Morgunblaðið - 23.07.1988, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
45
Sniglabandið lék fyrir dansi í Húnaveri.
HÚNAVER
Landsmót bifhjólasamtaka lýð-
n veldisins
l^agana 7.-10. júlí stóð yfir landsmót bifhjólasamtaka lýðveldisins í Húnaveri. Félagar í þessum samtökum,
Sniglamir öðru nafni, komu hvaðanæva af landinu til að taka þátt í mótinu og er talið að mótsgestir hafí
verið u.þ.b. 300 að tölu þegar mest var og þar af 80 á bifhjólum.
Sniglamir gerðu sér margt til skemmtunar á meðan á mótinu stóð. Það voru m.a. haldnir tveir dansleikir
og Sniglabandið lék fyrir dansi. Síðan var keppt í ýmsum greinum sem þekkjast einungis meðal Sniglanna, t.d.
var keppt í „snigli", sem felst í því að fara ákveðna braut á sem lengstum tíma. Einnig var keppt í reiptogi
og skiptust þátttakendur í lið eftir hjólategundum.
Á kvöldin var grillaður matur handa mannskapnum, lambaskrokkur og margt fleira gimilegt.
Sniglamir skemmtu sér konunglega og mótið þótti heppnast mjög vel.
Dansleikur var haldinn í Húnaveri og virtust Sniglarnir skemmta
sér hið besta.
Keppt var í ýmsum greinum á landsmótinu, m.a. í reiptogi, þar sem þátttakendur skiptust í lið eftir
hjólategundum.
Það voru u.þ.b. 80 bifhjól á svæðinu.
Hjónin Lilja Kristinsdóttir og Hrafn Bragason ásamt framkvæmda-
stjóra Happdrættis DAS við afhendingu Chevrolet-bifreiðarinnar.
HAPPDRÆTTI
Tveir bifreiðavinningar
afhentir
Nýlega var aukavinningur í
Happdrætti DAS dreginn úr
seldum miðum og lenti vinningurinn
að þessu sinni á Ólafsfirði. Það
voru hjónin Hrafn Ragnarsson og
Lilja Kristinsdóttir sem voru svo
heppin að fá bifreið af gerðinni
Chevrolet Monza í sinn hlut.
Um svipað leyti var afhent bif-
reið af gerðinni Renault í skyndi-
happdrætti DAS sem kallast Gull-
molinn. Það var Reykvíkingurinn
Jóna A. Hannesdóttir sem hreppti
hnossið að þessu sinni.
COSPER
COSPER
Vinningshafi Renault-bifreiðarinnar, Jóna A. Hannesdóttir, ásamt Högna B. Jónssyni fulltrúa bifreiðaum
boðsins og Atla Viðari Jónssyni fulltrúa Happdrættis DAS.