni Bragi Jónsson Ein fyrsta minning mín um Ólöfu ömmu er frá því ég var u.þ.b. 5 ára gömul. Fjölskyldan dvaldi þá í París veturlangt. Ökkur systkinun- um leiddist hálfvegis í stórborginni, fannst andrúmsloftið ókunnuglegt og fráhrindandi og okkur langaði heim til íslands. Einhvern tíma um miðjan vetur kom Ólöf amma að heimsækja okkur. Satt að segja man ég lítið frá þessari heimsókn annað en það að hún bakaði pönnu- kökur handa okkur einhvern tíma meðan á dvölinni stóð. Því fylgdi einhver hugblær að heiman sem rótfestist í huganum og tengist um leið minningunni um ömmu. Ólöf amma mín var sérstök kona. Hún fór ekki troðnar slóðir hvorki í skoðunum né háttum. Með nokkr- um sanni má segja að hún hafi verið á undan sinni samtíð á mörg- um sviðum. Hún hafði til að bera sjálfstæði og festu sem einkennir marga kvenfrelsiskonuna nú á dög- um og hún var gædd greind og heimspekilegu hugarfari sem ekki öllum er gefið. Hugsunarháttur hennar og áhugamál voru fáum konum hugleikin og þóttu jafnvel ókvenleg. Mér hefur oft dottið í hug að hún hefði helst átt að menntast til einhverra hugvísinda eða nátt- úruvísinda. Það tíðkaðist hins vegar ekki á hennar æskuárum að konur stunduðu langskólanám. Alla tíð hafði hún brennandi áhuga á heim- speki, guðspeki og öllum æðri trúar- brögðum, þar sem austræn trúar- brögð og jóga skipuðu öndvegi. Hún var leitandi og opin í þessum efnum, las mikið og menntaðist vel. Auk þess hafði hún mikinn áhuga á náttúrufræði, aðallega grasafræði og var vel heima í þeim fræðum. Hún átti dálítinn garð eða reit við hús sitt þar sem hún gróður- setti m.a. ýmsar sjaldgæfar íslensk- ar jurtir sem hún safnaði sjálf. Það var aðdáunarvert að sjá hvað garð- urinn var vel hirtur og gróskan mikil þrátt fyrir erfið skilyrði móti opnu hafi og suðvestan garra. Innan Mín fyrstu kynni af Boggu voru þau að ég ásamt fleira fólki kom inn á Kútter Harald á Hlemmi og keypti þar kaffi hjá Boggu. Síðan kom ég aftur daginn eftir í sömu erindagjörðum. Þar sem ég er að tína smáaura upp úr vasa mínum kemur Bogga og segir mig eiga inni ábót síðan síðast. Svona var Bogga, heiðarleg, samúðarfull og nærgætin og um leið hress og skemmtileg. Þrátt fyrir erfið veik- indi mætti hún til vinnu sinnar og var oft sárþjáð. Fyrir okkar kynni er ég henni ævinlega þakklátur og mun minnast hennar með hlýhug og þakklæti á meðan ég lifi. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til dyra var einnig margt sem bar vott um hinn mikla áhuga hennar á grösum og blómum. Ólöf amma átti litla íbúð sem hún deildi með Sítu dóttur sinni. Hún hafði eina litla stofu til umráða, til svefns og íveru. En að koma þar inn var mér sem bami eins og að ganga inn í annan heim. Þar sá varla í veggi, gólf né glugga fyrir alla vega blóm- um. Inn á milli blómanna kom hún gjarnan fyrir litlum styttum af dýr- um og fuglum, þannig að ímyndun- araflið fékk byr undir vængi og flang með mann á vit ævintýranná. Amma mín var mikill listunnandi helst þó á sviði tónlistar og mynd- listar. Á veggjum bak við blómin glitti í málverk, sum eftir listamenn úr fjölskyldunni s.s. Jón b'róður hennar og Svövu dóttur hennar, en hún nam myndlist. Amma hlustaði mikið á klassíska tónlist og var Mozart í sérstöku dálæti hjá henni. Hún spilaði sjálf alltaf dálítið á píanó enda hafði það sinn fasta stað í stofunni þótt lítil væri. Innan um og saman við þennan heim blóma og lista voru svo bækumar hennar. Þar var að finna helstu undirstöður allra hennar viðfangs- efna og áhugamála. Það voru bæk- ur um hugspeki og trúfræði, grasa- fræði og dýrafræði — lista- verkabækur. Það er e.t.v. einkennilegt að lýsa svo náið hvemig umhorfs var í stof- unni hennar ömmu, en mér finnst það hjálpa til við að draga fram sérkenni hennar sem persónu. Hún var frábitin öllu prjáli og skrauti bæði umhverfis sig og í framgöngu sinni allri. Hún kaus að búa híbýli sín þannig að hún gæti stundað áhugamál sín þar sem best. Enda eyddi hún miklum tíma heima, við hin margvíslegu hugðarefni sín. Ólöf amma var mikill náttúm- unnandi og var mikið úti við á sumr- in. Stundum tók hún sig upp með bakpoka og tjald og fór ein með einhveiju ferðafélagi út um land. Alla tíð var hún mikill göngugarp- ur, þrautseig og þolin. Þegar hún var unggekk hún með vinkonu sinni frá Reykjavík austur að Þingvöllum og aftur til baka. Oftar en einu sinni, eftir að hún var orðin nokkuð fullorðin, gekk hún frá Borgamesi og lengst niður í Hraunhrepp á Mýrum, um 30 km leið. Fjölskyldan átti þar litla eyðijörð, Seljar, þar sem Ólöf amma dvaldist oft. Állt fram á síðustu ár fór hún í langar gönguferðir innanbæjar á öllum árstímum og eitthvert hugboð hef ég um að hún hafi lengi vel verið að búa sig undir að ganga austur að Síðu, þar sem hún var fædd og uppalin. Að minnsta kosti lét hún þau orð falla oftar en einu sinni að það langaði hana mikið. Aldrei varð þó af þeirri göngu. _ Daginn eftir að Ólöf amma lést, hitti ég kunningjakonu hennar neð- an af Mýrum og sagði henni látið. Hún sagði: „Já, hún var ekki allra, hún amma þín. En hún hafði sterk- an kjama.“ Þessi lýsing þótt fáorð sé, segir meira en margt annað um Ólöfu ömmu mína. Blessuð sé minning hennar. Ólöf Erla Bjarnadóttir eftirlifandi móður og Palla sambýl- ismanns hennar. Sigurður Björn Arason SVAR MITT eftir Billy Graham Má ég koma aftur? Fyrir nokkrum árum ákvað ég að hirða ekkert um Guð og sneri baki við honum, með vitund og vilja. Ég hef aldr- ei viðurkennt þetta fyrir neinum en mér hefur æ síðan liðið illa. Mundi Guð taka á móti mér ef ég sneri við, eða er of seint að gera iðrun? Nei, það er ekki of seint að snúa sér til Guðs og byrja að feta réttan veg, og nú bið ég þess að þér veitist hugrekki til þess strax, áður en það verður of seint. Ég tel að menn geti orðið svo steinrunnir gagnvart Guði að þeir snúi sér aldrei til hans, og þá er úti um þá. En áhyggjur þínar eru góðs viti, þær eru merki þess að J)ú þarfnast Guðs. Hvað áttu að gera? Eg vil svara því með því að reyna að svara annarri sgumingu: Hvers vegna snerir þú baki við Guði á sínum tíma? Eg veit ekki hvaða sess Guð skipaði í lífi þínu fyrir mörgum árum, en hafir þú verið trúaður á Krist, þá viss- ir þú að Guð elskaði þig og hafði sent son sinn til að deyja á krossinum fyrir syndir þínar. Þú vissir að hann elskaði þig og að ekki væri neitt eins mikils virði í lífinu og að komast að raun um vilja Guðs og gera hann. En þú fórst í burtu frá honum. Hvers vegna? í raun og veru vegna þess að þú hugðir að þinn vegur væri betri en hans. Þú vildir hafa frjálsar hendur um líf þitt og breytni, setja þér sjálfur reglur um alla hluti í stað þess að láta Jesúm Krist vera drottin lífs þíns. Þess vegna ber þér nú er þú snýrð aftur að afneita því sem þú hefur gert. Þú átt að viðurkenna að þú hafir reynt að loka Guð úti og farið þinna eigin ferða. Þú þarft að stíga niður úr hásætinu og krýna Krist konung í staðinn. Þú manst eftir sögu Jesú um glataða soninn í Lúk. 15. Þessi sonur vildi bylta öllu og ráða yfir sér sjálfur. Þess vegna fór hann að heiman og kastaði öllu á glæ, lífi sínu og pening- um, í fjarlægu landi. Seinna kom hann til sjálfs sín og sneri auðmjúkur aftur á vit föður síns. Og faðir hans tók á móti honum og fyrirgaf honum. Þannig vill Guð fara að við þig, og Jesús hefur lofað að engan sem til hans komi muni hann burtu reka (Jóh. 6,36). Snúðu þér til Jesú Krists. Hann bíður eftir þér, því að hann elskar þig og þráir að fyrirgefa þér. Elínborg Þorgeirs- dóttir - Minning Fædd 2. febrúar 1936 Dáin 15. júlí 1988

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.