Morgunblaðið - 23.07.1988, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
51
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Erlendir ferðamenn o g matarverð
Svar frá fjár-
málaráðuneytinu
Ágæti Velvakandi.
Það er sjaldan ástæða til að gera
athugasemdir við þann samfélags-
púls sem dálkur þinn er, að minnsta
kosti ekki fyrr en hann fer að verða
vettvangur fyrir trúboð sem byggist
á grundvallarmisskilningi.
Svo er um bréf Kristins Sigurðs-
sonar á sunnudaginn var. Þar er
tekið undir fullyrðingar, sem sést
hafa á prenti að undanförnu, um
að erlendir ferðamenn séu að snið-
ganga landið vegna sérstaks skatts,
sem lagður hafi verið á matvæli.
Reyndar er mér tjáð að þessi mis-
skilningur sé orðinn það landlægur,
að hann hafi náð sjálvirkri út-
breiðslu. Dæmi um slíkt er þegar
leiðsögumenn tjá ferðafólki það um
hátalarakerfi í rútum, að ástæðan
fyrir háu matarverði hér á landi sé
sérstakur skattur, sem hér sé
lagður á matvæli.
Kristinn Sigurðsson, bréfritari,
orðar þetta svo: „Núverandi ráða-
menn, sem flestir eru vel menntað-
ir, settu á 24% eða 25% söluskatt
á matvörur og bættu svo hinum ill-
ræmda matarskatti ofan á.“ Til
þess að þessi nýja skattlagning
bréfritara leggi ekki leið sína inn í
hátalarakerfi langferðabifreiða er
nauðsynlegt að leiðrétta það sem
þarna er rangt með farið, og svara
að öðru leyti spurningum, sem fram
eni settar í bréfinu.
í fyrsta lagi eru 25% söluskattur
og „hinn illræmdi matarskattur"
einn og sami skatturinn. Hér á landi
er ekki til nein sérstök skattlagning
á matvæli.
í öðru lagi fól skattkerfisbreyt-
ing núverandi stjórnar það í sér,
að matvæli hækkuðau aðeinc um
7% - fyrst og fremst vegna mður-
fellinga tolla á innfluttum mat, auk
þess sem söluskatti af landbúnaðar-
afurðum er að fullu skilað til baka
í niðurgreiðslum.
f þriðja lagi hafði þessi 7%
hækkun í för með sér óverulega
útgjaldaaukningu fyrir heimilin, því
á móti komu áhrif verulegra tolla-
lækkana á öðrum algengum neyslu-
vörum, auk þess sem matarkaup
nema einungis einum fimmta af
útgjöldum meðalíjölskyldu.
I fjórða lagi var hagur tekju-
lágra heimila og bammargra bætt-
ur um leið með hækkuðum lífeyris-
greiðslum og verulega hækkuðum
barnabótum. Það er að vísu rétt,
að erlendir ferðamenn fá ekki
greiddar barnabætur hér á landi,
en þeir njóta að fullu niðurgreiðslna
á matvörum.
Trallalallala
Til Velvakanda.
Ég sá í Velvakanda 12. júlí
síðastliðinn að verið var að leita
eftir vísum og minntist ég þá þess,
að ég átti í fórum mínum svipaðar
vísur. Þær eru svona:
„Gekk ég út á götu seint á degi
glæsilegt varð fljóð á mínum vegi.
Leit hún við mér litfríð eins og sólin
lifna tók þá hugurinn og trallalallala
lifna tók þá löngun hjartans blíð.
Henni bauð ég hendi mína að rétta
henni leist nú ofur vel á þetta.
Fús ég gekk með freyjugullið banda
farið var mér dálítið að trallalallala
dálítið að detta gott í hug.
Henni ei ég þorði að bjóða í hlöðu
þar ég var að reyta niður töðu
því ég veit að hún er veik á svelli
og þekkti ei nema danskra dáta trallalallala
þekkti ei nema danskan dátadans.
M.H.
í fimmta lagi má geta þess að
söluskattur var á mat hér á landi
til skamms tíma. Með því að setja
hann á að nýju var stefnt að því
að komast fyrir söluskattsundan-
drátt í matvöruverslun, og styrkja
þannig hag ríkisins og hæfni ríkis-
sjóðs til að fjármagna velferðar-
verkefni.
En víkjum þá að þætti erlendu
ferðamannanna og fullyrðingum
bréfritara. Er þar þá fyrst að nefna,
að komum útlendinga hingað hefur
ekki fækkað. í fyrra var algert
metár hvað varðar fjölda erlendra
ferðamanna ti landsins. Tölur um
fyrri helming þessa árs bendir til
þess að sú saga kunni að endurtaka
sig, þrátt fyrir einhvern samdrátt í
júní.
Ef sú fullyrðing stenst hins veg-
ar, að útlendingar seu að verða
afhuga ferðalögum til íslands vegna
verðlags, þá er full ástæða til að
kanna hvað veldur. Ég tek undir
með bréfritara að þjóðin geti haft
allgóðar tekjur af móttöku ferða-
fólks. Og þar eru ferðir íslendinga
sjálfra um eigið land ekki síður
mikilvægar.
Ef matarverð er að spilla fyrir
ferðaþjónustu, þá verða menn að
huga nánar að verðlagningu á veit-
ingastöðum. Söluskattur á mat,
einn og út af fyrir sig, ætti ekki
að hafa valdið nema broti af þeirri
hækkun, sem menn telja sig verða
vara við í verðlagningu veitinga-
húsa. Launahækkanir velta að sjálf-
sögðu alltaf út í verðlagið, en auk
þess telja ýmsir sig verða vara við
nýja hneigð til verðhækkana, eink-
um á skyndibitastöðum. Full
ástæða væri til að kanna hver áhrif
fjárfestingabruðl og tækjagleði,
fjármögnuð á okurvöxtum, hefur á
kostnaðarþætti ýmissa þessara
veitingahúsa.
Ég vil að lokum taka undir
áhyggjur bréfritara af þróun
íslenskrar ferðaþjónustu. Eigi hún
að veita vinnu og gefa þjóðinni tekj-
ur verða þeir sem þar starfa að
hugsa til langs tíma. Ríkisstjórnin
hefur fyrir sitt leyti gert ýmsar
ráðstafanir til þess og mun halda
því áfram. Eitt af því er tilboð um
söluskattfijálsa verslun fyrir út-
lendinga. Það sem á ensku nefnist
„Tax-free Shopping". í fjármála-
ráðuneytinu er nú verið að vinna
að framkvæmd slíkrar endur-
greiðslu. Stefnt er að því að hún
geti hafist þegar á þessu ári.
Með bestu kveðjum,
Bjarni Sigtryggsson, upplýsinga-
fulltrúi fjármálaráðuneytisins.
Þessir hrlngdu . . .
Föðurnöfnin
aflögð?
Andréssonhringdi:
„Ég hef séð að eitthvað sem
heitir kenninafn er á nýju vega-
bréfunum í stað föðurnafns. Eg
hafði upp á þeim sem ber ábyrgð
á þessari nafngift í dómsmála-
ráðuneytinu og hann bar því við
að föðurnafn næði ekki yfir ættar-
nöfn, þss vegna hefði þessi breyt-
ing verið gerð Mér þykir kenni-
nafn vera mikið orðskrípi og það
er fáránlegt að búa til íslenskt
orð svona út í loftið."
Týndur köttur
Gulur köttur, kallaður Bangsi,
tapaðist fyrir um tveimur vikum
frá Brú við Suðurgötu í Reykjavík.
Bangsi, sem er tæplega tveggja
ára, er eyrnamerktur með númer-
inu R-7602. Þeir sem hafa orðið
ferða hans varir eru beðnir að
hafa sarriband við Dýraspítalann
eða í síma 23886.
Barnaúlpur
töpuðust
Tvær rauðar barnaúlpur með
grænu fóðri týndust vjð Vaðnes-
land við Hvítá í Árnessýslu.
Finnandi er beðinn að hringja í
síma 31255 eða 79858.
Fressköttur
týndur
Þessi fressköttur týndist frá
Hraunbæ síðastliðinn sunnudag,
17. júlí. Hann er grábröndóttur,
eyrnamerktur og með bláa hálsól.
Þeir sem hugsanlega vita um ferðir
hans eru vinsamlegast beðnir að
hringja í síma 73977 eða láta Dýra-
spítalann vita.
Hjartans þakkir til barna minna, tengdabarna,
barnabarna, langömmubarna og allra vina, er
sóttu mig heim á 70 ára afmœlinu meÖ gjöfum
og heillaóskum. íý
GuÖ blessi ykkur öll.
Jóna Vilhjálmsdóttir,
Lundi, Skagaströnd.
V ar adekksf estingar
og varadekk á
Camp-let tjaldvagna
VÍKURVAGNAR ht Vík í Mýrdal
VÍKURVAGNAR HF
s. 98-71134
Söluumboð í Reykjavik:
Gisli Jónsson og Co hf.,
Sundaborg 11, s. 91-486444.
JÁRNSAGIR Idh
fyrir prófíla, rör, vinkla,
flatjárn og massíft stál.
Einfasa 220V 10A.
Þvermál skurðarskífu
355 mm.
Snúningshraði
3500 sn/mín.
Skurðarþvermál 110 mm.
Þyngd 17,2kg.
G. J. FOSSBERG
VÉLAVERZLUN HF.
Skúlagötu 63 - Reykjavík
Slmi 18560
EIGUM TIL
Á GAMLA VERÐINU:
190 E árgerð ’88. Sjálfskiptur, vökvastýri, rafdrifn-
ar rúður, litað gler, álfelgur, rafdrifnir útispeglar
auk fjölda annarra aukahluta.
200 D árgerð ’88. Sjálfskiptur, vökvastýri, rafdrifn-
ar rúður, jafnvægisbúnaður auk fjölda annarra
aukahluta.
Upplýsingar
gefur Stefán
ísíma 619550.
RÆSIR HF
Einkaumboð Daimler-Benz AG á íslandi.
Skúlagötu 59.