Morgunblaðið - 23.07.1988, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
Brimborg
kaupir
Velti hf.
BRIMBORG hf., Daihatsu-
umboðið á íslandi, keypti i gær
Velti hf., Volvo-umboðið. Samn-
ingaviðræður hafa staðið undan-
farnar vikur eins og sagt var frá
í frétt Morgunblaðsins þann 14.
þ.m. í gær náðu aðilar endanlegu
samkomulagi um kaupin. Brim-
borg hf. á þá 99,82% hlut í Velti
og Volvo ab í Svíþjóð þau 0,18%
sem eftir eru. Fyrst um sinn
verða fyrirtækin bæði rekin sem
sjálfstæðar einingar, hvort með
sínu nafni.
Brimborg hf. tekur við allri starf-
semi Veltis hf. hér á landi, það er
sölu fólksbíla, vörubíla og annarra
véla af Volvo-gerð. Ennfremur mun
Brimborg annast viðgerða- og vara-
hlutaþjónustu. Við yfirtöku Veltis
eignast Brimborg hf. verkstæðis-
húsnæði við Bfldshöfða í Reykjavík
og aðstöðu í sýningarskála Volvo
við Skeifuna. Gunnar Ásgeirsson
hf. heldur eftir fasteignum við Suð-
urlandsbraut og Vegmúla.
Miklar breytingar verða á starf-
semi Brimborgar við yfírtöku Veit-
is. Öll viðgerðár- og varahlutaþjón-
usta fyrir Daihatsu- og Volvo-bif-
reiðir verður strax flutt að
Bfldshöfða, en söiu- og sýningarað-
staða fyrir bflana verður við Ár-
múla 23, þar sem Brimborg hf. er
til húsa nú. Ráðgert er að flytja
sfðar alla starfsemina á einn stað
við Bíldshöfðann. Sýningarskáli
Volvo við Skeifuna verður lagður
niður.
Hluti starfsmanna Veltis mun
áfram verða í starfi hjá nýjum eig-
endum. Ekki hefur fengist upp gef-
ið hvert kaupverðið var, en að
nokkru leyti fólust kaupin í yfirtöku
skulda.
Ásgeir Gunnarsson fyrrverandi
forstjóri Veltis hf. sagði í samtali
við Morgunblaðið þann 14 þ.m., að
ástæður sölunnar væru miklir
rekstrarerfíðleikar Veltis hf., vegna
ofQárfestinga og vaxtabyrði af
þeim.
Vextir hækka
Dráttarvextir hækka um næstu
mánaðamót úr 4,4% fyrir hvern
byrjaðan mánuð í 4,7%. Þá hækka
einnig vextir á almennum útlánum
á skuldabréfum.
Seðlabankinn tilkynnti þessa
vaxtabreytingu í gær. Samkvæmt
þessu verða ársvextir af peninga-
kröfum, þ.e. dráttarvextir, 56,4%.
Vextir af almennum útlánum hækka
einnig. Meðalvextir fyrir almenn
óverðtryggð skuldabréf verða frá
næstu mánaðamótum 41%, en eru
nú 38,2%.
Þjálfararí tíma hjá Ivanescu
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÞRJÁTÍU íslenzkir þjálfarar voru í gær á námskeiði hjá einum höll og þá fá þjálfararnir íslenzku að sjá hvemig æfingarnar
kunnasta handknattsleiksþjálfara heims, Petre Ivanescu. Hann skila sér þegar út í leikinn kemur.
þjálfar vestur-þýzka landsliðið og fengu íslenzku þjálfararair að Á myndinni má sjá íslenzku þjálfarana fylgjast með æfingunni
fylgjast með liðinu á æfingu. Á morgun kl. 18 og mánudag kl. hjá Ivanescu, sem er lengst til hægri. Jóhann Ingi Gunnarsson
20 leikur ísland landsleiki gegn Vestur-Þjóðveijum i Laugardals- túlkaði.
Skýrsla landlæknisembættis:
Vinnudagurinn lengist
og streita vex hér á landi
í SKÝRSLU sem landlæknisembættið kynntí í gær um mannvernd í
velferðarþjóðfélagi, kemur fram að vinnutími hér á landi er mismun-
andi eftir kynjum og stéttum. Konur vinna lengri vinnuviku en karlar
og ófaglærðir og vinnuveitendur meira en háskólamenntaðir. Einnig
kemur þar fram að streita hefur aukist nýög í íslensku þjóðfélagi á
síðustu tíu árum.
Skýrslan byggir að miklu leyti á
rannsóknum Hjartavemdar á konum
og körlum á aldrinum 34-44 ára, í
Reykjavík á árunum 1968-69 og
1983-85. Þegar tölumar eru bomar
saman sést að meðalvinnutími á viku
hefur aukist allnokkuð, sérstaklega
hjá konum. Meðalvinnutími karia, og
er þá talin vinna bæði utan og innan
heimilis, er 55 stundir á viku, en
konur vinna 65 stundir, og em þetta
mun hærri tölur en í nágrannalönd-
um okkar. Ein ástæðan fyrir lengri
vinnutíma kvenna er sú að þær hafa
Kjarnorkuverið í Dounreay lagt niður:
Þakka ber bresku
ríkisstjórninni
þessa ákvörðun
— segir Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra
sótt í miklu meira mæli út á vinnu-
markaðinn á síðustu áram, en þátt-
taka karla í heimilisstörfunum hefur
lftið aukist í samræmi við það. Kon-
umar sinna heimilisstörfunum, og
gegna því frekar hlutastörfum, en
karlamir vinna auka- og yfirvinnu.
Þær stéttir sem vinna lengsta vinnu-
viku era ófaglærðir og vinnuveitend-
ur, en háskólamenntaðir era með
skemmstan vinnutíma. Síðari hópur-
inn nýtur einnig betri lífeyrisréttinda
og heldur því síður áfram störfum,
þegar komið er á eftirlaunaaldurinn.
Skýrslan tekur einnig til rann-
sókna Hjartavemdar á streitu, sem
hefur aukist veralega í íslensku þjóð-
félagi á síðustu 10-15 áram, samfara
auknum kröfum og meira vinnuá-
lagi. Þættir eins og þensla og aukin
verðbólga hafa einnig sín áhrif þar
á. Streitan bitnar svo á fjölskyld-
unni, vinnunni og heilsunni, en hjóna-
skilnuðum og ýmsum sjúkdómum
fjölgaði á sama tímbili, segir í skýrsl-
unni.
Samfara aukinni streitu hefur
tíðni sjúkdóma eins og maga- og
gigtarsjúkdóma, hjarta- og æðasjúk-
dóma aukist og flarvistir frá vinnu
vegna veikinda era tíðari. Fjárhæðir
sem þjóðfélagið ver til meðferðar við
streitu á ári hveiju era því veraleg-
ar, að sögn Ólafs Ólafssonar, iand-
læknis. Hann telur nauðsynlegt að
farið verði að beita aðgerðum til að
minnka streituna í stað þess að eyða
sífellt meiri Qármunum til dvalar á
sjúkrastofnunum af hennar völdum.
Hann tók það þó fram að hann hefði
enga tiltæka lausn á vandamálinu.
Landlæknir kynnti um leið aðra
skýrslu er flallar um niðurstöður
hóprannsókna um aðbúnað, starfs-
réttindi og heilsufar ellilífeyrisþega
á Reykjavíkursvæðinu á áranum
1979-1984. Þar kemur m.a. fram að
helmingur karla og kvenna á aldrin-
um 67-74 ára vinnur 40 stundir eða
lengur á viku. í skýrslunni segir af
vinnugeta eldra fólks haldist lengui
en áður, þar sem dregið hefur úi
þungum og erfiðum störfum, en I
staðinn hafi komið störf er krefjast
langrar reynslu, verk- og fagmennt-
unar. Þetta fólk sé einnig oft fúst
til þess að halda áfram störfum eftii
að það er komið á ellilífeyrisaldurinn,
en reglur dragi úr möguleikum at-
vinnulífsins á að notfæra sér hæfn:
þessa fólks. Heilsufar þess hafi líka
farið batnandi, meðferð við öldrar
felist ekki í algerri hvítd, heldur and-
legri og líkamlegri örvun. Það sé þv
ekki læknisfræðilega réttlætanlegt
að setja lög um vinnulok við 67 árí
aldur. í skýrslunni segir jafiiframt
að þetta fólk ætti að halda áunnuir
eftiriaunaréttindum, en eftiriauna-
aldurinn mætti vera sveigjanlegri.
Fjárhagsleg endurskipulagning:
SÍS fékk heimild
fyrir 200 miiljónum
CECIL Parkinson orkumálaráð-
herra Bretlands lýstí þvi yfir i
fyrradag, að dregið verði úr
starfsemi kjamorkuversins í
Dounreay í Skotlandi og hún lögð.
niður að fimm árum liðnum. Af
þvi tilefni leitaði Morgunblaðið
álits Halldórs Ásgrímssonar sjáv-
arútvegsráðherra á þessum
tíðindum, en hann hefur marg-
sinnis, fyrir íslands hönd, mót-
mælt fyrirhugaðri stækkun
orkuversins.
„Þetta eru með betri tíðindum
sem ég hef heyrt lengi," sagði Hall-
dór Ásgrímsson. „Við höfum mót-
mælt þessu tiltæki að stækka orku-
verið, bæði í samráði við hin Norð-
urlöndin og jafnframt höfum við
borið fram mótmæli beint gagnvart
Bretum.
Það er því mikið ánægjuefni að
ekki verði úr stækkuninni og ber
að þakka bresku ríkisstjóminni
þessa ákvörðun," sagði Halldór
Ásgrímsson.
Sjá nánar á bls. 26.
Forsetinn
heimsækir
Húnvetninga
FORSETI íslands, frú Vigdfs
Finnbogadóttir, mun heim-
sækja Húnvetninga i ágústmán-
uði næstkomandi.
För forseta hefst fimmtudaginn
25. ágúst og heimsækir hún 17
hreppa í Húnavatnssýslum. Ferð-
inni lýkur sunnudaginn 28. ágúst.
Á skrifstofu forseta fengust þær
upplýsingar í gær, að verið væri
að leggja sfðustu hönd á skipu-
lagningu ferðarinnar og er upp-
lýsinga um dagskrá heimsóknar-
innar að vænta eftir helgina.
SAMBAND íslenskra samvinnu-
félaga hefur fengið heimild tíl
erlendrar lántöku að upphæð 200
milljónir fslenskra króna en farið
var fram á 300 miHjónir króna,
að sögn Guðjóns B. Olafssonar,
forstjóra Sambandsins. Að sögn
jóns Sigurðssonar viðskiptaráð-
herra, fengu átta fyrirtæki heim-
ild tíl lántöku erlendis í vikunni.
Guðjón sagði að þeim 200 millj-
ónum, sem Sambandið hefur fengið
lánsheimild fyrir, yrði varið til fjár-
hagslegrar endurskipulagningar.
„Þetta er náttúrulega tengt því, að
Sambandið er búið að veita marg-
víslega fyrirgreiðslu til endurskipu-
lagningar í fiskvinnslu- og land-
búnaðarfyrirtækjum," sagði Guð-
jón.
Jón Sigurðsson sagðist hafa veitt
nokkram fyrirtækjum heimild til
lántöku erlendis, sem era með fíöl-
þætta starfsemi á sínum vegum,
meðal annars útflutning en teljast
þo ekki til utflutnmgs- og sam-
keppnisfynrtækj anna. Hann sagð-
ist ekki vilja gefa upp hvaða fyrir-
tæki ættu í hlut, né lánsupphæðir.
„Þetta er ekki á sama hátt fram-
kvæmd á ákveðnum áformum um
lánveitingar innan tiltekinna marka
sem ríkisstjómin kom sér saman
um f lok maí. Þetta eru eðlisskyld
mál og ekki eingöngu samvinnufé-
lög, sambandsfyrirtæki eða kaup-
félög, sem eiga hlut að máli,“ sagði
Jón.