Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 27 markaði um flug og gistingu." Haustið heppilegri tími fyrir Listahátíð? „Þeir sem sækja listviðburði eitt- hvað að ráði yfir veturinn hér, eru líka búnir að fá góðan skammt og finnst þeir ekki þurfa eins mikið á því að halda, að sjá eða heyra eitt- hvað gott. Margir fara erlendis og eru þá kannski að spara fyrir sum- arfríinu í júní. Veðrið hefur stund- um verið nefnt sem ástæðan fyrir því að halda hátíðina í júní, en í þetta skiptið var að minnsta kosti veður líkt og það getur verið í sept- ember. Við vorum að hugsa um að halda popptónleikana úti, en eins og veðrið var 16. og 17. júní, vorum við fégin að það varð ekki úr. Ég vildi gjarnan færa hátíðina aftur til september, 10. til 20. sept- ember eða svo. Það er lítið um að vera í listalífinu hér yfir sumarið og það er ekki farið af stað að ráði í september. Það er því nokkurt nýnæmi að listviðburðum þá. Þetta er ef til vill góður tími til að ná í listamenn. Listahátíðatíminn liðinn, en vetrardagskráin tæplega byij- uð.“ Okkur vantar tónlistarhús! Er það eitthvað sérstakt, sem þér finnst sárlega vanta, til að hægt sé að standa vel að Listahátíð? „Já, okkur vantar tónlistarhús! Þó það gerist ekki á hveijum degi, að við tökum á móti tvö hundruð manns, kór og hljómsveit, þá þarf þessi aðstaða að vera fyrir hendi, ekki síður fyrir okkar tónlistarfólk. Penderecki bað um æfingaherbergi með flygli, svo hann gæti æft með einsöngvurunum fjórum, píanóleik- arinn um æfingaherbergi með kons- ertflygli, kórinn vildi sal til að hita upp og hljómsveitin til að pakka upp hljóðfærunum. Og þetta fólk er samt ekki vant neinum munaði. Auðvitað bjargaðist þetta allt, kór- inn æfði í Hagaskóla og hljómsveit- in æfði um allt húsið, jafnt á klósett- unum sem annars staðar. En í raun er ekki hægt að taka á móti svona heimsóknum. Ég skil ekki af hveiju er ekki búið að byggja tónlistarhús, þegar það eru að jafnaði haldnir tugir tónleika á mánuði, tólf mánuði árs- ins. Eins og er, er tónlistin alltaf einhver aðskotahlutur í þeim hús- um, sem hýsa hana þó fyrir velvilja húsráðendá. í Háskólabíói er tón- leikum skotið inn milli bíósýninga. Þess vegna þarf til dæmis stöðugt að vera að bera til stóla og hljóð- færi þar. Samt dettur engum í hug að nota salinn þar fyrir myndlistar- sýningar, sem þó væri hægt með því að taka myndirnar alltaf niður á bíósýningunum. I kirkjunum verð- ur safnaðarstarfið auðvitað að ganga fyrir. í íslensku óperunni er svo skelfilega þröngt baksviðs, að útlendingar hrökkva í kút, þó inn- fæddir hafi lært hvar þarf að beygja sig og hvernig hægt er að troða sér upp stigana jafnvel með selló. I listasöfnunum er ekki hægt að æfa á opnunartíma, eða dettur nokkrum í hug að bjóða Listasafnið til hjónavígslu með því skilyrði að fólk gifti sig þar fyrir kl. tíu á morgn- ana eða eftir kl. 17 á daginn. Ég er auðvitað ekki að gagnrýna hús- ráðendur þessara húsa, þeir eru allir af vilja gerðir, en þessi hús eru ekki gerð fyrir tónlistarflutning og það er lóðið. Frá sjónarmiði áheyrenda, þá eru flestir þessi salir heldur ekki boðleg- ir, því þeir eru ekki hljóðþéttir og jafnvel ekki veðurþéttir. Það heyrist i flugvélum, bílum og umgangi. Og ekki má gleyma öllum hljóðfæra- flutningunum, sem húsleysið kost- ar. Við fluttum hljóðfæri í tonna- tali milli húsa meðan Listahátíð stóð yfir. Tónleikahald er ekki aðeins spurning um þá tvo klukkutíma, sem tónleikarnir standa, heldur einnig æfingatíma og æfingaað- stöðu. Texti: Sigrún Davíðsdóttir Þessar ungu stúlkur færðu Rauða Kross íslands að gjöf 3.160 krón- ur fyrir skömmu. Þær heita Sara Margrét Sigurðardóttir, Sólveig íris Sigurðardóttir, Elísabet Eggertsdóttir, Fanney Ólafsdóttir og Kristín Katrín Guðmundsdóttir. Gyða Einarsdóttir, Harpa Rós Gísladóttir, Kolbrún Stefánsdóttir og Guðrún Gyða Stefánsdóttir héldu hlutaveltu við Silfurteig til ágóða fyrir Hjálparsjóð Rauða Krossins. Þær söfnuðu rúmlega 2330 krón- um til sjóðsins. ERHÆGTAÐNÝTA ÓNÝTTAN PERSÓNUAFSLÁTT Launamaður sem ekki hefur nýtt meira en 20% af persónuafslætti sínum þegar komið er fram yfir mitt stað- greiðsluár getur fengið skattkort með uppsöfnuðum persónu- afslætti og nýtt hann á seinni helmingi ársins. Skattkortið veitir heimild til þess að nýta þann persónu- afslátt sem ónýttur er frá upp- hafi árs til mánaðarins á undan útgáfu skattkortsins. Skattkort með uppsöfn- uðum persónuafslætti tilgreinir ekki mánaðarlegan afslátt eins og önnur skattkort. Þess í stað kemur heildarupphæð upp- safnaðs persónuafsláttar fram á kortinu. Launagreiðanda ber að nota eins mikið af persónu- afslættinum og þörf er á til þess að ekki verði dreginn stað- greiðsluskattur af launum, uns afslátturinn á kortinu er uppur- inn. Þetta skattkort má nota samhliða aðalskattkorti. Skattkort með uppsöfn- uðum persónuafslætti er ekki gefið úttil þeirrasem: - hafa fengið námsmanna- skattkort og þannig nýtt meira en 20% af persónu- afslætti sínum - hafa afhent maka sínum skattkort til afnota og þannig ráðstafað meiru en 20% af persónuafslætti sínum til makans. Umsóknareyðublöð fást hjá skattstjórum og ríkis- skattstjóra. Umsókn ber að senda til staðgreiðsludeildar ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 150 Reykjavík. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.