Morgunblaðið - 23.07.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
37
Yísir að
sumarhá-
skóla í
tónlist 1
Skálholti
Skálholti.
í Skálholti hljómar tónlist út
um margan skjáinn, enda eru nú
ekki færri en sex sembalar á
staðnum, auk fornra strengja-
hljóðfæra, barokkflautu og sjálfs
orgels Skálholtskirkju.
A vegum „Sumartónleika í Skál-
holtskirkju" stendur yfir námskeið
í túlkun barokktónlistar. Kennt er
á sembal og barokkfiðlu. Það er
Helga Ingólfsdóttir sem kennir á
sembal, en Ann Wallström kemur
frá Svíþjóð til að leika og kenna á
barokkstrengi. Nemendur eru alls
9 og eru margir þeirra í framhalds-
námi heima eða erlendis en einbeita
sér að tónlist 17. og 18. aldar.
Sumartónleikarnir hafa nú verið
haldnir í 14 sumur en þetta er í
þriðja sinn sem fyrrgreind nám-
skeið fylgja með. Er mikill hugur í
fólki að efla þessa starfsemi og
stefnt að námskeiðshaldi á háu stigi
jafnt fyrir innlenda sem erlenda
tónlistarnema. Húsakynni eru hér
allgóð til slíks. Fyrst er þar að nefna
sjálfa kirkjuna sem er eftirlæti allra
tónlistarmanna sakir fagurs hljóm-
burðar. Þá hafa Skálholtsbúðir ver-
ið endurbættar og búa nemendur
og kennarar þar og æfa. Gerðar
hafa verið teikningar af æfingasal
í tengslum við búðimar. Síðan er
húsnæði lýðháskólans upp á að
hlaupa þegar starfsemin færist í
vöxt.
Sumartónleikamir hafa nú verið
haldnir um 3 helgar og aðsókn ver-
ið mikil, t.d á flaututónieikum
Manuelu Wieslers um síðustu helgi.
Næstkomandi sunnudag verður
haldið upp á 25 ára vígsluafmæli
Skálholtskirkju með hinni hefð-
bundnu Skálholtshátíð, en lokaat-
riði Sumartónleikanna verða um
verslunarmannahelgina. Verður þá
mikið færst í fang og flutt á femum
tónleikum hljómsveitar- og kam-
mermúsíkverk, meðal annars eftir
meistara Bach, á uppmnaleg hljóð-
færi. Er ekki að efa að þá verður
margt um manninn hér á þessu
forna biskupssetri.
Björn
Fyrsta
hljómplata
Mosa frænda
komin út
FYRSTA hljómplata hljómsveit-
arinnar Mosa frænda er komin
út. Utgáfa plötunnar hefur dreg-
ist vegna tæknilegra örðugleika.
Útgáfufyrirtæki hljómsveitar-
innar sjálfrar, Vandamannaútg-
áfur, gefur plötuna út.
Hljómplatan er fáanleg í hljóm-
plötuverslunum en einnig er unnt
að panta hana skriflega og afhenda
meðlimir sveitarinnar hana þá í eig-
in persónu. Á plötunni, sem er 45
snúninga og sjö tommu eru tvö lög,
„Katla kalda“ og „Ástin sigrar".
(Úr fréttatilkynningu)
ÁTAKlLANDGRÆÐSLU
LAUGAVEG1120,105REYKJAVÍK
SlMI: (91)29711
Hlauparelkningur 261200
BúnaAarhanklnn Hsllu
UM HELGINA — LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.I3-I7
Á Akureyri — Höldur s/f
Á Akranesi — Garðabraut 2
í Njarðvík — Bílanes
COLT OG LANCER
NÝTT ÚTUT — NÝ TÆKNI
BILL FRA HEKLU BORGAR SIG
IhIHEKLAHF
1 I Laugavegi 170-172 Simi 695500