Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 23 '■■■■■ iW ''■i .i . ijmU' « 'i-i t, . ii , i i ,iM "" M ' " ■• ■ v : ; ....U1WI, • v. , ';' n«í'f/ . . ■;. v:.w '"■"'MWta ••www.ií,.’’* iw , "■■;• Örœfajökull 1929. Fráytri höfninni 1926. sem Matisse birti árið 1908 í „La Grande Rewue“. „Ég legg höfuðáherslu á tjáning- una,“ skrifar hann, „ég greini ekki milli tilfinninga minna gagnvart lífinu og því hvernig ég túlka það.“ Tjáningin er til staðar í allri upp- byggingu verksins að hans mati og allt sem ekki er beinlínis nauðsyn- legt á myndfletinum henni til styrkt- ar er til hins verra, vegna þess að óþörf atriði skerða hæfni skoðan- dans til að greina aðalatriði. Jón hreifst mjög af Matisse og hugmyndum hans en dáði þess utan mjög aðra franska málara s.s. Cour- bet, Renoir og ekki hvað síst Ce- sanne. Listræn ögun var kjarninn í því sem Jón tileinkaði sér á Parísarárun- um, segir Uttenreitter. Jón stundaði nám í Matisse-skó- lanum þau þrjú ár sem hann starf- aði. Ekki mun hann hafa haft mikii persónuleg kynni af Matisse sjálfum og honum var þvert um geð að mála „í anda Matisse“, eins og sum- ir vinir hans sóttust eftir. Hann varð að bræða allar hugmyndir með sjálf- um sér og móta og nýgera að sínu. Hvorki þá né síðar var honum það nokkuð takmark að búa til „fallegt" verk. Höfuðáhersla hjá honum var að koma því myndrænt til skila sem hafði snert hann. í París átti hann mest samskipti við danska málarann Jean Heiberg og Norðmanninn Axel Revold. Hei- berg var böðberi hinnar dönsku list- hefðar en Revold ákaflyndur og metnaðarfullur með opinn huga fyr- ir nýjum straumum. Sjálfum fannst Jóni hann standa þeim að baki. Hann hafði ekki öðl- ast meira sjálfstraust á Parísarárun- um og skildi þar eftir öll sín verk þegar hann kvaddi borgina 1912. (Reyndar eru ekki til eldri myndir eftir Jón en frá 1916). Um vorið 1913 sneri Jón Stefáns- son aftur til Kaupmannahafnar og þar bjó hann þar til hann fluttist til Islands 1924. Jón rækti listgrein sína af ýtrustu samviskusemi en var um leið manna gagnrýnastur á eigin verk. Utten- reitter vitnar í bréf frá honum þar sem segir: „Dagarnir líða, verða að mánuðum og árum án þess að ég verði þess eiginlega var. Það eina sem ég verð var við og veit er að mér tekst ekki að koma því til skila sem er að beijast innra með mér. ..“, og síðar segir: „Ég er haldinn þeirri hégómlegu von að ég geti enn bætt mig. En mér gengur seint að þroskast — finnst ég vera heftur hið innra og ytra. Ég held að þeir sem eiga uppruna sinn með þjóð sem á sér ekki grónar hefðir í því er varðar myndræna tjáningu verði að spanna margar kynslóðir í verkum sínum áður en þeim tekst að gera nokkuð sem orð ér á ger- andi... Ég berst um á hæl og hnakka... eins og maður sem er að því kominn að drukkna." Tilvitn- uninni lýkur með þessu: „Ég er óánægður með allt sem ég hef gert til þessa. Mér finnst ég ekki hafa náð einum árangri. En ég er haldinn þeirri firru að ég geti — eins og Miinchausen — dregið sjálfan mig upp úr pyttinum sem ég virðist vera kominn í...“. Uttenreitter segir í framhaldi þessa að með slíkri sjálfsgagnrýni sé vart á aðfinnslur bætandi. Menn hafi frekar tilhneigingu til að veija Jón gagnvart sjálfum sér. En minna mætti á lofsamleg ummæli gagnrýn- enda eftir íslensku myndlistarsýn- inguna í Kaupmannahöfn 1927 þar sem hann er talinn fremstur í röðum íslenskra málara. Hann hafi „lödig- hed i selve det kunstneriske" (Vil- helm Wancher): Annar gagnrýnandi (Leo Svane) sagði þó ekki vita á gott þegar gáfaður málari eins og Jón færi að leggja stund á bókmenn- talegar frásagnir í verkum sínum eins og sjá megi í nokkrum lands- lagsmyndum hans, t.d. myndinni af hestinum sem leitar heim um óveður- snótt. „Hér má kenna holan hljóm rómantíkur og symbolisma,“ segir hann. (Leo Svane átti þó frumkvæð- ið að því að Danska ríkislistasafnið keypti af Jóni mynd.) Frásögnin — hið bókmenntalega — getur þó átt fullan rétt á sér þeg- ar Jón Stéfánsson á í hlut, segir Uttenreitter. Þegar slíku er skeytt inn í verk verða að vísu oft hrapal- leg mistök. En þegar vel tekst til eykst hið listræna gildi. Uttenreitter segir að útlendingum geti stundum veist erfitt að tileinka sér verk Jóns og þann hugarheim sem að baki býr. Hann nefnir t.d. myndina fyrmefndu af strokuhestin- um og einnig myndina „Þorgeirs- boli“. Nauðsynlegt sé fyrir skoðand- ann að þekkja söguna. Þetta eigi líka við að nokkru um sumar lands- lagsmyndirnar sem hafa að geyma hugmyndir um óheft náttúruöfl og dýpt sem augað hefur ekki vanist — og hina sérkennilegu þungu litadýrð. Hann segir að franskra áhrifa gæti tvímælaust í elstu mannamynd- um Jóns og uppstillingum en ekki í landslagsmálverkunum. „Ég er íslendingur," hefur hann eftir Jóni í umfjöllun um verk hans. „Það er mér í blóð borið og í öllum mínum verkum hvað sem aðrir segja.“ Eftir 1924 bjó Jón ýmist hér heima eða í Danmörku þar til hann lést árið 1961. I bók sinni „íslensk málaralist" kemst Björn Th. Björnsson svo að orði í lok kaflans um Jón Stefánsson: „Þegar við stöndum nú andspæn- is formsterku landslagi og okkur finnst tignarleg stærðin og ein- manaleg nekt þess minna á málverk Jóns Stefánssonar, er því í raun og veru öfugt farið. Það eru listaverk hans sem hafa kennt okkur að meta hið mikilfenglega í náttúru landsins á þann sérstæða hátt. Hitt er þó meira um vert að í verkum hans eigum við ramman heim lögbundinn- ar fegurðar, sem er veruleikinn í sjálfum sér hliðstæður lífinu og náttúrunni.“ Þessi orð mættu menn hafa að veganesti nú þegar tækifæri gefst til að skoða úrval lansdlagsmynda eftir Jón Stefánsson í Norræna hús- inu. H.V. tók saman. Skrifstofutæknir Athyglisvert námskeið! iiiiiniiiiaiiw Nú er tœkifœrið til að mennta sig fyrir allt er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök öhersla er lögð ó notkun PC-tölva. Nómið tekur þrjó mönuði. Nömskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufrœði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvlnnsla, gag- nagrunnur, töflureiknar og áœtlunagerð,.tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutœkni, grunnatriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekió að sér reksturtölva við minni fyrirtœki. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790 Á skrifstofu Tölvufrœðslunnar er hœgt að fá bœkling um námið, bœklingurinn er ennfremur sendur í pósti tll þelrra sem þess óska £ Tölvufræðslan Borgartúni 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.