Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
167. tbl. 76. árg.
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Norður-írland:
Sprengju-
árásá
veginum
til Dublin
Belfast. Reuter.
ÞRÍR menn létust og nokkrir
særðust á laugardag er öflug
sprengja sprakk á aðalveginum
frá Belfast i Norður-írlandi til
Dublin, höfuðborgar Irska lýð-
veldisins. Vitni sögðu að hinir
látnu hefðu verið í Land-Rover
bifreið sem þeyttist út af vegin-
um við sprenginguna.
Talsmaður lögreglu sagði að
sprengjan hefði sprungið í Kileen,
nærri landamærum írska lýðveldis-
ins og Norður-írlands. Þar eru
mörg dæmi þess að breska lögregl-
an verði fyrir skothríð og aki yfír
jarðsprengjur. Erfíðlega gekk í
fyrstu fyrir lögreglu og sjúkrabíla
að komast á vettvang en að sögn
starfsfólks í Daisy Hill-sjúkrahús-
inu létust þrír í sprengingunni og
nokkrir slösuðust en ekki alvarlega.
Hæstaréttardómarinn Gibson lá-
varður og eiginkona hans létust á
síðasta ári er jarðsprengja, sem
írski lýðveldisherinn, IRA, hafði
komið fyrir, sprakk á sama stað.
Á þessu ári hafa 47 manns látið
lífíð á Norður-írlandi eftir átök og
hryðjuverk af pólitískum ástæðum.
Sovétríkin:
Fyrsta eld-
flaugin af
SS-20-gerð
eyðilögð
Moskvu. Reuter.
FLOKKUR bandarískra sérfræð-
inga fylgdist á föstudag með því
er sovésk SS-20 meðaldræg
kjarnorkueldflaug var eyðlögð á
Kapustin Yar-tilraunasvæðinu í
Volgograd-héraði, að því er sov-
éska fréttastofan Tass skýrði frá
á laugardag.
Flaugin er sú fyrsta af gerðinni
SS-20, sem er eyðilögð í samræmi
við samning risaveldanna um út-
rýmingu meðal- og skammdrægra
eldflauga á landi.
„Eyðileggingin fór fram í sam-
ræmi við samninginn," hefur Tass
eftir John Williams, formanni
bandarísku eftirlitssveitarinnar.
„Ég fylltist ánægju við að sjá flaug-
ina eyðilagða," bætti hann við.
Flokkur Williams eyddi þremur
dögum í að sannprófa gögn sem
Sovétmenn höfðu áður látið af
hendi. Haft er eftir Williams að
menn hans hafi bæði staðfest að
Qöldi þeirra SS-20 eldflauga sem
í eru í Kapustin Yar og tæknilegur
útbúnaður hafí verið í samræmi við
gefnar upplýsingar.
Undir Eyjafjöllum
í Skógá í Eyjafjöllum er á þriðja tug fossa. Vinsælt er að fara ríðandi upp með ánni frá Skógum
og yfir Fimmvörðuháls, auk þess sem þarna er fjölfarin gönguleið yfir í Þórsmörk. Myndin að ofan
er tekin á áningarstað við lækjarsytru nálægt Króksfossi í Skógá.
Sjá ennfremur grein í B-blaði.
Serbar
fyllga sér
að baki
Milosevic
Pancevo, Júgóslavíu. Reuter.
FJÖGUR þúsund Serbar efndu til
fundar á götum úti i bænum Panc-
evo í héraðinu Vojvodina i Júgó-
slavíu í gær til að styðja við bakið
á Slobodan Milosevic, forystu-
manni kommúnistaflokksins i
Serbiu. Á föstudag hélt Milosevic
ræðu þar sem hann fagnaði stuðn-
ingi almennings við sig og krafð-
ist þess að Serbía fengi héruðin
Kosovo og Vojvodina aftur undir
sin yfirráð. Ræðan er túlkuð sem
ögnm við æðstu stjórn júgóslav-
neska kommúnistaflokksins, sem
hvatti til þess fyrr í vikunni að
sverðin yrðu slíðruð i deilunni i
Serbíu.
Serbamir í Pancevo, 30 km frá
Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu,
kröfðust þess á fundinum í gær að
flokksforingjar í Vojvodina og
Kosovo létu af embætti. Flestir komu
frá Vojvodina en von var á fleiri frá
Kosovo. Mannfjöldinn hrópaði slag-
orð og veifaði borðum sem á stóð
„Velkomnir bræður frá Kosovo" og
„Frelsi til handa Kosovo". Þeir sögð-
ust styðja Milosevic heilshugar og
óttast að Albanir í Kosovo vildu reka
Serba og Svartfjallamenn út úr hér-
aðinu.
Stjómmálaskýrendur í Júgóslavíu
segja að harðlínumaðurinn Milosevic
sé að efna til einstæðrar andstöðu
við sambandsstjóm landsins. Mið-
stjóm júgóslavneska kommúr.ista-
flokksins ætlar að koma saman 29.
þessa mánaðar til að ræða Serbíu-
deiluna. Serbar hyggjast efna til
mótmæla í Belgrad við það tæki-
færi. Stjómmálaráð landsins fundaði
á þriðjudag um málið og ályktaði að
fara skyldi friðsamlegar leiðir í þess-
um efnum og götuóeirðir væm skað-
legar og yrði að stöðva þær.
Josip Tito veitti Kosovo og Voj-
vodina, hémðum í Serbíu, sjálfstjóm
árið 1974 þannig að þau urðu í raun
jafnrétthá og sambandslýðveldi.
Þetta gerði Tito með það í huga að
veikja stöðu Serbíu, stærsta lýðveldis
landsins. Það er þessi ráðstöfim Titos
sem Milosevic vill breyta.
Persaflóastríðið:
Allshenarherútboð í Iran
Stundarhik nú hefur í för með sér framtíðarþrældóm, segir erkiklerkurinn
Nikosiu. Reuter.
ÍRANSSTJÓRN hefur tilkynnt um allsherjarherútboð í landinu og
segir innrás íraka vera á næsta leiti. Ríkisútvarpið í Teheran rauf
hvað eftir annað dagskrána með aðvörunum um væntanlega innrás,
lék hermarsa og hvatti þjóðin i til þess að grípa til vopna og fylkja
liði til víglínunnar. Auk þess var hamrað á orðum erkiklerksins
Ayatollahs Khomeinis, sem sagði: „Stundarhik nú hefur í för með
sér framtíðarþrældóm.“
íranska fréttastofan IRNA
skýrði frá því að íraskar hersveitir
hefðu hafið nýja sókn á suðurhluta
víglínunnar á laugardagsmorgun,
en að íranskar hersveitir hefðu
hmndið henni án teljandi erfiðleika.
Útvarpið í Teheran sagði að inn-
rás íraka væri á næstu grösum
enda þótt bæði írak og íran hefðu
fallist á samþykkt Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna nr. 598, þar
sem krafíst var tafarlauss vopna-
hlés í Persaflóastríðinu. Var skorað
á alla þjóðholla írani að skunda til
víglínunnar til þess að hrinda fyrr-
nefndri innrás, sem klerkastjórnin
er fullviss um að hafist geti á
hverri stundu. Þá skipaði yfírher-
stjómin öllum þeim sem hlotið hafa
herþjálfun að gefa sig fram við
herinn hið bráðasta.
I ráði er að utanríkisráðherrar
ríkjanna fljúgi til aðalstöðva SÞ í
New York-borg, væntanlega í
næstu viku, og ræði hvemig binda
megi enda á styijöldina, sem staðið
hefur í átta ár.
íranir segja að enn sé ákaft bar-
ist meðfram landamærum ríkjanna,
en daginn áður höfðu bæði ríkin
skýrt frá mjög hörðum bardögum,
aðallega fyrir víglínunni miðri.
írakar skýrðu á hinn bóginn ékki
frá frekari átökum, en sögðu að á
föstudag hefðu 8.500 íranir verið
teknir til fanga. Hemaðaryfirvöld í
Bagdað segja tilganginn með ítrek-
uðum sóknum sínum undanfarna
daga vera þann að ná öllum íröskum
landsvæðum á sitt vald og sem
flestum stríðsföngum áður en geng-
ið er til samninga við írani, en þann-
ig hyggjast þeir koma í veg fyrir
kúgunartilraunir írana við friðar-
samningana, sem Irakar telja
fullvíst að íranir hyggist stunda
þegar sest verður niður við samn-
ingaviðræður.