Morgunblaðið - 23.07.1988, Síða 53

Morgunblaðið - 23.07.1988, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 53 IÞROTTIR UNGLINGA / TENNIS Tenms- fólkiðí framför Litið inn á Nike-Dunlopmót ÍK NIKE-Dunlop unglingamótið í tennis var haldið á vegum tenn- isdeildar ÍK nýlega. Mótið fór fram í Kópavoginum og voru margir unglingar sem tóku þátt í því. Greinilegt er að yngsta tennis- fólkið okkar er í greinilegri framför. Margir krakkar eru nú að uppgötva þessa skemmtilegu íþrótt ■■■■■ °g fer þeim sem æfa Andrés og keppa sífellt Pétursson ijolgandi. Ágæt að- skrifar. staða er komin hjá Víkingum í Foss- voginum og einnig er þokkaleg að- staða til æfinga og keppni. Á þessu móti urðu úrslitin þannig að Jónas Bjömsson sigraði Stefán Pálsson í úrslitum í einliðaleik karla. Jónas hafði sigraði Eirík Önundar- son í undanúrslitum en Stefán hafði sigrað Fjölni bróður sinn í hinum undanúrslitaleiknum. í einliðaleik stúlkna sigraði Úlf- hildur Indriðadóttir, en hún lagði Elísabetu Sveinsdóttur í úrslita- leiknum. Þær Anna Pála Stefáns- Bræðurí fremstu röð Rættvið Stefán og Fjölni Pálssyni Bæðurnir Stefán og Fjölnir Páls- synir eru með efnilegustu tennis- leikurum landsins. Þeir stóðu sig með sóma í þessu móti og unnu m.a. tvíliðaleik pilta. Þar að auki komst Stefán í úrslit í ein- liðaleik en varð þar að lúta í lægra haldi fyrir Jónasi Bjömssyni. Umsjónar- maður unglingasíðunnar ræddi við þá bræður eftir að þeir höfðu háð hörku innbyrðisviðureign sem Stef- án sigraði. Þeir bræður kváðust hafa kynnst tennisíþróttinni er þeir bjuggu með fjölskyldu sinni í Svíþjóð. Þeir hafa nú leikið í fjögur sumur og eru full- ir áhuga á að halda því áfram. Á vetuma æfa þeir borðtennis með borðtennisdeild Víkings en þeir keppa undir nafni ÍK í tennis. Þeir bræður voru sammála um að aðstaðan hjá Víkingunum í Foss- voginum væri sú besta á landinu en það væri þó ágætt að leika við Vallargerðisvöllinn. Þeir voru dálít- ið þreyttir eftir leikinn sem blaða- maðurinn fylgdist með og tjáðu þeir honum að völlurinn hefði verið dálítið rakur og það gerði það erfið- ara að spila. Það var farið að styttast í úrslita- leikinn þannig að blaðamaðurinn sleppti þeim bræðmm úr yfirheyrsl- unni og óskaði þeim velfarnaðar í framtíðinni. Andrés Pétursson skrifar dóttir og Arney Þórarinsdóttir lentu síðan í þriðja og fjórða sæti. í tvíliðaleik stúlkna sigruðu síðan þær stöllur Úlfhildur og Anna Pála þær Arneyju og Elisabetu í úrslita- leiknum. Jónas Björnsson sigraði í einliðaleik pilta. Morgunblaðið/Andrés Pétursson Morgunblaðið/Andrés Pétursson Fjölnir Pálsson stóð sig með sóma í mótinu. Hér sést hann í leik gegn bróður sínum Stefáni. Okkur langaði til aðprófa tennis Berglind Sigurðardótt- irog Ragnhildur Sveinsdóttir í viðtali Tvær ungar blómarósir fylgdust með tennismótinu og þegar blaðamaðurinn spurði þær hvort þær hefðu hefðu áhuga á tennis svöruðu þær því feimnislega ját- andi. Þetta voru vinkonurnar Berg- lind Sigurðardóttir og Ragnhildur Sveinsdóttir og komst blaðamaður- inn að því að þær höfðu tekið þátt í mótinu og staðið sig með sóma þótt þær hefðu ekki komist í úrslit. Þær stúlkur kváðust hafa kynnst tennis í fyrra er systir Berglindar hefði byrjað að æfa íþróttina. Þá hefði vaknað áhugi hjá þeim og hefðu þær mætt á æfingu hjá ÍK. Þær vinkonurnar eru miklar íþróttáhugamanneskjur og æfa líka knattspyrnu með Breiðablik. Ekki vildu þær gera upp á milli þessara tveggja íþróttagreina. Lék « fyrstá Olafs- firði Rættviðsigur- vegarann Úlfhildi Indriðadóttur ÚLFHILDUR Indriðadóttir var sigursælasti einstakl- ingurá þessu Nike-Dunlop- móti. Hún sigraði bæði í ein- liðaleik og ítvíliðaleik með Önnu Pálsdóttur. Við spurð- um hana hve lengi hún hefði æft tennis. „Ég lék fyrst tennis á Ólafs- firði en þar er ágætur tenni- svöllur. Hér í Reykjavík hef ég æft í tæp tvö ár með ÍK og Víkingi. Tennis er mjög skemmtileg íþrótt en það vantar fleiri mót til að keppa á. Annars er þetta lílegast nóg fyrir mig því ég æfi með 3. flnkki Vals í fót- bolta. Þar er æft 2-3 sinnum í viku og síðan er tennis einu sinni í viku.“ Úlfhildur vildi sem minnst úr sigrum sínum gera og sagði að heppnin hefði fylgt henni að þessu sinni. Greinilegt er að tennisíþróttin er í sókn hér á landi þótt að veðurlagið að und- anförnu hér sunnanlands hafi að sjálfsögðu sett tennisáhuga- fólki þröngar skorður. Ulfhlldur Indriðadóttlr, tvö- faldur sigurvegari. Hlnir efnllegu tennisbræður: Stefán og Fjölnir Pálssynir Berglind Slgurðardóttir og Ragnhildur Sveinsdóttlr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.