Morgunblaðið - 23.07.1988, Side 20

Morgunblaðið - 23.07.1988, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULI 1988 Ferðamál á Íslandi/Einar Þ. Guðjohnsen BAKSLAG Það virðist augljóst, að nokkur afturkippur kemur nú í framþróun ferðamálanna hér á landi. Allt bend- ir til þess, að ísland sé orðið allt of dýrt ferðamannaland. Verðbólg- an hér er meiri en í nágrannalönd- um okkar og allt hækkar hér meir en hjá aðalviðskiptavinunum. Loks er það þessi vondi og van- hugsaði matarskattur, sem gerir útslagið og kemur ver við ferða- menn en margt annað. Hvergi er orðið dýrara að borða en hér á landi. Menn geta spurt hvort ekki gangi það sama yfir okkur sjálf og víst er það svo. Við látum enda ná saman með því að vinna meira og lengur en nokkur önnur þjóð í heimi samkvæmt nýjustu upplýsingum. Straumurinn héðan er líka meiri en við mætti búast, einmitt vegna munarins í matarverði. Allir þurfa að borða hvar sem þeir eru. Það er nöturlegt, að stjómendur landsins skuli ekki sjá og skilja á hvaða villigötum þeir eru staddir. Enginn stjómmálamaður virðist skilja mikilvægi ferðaþjónustu sem framtíðaratvinnuvegar og það mjög svo gjaldeyrisaflandi. Ef rétt er á málum haldið má margfalda straum erlendra ferðamanna hingað til lands. Stjómir flestra landa skilja mikilvægi ferðaþjónustu og mark- visst er að þeim málum unnið. Öll náttúra er viðkvæm, ekkert frekar hér en annars staðar, og verður því að fella náttúmvemd að ferðamál- um meira en gert hefir verið og styrkja þá þætti, sem viðkvæmastir em. Einn og einn stjórnmálamaður talar fallega og glaðlega um ferða- Einar Þ. Guðjohnsen málin við hátíðleg tækifæri, en síðan fýlgir ekkert á eftir. Meingölluð lög um ferðamál Ég hef áður skrifað um þessi lög og galla þeirra og nú mun ný laga- setning vera einhvers staðar á leið- inni. Fróðlegt verður að sjá hvað þar verður borið á borð. Yfirstjórnin er í höndum sam- gönguráðuneytisins og virðist þar lítill skilningur á mikilvægum stað- reyndum. Nú em þeir t.d. á hlaup- um eftir litlu ferðaskrifstofunum og heimta 4 milljón kr. fasteigna- verðtryggingu, annars verði þeim lokað. Til hvers? Allar ferðaskrif- stofur verða að setja sömu trygg- ingu, litlar og stórar, þær sem stunda leiguflug og þær sem ekki gera það. Er verið að reyn að hreinsa litlu ferðaskrifstofurnar út? Halda menn að fáar stórar veiti betri þjónustu en fleiri aðilar litlir og stórir? Vilja menn kannski ein- hverja „inturist" hér á rússneska vísu? Ef það er tilgangurinn að tryggja farþegum ömgga heim- komu má gera það á allt annan hátt, t.d. með samvinnu tryggingar- félaga. Launþegasamtök em komin af stað með stórfellda ferðaþjónustu án þess að hafa til þess ferðaskrif- stofuleyfi eða að tryggingar sé krafist. Hvaða undanþágur frá lög- unum em hér á ferðinni? Mér finnst að ráðuneytið verði að gera opin- berlega grein fyrir öllum þessum málum, til hvers sé ætlast af hverj- um og hvers vegna. Allir verða að vera jafnir fyrir lögunum, annars em þau einskis virði. Því miður tel ég, að ráðuneytið sé dragbítur á þróun ferðamálanna en ekki sá hvati, sem því ber að vera. Ráðuneytið á ekki að „stjórna“ ferðamálunum í smáatrið- um, heldur að vera sá undirtónn og hvati sem eykur hraðann. Verkföll í vor gerðist það enn sem oftar og telja má árvisst, að einhver eða einhveijir þrýstihópar telja sér hag í því að stöðva ferðafólk. Alltaf er það „heilagur" verkfallsréttur sem leiðir menn í ógöngur. Mönnum gengur illa að skilja það, að jafn- framt réttinum bemm við líka skyldur við þjóðfélagið. Menn geta ekki heldur lært þá staðreynd, að réttur eins endar þar sem réttur þess næsta byijar. Þarna deildu vinnuveitendur og starfsfólk, en þriðja aðilanum, ferðamanninum, var fórnað alsak- lausum. Einstaklingar, sem kom þessi deila ekkert við, vom beittir ofbeldi, sem var til háborinnar skammar fyrir alla þjóðina. Lög- reglumenn horfðu á og reyndu ekki að koma í veg fyrir ofbeldið fremur en í öðmm vinnudeilum. Alþingi og ríkisstjórn héldu að sér höndum og töldu þetta ekki sitt mál. Til hvers eiginlega er Alþingi og ríkisstjórn hvetju sinni ef ekki einmitt til að lægja ófriðaröldur og koma í veg fyrir deilur um skipt- ingu kökunnar. Um þetta atriði snúast raunvemlega öll þjóðmálin. Alþingi og ríkisstjórn bera ábyrgðina með aðgerðarleysi sínu. Það verður að gerbreyta öllum lög- um og reglum um vinnudeilur. Jafn- framt samningsrétti verður að koma ákveðin samningaskylda og verkföll verða að vera því sem næst útilokuð. Verkföll em stríð og það er ekki siðaðra manna háttur að fara í stríð. Það er ótvírætt Alþingis að laga þessi mál og forða okkur frá þessum árlegu ósköpum. Ferðaþjónusta er viðkvæmust allra atvinnuvega fyrir verkföllum. Flugfvallarskattur Enn hefur þessi skattur verið hækkaður og emm við í farar- broddi meðal þjóða heims í þessari skattheimtu. Þetta staðfestir enn á ný skilningsleysi stjórnvalda á þró- un ferðamálanna og sýnir vemlega skammsýni. Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.