Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 17 Viljum draga úr kostn- aði en niðurskurður ráð- herra er óraunhæfur - segir Böðvar Bragason „Markmiðið er að fara eftir fjárlögum en mörgum hefur orðið hált á þeirri braut. Það er alveg \jóst að við erum ein þeirra stofnana sem ekki hefur tekist að halda eyðslu innan þeirra marka sem fjárlög setja okkur,“ sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík en fjármála- ráðherra segir embætti hans hafa farið 170 milljónir yfir á fjárlögum. Ráðherra nefndi einnig fjölda bæjarfógetaembætta, þar á meðal á Akranesi, Selfossi, Keflavík og Hafnarfirði. Böðvar sagði íjárveitingavaldið hafa tekið ákvörðun um að skera fjárveitingu til embættis síns niður um einn þriðja frá því sem verið hefði undanfarin ár. „Við höfum full- an vilja á að draga úr kostnaði en það er alltaf matsatriði hvemig á að gera það. Ég tel ekki að hægt sé að skera svo mikið niður á einu ári án þess að starfsemi raskist um of. Þetta þýðir niðurskurð á yfirvinn- utímum, úr 280.000 tímum á ári, í 195.000 tíma og það er meira en við höfum ráðið við. Ég hefði talið raun- hæft að lækka sig niður í 230 til 240.000 tíma. Við höfum gert dóms- málaráðuneytinu grein fyrir þessu á hverjum tíma og það hefur sýnt okk- ur skilning.“ „Mig furðar á þessari yfírlýsingu fjármálaráðherra þar sem við höfum ekki einu sinni fengið þá fjárveitingu sem okkur ber. Ég hef ekki fengið nein svör við fyrirspum minni um þær til ráðuneytisins. Allar ákvarð- anir um kaup á borð við nýtt hús- næði og bíla, hafa verið teknar af fjármálaráðuneytinu sjálfu," sagði Sigurður Gizurarson, bæjarfógeti á Akranesi. Már Pétursson, bæjarfógeti í Hafnarfírði sagði stærstan hluta fjárhæðarinnar vera verkefnaráðn- ingu 4 lögreglumanna vorið 1987 umfram heimildir ijárlaga. Þeir hafí verið ráðnir til að annast aukna lög- gæslu í Mosfellsbæ vegna krafna íbúa þar. „Þessi löggæsluaukning, sem dómsmálaráðuneytið samþykkti og stóð að, var auðvitað gerð í trausti þess að fjármálaráðuneytið væri með í ráðum og aukafjárveiting fengist. Þá er nokkur hluti upphæðarinnar vegna þess að við hófum að tölvu- væða embættið á síðasta ári í trausti þess að við fengjum fé af sameigin- legri fjárveitingu til dómsmálaráðu- neytis vegna tölvukaupa. Við fengum aðeins 500.000 kr. en keyptum 24 tölvur. Hafnarfjörður er næststærsta tollhöfn landsins. Innflutningur hér hefur aukist um 50% milli ára undan- farið og er þá miðað við fjölda af- greiðsla. I fyrravor neyddumst við til að ráða 2 starfsmenn án fjárlaga- heimildar, til þess að geta veitt sóma- samlega þjónustu og innheimt mikil- vægustu gjöld," sagði Már. Sérblað á miðvikudögum Myndasögur, þrautir og efni frá börnum. Auglýsingar í barnablaðið þurfa að hafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 17.00. áföstudögum. JWtvgmiMfifetfr - blaé allra landsmanna Rafn Sverrisson í versluninni Seljakaupum. Morgunbiaðið/Þorkeii Tók viðrekstri Seljakaupa RAFN Sverrisson hefur tekið við rekstri verslunarinnar Selja- kaupa í Breiðholti. Auk matvöruverslunar tilheyra Seljakaupum söluturn og myndbandaleiga. (Fréttatilkynning) TÖLUVERT URVAL húsgögn ÁRMÚLA 44. SÍMI 32035
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.