Morgunblaðið - 23.07.1988, Page 35

Morgunblaðið - 23.07.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 35 Eiga Reykvíkingar bara borgarstjóra bifreiðæigenda? eftir Magnús H. Skarphéðinsson Ég hélt að ég væri að heyra mis- skilning í útvarpinu um daginn þegar sagt var frá nýrri ákvörðun borgar- ráðs um að leyfa bifreiðaeigendum bæjarins að leggja bifreiðum sínum átölulítið upp á afganginn af gang- stéttum okkar gangandi og hjólandi vegfarenda. Af litlu var að taka nú upp á síðkastið. Hinn valdamikli borgarstjóri Reykvíkinga brást skjótt við erindi kaupmanna gamla bæjarins um dag- inn að lækka og afnema sektir á bifreiðir viðskiptalífsins sem standa mjög oft ólöglega uppi á gangstétt- um í borginni. Það tók innan við viku að lemja þessa þjóðþrifaákvörðun gegnum borgarkerfið. Öðruvísi okk ur áður brá í öðrum og minna nauð synlegum málum, s.s. hinum land læga skorti á elliheimilum fyrir gaml- ingjana. Það eru ekki nema 1.800 aldraðir Reykvíkingar búnir að bíða á biðlistum hjá borginni eftir elli- heimilisplássi í tæpan áratug. Já, eitt þúsund og átta hundruð á bið- listum hjá Davið borgarstjóra. Fólk, sem fæst ef nokkuð, eygir nokkra úrlausn húsnæðismála sinna í þessu lífi hér. Nei, hér er það forgangsröð verk- efna sem blívur. Par exéllence! segir borgarstjórinn og smellir fíngrum og borgarstjórafrúin hlær í betri bíl borgarbúa. Það gladdi okkur íbúa gamla bæj- arins ekki lítið þegar gatnamálastjóri tók á sig rögg og skipulagði herferð til bjargar okkur gangandi fólkinu hér í bænum. Innrás bifreiðanna upp á flestallar gangstéttir bæjarins líkist helst orðið meindýraplágu fyrir þá sem reyna að komast leiðar sinnar eftir gangstéttunum. (Þó skömm sé að nota orðið meindýr um nokkur dýr önnur en okkur eiginlega, og enn meiri skömm að nota orðið plágu. Frekjan í okkur homo sapiens er orðin svo yfirgengileg að ef eitthvert annað dýr plánetunnar fjölgar sér agnarögn, þá köllum við það plágu. Hvað ætli hin dýrin kalli þessa fjölg- un okkar?) Það verður að draga úr hinum hörðu umferðar- valkostum sem mest Mér finnst að kjömir fulltrúar borgarinnar ættu að fara að hugsa sinn gang í heilbrigðari ferðamáta bæjarbúa. Það er að verða ólíft vegna mengunar í henni gömlu Reykjavík. Ekki bætir hávaðinn úr þessum trylli- tækjum andrúmsloftið. Að ógleymd- um slysunum sem allur þessi hryll- ingur og tryllingur kostar. Ég ætla varla að bjóða lesendum upp á tölur í þessum dálki. Þær eru stjamfræði- legar. Þó hefi ég heyrt eftir ábyggi- legum embættismanni innan heil- brigðiskerfisins að einungis umferð- arslysakostnaður á fólki hér á landi sé ekki undir 1.000 milljónum á ári. Þar sem ég bý í gamla bænum á Grettisgötunni er nábýlið við Lauga- veginn hreinlega að drepa okkur. Ég hef aldrei séð gangstéttina við Grettisgötuna lausa við bifreiðir sem lagt hefur verið ofan á þeim langsum eða þversum á verslun- artíma a.m.k. undanfarin 6-7 ár. Það er hending að haígt sé að fara með reiðhjól eða bamavagn torfæru- laust um þær á daginn. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta lengur. Og nú þegar gatnamálastjóri hóf varnarstríð fyrir okkur verst settu íbúana var eitt stórt strik dregið yfir og fýrir flestar þess- ar aðgerðir af hinum valdamikla borgarstjóra Reykvíkinga. Nýjustu dagskipanir frá borgar- ráði eru því nú: „Draga skal verulega úr sektum og þær lækkaðar. Stöðu- mælagjöld skulu lækkuð og tími blikkbeljanna á básunum lengdur. Stöðumæla- og umferðarverðir borg- arinnar skulu skammaðir og þeim skipað að halda sig á mottunni þegar bifreiðir em annars vegar. Og drátt-.- arbílamir sem notaðir em til að fjar- lægja verstu bifreiðimar uppi á gang- stéttunum skulu sparaðar sem mest má, o.s.frv. Þetta tilkynnist hér með „Hvað sem gert verður þá nær ekki nokkurri átt að leiða í lög innrás blikkbeljunnar upp á þessar fáu og litlu gangstéttaskákir sem okkur hinum voru ætl- aðar.“ í nafni hins valdamikla borgar- stjóra." Og borgarstjórafrúin hlær í stóra fína borgarstjórabílnum í stóra fína frátekna bílastæði borgarstjórabíls- ins við Austurvöllinn. Því þetta skilj- anlega og óþolandi streð við um- ferðarlagaverðina er nú svona og svona. Það skilja það allir eða er það ekki? Eiga hinir mjúku veg- farendur enga samúð borgarráðs? En hvers eigum við að gjalda, íbú- amir við þessar götur? Og hvers eiga þeir bæjarbúar að gjalda sem ferðast um borgina án þess að menga um- hverfið, æra alla með hávaða eða slasa eða drepa fólk með þessum banvænu tækjum liggur mér við að segja? Eigum við gangandi íbúar virki- Magnús H. Skarphéðinsson lega enga samúð í borgarráði í líkingu við kaupmennina og bifreiða- eigenduma? Eigum við bara borgar- stjóra sem hugsar um hag bifreiða- eigenda? Ég og sumir nágrannar mínir höfum verið að velta þessari spumingu fýrir okkur undanfama daga. Það leita á okkur íbúa gömlu Reykjavíkur ýmsar áleitnar hugsanir á svona tímum. Eitthvað verður að gerast í þessum málum annað en svona ósmekkleg afgreiðsla vandamálsins. Því hvað sem gert verður þá nær ekki nokk- urri átt að leiða í lög innrás blikk- beljunnar upp á þessar fáu og litlu gangstéttaskákir sem okkur hinum vom ætlaðar. Enda em okkar skákir margfalt færri og minni en risaskák- ir blikkbeljanna em fyrir í borginni okkar. Eða er hægt að ganga svona enda- laust á rétt okkar líka? Ég vona a.m.k. að fleiri en ég séu hneykslað- ir. En hvað við getum gert andspæn- is valdinu er aftur annað og erfiðara mál, eins og nýleg dæmi sanna þvp miður. Höfundur er íbúi ígamla bænum'. Það er stutt 101 Sjóbúöin, Grandagarði 7 Sölutuminn Vestrið, Garðastræti 2 Sðlutuminn Sólvellir, Sólvallagötu 27 Sölutuminn-Vldeóleigan, Tryggvagötu 14 Sölutuminn, Vesturgötu 53 Valsheimilið, Hllðarenda v/Laufósveg Sðlutuminn Barón, Laugavegi 86 Söluturninn, Hafnarstræti 20 Egyptinn, Skólavörðustfg 42 Söluturninn, Leifsgötu 4 103 Happahúsið, Kringlunni 104 Kaffiterlan, Iþróttamiðstöðinni I Laugardal SS Glæsibæ, Álfheimum 74 Söluturninn Norðurbrún 2 Mikligaröur v/Holtaveg Sölutuminn Vldeógæði, Kleppsvegi 150 Lukku Láki, Langholtsvegi 126 Sðluturninn Sunnutorg hf., Langholtsvegi 68 105 Sölutuminn Allrabest, Stigahlfð 45 Sölutuminn Pólls, Skipholti 50 Kútter Haraldur v/Hlemmtorg Sölutuminn, Barmahilð 8 Matró, matvöruverslun, Hátúni 10b Sðluturninn ömólfur, Snorrabraut 48 Sðlutuminn Donald, Hrfsateigi 19 107 ESS0, Ægisstðu 102 Vldeóleigan, Ægisslðu 123 Söluturninn, Hagamel 67 Isbúöin hf., Hjarðarhaga 47 KR heimilið, Sörlaskjóli 108 Sölutuminn Ofanleiti, Ofanleiti 14 Nýja Kúlan, Réttarholtsvegi 1 Myndver hf„ Háaleitisbraut 58-60 Söluturninn Toppurinn, Slðumúla 8 SS Austurveri, Háaleitisbraut 68 Söluturninn Grlmsbær, Efstalandi 26 Hagkaup, Skeifunni 15 Tommaborgarar, Grensásvegi 7 Framheimilið, Safamýri 28 Söluturninn, Sogavegi 3 109 Söluturninn, Seljabraut 54 Sölutuminn, Hólmaseli 2 Sölutuminn Sel, Leirubakka 36 ESS0, Skógarseli 10 Kaupstaður, Pönglabakka 1 Sölutuminn Arnarbakka 4-6 110 Skalli, Hraunbæ 102 Verslunin Nóatún, Rofabæ 39 Fylkisheimilið, Fylkisvegi Söluturn/Matvöruverslun, Selásbraut 112 111 Sölutuminn Hraunberg, Hraunbergi 4 Sölutuminn, Iðufelii 14 Söluturninn Candls, Eddufelli 6 Söluturninn Hólagarður, Lóuhólum 2 Sölutuminn Straumnes, Vesturbergi 76 SELTJARNARNES ESSO v/Borgarbraut REYKHOLT Verslunin Bitinn STYKKISHOLMUR Ábær, Ártorgi VARMAHLID MŒEmEEMl Kaupfélag Stöðfirðinga BREfÐDALSVIK K.S. Varmahllð Hótel Bláfell SIGLUFJORDUR DJUPIVOGUR Bensln- og veitingasalan, Aðalgötu 25 Ftafbær sf., Aðaigötú 34 Nesval, Melabraut 57 Nýibær, Eiðistorgi KOPAVOGUR Kvöldsalan, Þverbrekku 8 Bræöraborg, Hamraborg 20A Verslunin Sækjör, Kársnesbraut 93 Söluturninn Snæland, Furugrund 3 \ferslunin Vörðufell, Pverbrekku 8 ESSO, Stórahjalla 2 Kaupgarður v/Engihjalla GARDABŒR Sælgætis-ogVldeóhöllin.Garðatorgi 1 Söluturninn, Garðaflöt 16-18 Sölutuminn Speslan, Iðnbúð 4 HAFNARFJÖRÐUR GRUNDARFJORDUR Benslnstöðin, Grundargötu 38 Blllinn, Ennisbraut 1 HELLISSANDUR Söluskálinn Tröð, Útnesvegi BUÐARDALUR Kaupféiag Hvammsfj., Vesturbraut 8 wMmzímman Söluskálinn Bær Vitinn, Aðalstræti 20 Hamraborg hf„ Hafnarstræti 7 ■EW9r Einar Guðfinnss. hf„ Aðalstræti 21-23 AKUREYRI KEA, Hrlsalundi 5 KEA, Byggðavegi 98 Nætursalan, Strandgötu 5 Shell-nesti, Hörgárbraut ESS0 söluskálinn, Túngötu 3 Söluskálinn Skútan HÓFN, HORNAFIRDI Verslun Sig. Sigfússonar, Hafnarbraut 38 SELFOSS Fossnesti, Austurvegi 46 Homið, Tryggvagötu 40 BISKUPSTUNGUR Sæluhúsið, Hafnarbraut 14 OLAFSFJORDUR Vídeó Skann, Ægisgötu Verslunin Grund Eden v/Austurmörk Sel sf„ Strandgötu 11 Sölutuminn, Hringbraut 14 Skalli, Reykjavlkurvegi 72 Verslunin Noröurbær, Norðurbraut 39 Sölutuminn, Miðvangi 41 Söluturninn, Álfaskeiði 115 Ný-Ung, Hafnargötu 6 ÞORLAKSHOFN Skálinn, Óseyrarbraut 15 ESS0 söluskálinn SUDUREYRI Söluskáli ESS0, Rómarstlg 10 Sölutuminn, Garðarsbraut 66 K.Þ. ESS0 söluskálinn ESS0 skálinn GRINDAVIK Verslunin Bára, Hafnargötu 6 ESS0, Heiðargerði 5 SANDGERDI Verslunin Aldan, Tjamargðtu 6 GARÐUR ESS0, Heiðartúni 1 Fitjanesti, Fitjum NtOSFELLSSVEIT Verslunin Þverholt, Langatanga 1 Homið sf„ Þverholti AKRANES Skaganesti, Skagabraut 45 Markið, Suðurgötu 10 Barbro, Skólabraut 37 PATREKSFJÖRÐUR l ! RAUFARHÓFN Rafbúð Jónasar Þórs, Aðalstræti 73 ESSO K-N-Þingeyinga, Aðalbraut 24 TALKNAFJORDUR m ÞÓRSHÓFN ESSOnesti v/Strandveg ESSO K-Langnesinga, Fjaröarvegi 2 VOPNAFJORDUR Veitingahúsiö Vegamót, Tjamarbraut 1 es$q K-Vopntiröinga, Hafnarbyggð Kaupfélag Dýrfirðinga, Hafnarstræti 7 HRÚTAFJÓRDUR Staðarskáli Söluskáli K.S.H., v/Höfðatún HVAMMSTANGI Versiun Sig. Pálmasonar, Höf ðabraut 6 Kaupfélag V-Húnvetn„ Strandgötu 1 BLONDUOS Blönduskálinn, Hnjúkabyggð 34 SKAGASTRÖND Söluskálinn Skagaströnd EGILSSTAÐIR Shellskálirm, Fagradalsbraut 13 ESS0 sðluskálinn, Kaupvangi 5 Shellskálinn sf„ Ránargötu 1 REYÐARFJORÐUR Verslunin Fis, Ártúni EYRARBAKKI Strönd sf„ Eyrargötu 49 Kaupfélagið Þór HVOLSVOLLUR Söluskálinn Björk, Austurvegi mmm Vlkurskálinn, Austurvegi KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Skaftárskáli VESTMANNAEYJAR Turninn, Bárustlg 1 Vsitingaskálinn, Friðarhöfn Sðluskálinn, Goðahrauni 1 Shellskálinn, Strandgötu 13 —í Shellskálinn, Hafnarbraut 19 FASKRÚÐSFJÖRÐUR Fjarðamesti, Skölavegi 32 -Milljónirá hverjum laugardegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.