Morgunblaðið - 22.07.1988, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988
TM Rag. U.S. Pat Otf —all ngtita raaatvad
® 1987 Loa Angalas Timaa Syndicata
Stjörnuspáin þín
Jóhann Guðmundssonhringdi:
„Ég vil þakka Agli Egilssyni
fyrir frábæra stjörnuspá í Morg-
unblaðinu laugardaginn 16. júlí.
Þessi stjömuspá hafði yfirskrift-
ina „Stjömuspáin þín“ og hvet ég
eindregið til þess að hún leýsi af
hólmi stjömuspekidálk Gunnlaugs
Guðmundssonar í blaðinu landi
og lýð til heilla."
Veiðikassi tapaðist
Veiðikassi tapaðist rétt við að-
alveginn áður en komið er að
Laugarvatni að vestanverðu. í
kassanum voru tvö veiðihjól, ann-
að glænýtt, auk annars veiðiút-
búnaðar. Finnandi er beðinn að
hringja í síma 686245.
Armbandsúr fannst
Armbandsúr fannst í vestur-
hluta Kópavogs. Upplýsingar í
síma 41432.
1 — Y ■»w>II | 1 iAB- $456 ■ li )
CQ < •'i' 3456
Spenna í 2. deild
Amarhringdi:
„Nú er Fram samasem búið að
vinna Islandsmótið í knattspymu
karla og mikið hefur verið íjallað
um 1. deildina á sjónvarpsstöðv-
unum. En 2. deildin er mjög
spennandi og um hana mætti vera
meiri umfjöllun í sjónvarpinu. Ég
vil t.d. vekja athygli á leik Fylkis
og Víðis á Fylkisvelli í dag, föstu-
dag.“
Skjaldarmerki á
bílnúmer
Rafnhringdi:
„Ég var að lesa frétt í Morgun-
blaðinu um nýju bílnúmerin. Þar
kemur fram að leyfilegt verður
að setja skjaldarmerki bæja á
plötumar. Gaman væri að fá frek-
ari upplýsingar um þetta. Ég hélt
að með nýja kerfinu væri hægt
að selja bíla milli umdæma án
umskráningar. En er ekki komið
í veg fyrir það með þessu?“
Brjóstnæla tapaðist
Lítil bijóstnæla tapaðist síðast-
liðinn sunnudag eða mánudag.
Hún er mjó og um 5-6 sm löng
úr silfri og þakin smáum glitstein-
um með einum stærri, bláum, í
miðjunni. Ekki er vitað hvar hún
tapaðist ,en þó em þrír staðir
líklegri öðrum, Hagkaup, Norr-
æna húsið og Háskólabíó. Upplýs-
ingar í síma 26733 á daginn og
689542 á kvöldin.
Lög um gjaldþrotaskipti:
Ná þau aðeins
til Reykvíkinga?
Til Velvakanda.
Eiga lögin um gjaldþrotaskipti
aðeins að ná til Reykvíkinga og
nágranna þeirra? Ef fyrirtæki úti á
landi, eins og til dæmis mörg illa
rekin kaupfélög, verða gjaldþrota
dettur engum í hug að þau lúti
þeim lögum, heldur upphefst söngur
um styrk frá hinu opinbera. Sömu
sögu er að segja um mörg önnur
fyrirtæki, sem rekin eru undir nafni
samvinnuhreyfingarinnar. Þau
virðast vera illa rekin og stjórarnir
allt of dýrir í rekstri, þótt flest
starfsfólk tilheyri láglaunahópum.
Sífellt er svo heijað á ríkissjóð um
að undirhalda þessi fyrirtæki, sem
þýðir í raun að þéttbýlisfólk á að
halda þeim uppi með sköttum.
Þingmenn Reykjavíkur heyrast
aldrei nefndir til að gæta hagsmuna
okkar, enda veit ekki nokkur maður
hveijir eru þingmenn Reykjavíkur,
svo lélegir eru þeir.
H.J.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma þvi ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspumir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvi til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir Iiggja hér i
dálkunum.
Víkverji skrifar
Fólk sem hefur ferðast til út-
landa í sumarfríinu hefur tjáð
Víkveija að það hafi orðið þrumu
lostið þegar það sá verðlag erlendis
og bar saman við verðlagið á ís-
landi. Einn kunningi Víkverja gekk
svo langt að halda því fram að
dýrtíð á íslandi sé nú meiri en
nokkru sinni fyrr.
Hinir íslenzku ferðalangar hafa
þá sögu að segja að verð á matvöru
og ýmsum öðrum nauðsynjum, svo
sem hreinlætisvörum, sé margfalt
hærra hér á landi en á meginlandi
Evrópu. Þjónusta við ferðamenn,
t.d. hjá hótelum og veitingahúsum,
sé svo dýr á íslandi miðað við t.d.
Þýzkaland, að trauðla verði skilið
hvers vegna nokkur útlendur ferða-
maður vilji leggja hingað leið sína.
Kunningi Víkveija nefndi sem
dæmi að hann og kona hans hefðu
leigt herbergi í fímm daga á litlum
gististað í Móseldalnum. Herbergið
var stórt og hlýlegt og í því sjón-
varp. Á morgnana var borinn fram
ríkulegur morgunverður, sem var
innifalinn í verðinu. Eigendur gisti-
staðarins, eldri hjón, tóku afar vel
á móti íslendingunum og buðu þeim
meira að segja á hátíð í þorpinu
sínu. Fyrir þessa fimm daga dvöl
greiddu íslenzku hjónin samtals um
4.000 íslenzkar krónur. Ein nótt á
gistihúsi í bæ á Norðurlandi kostaði
3.500 krónur þegar Víkveiji kann-
aði verðlagið þar fyrir nokkrum
dögum!
XXX
að er deginum ljósara að
íslenzkur ferðaiðnaður er í
stórhættu vegna dýrtíðarinnar. Hið
óheyrilega verðlag á íslandi hlýtur
að spyijast út til þeirra ferðalanga,
sem hyggja á íslandsför. í fyrsta
sinn svo menn muna hafa útlend-
ingar yfirgefið landið fyrr en þeir
ætluðu vegna þess að þeir voru
búnir með peningana sína. Þetta
fólk hefur leitað til flugfélaganna
og reynt að fá farseðlum sínum
breytt. Verzlunarmenn hafa tjáð
Víkveija að útlendir ferðamenn reki
upp undrunaróp þegar þeir koma í
verzlanir hér og sjái verðlag á mat-
vöru. Varla verður undrunin minni
þegar þeir skoða matseðla veitinga-
húsanna. Að borga 12-1400 krónur
fyrir fiskrétt, eða 25-30 dollara,
hlýtur að vera einsdæmi. Fyrir þetta
verð geta menn fengið margréttaða
veizlu með víni og öllu tilheyrandi
á góðum veitingastöðum beggja
vegna Atlantsála.
xxx
Perðamálafrömuðir hér á landi
höfðu búist við fjölgun ferða-
manna frá í fyrra. Svo hefur ekki
orðið. Hótelmenn og aðrir bera sig
að vanda vel í fjölmiðlum en
Víkveiji hefur heimildir fyrir því að
í þessari atvinnugrein séu menn
mjög áhyggjufullir og erfiðleikar
blasi við hjá mörgum. Víkveija sýn-
ist einsýnt að menn verði hið fyrsta
að setjast á rökstóla til að ræða
vandann og leita leiða til úrbóta.
Ef það er ekki gert má búast við
fáum erlendum ferðamönnum hing-
að næstu sumar.
Hin hlið málsins snýr að íslend-
ingum, sem verða nauðugir viljugir
að búa við dýrtíðina allan ársins
hring!