Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 37 Yísir að sumarhá- skóla í tónlist 1 Skálholti Skálholti. í Skálholti hljómar tónlist út um margan skjáinn, enda eru nú ekki færri en sex sembalar á staðnum, auk fornra strengja- hljóðfæra, barokkflautu og sjálfs orgels Skálholtskirkju. A vegum „Sumartónleika í Skál- holtskirkju" stendur yfir námskeið í túlkun barokktónlistar. Kennt er á sembal og barokkfiðlu. Það er Helga Ingólfsdóttir sem kennir á sembal, en Ann Wallström kemur frá Svíþjóð til að leika og kenna á barokkstrengi. Nemendur eru alls 9 og eru margir þeirra í framhalds- námi heima eða erlendis en einbeita sér að tónlist 17. og 18. aldar. Sumartónleikarnir hafa nú verið haldnir í 14 sumur en þetta er í þriðja sinn sem fyrrgreind nám- skeið fylgja með. Er mikill hugur í fólki að efla þessa starfsemi og stefnt að námskeiðshaldi á háu stigi jafnt fyrir innlenda sem erlenda tónlistarnema. Húsakynni eru hér allgóð til slíks. Fyrst er þar að nefna sjálfa kirkjuna sem er eftirlæti allra tónlistarmanna sakir fagurs hljóm- burðar. Þá hafa Skálholtsbúðir ver- ið endurbættar og búa nemendur og kennarar þar og æfa. Gerðar hafa verið teikningar af æfingasal í tengslum við búðimar. Síðan er húsnæði lýðháskólans upp á að hlaupa þegar starfsemin færist í vöxt. Sumartónleikamir hafa nú verið haldnir um 3 helgar og aðsókn ver- ið mikil, t.d á flaututónieikum Manuelu Wieslers um síðustu helgi. Næstkomandi sunnudag verður haldið upp á 25 ára vígsluafmæli Skálholtskirkju með hinni hefð- bundnu Skálholtshátíð, en lokaat- riði Sumartónleikanna verða um verslunarmannahelgina. Verður þá mikið færst í fang og flutt á femum tónleikum hljómsveitar- og kam- mermúsíkverk, meðal annars eftir meistara Bach, á uppmnaleg hljóð- færi. Er ekki að efa að þá verður margt um manninn hér á þessu forna biskupssetri. Björn Fyrsta hljómplata Mosa frænda komin út FYRSTA hljómplata hljómsveit- arinnar Mosa frænda er komin út. Utgáfa plötunnar hefur dreg- ist vegna tæknilegra örðugleika. Útgáfufyrirtæki hljómsveitar- innar sjálfrar, Vandamannaútg- áfur, gefur plötuna út. Hljómplatan er fáanleg í hljóm- plötuverslunum en einnig er unnt að panta hana skriflega og afhenda meðlimir sveitarinnar hana þá í eig- in persónu. Á plötunni, sem er 45 snúninga og sjö tommu eru tvö lög, „Katla kalda“ og „Ástin sigrar". (Úr fréttatilkynningu) ÁTAKlLANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105REYKJAVÍK SlMI: (91)29711 Hlauparelkningur 261200 BúnaAarhanklnn Hsllu UM HELGINA — LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.I3-I7 Á Akureyri — Höldur s/f Á Akranesi — Garðabraut 2 í Njarðvík — Bílanes COLT OG LANCER NÝTT ÚTUT — NÝ TÆKNI BILL FRA HEKLU BORGAR SIG IhIHEKLAHF 1 I Laugavegi 170-172 Simi 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.