Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Þriðja álverið? Nú virðist ljóst, að áhugi á þátttöku í byggingu álvera á íslandi er meiri en upplýst hefur verið þar til síðustu daga. Fjórir aðilar vinna að athugun á stækkun álversins í Straumsvík eða byggingu nýs í tengslum við það, sem fyrir er. En jafnframt hefur Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, staðfest, að aðrir aðilar hafa lýst áhuga á byggingu álvers hér. Það er norska fyrirtækið Norsk Hydro og bandarískt ál- fyrirtæki, auk þess sem einka- aðilar og fjárfestingarfyrirtæki hafa látið í ljósi vilja til að leggja fram fjármuni í slíkar framkvæmdir. Þetta er auðvitað gjörbreytt aðstaða frá því, sem var fyrir nokkrum ánim, þegar sendi- menn ríkisstjóma ferðuðust fram og aftur milli landa til þess að vekja áhuga á byggingu álvers hér en án árangurs. Það sem veldur hinum aukna áhuga á byggingu álvera á íslandi er m.a. hækkandi álverð og fyrir- sjáanleg stóraukin eftirspum eftir áli. Nú ríður á, að við ís- lendingar fylgjum fast eftir þeim árangri, sem náðst hefur í viðræðum við útlendinga. Fyrir skömmu bryddaði á ágreiningi um staðsetningu nýs álvers. Forsvarsmenn sveitarfé- laga á Austurlandi lýstu óánægju yfir því, að ekki væri rætt um aðra staðsetningu en í Straumsvík. Forsvarsmenn á Akureyri minntu á umræður um Eyjafjörð fyrir nokkmm árum. Deiiur hér innanlands geta auðveldlega dregið úr áhuga erlendra aðila á fjárfest- ingu hér. Þetta kom glögglega fram fyrir nokkrum árum, þeg- ar forráðamenn kanadísks ál- fyrirtækis könnuðu aðstæður við Eyjafjörð. Þeir sögðu þá vegna deilna, sem hafizt höfðu fyrir norðan um, hvort yfirleitt ætti að byggja þar álver, að þeir vildu friðsamleg samskipti við nágranna sína og hefðu þess vegna ekki áhuga á íjár- festingu þar sem þeir væru óvelkomnir. Þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir um áhuga annarra aðila á byggingu þriðja álvers- ins ættu að draga úr óánægju manna fyrir norðan og austan. Auðvitað er ljóst, að undirbún- ingur að byggingu álvers í Straumsvík er lengra á veg kominn en sams konar fram- k-værnd fyrir norðan eða austan. Fengin reynsla sýnir, að að- dragandi að slíkum fram- kvæmdum er langur. Þess vegna skiptir máli, að unnið verði markvisst að því, að við- ræður um þriðja álverið komist ^ af stað. Ekki fer á milli mála, að vel hefur verið unnið að þess- um málum á vegum iðnaðar- ráðuneytisins og annarra þeirra aðila, sem við sögu hafa komið. Þessum aðilum er því vel treyst- andi til að halda þannig á fram- haldinu, að það skili árangri. Efnahagsleg rök mæla með því, að ekki verði unnið samtím- is að byggingu tveggja álvera í Iandinu heldur taki fram- kvæmdir við þriðja álverið við í eðlilegu framhaldi af nýjum framkvæmdum í Straumsvík. En jafnframt hljótum við að leggja þunga áherzlu á, að í hinum nýju álverum verði kom- ið fyrir fullkomnustu mengun- arvömum, sem nú þekkjast. Um allan heim hafa þjóðir heims vaknað upp við mikilvægi umhverfísvemdar. Skilningur stórfyrirtækja hefur einnig aukizt á því, að það er þeim sízt til framdráttar að eiga í ófriði við nágranna vegna mengunarmála. Búast má við því, að einhver stjómmálaöfl hér taki upp harða andstöðu við byggingu nýrra álvera. Þar verða Kvennalisti og Alþýðubandalag á ferðinni. Sennilega verður andstaða Kvennalistans harðari en Alþýðubandalagsins. Ástæð- an er einfaldlega sú, að Al- þýðubandalagsmenn hafa ekki enn náð sér á strik eftir þá skemmdarstarfsemi gagnvart íslenzkum hagsmunum, sem unnin var í þeirra tíð í iðnaðar- ráðuneytinu í upphafí þessa áratugar. Það er út af fyrir sig illskilj- anlegt, að nokkur aðili skuli leggjast gegn byggingu stór- iðjuvera eftir þá reynslu, sem við höfum fengið af slíkum rekstri á síðustu tuttugu ámm. En afturhald er auðvitað alls staðar til, ekki síður hér á ís- landi en annars staðar. Þess vegna má vænta þess, að ein- hver pólitísk átök verði um byggingu nýrra álvera. Þau átök mega þó ekki draga úr því, að fullur kraftur verði sett- ur á viðræður við þá aðila, sem nú vilja ræða byggingu þriðja álversins á Islandi. Aundanfömum vikum og mánuðum hefur mikið verið rætt um vaxta- stefnuna. Að þessu sinni eru það atvinnu- rekendur, sem fjalla mest um þessi málefni en fyrir nokkrum árum voru það einstaklingar, aðallega húsbyggj- endur, sem kvörtuðu mest undan háum vöxtum. Sú þunga gagnrýni á stefnuna í verðtryggingar- og vaxtamálum, sem nú heyrist í röðum atvinnurekenda er vísbend- ing um, að atvinnufyrirtæki þoli tæpast lengur hina háu raunvexti, sem hér hafa ríkt í nokkur misseri. Ríkisstjómin gerði sér bersýnilega grein fyrir því snemma í vor, hvert stefndi, þar sem Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, setti á fót sérstaka nefnd til þess að kanna stöðu verðtryggingar og vaxta. Nefndin hefur skilað ítarlegu áliti og kemst að þeirri niðurstöðu, að óvarlegt sé að afnema verðtryggingu af fjárskuldbindingum. Hins vegar bendir hún á ýmsar leiðir til þess að draga úr þunga raunvaxtanna m.a. með því, að vextir verði fastir en ekki breytilegir eins og nú er. Kjami þessa máls, sem snýr bæði að atvinnurekstri og einstaklingum, er sá, að frá því að vextir vora gefnir fijálsir haust- ið 1984 hafa raunvextir verið tiltölulega háir. Einstaklingar þoldu þessa vexti illa fyrir nokkram misseram, þegar kaup- máttur var mun minni, atvinnureksturinn þolir þá illa nú, þegar mesta góðærið er að baki. Bæði einstaklingar og atvinnufyr- irtæki verða að horfast í augu við þann veraleika, að á fjóram áram hefur orðið bylting á peningamarkaðnum hér. Sá tími er liðinn, að hægt sé að leggja í umtals- verða úárfestingu án veralegs eigin fjár. Þeir, sem gera það nú, standa frammi fyrir stórfelldum vandamálum eftir nokkur misseri. Vaxtastefnan hefur beint athygli manna að því, hvað íslenzk fyrirtæki era yfírleitt illa búin að eigin fé. Ástæðan er náttúra- lega tvíþætt. í fyrsta lagi hefur það tíðkazt hér áratugum saman að stofna til atvinnu- rekstrar með lánsfé eingöngu. Meðan það kostaði minna en ekki neitt gat það geng- ið. í öðra lagi hafa stjómvöld með margvíslegum aðgerðum á undanfömum áratugum komið í veg fyrir, að hagnaður af rekstri fyrirtækja væri með eðlilegum hætti. Þess vegna hefur fyrirtækjunum ekki tekizt að safna eigin fé að ráði, jafn- vel þótt þau hafi áratugum saman verið rekin með mjög ódýra lánsfé. Nú standa menn frammi fyrir sjálf- heldu: það er ákaflega varhugavert að afnema verðtryggingu við núverandi að- stæður og það væri spor aftur á bak, ef vextir væra lækkaðir með einhliða ákvörð- unum stjómvalda. Hins vegar er það áreið- anlega rétt, að hvorki fyrirtæki né einstakl- ingar þola þessa háu vexti. Þá mætti að vísu ætla, að eitthvað drægi úr eftirspum eftir þessu dýra lánsfé, þannig að minnk- andi eftirspum mundi leiða til lækkunar á vöxtum. Svo virðist ekki vera og teija margir, að það sé einfaldlega örvænting þeirra, sem standa frammi fyrir óleysan- legum vandamálum, sem ráði því. Við þessar aðstæður hljóta menn að snúa sér alvarlega að því að byggja upp og efla hlutabréfamarkað, sem gerir fyrir- tækjum kleift að afla fjár til nýrrar fjár- festingar með sölu hlutabréfa í stað þess að taka of dýr lán í því skyni. Skýrsla Enskilda Sl. vor var kynnt opinberlega skýrsla um þróun hlutabréfamarkaðar á íslandi, sem forsvarsmenn Seðlabanka íslands og Iðnþróunarsjóðs ákváðu að láta gera og fengu til þess íjármálafyrirtækið Enskilda Securities í London, sem er dótturfyrir- tæki Skandinaviska Enskilda Banken. Skýrsla þessi er bæði ítarleg og fróðleg og með henni hefur verið lagður ákveðinn grannur að því, sem á eftir hlýtur að fylgja. í inngangi skýrslu fyrirtækisins segir m.a. um aðstæður hér á íslandi: „Mörg fyrirtæki á íslandi skulda of mikið miðað við eiginfjárstöðu vegna þess, að þau hafa átt greiðan aðgang að lánsfé undanfarin ár. Við ríkjandi aðstæður, sem mótast af háum vöxtum og vísitölubindingu er skuld- setning fyrirtækja í mörgum tilvikum orð- in mikil og því mundi hlutabréfamarkaður opna nýja leið til að styrkja eiginfjárstöðu íslenzkra fyrirtækja. Fjárfesting í íslenzkum atvinnurekstri hefur í gegnum tíðina verið fjármögnuð af fjárfestingarlánasjóðum og bönkunum. Bein fjárfesting í atvinnulífinu gegnum hlutabréfamarkað mundi verða til að veita atvinnulífínu meira aðhald og gera það hagkvæmara í rekstri auk þess, sem raun- hæfari markaðsaga yrði beitt við val fjár- festinga." Enskilda víkur síðan að því, að þrátt fyrir, að mikil þörf sé fyrir eigið fé í íslenzk- um fyrirtækjum, þar sem lánsfé sé dýrt og hlutfall skulda og eigin fjár mjög hátt, hafi fyrirtækin samt verið treg til þess að selja hlutabréf á opnum markaði. Ástæðan er sögð vera þessi: „Flest fyrirtæki á Islandi era einkafyrir- tæki í eigu fjölskyldna, sem ekki vilja deila eigninni með öðram. Stærri fyrirtæki, sem hægt væri að opna fyrir almenningi, era undir stjórn smárra hópa, sem tregir eru til að skerða yfirráðarétt sinn. Það hefur ekki reynzt nauðsynlegt fram að þessu að auka eigið fé, því þrátt fyrir hátt hlutfall skulda gagnvart eigin fé þá hefur ekki reynzt erfitt að fá íán. Afstaða fyrirtækja hefur samt breytzt nú, þegar skuldir hafa orðið mun dýrari. Skortur á eftirspum eftir hlutabréfum hefur ekki orðið til þess að hvetja fyrir- tæki til að gefa út ný hlutabréf. Það, að enginn virkur hlutabréfamarkaður er til, hefur torveldað fyrirtækjum að virða hlutabréf sín og því er mikil hætta á, að hlutabréfaútgáfa sé ranglega verðlögð. Þar sem hlutabréf seljast gjaman á lægra verði en sem svarar nettóvirði eigna myndu eignir hluthafa, sém fyrir era þynnast út með nýrri hlutabréfaútgáfu." Hvers vegna er lítil eftir- spurn eftir hlutabréfum? í skýrslu Enskilda Securities er einnig Qallað um það, hvers vegna lítil eftirspum er eftir hlutabréfum hér á landi. Um þann þátt málsins segir í skýrslunni: „Á íslandi hafa einstaklingar mun minna skattalegt hagræði af því að festa fé í hlutabréfum en skuldabréfum. Þótt fjárfesting í hlutabréfum í ákveðnum fé- lögum sé frádráttarhæf frá skatti að vissu marki og arður einnig skattfrjáls að vissu marki, er tekjuskattur samt lagður á sölu- hagnað. Þá er hlutabréfaeign einnig eigna- skattskyld sé hún umfram tiltekna fjár- hæð. Skuldabréf era á hinn bóginn skatt- fijáls að öllu leyti, nema að skuldabréf önnur en ríkisskuldabréf era eignaskatt- skyld ... íslenzkir fjárfestar fara að mestu eftir „núverandi ávöxtun" við fjárfestingarmat sitt. Því era skuldabréf, sem gefa af sér milli 8-14% (skattfijálst) í raunvexti skilj- anlega miklu meira aðlaðandi en hluta- bréf, sem gefa minni arð og era áhættu- samari. Þetta er vegna þess, að hugtakið um að safna hagnaði (eða tapi) gegnum breytingar á stofnvirði hefur ekki átt mikl- um vinsældum að fagna á íslandi, þótt árangur verðbréfasjóðanna hafí orðið til þess að auka skilning almennings á þessum möguleika ... Lífeyrissjóðimir ráða yfir um 50% af fé því, sem stendur til boða til fjárfestingar á íslandi. Þeir era í raun skyldaðir til að fjárfesta 55% af sjóðsinnstreymi sínu í Byggingarsjóði ríkisins frekar en í verð- bréfum að eigin vali. Flestir lífeyrissjóðanna mega ekki sam- kvæmt reglugerðum sínum fjárfesta í hlutabréfum. Stjómendur lífeyrissjóða hafa mjög lítið svigrúm til að veija fjárfest- ingar og allar nýjar fjárfestingar verður að samþykkja af stjóm lífeyrissjóðanna. Þetta dregur úr nýjum fjárfestingum í hlutabréfum." Tillögur Enskilda Hið sænska fjármálafyrirtæki leggur fram ítarlegar tillögur, sem eiga að stuðla MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 29 REYKJAYÍKURBRÉF Laugardagur 23. júlí að því, að hlutabréfamarkaður geti þróazt hér á landi. í þeim efnum er þung áherzla lögð á skattahlið málsins og þar segir m.a. í skýrslunni: „Okkur skilst, að stjómvöld vilji draga úr því misræmi, sem nú viðgengst í skatta- lögum á kostnað hlutabréfaeignar saman- borið við önnur spamaðarform en vilji á sama tíma ná jöfnuði í rekstri ríkisins. Þótt mikið af þeim tillögum, sem taldar era upp hér á eftir, mundu minnka skatt- stofninn, þá mundi álagning veltuskatts á verðbréf svo og takmörkun á frádrætti vaxta af lánum vega þetta upp að hluta, þegar tiLlengdar lætur. Hægt er að jafna skattmeðferð skulda- bréfa- og hlutabréfatekna hjá einstakling- um annað hvort með því að skattleggja tekjur af skuldabréfum, sem nú eru utan tekjuskattstofns eða með því að veita frek- ari skattaívilnanir gagnvart fjárfestingu í hlutabréfum en nú er gert. Okkur hefur verið tjáð, að skattlagning tekna af skuldabréfum væri ólíkleg á næstunni og því höfum við gert ráð fyrir í skýrslu þessari, að skattameðferð verði jöfnuð með því að veita frekari ívilnanir á tekjur af fjárfestingu í hlutabréfum frekar en að auka skattlagningu á tekjur á skuldabréfum. Væri síðari leiðin farin, ættu tillögur okkar jafnt við ... hvað varð- ar skattlagningu arðs.“ Fjölda margar aðrar tillögur era í skýrsl- unni um þróun hlutabréfamarkaðar á ís- landi. Mikil áherzla er lögð á virka þátt- töku lífeyrissjóða.-Lfyatt er til þess, að starfsmönnum verði boðin hlutabréf í fyrir- tækjum, sem þeir vinna hjá, sem hluta af heildarlaunagreiðslu. Nákvæmar hug- myndir era settar fram um hina ýmsu þætti skattamála, fjallað er um þátttöku erlendra fjárfesta og hömlur á hlutabréfa- eign erlendra aðila. Höfundar skýrslunnar segja, að „við- skipti í hlutabréfum (hafa) fram að þessu aðallega stjómast af yfirráðahagsmunum frekar en fjárfestingararði". í framhaldi af því segir svo: „Minnkandi yfirráð er lykilatriði í ákvörðunum fyrirtælqa um útgáfu nýrra hlutabréfa. Sá möguleiki að gefa út hlutabréf með takmörkuðum at- kvæðisrétti er þegar fyrir hendi í íslenzkum lögum og við lítum svo á að hvetja eigi fyrirtæki til að nota sér þessi ákvæði, ekki aðeins hvað varðar hlutabréf, sem beint er að erlendum íjárfestum, heldur líka innlendum." Loks er mikil áherzla lögð á upplýsingar frá fyrirtækjum í skýrslunni. Um það seg- ir m.a.: „Meiri upplýsingar ættu að vera til handa almenningi um viðskiptalífíð og umhverfi þess, sér í lagi: fyrirtæki ættu að halda fundi.með helztu fjárfestum til að ræða framtíð fyrirtækisins og fyrirætl- anir og verðbréfaþingið ætti sjálft að tala máli verðbréfamarkaðarins. Ársreikningar allra íslenzkra fyrirtækja ættu að vera birtir almenningi innan átta mánaða frá lokum reikningsárs. Ársreikn- ingar allra almenningshlutafélaga ættu að vera fáanlegir innan íjögurra mánaða frá lokum reikningstímabils. Hlutafélög með skráð verðbréf ættu að sýna hálfsárs milli- uppgjör eða oftar eftir því, sem hægt er. Upplýsingar ættu að vera fyrir hendi um hlut stærri hluthafa ... Þessar upplýs- ingar ættu að vera fyrir hendi í ársskýrslu fyrirtækisins ... Nú er þess aðeins krafíst af ákveðnum fyrirtækjum, sem uppfylla viss skilyrði, að þau hafí óháðan endur- skoðanda. Bankar, hluthafar, almennir lánadrottnar og skattyfirvöld þurfa að treysta reikningum fyrirtækja og óháð endurskoðun eykur trúverðugleika slíkra reikninga." Kegluleg'ur hlutabréfamarkaður Vísir að reglulegum hlutabréfamarkaði hefur smátt og smátt verið að þróast hér. Þannig má t.d. benda á, að í peningamark- aði Morgunblaðsins birtist fjóra daga vik- unnar skráning á hlutabréfum nokkurra fyrirtækja. Verðbréfamarkaður Iðnaðar- bankans tók nýlega við framkvæmdastjóm og rekstri Hlutabréfamarkaðarins hf. og í júlífréttum verðbréfamarkaðarins segir m.a.: „Einstaklingar og fyrirtæki, sem kynnzt hafa viðskiptum með skuldabréf á síðustu misseram hafa fengið aukinn áhuga á viðskiptum með hlutabréf. Lífeyr- issjóðir, sem era meðal helztu kaupenda hlutabréfa í nágrannalöndum okkar, eru einnig teknir að endurskoða afstöðu sína gagnvart því að ávaxta eignir sínar í hluta- bréfum. Sannleikurinn er sá, að aðeins með því að taka nokkra áhættu og eign- ast hlutdeild í fyrirtækjum geta fjárfestar- ar notið arðs af verðmætasköpun íslenzkra fyrirtækja, þar sem hún er mest. Verð á hlutabréfum íslenzkra fyrirtækja er jrfír- leitt lágt og mun lægra en sem svarar til innra virðis þeirra. Þegar viðskipti með hlutabréf taka að aukast er líklegt að verð- ið hækki. Kaup útlendinga á hlutabréfum íslenzkra fyrirtækja munu flýta þeirri þró- un. Ýmsir era því famir að velta fyrir sér kaupum á hlutabréfum nú áður en alda verðhækkana á hlutabréfamarkaði tekur að rísa að marki." Eins og af þessu yfírliti má sjá er vera- leg hreyfíng að komast á þróun hlutabréfa- markaðar hér. Nauðsynlegt er, að ríkis- stjóm og Alþingi flýti fyrir henni með því að lögfesta ýmsar þær tillögur, sem fram koma í skýrslu Enskilda Securities. Það liggur í augum uppi, að sala hlutabréfa til þess að skapa fyrirtækjum svigrúm til nýrra athafna er forsenda þess, að nýtt blómaskeið geti hafizt í íslenzku atvinnu- lífí. Sem dæmi má nefna, að það mundi auðvelda Flugleiðum mjög kaup á nýjum þotum, ef félagið tæki ákvörðun um að bjóða út sölu á nýju hlutafé. Fjölmörg önnur fyrirtæki geta farið þá leið. Ríkis- valdið sjálft mundi fá ný tækifæri til þess að selja atvinnufyrirtæki í eigu ríkisins á þróuðum hlutabréfamarkaði. Það er brýnt, að hlutabréfamarkaður og þróun hans komi inn í þær umræður, sem nú fara fram um verðtryggingu og vexti. Þar er leið út úr þeirri sjálflíeldu, sem þær umræður eru óneitanlega komnar í. „Við þessar að- stæður hljóta menn að snúa sér alvarlega að því aðbyggjaupp og efla hlutabréfa- markað, sem ger- ir fyrirtækjum kleift að afla fjár — til nýrrar fjár- festingar með sölu hlutabréf a í stað þess að taka of dýr lán í því skyni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.