Morgunblaðið - 23.07.1988, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
GARÐASTAL
Afgreitt eftir máli.
Allir fylgihlutir.
Bretland:
Dregið úr starfsemi
í Dounreay-verinu
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
CECIL Parkinson orkumálaráðherra lýsti því yfir í fyrradag í Neðri
deild breska þingsins, að dregið yrði úr opinberum framlögum til
rannsókna á kjarnakljúfum, sem nýta hraðar nifteindir. Sagði hann,
að fljótlega yrði dregið nokkuð úr starfseminni í Dounreay og eftir
fimm ár myndi hún að mestu leggjast af. Óánægja er með þessa
ákvörðun ríkisstjórnarinnar í kjarnorkuiðnaðinum.
Ráðherrann sagði, að dregið yrði
úr framlögum til rannsókna á eldis-
kjamakljúfum, sem svo eru nefndir
vegna þess, að þeir ala eigið elds-
neyti, en framlögin nema nú 105
milljónum sterlingspunda árlega,
um átta milljörðum ísl. kr. Á næstu
tveimur árum mun störfum fækka
um 1.500 við þessa áætlun annars
staðar en í Dounreay en eftir 1994
mun þeim fækka þar um 2.100 í
um 500. Verður starfsemin þar þá
aðallega fólgin í viðhaldi og eftir-
liti. Rekstur Dounreay kostar um
50 milljónir punda á ári eða tæpa
fjóra milljarða ísl. kr. en endur-
vinnslustöðin þar verður starfrækt
fram til ársins 1997.
Rök ráðherrans voru þau, að
engin þörf yrði fyrir þessa tegund
kjamakljúfa fyrr en eftir 30-40 ár
í fyrsta lagi. Hann hafnaði því að
leggja 800 milljónir punda í nýja
áætlun um rannsóknir á eldis-
kjamakljúfum með öðrum Evrópu-
ríkjum eins og breska kjamorkuráð-
ið hafði farið fram á.
Robert Maclennan, þingmaður
Kataness og annar af leiðtogum
Frjálslynda lýðræðisflokksins,
sagði, að 10 milljón punda framlag
Breta til samvinnu Evrópuríkja um
þróun og byggingu eldiskjama-
kljúfs, eins og fyrirhugað væri,
stefndi samvinnunni í hættu. Ráð-
herrann svaraði því til, að sambæri-
Prufu-hitamælar
- 50 til + 1000 C
í einu tæki meö elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
gfiMoísiaígjM0 cJiSxniæssom)
VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480
legar áætlanir Vestur-Þjóðverja og
Frakka væru nú í molum.
Starfsmenn í Dounreay og tals-
menn kjamorkuiðnaðarins tóku
þessari yfirlýsingu ráðherrans illa.
Stöðin hefur verið mjög mikilvæg
efnahagslífi Kataness og samdrátt-
urinn er því meiriháttaráfall fyrir
það.
Campbell Christie, ritari skoska
alþýðusambandsins, sagði, að þessi
ákvörðun ráðherrans þýddi, að at-
vinnuleysi á Katanesi gæti orðið
allt að 40% og væri samfélaginu
þar mikið áfall. Að hætta við þessa
áætlun ylli því, að Bretar yrðu að
flytja inn kunnáttu frá Frakklandi,
Japan eða jafnvel Sovétríkjunum á
næstu öld. Einnig væri tveimur
milljörðum punda, sem rannsókn-
aráætlunin hefði þegar kostað,
kastað á glæ. Talsmaður kjamorku-
ráðs ríkisins hefur sagt, að allra
ráða verði leitað til að halda Doun-
reay gangandi lengur en til 1994.
Kjamakljúfurinn í Dounreay,
sem nú starfar, var tekinn í notkun
árið 1974. Þá voru aðstæður í orku-
Herlög
í Burma
Bangkok. Reuter.
HERLÖG voru sett í borginni
Prome í Burma í gær en þá
höfðu verið þar og óeirðir í sex
daga. Voru herlögin sett í sama
mund og helstu frammámanna
sósíalistaflokksins, eina sljórn-
málaflokksins í landinu, komu
saman til skyndifundar.
í búrmíska útvarpinu sagði, að
átökin í Prome hefðu verið af trú-
arlegum rótum runnin, milli
búddatrúarmanna, sem em í
meirihluta í landinu, og múha-
meðstrúarmanna en þeir em flest-
ir af indverskum uppmna og at-
kvæðamiklir í verslun og viðskipt-
um. í mótmælunum að undanf-
ömu hafa þó námsmenn farið
fremstir í flokki og í lahdinu ríkir
mikil óánægja með dýrtíð, vöm-
skort og harðneskju lögreglunnar.
Fyrr á ámm var eftiahagur þjóðar-
innar tiltölulega góður en nú hafa
Sameinuðu þjóðimar skipað
Burma á bekk með þeim ríkjum,
sem verst em sett.
ísrael:
Bandarísk-
Friðsamt í Jerúsalem
eftir róstusama viku
Reutcr
Norodom Sihanouk prins og Michel Rocard, forsætisráðherra Frakk-
lands. Þeir ræddust í gær við um Kambódíumálið og lofaði Rocard
mjög baráttu Sihanouks fyrir friði í landi sínu.
Sihanouk prins hættur
sjálfskipaðrí „útlegð“
Sonur hans tekur þátt í Kambódíuviðræðum
París, Peking, Honolulu. Reuter.
NORODOM Sihanouk prins og
fyrrum þjóðarleiðtogi Kambódíu
hélt í gær til Jakarta í Indónesíu
en þar eru nú að hefjast óform-
legar viðræður um frið í
Kambódiu og brottflutning víet-
namsks herliðs. Ætlar sonur
hans að taka þátt í þeim fyrir
hans hönd. I næsta mánuði
hyggjast Sovétmenn ræða við
Kínveija um Kambódíumálið.
Michel Rocard, forsætisráðherra
Frakklands, fór í gær fögmm orð-
um um framlag Sihanouks og til-
raunir hans til að koma á friði í
Kambódíu en prinsinn hefur verið
í sjálfskipaðri „útlegð“ í Frakklandi
síðustu tíu daga. Hafði hann áður
sagt af sér formennsku í bandalagi
þriggja skæruliðahreyfinga í
Kambódíu og hélt því þá fram, að
Rauðir khmerar berðust ekki síður
við hans eigin menn en erkióvininn,
Víetnama. Kvaðst Sihanouk ekki
ætla að taka þátt í viðræðunum í
Jakarta, heldur sonur hans, Ran-
arridh prins.
í næsta mánuði ætla Sovétmenn
að senda nefnd háttsettra manna
til Peking til viðræðna við kínversk
stjómvöld um átökin í Kambódíu
• og er það í fyrsta sinn, sem ríkis-
stjómimar ræðast við um það mál.
Herseta Víetnama í Kambódíu hef-
ur einna helst staðið í vegi fyrir
bættum samskiptum ríkjanna.
ir hermenn
tilísræl
Haífa. Reuter.
FJÖGUR þúsund landgöngulið-
ar úr bandaríska sjóhernum
komu til hafnarborgarinnar
Haífa í ísrael í gær til þess að
taka þátt í fyrstu heræfingum
Bandarikjamanna í ísrael.
Hermennirnir komu til ísrael á
fimm skipum. Þau fluttu einnig
þyrlur, flugvélar og skriðdreka
sem nota á við æfingamar. Þijú
skipanna eru svokallaðir vatna-
drekar sem komast ferða sinna
jafnt á láði sem legi. Gert verður
við íjögur bandarísku skipanna í
ísrael.
Heræfingar Bandaríkjamanna í
ísrael em liður í samkomulagi
ísraela og Bandaríkjmanna um
nána samvinnu á sviði hemaðar.
Samkomulagið var undimtað árið
1982.
Ifyrst var greint frá fyrirhuguðum,
sameiginlegum heræfingum
ríkjanna í apríl i vor.
málum allar aðrar en nú. Olíuverð
hafði hækkað mjög ört og talið
var, að verð á úrani færi hækk-
andi. Nóg er nú af olíu á heims-
markaði og verð á úrani hefur lækk-
að. Vatns- og gaskældir kjama-
kljúfar hafa því orðið hagkvæmari
og fyrirsjáanlegt er, að þeir verða
notaðir áfram.
Ólíklegt er talið, að af byggingu
evrópsku endurvinnslustöðvarinnar
í Dounreay verði.
Israel:
Reuter
Israelskir landamæralögregluþjónar standa vörð fyrir utan A1 Aqsa-
moskuna í þann mund sem moskugestir koma frá bænahaldi.
Jerúsalem, Reuter.
FYRIRHUGUÐ mótmæli Pa-
lestínuaraba í Jerúsalem fyrir
hátiðisdag múslima fóru að
mestu út um þúfur í gær, enda
voru öryggisráðstafanir lög-
reglu í borginni helgu gífurleg-
ar. Var meðal annars komið í veg
fyrir að benzínsprengjum væri
smyglað inn í helgistað múslima.
Lögregla stóð hvarvetna vörð í
austurhluta Jerúsalem, en þar búa
nær einvörðungu arabar. Óttast
ísraelar að arabar kunni að grípa
til frekari óeirða eða ofbeldisverka
um helgina, en á sunnudag er
íslamski hátíðisdagurinn Id al-Adha
og um leið lýkur róstusömustu viku
í Israel í nokkra mánuði.
ísraelskir hermenn skutu níu
araba til bana í vikunni og tveir til
viðbótar létust af völdum skotsára,
sem þeir höfðu áður hlotið á meðan
Intifada hefur staðið, en svo er
uppreisn Palestínuaraba á Vestur-
bakkanum og Gaza-svæðinu nefnd.
Hún hefur nú staðið í rúma sjö
mánuði og hafa að minnsta kosti
242 Pajestínuarabar látið lífið í
henni. í gær upplýsti talsmaður
hersins að einn hinna þriggja
Pelstínuaraba, sem skotinn var á
þriðjudag, hefði verið ísraelskur
ríkisborgari, en hann er fyrsti ísra-
elski arabinn, sem fellur í uppreisn-
inni.
í A1 Aqsa-moskunni í elsta hluta
Jerúsalem í gær flutti bænastjóri
harðorða prédikun gegn hemámi
ísraela. „Við minnum hemámsliðið
á að við munum aldrei gleyma at-
höfnum ykkar," sagði hann meðal
annars. „Bræður, verið þolinmóðir
endalokin eru i nánd.“
Að sögn lögregluyfirvalda kom
öryggiseftirlitið í gær svo sannar-
lega að gagni, því að þegar leitað
var í hafurtaski konu nokkurrar við
eitt hliðanna að gömlu borginni á
Musterishæð, fannst kassi, sem
innihélt tíu benzínsprengjur. Talið
er að átt hafi að beita sprengjunum
á ísraelska landamæralögreglu við
mótmæli, sem eiga sér vanalega
stað eftir bænir.
Konan og maður hennar, sem
bæði em með ísraelskan ríkisborg-
ararétt, vom dæmd í gæsluvarð-
hald.