Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 22. JÚIÍ 1988 KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KSÍ Sigi Held „njósnar" í Reykjavík Sigfried Held, landsliðsþjálfari Islands í knattspyrnu, er vænt- anlegur til landsins 3. ágúst, eða fjórum dögum fyrir vináttulandsleik Islands og Bulgaríu, sem fer fram á Laugardalsvellinum 7. ágúst. Held mun ekki velja landslið sitt fyrr en hann er búinn að horfa á tvo leiki í 1. deildarkeppninni. Víking - Fram 3. ágúst og Val - Akranes 4. ágúst. Eins og svo oft áður, þá verður undirbúningur fyrir landsleik ekki mikill. Morgunblaöi<VÁmi Sæberg Mistök markvarðar Hallór Halidórsson markvörður FH gerði hræðileg mistök er hann fékk á sig síðara markið gegn Víkingum í gær. Hann hreinlega fraus á vítateigslínunni og hinn snöggi leikmaður Víkings, Atli Einarsson, nýtti sér það og skoraði örugglega. Víkingar nýttu mark- tækifærin 100 prósent FH úr leik í bikarkeppninni þrátt fyrir góð tilþrif FH-INGAR biðu lægri hlut í við- ureign sinni við Víkinga í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í Hafnarfirði í gærkvöldi. Víking- ar skorðu eitt mark í hvorum hálfleik án þess að FH-ingum tækist að svara fyrir sig. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og opinn. Víkingar voru sterk- ari framan af en FH-ingar komu síðan meira inn í leikinn. Andri Marteinsson skoraði ValurB. fyrrá mark Víkinga Jónatansson um miðjan fyrri skritar hálfleik. Boltinn barst út úr vítateig FH-Víkingur 0 : 2 (0 : 1) Mörk Víkings: Andri Mar- teinsson ( 31. mín.) og Atli Einarsson ( 72. mín.). Dómari: Baldur Scheving. Áhorfendur: Um 1.000. FH eftir þvögu, Andri tók boltann á bijóstið og skoraði með viðstöðu- lausu skoti í gegnum vömina óveij- andi fyrir Halldór markvörð. Aðeins þremur mínútum síðar átti Ólafur Kristjánsson skot í slá Vflrinsmarks- ins eftir homspymu. FH-ingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og pressuðu stíft og má segja að að boltinn hafi ekki farið inn á vallarhelming FH-inga nær allan hálfleikinn. FH-ingar fengu mörg hættulega færi en þeim tókst á undraverðan hátt að klúðra þeim öllum. Skondið mark Víkingar bættu við öðru marki, þvert á gang leiksins, þegar stund- arfjórðungur var til leiksloka og var það eitt skrautlegasta mark sem sést hefur lengi. Andri Marteinsson sendi háan bolta fram á vallar- helming FH-inga Halldór mark- vörður virtist hafa knöttinn og beið við vítateigslínuna eftir að boltinn kæmi. Atli Einarsson tók á rás á eftir boltanum og hreinlga stal hon- um af Halldóri sem fraus. Atli þakk- aði fyrir og eftirleikurinn var auð- veldur í markið. Eftir þetta fór allur kraftur úr FH-ingum og Víkingar héldu fengnum hlut. Það má segja að FH hafí átt meira í leiknum en það em mörkin sem telja þegar upp er stað- ið. FH-ingar hafa á að skipa góðum einstaklingum, en þeir eru full eig- ingjamir á stundum. Bestir í liði þeirra voru ólafur Kristjánsson og Ólafur Jóhannesson. Hjá Víkingum voru Atli Einarsson og Andri Mar- teinsson sprækastir. Eins varði Guðmundur Hreiðarsson vel. „Ég er ánægður með sigurinn en við lékum ekki sérlega vel í kvöld. FH er með gott lið, en munurinn á 1. og 2. deild kom vel í ljós í þess- um leik," sagði Youri Sedov, þjálf- ari Víkings, eftir leikinn. „Við börðumst vel og það var svekkjandi að tapa þessu eftir að hafa átt 70 prósent af leiknúm. Síðara markið sló okkur alveg út af laginu," sagði Guðmundur Hilm- arsson, fyrirliði FH. Lélegur dómari leiksins, Baldur Scheving, gaf tveimur leikmönnum FH gula spjaldið. Þeim Ólafí Kristj- ánssyni og Pálma Jónssyni. Þaueru íhattinum Félögin fjögur, sem verda i hattin- um, þegar dregið verður i undan- úrslit Mjólkurbikarkeppninnar, eru: ■ Valur, Vikingur, Leiftur og Keflavik. ■Aðeins Valur lék i undanúrslitun- um í fyrra, en þá máttu Valsmenn la tap, 0:1, fyrir Vtði i Garðinum. Valur, sem varð síðast bikarmeist- ari 1977, lék siðast til úrslita 1979 gn Fram og tapaði, 0:1. Leiftur hefur aldrei áður leikið [ undanúrslitum. ■Keflavik, sem hefur einu sinni orðið bikarmeistari - 1975, lék síðast til úrslita 1985. Tapaði þá fyrir Fram, 1:8. ■Vikingur, sem hefur einu sinni orðið bikarmeistari - 1971, lék þá sinn siðasta bikarúrslitaleik. Sigl Held og Atli Eðvaldsson, fyrir- liði landsliðsins. 3. DEILD Reynir leikur að Laugum Reynir frá Árskógsströnd, sem var dæmt í eins leiks heima- leikjabann vegna óspekta áhorf- enda á leik liðsins gegn Einheija, mun leika leik sinn gegn Þrótti frá Neskaupsstað að Laugum í Aðaldal. Upphafa útskurðaði afanefnd KSÍ að leikurinn færi fram á Neskaups- stað, en síðan var því breytt í gær. Leikurinn fer fram á hlutlausum velli - að Laugum, kl. 17 á morgun. V-ÞYSKALAND Karl Allgöwer færður aftur hjá Stuttgart Arie Haan, þjálfari Stuttgart, ætlar að láta Karl Allgöwer leika stöðu aftasta vamarmanns nú þegar Ásgeir Sigurvinsson kemur inn í liðið að nýju, eftir meiðsli. Allgöver hefur lengst af spilað á miðjunni og oft verið markahæsti maður Stuttgart. í fyrra var hann færður aftar á völlinn og gaf það góða raun. Ásgeir mun stjóma leik liðsins eins og alltaf þegar hann er með. Stuttgart mætir Dortmund í kvöld í Dortmund KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Landsliðið fer í keppnisferð og æf ingabúðir til Möltu Leiknirverða landsleikir gegn Alsír, Möítu ogTékkóslóvakíu Knattspymusamband íslands hefur þegið boð frá knatt- spyrnusambandi Möltu um að A-landslið íslands fari í átta daga æfingabúðir þar í landi dagana 8. til 12. febrúar á næsta ári. Landsliðið mún taka þátt í fjög- urra þjóða móti á Möltu á sama tíma. Landsliðin sem taka þátt í mótinu auk íslendinga eru Tékkóslóvakía, Alsfr og Malta. Aðstaða til æfinga á Möltu er hin ákjósanlegasta. Þetta kemur sér vel fyrir A-landsliðið sem er þá að hefja undirbúning sinn fyrir leiki í undankeppni HM á næsta ári. KNATTSPYRNA Júgóslavneskur þjálfari vill koma Milan Duricic, sem þjálfað hefur 1. deildarliðið Orik í Júgóslavíu undanfarin ár, hefur sýnt áhuga á að þjálfa á íslandi næsta keppnistímabili. Duricic, sem er 42 ára, er einn af fjórum bestu knattspymuþjálf- urum Júgóslavíu. Hann hefur einnig þjálfað unglingalandslið Júgósiavíu með góðum árangri. Hann segist einnig geta komið með tvo 23 ára leikmenn með sér. í Júgóslvavíu er þær reglur í gildi að knattspymumenn mega ekki fara úr landi til að leika í atvinnu- mennsku fyrr en þeir verða 28 ára. En þeir ættu að fá leyfí til að leikið hér á íslandi þar sem er ekki atvinnumennska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.