Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 21 DR. GUNNLAUGISYARAÐ *!i£ÍH eftir Methúsalem Þórisson í Morgunblaðinu 9. júlí síðastlið- inn skrifar dr. Gunnlaugur Þórðar- son, hæstaréttarlögmaður, grein sem er nokkurskonar úttekt hans á nýioknum forsetakosningum og að- draganda þeirra. Greinin er að öllu leyti mjög málefnaleg og röksemda- færsla öll til sóma. Því vil ég hvetja alla til að fínna blaðið sem greinin er í og lesa hana vandlega. Af þess- ari grein má sjá að dr. Gunnlaugur hefði sómt sér vel sem kosninga- stjóri frú Vigdísar Finnbogadóttur. Þó eru örfáir hnökrar á málflutn- ingi þínum, dr. Gunnlaugur, sem mig langar til að benda þér á og vona ég að þú misvirðir ekki þessa smámunasemi við mig þótt þú sért bæði doktor og lögmaður fyrir hæstarétti. „Óánægjuframboð" Það er auðvitað alveg rétt hjá þér að framboð Sigrúnar Þorsteinsdótt- ur var „algjört óánægjuframboð" en hvemig þú leiðir að því rök er ekki fyrir neitt venjulegt fólk að skilja. Þú segir að vegna þess að þeir sem stóðu að framboðinu gerðu sér enga von um meira en 3% fylgi, þá sé um óánægjuframboð að ræða. Þetta er áreiðanlega einhver flókin tögfræði- leg túlkun sem tæpast er hægt að ætlast til að almenningur skilji. En heyrðu annars, dr. Gunnlaugur, er nokkuð ljótt að vera óánægður með embættismenn og stjómvöld? Hrekktu kónginn Það er áreiðanlega mikið til í því hjá þér að með hverri þjóð fyrir- fínnist hópar sem eru óánægðir með allt og alla og em svo með bölvaða uppsteit þegar þeir koma því við. Þetta hefur víst verið svona lengi og ekki man ég betur en að ég hafi lesið um það einhverstaðar að álíka vanþakklátt fólk hafi verið að hrekkja blessaðan kónginn af Frakklandi héma fyrr á öldum. Og gott ef ekki var kónginn yfír Bret- landi einnig og meira að segja í henni Ameríku með því að henda te í sjóinn sem menn hans áttu. Hefðu átt að kjósa Sigrúnu Svo var það þetta með að 10% kjósenda kjósi af ábyrgðarleysi. Get- ur verið að þetta sé rétt? Heldur þú Gunnlaugur að það sé mögulegt að tíu af hveiju hundraði kjósenda hugsi ekki um hvað embættismönn- um, lögfræðingum og _ flármála- mönnum sé fyrir bestu? Eg verð að segja að sé þetta rétt hjá þér þá er auðvitað satt að þessi 10% hefðu átt að kjósa Sigrúnu Þorsteinsdóttur. Því hún virtist hafa ákveðnar efa- semdir í garð þessara hópa, reyndar furðulega miðað við allt þeirra óeig- ingjama hjáiparstarf. Falsaður þáttur Það kom að sjálfsögðu ekki til greina að flestra áliti eins og þú , réttilega bendir á, að frú Vigdís Finnbogadóttir, forsetinn okkar — já, mér liggur nú nærri við að segja drottningin okkar — færi að karpa við frú Sigrúnu, einn af þegnum sínum og það frammi fyrir alþjóð. Það hefur heldur aldrei gerst áður í kosningabaráttu eins og þú segir. Enda er ég hreint viss um að fundur- inn með Guðlaugi, Albert, Pétri og frú Vigdísi frá því fyrir kosningam- ar 1980 og aðeins var sýnt frá f kynningarþætti frú Vigdísar, hefur verið falsaður. Fyrir utan það eins og þú sagðir, prýddi frú Sigrúnu þvílíkt dóm- greindarleysi að ómögulegt hefði verið að giska á hvað fram hefði getað komið í svona þætti. Hún hefði kannski spurt frú Vigdísi um per- sónulegar skoðanir hennar á forseta- Methúsalem Þórísson embættinu og auðvitað kemur eng- um við, alira síst óbreyttum þegnum hennar. Misskilningur stuðningsmanna Ég tek undir það með þér að það er deginum ljósara að við stuðnings- menn Sigrúnar höfum hiaupið inni- lega á okkur með því að hóta að kæra Sigurð Lindal, þann óskeikula fræðimann, fyrir siðanefnd lögfræð- ingafélagsins úr þvf að þessi nefnd er alls ekki til. Við gátum svo sem sagt okkur þetta sjálf því í lögfræði- deild háskólans Iæra menn að verða siðferðilega vammlausir og svona nefnd væri hrópleg móðgun við stétt- ina. Við héldum að í kynningarþætti stuðningsmanna Vigdísar að Sigurð- ur Líndals ætti að styðja Vigdísi en skildum ekki að þarna var á ferðinni óvefengjanleg lögfræðileg skýring á því sem við sauðsvartur almúginn berum alls ekkert skynbragð á þ.e. stjórnarskráin okkar. Vafasamur frétta- flutningur Mér fínnst þú taka heldur vægi- lega á útvarpinu varðandi það að þeir töluðu um kosningaþátttökuna og sögðu hana heldur dræma og helst sambærilega við árið 1933. Það ætti að banna svona fréttaflutning. Það kemur út eins og fólk sé eitt- hvað óánægt með þjóðfélagið, sem getur varla verið þó skattbyrðin hafi þyngst dálítið og vextir hækkað eitthvað. Ég gæti helst trúað því að ríkisstjómin færi að selja útvarpið og þetta er enn ein ástæðan til þess. Lögleiða kosningaskyldu? Ég er fylgjandi þeirri tillögu þinni, Gunnlaugur minn, að það ætti að lögleiða skyldu til að kjósa í kosning- um. Til þess em þær jú. En ég vil ganga ögn lengra og skylda fólk til að kjósa sitjandi forseta að viðlögð- um háum fjársektum. Það myndi koma í veg fyrir mótframboð eins og fólk þurfti að þola 25. júní sfðast- liðinn. Ánægjuleg undantekning Að iokum vil ég gera smá athuga- semd við það sem þú vitnar í Gothe sáluga: „Maður getur aldrei ímyndað sé hve fólk getur verið heimskt." Eftir lestur greinar þinnar verð ég þó að segja að til em ánægjulegar undantekningar frá þessari reglu. Afsakaðu afskiptasemina gæskur og taktu þetta í öllum bænum ekki' eins og ég sé að gera mig breiðan gagnvart jafn merkum fræðimanni og þú ert. Lifðu heill. Höfundur er félagi í samtökum græningja. 0 Q Electrolux % Storkök Hraðvirk uppþvottavél Pvottatimi aðeins 2-4 mínútur. Innbyggð gljávökvadæla. Hagkvæm lausn fyrirminni veitingastaði og mötuneyti. Gæði, Þekking, Þjónusta A. KARLSSQM HF. HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SlMI:91 -27444 ffÆÆÆÆA Fróðleikur og skemmtun l fyrir háa sem lága! I Laugardaginn 23. júlí frá kí. 11.00 til 17.00 mun Baldur Úlfarsson, grillmeistari, mæta hjá Ferðamarkaðnum, Bíldshöfða 12, og bjóða upp á grillaðar hvítlaukspylsur og lambariffrá Sláturfélagi Suðurlands. Nýi íscola drykkurinn frá Sólhf. og íspinnar frá Kjörís verða einnig íboði. Komið og bragðið rétti meistarans og kynnist um leið m.a. PARADISO fellihýsunum, ferðavörum frá SeglagerðinniÆgi, DALESMAN sumarhús, gasgrillum og sumarhús- gögnum frá BústofniTudor rafgeymum og sólarrafhlöðum fyrir sumarhús frá Skorra hf. o.fl. Sjón er sögu ríkari. Það verður sannkölluð fjölskyldustemning hjá Ferðamarkaðnum. Við erum alltaf í leiðinni. Ferðamarkaðurínn, Bfldshöfða 12, við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu. Sími 674100. Opið laugardag frá kl. 10.00 til 18.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.